Morgunblaðið - 22.09.1953, Síða 9

Morgunblaðið - 22.09.1953, Síða 9
Þriðjudagur 22. sept. 1953 MORGVNBLAÐIÐ 9 Eftir þrfú ár verðar ek- íð gegnum Mont Blanc á standarffórðangi Vegalengdin París—Rámaborg sfyítisf um 500 km. 'ALPARNIR hafa frá örófi alda verið mesti umferðartálmi Norð- urálfu. Hernaðarfræðingar hafa margir guggnað fyrir tálmanum þeim. Hannibal með fíla sína varð einna fyrstur að reka sig á þessa erfiðleika. Nú hverfur þessi tálmi bráðlega, ekki þó svo svo að skilja, að fjöllin verði flutt, held- ur verða gríðarmikil jarðgöng grafin gegnum Mont Blanc. — Þannig komast bifreiðir gegnum fjöllin á stundarfjórðungi, svo að skapast að kalla ný viðhorf í umferðarmálum álfunnar og frá bæjardyrum hershöfðingjans skiptir þetta miklu máli. GÖMUL HCGMTND í nóvember í haust verður tek- ið til með loftborum í fjallshlíð- unum. Jarðgöng hér í gegn er gömul hugmynd, sem nú fyrst kemst í framkvæmd. Meira að segja má rekja undirbúning að starfinu til 1844, en ekki varð af því fyrr en 18. marz í vetur, að Frakkland, ítalía og Sviss undirrituðu samning, sem greið- ír starfi þessu götu. i • — METNAÐUR ÍTALSKA GREIFANS Það er einum manni að þakka, að hugmynd þessari er nú hrund- ið í framkvæmd, ítalanum Lora Totino greifa. Segja má þó, að eigingjarnar hvatir liggi að nokkru að baki hjá greifanum, þar sem hann langar til að gera S00 ára gamalt ættaróðal sitt <Dg höll að Mekka ferðamanna, en hún er í afskekktum dal, sem beitir Entreves. Kemst óðal hans í þjóðbraut, er jarðgöng hafa verið grafin. Greifinn er verkfræðingur að menntun og hóf undirbúning verksins 1946, en komst fljót- Jega í fjárþröng. Hann vann þó á sitt mál fjármálamenn í þrem- ur ríkjum Og gerðist sjálfur for- stjóri hlutafélagsins „Mont Blanc jarðgöngin", sem hefir 350 millj. króna hlutafé. GAGNVEGUR Þessi nýja akbraut gegnum íhæsta fjalf Norðurálfu (4810 m) styttir vegalengdina milli Róma- borgar og Parísar um 500 km. Jarðgöngin verða 12,5 km löng og því þau lengstu í heimi. Lítur nú út fyrir, að gengið hafi verið frá fjármálahliðinni, en fyrir dyrum standa miklir tæknilegir erfiðleikar, sem sigr- ast verður á. Munni jarðgang- anna Frakklandsmegin er við Chamonix í 1250 metra hæð. Ítalíumegin verður munni við iEntreves 1380 m yfir sjávarmáli. Jarðgöngin verða 8 metra breið, 4,5 metra há og eftir þeim liggja 'tvær brautir aðskildar. JLOFTRÆSTING í miðjum göngunum verður 30—40 stiga hiti, og til að vinna feug á þessari svækju eru risa- vaxnar loftdælur við báða munna • þeirra og dæla 462 rúmmetrum af fersku lofti inn £ göngin á sekúndu. Undir akbrautunum verða feikilegar skólp- eða frá- rennslisleiðslur til að flytja burt allan þann raka, sem safnast á hamraveggina í göngunum. Hef- ir verið áætlað, að vatn þetta nemi 10 þús. lítrum á sekúndu, svo að frárennslið minnir frem- ur á elfi en venjulega skólp- Seiðslu. MIKIL UMFERÐ VÆNTANLEG Jarðgöngunum verður lokið á þremur árum. Þegar umferð verður í hámarM fara að líkind- Á þessum uppdrætti má sjá legu væntanlegra jarðganga. um 350 vöruflutningavagnar gegn um göngin á hverjum stundar- fjórðungi. Árlega verður umferð- in 100 þús. einkabílar og stórir