Morgunblaðið - 22.09.1953, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.09.1953, Qupperneq 14
14 MORGUN BLAÐIB Þriðjudagur 22. sept. 1953 | SUÐURRHIÍJAFÓLKIÐ SKÁLDSAGA eftir ednu lee Framhaldssagan 39 eriega í hinum skuggalegustu hliðum samkvæmislífsiris". „Hvað er það sem þú ert að eegja, Wes?“ spurði ég og skildi raunar of vel hvað hann var að fara. Hann hellti viskí í glasið. „Hún litla Cissa okkar er orðin brúður", sagði hann. „Og þú get- ur aldrei getið upp á hver sá hamingjusami er?“ „Ekki þó Syl Crowley?“ spurði ég veikri og hneykslaðri röddu. „Þú hefur öldungis rétt fyrir t»ér“, sagið hann og kinkaði kolli. „En“, stundi ég, „Cissa gæti ekki gert það“. „Hún gerði það nú samt“, svar- aði hann. Hið föla andlit hans var nú orðið þakið dökkrauðum roða og hann glotti með fyrirlitn- ingu. í sundurlausum og óskýr- um setningum sagði hann mér það sem hann vissi um brúð- kaupið. Cissa og Syl hefðu verið gefin saman af sveitapresti og farið í brúðkaupsferð til New Orleans kvöldið áður. Hann hellti aftur í glasið og velti því í höndum sínum á milli þess sem hann dreypti á því. Hann sagði að hann hefði farið heim, — hann meinti til ungfrú Camillu — þegar hann hefði frétt þetta og spurt eftir móðir sinni. Hann hló hæðnislega. „Blessuð vertu. Syl Crowley er sagður vera efnaður, og þá hefur mamma engar áhyggjur. Henni er alveg sama þó úlfur gleypti Cissu, bara ef það eru peningar annars vegar". „En getur nú ekki verið“, sagði ég og reyndi að afsaka Cissu, „getur nú ekki verið að þetta hafi verið öllum fyrir beztu?“ Nú varð hlátur hans enn hæðn- islegri og jafnvel ljótur. „Hún vildi aðeins ná sér niðri á mömmu.“ „Hvers vegna vildi hún ná sér niðri á ungfrú Camillu?" spurði ég. Hann yppti öxlum. „Hún hefur aldrei skipt sér af okkur“. „Svei mér þá Wes, þetta geng- ur brjálæði næst.“ „Blessuð vertu. Henni hefur alltaf verið sama hvað komið hef- ur fyrir okkur." „En það kom aldrei neitt fyrir ykkur“, mér féll illa að hann skyldi sífellt vera að reyna að lítillækka ungfrú Camillu í mín- um augum. Hann leit upp í augu mín og sagði: „Ekki það?“ rödd hans var spyrjandi. „En Cissa giftist samt Syl Crowley", bætti hann við. Hann fyllti glasið enn á ný og sagði afsakandi: „Þegar allt kem ur til alls Doc, þá finnst mér að ég eigi að skála fyrir minni Cissu. Þó ekki væri fyrir nema það eitt að nú er ég búinn að losna við hana og hún komin í ábyrgð Syls“. „Hún er samt enn í þinni ábyrgð Wes. Þér mun ekki hætta að þykja vænt um hana, vegna þess eins að hún er nú gift.“ „Ef til vill ekki, Doc,“ svaraði hann og svelgdi í sig úr glasinu. „Ef til vill hættir mér ekki að þykja vænt um hana“, sagði hann. „En Guð einn veit að ég ætla að réyna það“. Það var komið fram á mitt sum ar og loftið var mettað af hita og ryki. Georgiu-loftslagið var svo þungt að maður gat varla dregið andann. — Ég kom niður stigann og að útidyrunum og sá Wes. Hann sat þar í ruggustól með vínglas í hendinni. Hann sat hreyfingarlaus með öllu og starði tómlátlega út yfir brennandi landslagið fyrir framan hann. „Wes“, sagði ég ákveðið. Hann leit við og brosti kank- víslega. „Jæja, svo það ert þú, Doc“. Mig langaði til þess að þrífa til hans og hrissta hann aftur til lífsins. En auðvitað gat ég það ekki. Ég þorði ekki einu sinni að kyssa hann eða snerta hann, vegna hræðslu um að hann myndi færast undan, því það myndi hneyksla mig og særa. — Hvað hefur eiginlega komið fyrir okk- ur, hugsaði ég með sjálfri mér. Utan við mig fór ég fram í eldhúsið og teigaði glas af köldu vatni. Ég velti þessu fyrir mér og er ég kom að þeirri niður- stöðu að Wes hafði verið meira eða minna drukkinn og ólíkur sjálfum sér síðan Cissa giftist, varð ég hrædd. En hann hafði alltaf' verið heima við, en ekki gert annað en að sofa, borða og drekka. En ég reyndi að sannfæra sjálfa mig um að þetta væri að- eins ein af skaptegundum hans og það myndi brátt ganga yfir. Og svo komu líka dagar sem Wes var eins og í gamla daga, kátur og glaður og hafði gaman af að gera að gamni sínu við okkur Mitty. En svo var eins og hann áttaði sig og hann byrjaði að drekka aftur, og haga sér undar- lega. Sumar næturnar fékkst hann ekki til þess að fara í rúm- ið heldur sat hann eins og negld- ur fyrir framan eldinn niðri og beið, — og beið....... Þær nætur voru eitur í hans beinum, þrsftt fyrir allt, allar þessar klukkustundir sem líkt- ust einna helzt martröð og stund- um missti hann alla stjórn á sjálfum sér. Hann féll þá með höfuðið í kjöltu mína grét há- stöfum og fullyrti að hann væri erætur. til einkis nýtur og ætti að vera barinn með hundásvipu fyrir að hafa kvænst mér. „Þú ert allt of góð fyrir mig, Doc. Ég meina þú. Og allar góðar konur eru of góðar fyrir mig.