Morgunblaðið - 25.10.1953, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók
40. árgamruí
243. tbl. — Sunnudagur 25. október 1953.
Prentsmiðja Mergunblaðsina
óbótaverfc
Fyrir nokkru gerði hersveit frá Ísraelsríki árás á þorpið Quiba í
Jórdaníu. Hermennirnir gengu skipulega til verks, sprengdu þeir
húsin, hvert af öðru í loft upp og skutu íbúa vægðarlaust. Alls létu
60 Arabar lífið og hefur þessi atburður vakið hrylling um allan
heim. Á myndinni sjást fulltrúar í vopnahlésnefnd S. Þ. skoða
verksummerki, hrunin hús og lík Araba.
Sýrlendingar óska eftir
vinsamlegu samstarfi
En kvarta yfir rangindum Gyðinga
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
DAMASKUS 24. okt. — Shisakli forseti Sýrlands hélt ræðu í dag
við opnun Sýrlands-þings. Hann sagði að skerðingin á réttindum
Araba í Israels-ríki væri eina ógnunin við friðinn í löndunum
íyrir botni Miðjarðarhafs.
ÖSKA EFTIR SAMSTARFI
Forsetinn sagði að Sýrlending-
ar sættu sig við það að Gyðingar
hefðu numið land í Palestínu.
Þetta væri staðreynd, sem ekki
væri hægt að ganga fram hjá.
Þessvegna óskuðu Sýrlendingar
nú eftir að sambúðin batnaði við
Gyðinga og þeir óskuðu almennt
eftir samstarfi við það.
EN GYRINGAR HAFNA
SAMSTARFI
En því miður væri því ekki að
heilsa. Gyðingarnir vildu ekkert
samstarf. Þeir beittu hverskonar
rangindum og ofbeldi við Araba,
sem enn eru búsettir í landsvæði
Israels-ríkis. Þeir hefðu svipt þá
eignum sínum, rekið þá út úr
húsnæði og af landi þeirra. Hinir
fátæku Arabar yrðu nú að haf-
ast við í flóttomannabúðum.
BRUSSEL, 24. okt — Sprenging
varð í dag í kolanámu við Liege.
Vitað er með vissu að 4 námu-
verkamenn hafa látið lifið, en 20
ítalir og 19 Belgir eru grafnir
inni, en taldir verða á lífi og er
unnið að því að grafa þá út. 10
menn voru fluttir í sjúkrahús,
alvarlega brenndir.
Frakkssr mi&Ia málam
£ deilanni um Triest
BELGRAD, 24. okt.: — Areið-
anlegar fregnir herma að
Alec Bebler utanríkisráð-
herra Júgóslava hafi í dag
átt 2 klst. viðræður við
franska sendiherrann í Bel-
grad, Philippe Baudet.
Heyrst hefur að franski sendi-
herrann muni reyna að miðla
málum milli Júgóslava ann-
ars vegar og Breta og Banda-
ríkjamanna hinsvegar, vegna
Trieste-deilunnar.
Nú er liðin vika síðan Dulles
lýsti því skýrt og skorinort
yfir að Vesturveldin myndu
ekki hvika frá þeirri ákvörð-
un sinni, að afhenda Itölum
Trieste. Engin afhending hef
ur enn farið fram og mun nú
vera reynt að komast að
samkomuiagi. — Rcuter.
Austur-þýzka lögreglun ú í höggi
við ijóru öilugu flokku skœruliðu
Ætla að hindra að þeir
komist undan til V.-Berlín
Tyrkir bjáða
TEHERAN, 24. okt. — Tyrkir
munu senda hernaðarsendinefnd
til Persíu í næsta mánuði. Einn
af foringjum tyrkneska Lýðræðis
flokksins, sem nú er staddur í
Teheran, segir að til mála geti
komið að Tyrkir bjóði Persum
upp á stofnun hernaðarbanda-
lags. —NTB.
Hugsanlegl að Truman fái
friðarverðlaun Nobels
OSLO, 24. okt. — Miklar líkur eru taldar á að Harry Truman
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hljóti friðarverðlaun Nobels
fyrir þetta ár. En það er þingnefnd norska stórþingsins, sem deilir
þeim verðlaunum út.
UPPÁSTUNGA FRÁ
TVEIMUR LÖNDUM
Það var nýlega upplýst að
ríkisstjórnir Tyrklands og Grikk-
lands hefðu sent norska stórþing-
inu bréf með uppástungu um að
Truman yrði veitt þessi verðlaun.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BERLÍN, 24. okt. — Þýzka útvarpsstöðin Nörd West Deuts-
che Rundfunk skýrði frá því í dag að um 10 þúsund austur-
þýzkir lögreglumenn hefðu verið látnir slá hring um Berlín-
arborg, til þess að koma í veg fyrir að vopnaðir flokkar
skæruliða í Austur-Þýzkalandi komizt til Vestur-Berlínar.