fólksflutningabílar og 60 þús. vörubílar. Ef svo yrði, fer hálf milljón manna gegnum göngin árlega og fluttar 300 þús. smálest- ir af varningi. Hver bíll, sem fer gegnum göngin, verður að greiða vegartoll, sennilega um 20 kr. Alpalandið kringum göngin verður vitaskuld fjölsótt ferða- mönnum, og þá er komið að hjart ans máli ítalska greifans, sem hratt málinu úr höfn. Því má slá föstu, að á næstu árum verða Mont Blanc jarðgöngin það mannvirki, sem enginn ferðamað- ur lætur óséð, ef hann vill telj- ast maður með mönnum. Mi!!i sleins og sleggjy ÞAÐ bar við í sumar, að tveir ferðalangar, sem voru á göngu- för nálægt Jakobsá nyrzt í Nor- egi, við landamæri Noregs og Rússlands, fóru villtir vegar í skógunum. Var þeim það mikið áhyggjuefni í villunni að þeir kynnu að lenda austur fyrir landamæri, og hvað þá tæki við var ekki gott að vita, en einkis góðs töldu þeir von ef svo tækist til, og þó að óviljaverk væri að fara yfir landamærin undir þess- um kringumstæðum. Allt í einu heyrðu þeir hljóð, sem þeir töldu vera kýrbaul. — Urðu þeir alls hugar fegnir og stefnu á hljóðið. — En þeim brá í brún er þeir komu fram í rjóður í skóginum; kom þar á móti þeim skógarbjörn er reis upp á aftur- fótunum og lét illilega, en jafn- framt uppgötvuðu þeir að landa- mæravarða var hliðstætt að baki þeim. Þarna stóðu þeir, norski björn- inn framundan en sá rússneski að bakl þeim, hvorugur var kost- urinn góður að ganga á móti þeim norska, eða hopa í fang þess rússneska. „Okkur leið ekki vel“, sagði sá, er frá þessu skýrði, „þá drykk- löngu' stund er leið, unz norski björninn sá aumur á okkur og sneri frá honum hefur víst þótt of hart að gengið að neyða okk- ur til að leita lífs handan rúss- nesku landamæranna", FóBksfjölgun í heiminum er 90 þúsund á hverjum degi Stórkostlegt efnahagsvandamál MAÐUR kynnist mörgum mönnum og málefnum, sem framkvæmdastjóri Alþjóða- bankans í Washington. Eitt þeirra málefna, sem ég hef nokkuð kynnzt er þýðing mannfjöldaaukningar heims- ins. Þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni. Frá því Malthus setti fram hinar svartsýnu kenningar sínar um að jörðin myndi fyllast af fólki, svo að það hefði ekki málungi matar um það er lyki, hefur þetta verið rökrætt frá öllum hlið- um. MANNFJ ÖLDI OG FRAMLEIÐSLA Að sumu leyti er þetta ekki svo margbrotið. Hér er einfald- lega um að ræða hlutfallið milli fjölda mannkynsins og fram- leiðslumagnsins. Hlutfallið á milli þessara tveggja þátta í reikningsdæminu ákveður lífskjörin. Með vissri tækni, sem mannkynið býr yfir á hverjum tíma og vissum fram- leiðslumöguleikum má sam- kvæmt kenningunni benda á hæfilegan mannfjölda. Sé mann- fjöldinn minni eða meiri en þessi hæfilega tala, þá þýðir það að lífskjörin eru annaðhvort betri eða verri. STENZT EKKI' RAUNHÆFA PRÓFUN En satt að segja er þetta engin fullnaðarlausn á vandamálinu. Það kemur í ljós ef menn ætla að fara að beita reglunni raun- hæft í ákveðnum löndum og meta hvort íbúatalan sé of mikil eða of lítil. Fyrsti gallinn við regluna cr það meðal annars að tækni mann anna er ekkert fast hugtak. — Tæknin stendur ekki í stað held- ur þroskast hún og eykst. Já, framþróun