“ Ég gat ekki sagt neitt til þess að hugga hann, það eina sem ég gat gert var að halda fast utan um hann, halda honum eins og maður heldur utan um hrætt barn. Ég reyndi að hughreysta hann, en það voru einungis inn- antóm orðin, sem maður muldrar við óttaslegin börn. Stundum gat ég ekki að mér gert en fór að gráta, ekki yfir Þvi sem hann sagði heldur yfir Pvi, að hann, Wes, skyldi vera orðinn að .... þessu.. Ef hann leit upp og sá tárin, þá reyndu óstöðugir fingur hans að þurrka þau í burtu. „Ekki gráta, Doc“, sagði hann. „Ég er ekki þess virði að það sé grátið yfir mér.“ „Þú ert víst þess virði, Wes“, hrópaði ég. En hann hrissti höfuðið ákveð- inn. „Það er fjöldinn allur af fólki, sem er þess virði að grátið sé yfir því en ekki ég, Doc, ekki ég.“ Og allt í einu spurði hann, eins og fullur af eldmóði og nýj- um krafti, „hvers vegna er ég svona, Doc? Hvað hefur valdið því að ég er orðinn svona?“ Elsku Wes minn, Wes, sem ég elska. Wes sem er svo myndar- legur en óstöðuglyndur. Hve oft hef ég ekki minnst þess þegar við stóðum fyrir framan prestinn, þegar mér fannst ég eiga þig al- ein. Ég átti þig líka þá, — guð hjálpi okkur báðum elskan mín. Ég á þig líka nú, þegar þú liggur með höfuðið í kjöltu minni og Uppreisnin á Eftir Tojo Pintu 17. Innan lítillar stundar birtist matsveinninn í dyragætt- inni. James kallaði til hans og bað hann sækja flöskuna. Þegar matsveinninn kom niður, greip James í hann og sagði: „Það er skynsamlegast fyrir þig, karl minn, að segja sann- leikann. Við höfum komizt að því, að þú berir ýmsar sögur í skipstjórann.“ James hélt hníf yfir matsveininum til þess að hræða hann enn meir. „Nei, nei, það er ekki satt. Ég hefi ekki sagt honum neitt.“ „Þú lýgur því, úrþvættið þitt. Ef þú segir ekki sannleik- ann strax, skal ég reka hnífinn í þig,“ sagði James og otaði hnífnum að matsveininum. Þá varð hann það hræddur, að hann játaði umsvifalaust, að hann hefði aðeins tvisvar sagt skipstjóranum frá því, sem hann hefði heyrt í hásetakiefnum. Hásetarnir ætluðu þá að ráðast á hann, en James kom í veg fyrir það, og sagði þeim, að þeir skyldu ekki ráðast á þennan aumingja, sem ekki væri neitt nema beinin. „En ef við komumst að því, að þú haldir áfram upptekn- um hætti, þá þarftu ekki að binda um skeinu oftar,“ sagði James við matsveininn og sagði honum að snauta aftur í eldhús. Næstu dagar liðu við venjuleg störf. Hásetarnir skiptust á við að halda vaktir og vinna hin venjulegu störf. Pintu hafði miðað vel áfram, og var nú komin rösklega hálfa leið. Maturinn versnaði alltaf með hverjum deginum sem leið,5 og var orðinn illþolandi. Kjötið, sem þeim var úthlutað, var ( bæði lítið og skemmt og annar matur að sama skapi. — Ekk- ert þýddi að kvarta yfir skemmdum mat. Matsveinninn vís-' aði á yfirmennina, en þegar talað var við þá, fékk sá hinn sami annað hvort kjaftshögg eða honum var sagt að halda kjafti. — Hásetarnir höfðu þó hugmynd um, að yfirmennirnir ifengju daglega steikta kjúklinga og annað lostæti ásamt i 1 öli. I Þriðjudagur F. I. H. ^&uná í Þórskaffi í kvöld kl, 9 Þriðjudagur (eiLur • Hljómsveit Guðm. R. Einarssonar • Hljómsveit Aage Lorange • Söngvari: Ragnar Bjarnason Aðgöngumiðar seldir eftir klukkan 8. Þriðjudagur Þriðjudagur ■■■< Húlf húseignin í Hlíðunum til sölu. Efri hæð og ris við Háteigsveg til sölu. Nánari uppl. gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guð- laugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Austurstræti 7, símar 3202, 2002. Perur í eftirtöldum stærðum fyrirliggjandi: 15 watta m m m>, 25 — m m m m m 40 — m> : • . 60 — i 75 — m !■» • m 100 — ,m m m ;• \ »3 Ketaperur B • • • ,m i mf Kúluperur m 'm Flourosent perur !•! ;»; Hel af ýmsum stærðum. da hi. 5 • M 1 '». m '». w m' Austurstræti 14 — Simi 1687 'ml m ■' m m IMylon Síðir Magabelti (hvít) Brjóstahal dar ar (hlíralausir) Skólavöruðstíg 3 Bezt að auglýsa 1 Morgunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.