Morgunblaðið - 25.10.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.10.1953, Blaðsíða 9
t Sunnudagur 25. okt. 1953 MORCUNBLAÐIÐ Reyk javíkurbréf: Laugardagur 24. októher Eftirmæli sólbjarts sumars — Háskólinn og hin hagnýtu vísindi — Formlaus og litlaus „háskólahátíð“ — Varnarmálin á Alþingi Sólbjart sumar kvatt í DAG kveðja íslendingar eitt sólbjartasta og hagstæðasta sum- ar, sem núlifandi menn muna. Það mun því hljóta góð eftir- mæli í hugum þjóðarinnar og síðar á blaðsíðum annála. Á sumrinu 1953 var sólfar mikið, veður hlýtt og kyrrt, grasspretta með fádæmum og hagnýting heyja ágæt. Við vetrarkomu eru allar hlöður fullar og heybirgðir meiri í landinu en menn minnast um langt árabil. Fé var óvenjú gott til frálags og horfur í bjart- asta lagi um búrekstur í sveitum landsins. Við sjávarsíðuna var atvinna mikil. Fiskur gekk meir á grunn- mið en tíðkast hefur um langt skeið. Smábátaútgerð jókst stór- um og afli togara og stærri fiski- skipa var unninn innanlands í ríkari mæli en undanfarin ár. Olli því m. a. löndunarbannið í Háskóli Islands ffemst við að fullnægja þörfum m. a. að sýna ræktarsemi sína þjóðarinnar, ekki aðeins fyrir við forna menningararfleifð sína Englandi, sem þó var rofið í lok, embættismannaefni heldur og til óg annara norrænna þjóða. sumarsins. Aflabrestur varð að hagnýtra starfa í þágu bjargræð visu enn einu sinni á síldveiðum fyrir Norðurlandi en afkoma út- vegsins varð þó nokkru betri vegna vaxandi síldarsöltunar. Alþingiskosningar fóru fram <og ný ríkisstjórn var mynduð um frjálslynda og umbótasinnaða stefnuskrá. Vaxandi frelsis gætti um framkvæmdir og viðskipti. Afkoma almennings var yfirleitt góð og velmegun vaxandi. Stærstu raforkuver, sem þjóðin hefur reist voru tekin í notk- im. — Þetta er í stórum dráttum saga hins liðna sumars. Hún talar sínu máli nm svip ís- lenzks þjóðlífs á þessu tíma- bili. Hún ber vott miklum gróanda og framsókn. Hið liðna sumar hefur skilað ís- lenzku þjóðinni nokkuð áleið- is í baráttu hennar fyrir efna- hagslegu sjálfstæði og afkomu öryggi. Um það verður varla deilt með rökum. Horft fram á veginn EN UM LEIÐ og þjóðin kveður sólbjart sumar hlýtur hún að mæta vetrinum með sömu varúð- inni og jafnan áður á liðnum tíma. Þrátt fyrir efnahagslega velgengni eru ýmsar blikur á lofti. Verðbólguhættan grúfir •ennþá yfir íslenzku efnahagslífi. Miklar framkvæmdir og vaxandi ásókn um fjárfestingu skapa verulega hættu á verðþenslu og nýju kapphlaupi milli kaup- gjalds og verðlags, ef óvarlega er að farið. En við getum lært af xeynslunni og hagað okkur t sam xæmi við hana. Við þurfum að asönnu að leggja hart að okkur um mikið átak til umbóta í hús- xiæðismálum og raforkumálum. Fn fjárfestingin í þessum fram- Jkvæmdum má þó ekki verða svo •ör, að jafnvægisleysi skapist að xiýju í efnahagslífinu og verð- bólga leiki lausum hala. Greiðslu hallalaus ríkisbúskapur og halla- laus rekstur framleiðslutækjanna verður að mynda traustan grund völl undir allar framkvæmdir landsmanna. Það er mjög mikilvægt, að jþjóðin geri sér þetta fylliiega Jjóst og hagi sér eftir því. Háskólinn og hátíð hans TJM 750 STÚDENTAR stunda á komandi vetri nám í Háskóla ís- lands, sem í dag heldur hátíð sína. Er það meiri stúdentafjöldi en nokkru sinni fyrr. Heyrast nú þegar raddir um að hann sé orðinn alltof mikill. Ekki virðist þó ástæða til þess að ætla að svo sé. Mikil og góð menntun getur aldrei orðið þessari þjóð til trafala. Hins verður að gæta að skólanámið míðist fyrst og isvega hennar til lands og sjávar. En mikið brestur á að við höfum ennþá tekið hin hag- nýtu vísindi í nægilega ríkum mæli í þjónustu þsirra. Bænd- ur landsins skortir margvís- legar leiðbeiningar um rækt- un, notkun