tækninnar getur VerSar Island með SÆNSKA knattspyrnusambandið efnir á næsta ári til hátíðahalda í tilefni af 50 ára afmæli sínu. Mun sambandið þá m. a. koma á norrænni knattspyrnukeppni í Stokkhólmi. Mun hún sennilega fara fram í júnílok eða júlí- byrjun. Ekkert hefur heyrzt um það hvort ísland verði með Þ þessari norrænu keppni. - -G.A, EfSir E. Sveinbjömsson, framkvæmdastjóra Aiþjóðabankans ■ f Vi-'TiI f Indlandi er það næstum dag- legur viðburður að fólk deyi úr sulti úti á strætunum. meira að segja byggzt á fjölda fólksins. Það er oft sem mikið þéttbýli skapar grundvöll fyrir auknum tækniframförum, sem leiða af sér mikla framleiðslu- aukningu. FRAMLEIÐSLA VESTRÆNNA ÞJÓÐA MEIRI EN FÓLKSFJ ÖLGUNIN Malthus var þeirrar skoðunar, að til langframa myndi fólks- fjöldinn aukast meira en fram- leiðslan, þannig að mikill hluti fólksins yrði að ramba á barmi hungurs og glötunar. Hann við- urkenndi að vísu að um skamm- an tíma gæti framleiðslan aukizt meira en fólksfjöldinn með þeim afleiðingum að lífskjörin bötnuðu | um tima. Og einmitt þetta virð- j ist hafa gerzt í vestrænu lönd- unum siðastliðin 150 ár. En að | lokum taldi hann þó að þetta myndi snúast við. SKYNSAMLEGA ÞARF AÐ TAKA Á MÁLINU Nú hafa menn afneitað svo svartsýnni kenningu. Þegar á allt er litið skiptir nefnilega Robert Malthus var Englending- ur uppi á fyrri hluta 19. aldar, sem hélt því fram að mannkynið myndi með offjölgun leiða yfir sig hungurbana. öllu máli hversu skynsamlega fólk tekur á málunum. Hvaða ábyrgðartilfinningu það hefur gagnvart afkomendum sínum, næstu kynslóð. Þetta reyna fylgismenn svonefndra „skipu lagðra f jölskyldumála“ að gera fólki ljóst. Neyð og eymd er alls ekki óhjákvæmileg. — Mannkynið getur komizt hjá henni með því að hegða sér skynsamlega. OFFJÖLGUNARLÖND OG FRAMTÍÐARLÖND Ástandið er mjög mismunandi í hinum ýmsu löndum. Til eru þau lönd eins og Indland, Japan, eða Ítalía og Holland, þar sem enginn vafi er á að fólksfjölgun- in er svo mikil að framleiðslu- aukningin getur ekki fylgt henni að. í öðrum löndum, t. d. Banda- ríkjunum, Kanada, Ástralíu og Brasilíu virðast hins vegar svo miklir framtíðarmöguleikar, að það er hagkvæmt að fóikinu fjölgi sem allra mest. Þetta bendir ótvírætt í þá átt að ekki sé annað en að flytja fólk frá offjölgunarlöndunum til framtíðarlandanna. — Vissulega væri slíkt til að létta hín þungu vandamál, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar slíkt í. huga. En það verður ekki gert með fundar- samþykktum einum. Flutningur fólks hefur ýmiss konar erfið- leika í för með sér. Fyrir utan það, að hægt er að sigrast á þess- um erfiðleikum, þá eru það ekki góð viðskipti að „flytja út fólk“. Það er dýrt að fæða og ala upp fólk, til þess að það flytji svo úr landi og uppeldislandið nýtur þá einskis góðs af allri fyrirhöfninni. T. d. hafa Bandaríkin mikið hagnazt á innflytjendum, sem koma inn í landið í blóma aldurs. Og hversu geigvænlegt tap á „höfuðstól“ hefur það ekki verið fyrir löndin, sem fólkið yfirgaf. EF LITIÐ ER Á HEIMINN ALLAN En aðalvaridamálið er það i heild hvort hægt sé að auka framleiðslu alls heimsins svo að hún haldi í við