-------------------------- 4 SKÆRULIÐAFLOKKAR
Fréttastofa útvarpsins kveðst
hafa glöggar heimildir um það
að austur-þýzka lögreglan hafi
átt í höggi við fjóra öfluga flokka
skæruliða, skammt suðaustur af
Berlín.
KEPPINAUTAR TRUMANS
Aðrir, sem talið er að komi til
greina eru Olympíunefndin,
Frank Buchman foringi Siðferðis
vakningarinnar, Coudenhove-
Kalergi, sem frá því á byrjun
þriðja tugs þessarar aldar hefur
verið baráttumaður fyrir Evrópu
hugsjóninni.
TRYGGVI LIE
Þá er einnig talið hugsanlegt
að Tryggvi Lie hljóti þennan
heiður. Það kom til mála að hon-
um yrði veitt verðlaunin í hitteð
fyrra, en hann hafnaði því þá
vegna þess að hann væri starfs-
maður S. Þ.
VEL BÚNIR
SKOTVOPNUM
8 austur-þýzkir lögreglumenn
hafa fallið og 27 særzt í bardög-
um við þessa skæruliða síðustu
viku. Eru flokkarnir vel búnir
skotvopnum, sem þeir hafa m. a.
tekið af lögreglumönnum.
HAFA SLOPPIÐ ÚR
FANGELSUM
Stærsti skæruliðaflokkurinn
hóf andspyrnu sína í nágrenni
borgarinnar Cottbuss. í honum
eru m. a. 20 Tékkar og 6 lið-
hlaupar úr rússneska hernum. —
Margir Þjóðverjanna í flokkum
þessum sluppu úr fangelsum Um
og eftir 17. júní í sumar.
Gert hreinl
BANGKOK, 24. okt. — Lögregl-
an í Bangkok höfuðborg Síams
tók mörg hundruð torgsala, sem
verzluðu með ávexti og matvæli
höndum. Ástæðan er væntanleg
heimsókn Richard Nixons vara-
forseta Bandaríkjanna, en borg-
in á að líta sem stásslegast út,
þegar hann heimsækir hana.
—NTB.
Uúskóluhátíðin huldin í gær,
iyrsta vetrurdag
60 % stádenta sem innrita sig
Ijúka ekki embættisprófi
HÁSKÓLAHÁTÍÐIN var haldin í gær, fyrsta vetrardag, í hátíða-
sal Háskólans og var þar fjölmenni saman komið. — Meðal gesta
var forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson. — Dómkirkjukórinn söng
undir stjórn Páls ísólfssonar og Guðmundur Jónsson óperusöngvari
söng einsöng. — Voru sungin hátíðarljóð eftir Þorstein Gíslason,
lagið er eftir Pál ísólfsson. — Að venju var fluttur fræðilegur fyrir-
lestur á hátíð þessari og flutti Ólafur Lárusson prófessor stórmerki-
legt erindi um skaðabætur.
í upphafi aðalræðu sinnar
minntist báskólarektor dr. Alex-
ander Jóhannesson próf. Árna
Pálssonar prófessors og Sigur-
geirs Sigurðssonar biskups. Risu
viðstaddir úr sætum til að heiðra
minningu hinna látnu.
Lítil breyting hefur orðið á
kennaraliði skólans. Þess ber þó
að geta, að Magnús Már Lárus-
! son hefur verið skipaður prófess-
1 or í guðfræði. Þá hefur skólan-
um og bætzt nýir sendikennarar.
j — Þá gat rektor námskeiðs í
uppeldisfræðum sem haldið var á
vegum skólans í júní s.l. og luku
þar prófi 21 nemandi (einkum
kandídatar í íslenzkum fræðum).
iRektor minntist síðan á fjárhag
• Háskólans og kvað hann eftir
ástæðum vel efnum búinn. —
Síðan vék Háskólarektor að
kennslumálum og öðru því sem
varðar stúdenta beint og fer nú
sá kafli ræðu hans orðréttur hér
á eftir:
750 INNRITAÐIR STÚDENTAR
Háskólinn er í örum vexti Og
skal nú vikið að málefnum stú-
denta og kennslunnar. í upphafi
háskólans voru stúdentar 43, en
nú er tala innritaðra stúdenta
759. Ýmsum kennaraembættum
hefir verið bætt við. og nýjum
kennslugreinum og þó herma
! skýrslur, að við nám erlendis
séu nú samtals yfir 4C0 íslend-
ingar. I þessum hópi eru margir,
sem eru ekki stúdentar og leggja
stund á margskonar fræðigrein-
ar (allskonar listir, málaralist,
myndhöggvaralist, hljómlist O.
fl.), en stúdentar munu þá vera,
hér heima og erlendis, nál. 900—
1000. Má af þessu sjá, hve námfús
íslenzk æska er og hvílikt ofur-
kapp ýmsir foreldrar leggja á
Framh. á bls. 2.