áburðar og kjarn- fóðurs. Iðnaðurinn er ennbá skammt á veg kominn enda þótt rúmlega þriðjungur þjóð arinnar lifi nú á honum. Og sjávarútvegurinn þarf á miklu fleiri sérmenntuðum mönnum að halda til þess að tryggja vöruvöndun og fjölbreyttari vinnslu úr afurðum sínum. Þetta verðum við umfram allt að skilja. Það er frum- skilyrði þess að atvinnuvegir okkar eflist og nýir markaðir vinnist fyrir framleiðslu þeirra. Hagnýt vísinda- stofnun Við þurfum þessvegna um- fram allt að leggja áherzlu á, að gera Háskóla íslands í Formlaus og litlaus samkoma EN í SAMBANDI við hina svo- kölluðu háskólahátíð verður ekki hjá því komizt að harma svip hennar, eða réttara sagt svip- leysi. Hún er einhver litlausasta og formlausasta samkoma, sem hægt er að hugsa sér í merki- legri og ágætri menningarstofn- un. Forráðamenn háskólans hafa unnið af miklum dugnaði að uppbyggingu hans, bættum húsa- kynnum og fjölbreyttari kennslu. athöfn að halda til þess að skapa traust tengsl milli sín og hinna ungu borgara sinna. En þau skapar hann ekki með háskólahátíð, að flestum stúdentum sínum fjarstödd- um. Þetta ættu hinir dugmiklu og ágætu forystumenn Há- skóla íslands að gera sér ljóst fyrr en síðar. Frá Alþingi Á ALÞINGI hefur fátt gerzt þessa viku. í upphafi hennar fór þó fram umræða um utanríkis- mál. Við það tækifæri flutti hinn nýi utanríkisráðherra jómfrúr- En þeim hefur tekizt að gera rægu sína £ ráðherrastól. Lagði setningarhátíð hans að verra en hann einkum áherzlu á þrennt: engu. í stað þess að vera virðu-J í fyrsta lagi að allir þrir lýð- leg umgerð um upphaf vetrar- ræðisflokkarnir hefðu markað starfsins og móttöku nýrra há- þá stefnu, er lægi til grundvallar skólaborgara er nú þessi sam- ^ varnarsamningunum við Banda- köma orðin að gestaboði, sem til- : ríkin. 'tölulega fáir háskólastúdentar | j öðru lagi að meðan núver- sækja. Virðist nú öll áherzla lögð andi ástand ríkti í alþjóðamálum á að smala þangað embættismönn hlytu íslendingar að sjá landi um, innlendum og erlendum, sínu fyrir nauðsynlegum vörn- til þess að hlusta á „pro- um. gramm“, sem að takmörkuðuj í þriðja lagi að framkvæmd leyti minnir á starf háskólans.1 varnarsamningsins yrði að haga Aðal markmiðið með þessum með hliðsjón af fenginni reynslu. Væri því ekki óeðlilegt að ýms- ar breytingar yrði að gera á henni. hrifamiklir. Hér er flokkur jafn- aðarmanna nú fylgislítill og á- hrifasnauður, enda þótt hann hafi áður komið ýmsum umbótamál- um fram. Meðan afstaða Alþýðn- flokksleiðtoganna til komiorn- únista mótast af hálfvelgju og tilraunum til þess að hlaupa þá uppi í ábyrgðarleysi má telja fullvíst, að íslenzhir jafnaðarmenn haldi áfram að tapa og glata trausti mcS þjóðinni. Fjölgun rjúpunnar ÖLLUM FREGNUM hvaðanæfa frá af landinu ber saman um það, að rjúpunni sé að fjölga geysilega. Hefur aldrei sézt cnn- ur eins rjúpnamergð og nú f haust. Upp á heiðum og niðri i byggðum er þessi fallegi og hrekklausi fugl nú á ferli í stór- hópum. Á ýmsum sveitabýlum hefur hann haldið sig heima við bæi, spakur og rólegur eins og alifugl. Ekki er ólíklegt, að hið hag- stæða veðurfar sumarsins eigi verulegan þátt í fjölgun rjúpunn- ar. En því miður verða henni ekki grið gefin frekar en endra- nær. Fyrr en varir hefst slátur- tíðin og þessi sviphreini og fall- egi fugl verður morðfýsn og át- vaglshætti að bráð. Alþingi felldi friðun hennar og fylgdi þar meira að segja ráðum okkar á- gætu fuglafræðinga. En á sama tíma, sem rjúpnadráp er leyft, heldur iöggjafinn við friðun rán- fugla, sem valda stórtjóni ár- lega. Ekkert nýtt kom fram í þessum umræðum um varnar- málin. Nokkuð er þó tekið að brydda á hneigð tveggja þing- manna Alþýðuflokksins, for- manns hans og ritara, til þess