fólksfjölgunina um veröld víða, en hagfræðing- ar heimsins álíta að dagleg fólks- fjölgun nemi nú um 90 þúsund á dag. Menn sem hafa rannsakað málið ýtarlega efast um það að hægt sé að auka framleiðsluna nægilega mikið og sjá þeir í þessu mikla hættu fyrir efnahag og stjórnmálaþróun heimsins. Þetta ástand vekur áhyggj- ur í áhrifamiklum alþjóða- stofnunum, svo sem Samein- uðu þjóðunum, alþjóðlegu matvælastofnuninni og alþjcð legu heilbrigðismálastofnun- inni og vafalaust liggur þaff eins og mara á ríkisstjórnma margra landa, þar sem vand- ræðin eru mest svo sem í Ind- landi og Japan. Þetta veldwr einnig áhyggjum í öðrum löndum, því að það er nú eimi sinni svo að þegar veggur ná- grannans brennur er þínum vegg hætt og neyð og fátæfct hlýtur þegar til langfranm lætur að hafa áhrif á efnahag og stjórnmál alheimsins. SIÐFERÐISLEG SJÓNARMIB BLANDAST INNí Hér er ekki aðeins um flókið reikningsdæmi í hagfræði að ræða. Mörg önnur atriði bland- ast inn í það, siðferðileg, stjórn- málaleg og hernaðarleg. Friðrik mikli Prússakonungur þurfti A hermönnum að halda og það setti sinn svip á hans skoðanir. Því miður eiga hans sjónarmið enn áhangendur. Trúmál skipta lika máli. Meðan trúarskoðanir í Indlandi og Japan spyrna ekki móti því að takmarka barneign- ir, en það gerir kaþólska kirkj- an hins vegar. Frjósemdardýrk,- un hennar rís öfluglega móti ÖII- um slíkum takmörkunum. Aff vísu hefur mannf jölgun ekki ver- ið mikil í Frakklandi og freist- ast maður til að halda að Frakk- ar séu ekki í eðli sínu sérlega mikið kaþólskrar trúar. En hvað kemur þetta eiginlega okkur við, ^em sitjum í Alþjóða- bankanum í Washington? Hvers vegna erum við að blanda okkur í þessi mál? Einfaldlega vegna þess, að Al- þjóðabankinn er ekki venjuleg bankastofnun, sem hugsar um það eitt að ávaxta fé sitt með tryggum og góðum hætti. Al- þjóðabankinn er aiþjóðastofnun, sem hefur þann tilgang að lána meðlimalöndunum fé til að efla fjárhag sinn og stuðla að bætt- um lífskjörum. Þessi tilgangur er skráður í stofnskrá hans, og þess vegna kemur sú spurning fram, til hvers bankinn sé að lána fé til nýrra raforkuvera, járn- brauta, stálsmiðja jarðabóta o. s. frv. þegar síaukin fólksfjölgun gerir það að verkum að lítið gagn verður að þessum lánum. ÞÝÐINGARMIKIÐ EFNAHAGSVANDAMÁL Það er að segja spurningin Verður, hvort það sé ekki miklu- betra fyrir sumar þjóðir að tak- marka fólksfjölgunina með skyri- samlegum ráðum heldur en stöð- ug fjárfestingarútþensla. Offjölgun fólksins er ef ÍH vill þegar allt kemur til alls þýðingarmesta efnabagsvanda málið, og það snertir okkur alla meira eða minna beint. Það væri barnalegt að álíta að það að fólk sveltur í öðr- um löndum sé ókkur óviðkom- . andi, atvik sem er spennandi að lesa um í blöðum og ekkert meir. Þetta er í svo mikilli fjarlægð segir fólk. En heim- urinn hefur minnkað og hann minnkar með hverjum degí. Erfiðleikar, sem upp koma á einum stað eru nú fljótir að breiðast út til annarra landa. Þetta er þess vegna alvarlegt vandamál fyrir allan heim- inn, vandamál, sem versnar stöðugt og er ekki hægt a$ loka augunum fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.