að láta Rússaþrugl kommún- ista hræða sig frá markaðri stefnu flokksins. Er það í sam ræmi við annað lánleysi þess- ara tveggja ráðvilltu þing- manna, sem alltaf álíta kapp- hlaup við kommúnista líkleg- ast til þess að blása lífsanda í nasir flokks síns. Afstaða jafnaðar- manna á Norður- löndum vaxandi mæli að hagnýtri furðulegu tiltektum viröist vera' JAFNAÐARMENN á Norður- vísindastofnun, sem leggur það, að skafa allt form af setn- löndum hafa tekið allt aðra af- þjóðinni til vel færa sérfræð- ingarhátíðinni og hindra eftir stöðu til kommúnista en þessir inga á hinum ýmsu sviðum megni að akademiskar erfðavenj-j tveir íslenzku Alþýðuflokks- athafnalífs okkar. ur séu þar hafðar í heiðri. Svo; menn. Þeir telja allt sa.nneyti Þetta hefur forráðamönnum langt hafa forráðamenn stofnun-j við hinn fjarstýrða flokk hreina háskólans verið ljóst. Þessvegna arinnar gengið í þessu raunalega j fjarstæðu. í þess stað halda þeir hafa þeir unnið rösklega að því, tildri að þeir hafa fyrir nokkru uppi þróttmikilli baráttu gegn að fjölga deildum hans og taka hætt að afhenda nýjum stúdent- þeim. En hér á íslandi gengur þar upp kennslu í hagnýtum um háskólaborgarabréf sín við formaður Alþýðuflokksins á setningu háskólans!!! I fund kommúnista og biður þá Ég hefi áður vakið athygli um hlutleysi fyrir ríkisstjórn, á þessum vandræðalega mis- sem hann hefur áhuga fyrir að skilningi á hlutverki háskóla- komast í með Framsóknarflokkn- hátíðarinnar, sem fjöldi há- um. Það er þessi ráðabreytni nú- skólaborgara, eldri sem yngri, verandi leiðtoga Alþýðuflokksins harmar og telur naumast á íslandi, sem gerir gæfumuninn vansalausan. Háskóli íslands milli þeirra og flokksbræðranna Herra Slprgeir Sigurðsson biskup Fæddur 3. ágúst 1880. Dáinn 13. október 1953. ÉG HEYRI KIRKJUKLUKKCH. HRINGJA. Eg heyri kirkjuklukkur hringja og kórinn syngja harmalag biskup okkar íslendinga erum við að kveðja í dag. Guði vígðan, góðan dreng, gráthljóð er í hverjum streng. Gott er þeim sem guði vinna ganga veginn kærleikans traustið hans með trúleik inna tendra ljós í hjarta manns. Með hetjudug og hugarró, halda velli, en falla þó. Rjúpur í garði nýbýlisins Hlíð í Mosfellssveit. Myndin var tekin fyrir nokkrum vikum. fræðum. "' Með þessu er að sjálfsögðu ekki vanmetin þörfin fyrir að ( leggja rækt við hinar gömlu fræðigreinar, svo sem læknis- j fræði, heimspeki, norræn fræði, | lögfræði og guðfræði. Einnig á þeim sviðum bef að setja merkið hátt. Ber sérstaklega að leggjaj áherzlu á að efla kennslu í nor- rænum fræðum. Háskóli íslandsj á að vera öndvegisstofnun þeirral fræða. Þannig her íslendingum Hver vill svo á verði vaka verja ríki kærleikans bjarta fánan trúar taka tökum þessa gæða manns? Túlka heilagt hjartans mál — himnariki í vorri sál. Til allra bar hann bróður huga er brautin reyndist grýtt og hál „láta ekkert böl sig buga“ í bæninni tala hjartans mál. Kveikti ljós á hverrs manns braut sem kom hann til í sorg og þraut. Munum þegar myrkvar bylur: mild og rík er Drottins náð vöku hennar enginn skilur almættisins vísdóms ráð. Bak við dauðans dimma ský dýrðarsólin rís á ný. HJÁLMAR FRÁ HOFI. þarfnast ekki gestaboðs í hin-, á Norðurlöndum. Þar eru flokk- um fögru sölum sínum þegar ar kommúnista aðeins einangrað- hann hefur vetrarstarf. Hann [ ar og fylgislausar klíkur fáeinm þarf miklu fremur á virðu- ofsatrúarmanna en jafnaðar legri og formfastri setningar-1 mannaflokkarnir öflugir og á- Mótmæla árás yfir landamæri. VÍNARBORG — Austurríska stjórnin hefur sent mótmæli vegna þess að tékkneskir landa- mæraverðir ruddust inn fyrir landamærin og leituðu flótta- manns í íbúð austurrísks járn- brautarstarfsxnanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.