Morgunblaðið - 25.10.1953, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.10.1953, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25 okt. 1953 MORGUNBLAÐIÐ Stærsta bókaverzlun Reykjavíkur Allir Reykvíkingar þekkja Bókaverzlun ísafoldar. Þar hefur lengst. af verið þrengra en góðu hófi gegnir, enda leggja margir þangað leið sína. — Nú er bætt úr þrengslunum. Bókaverzlunin hefur meira en tvöfaldað húsriun sitt, og opnar á morgun í hinum auknu húsakynnum. Af því tilefni koma d markaðinn fimm nýjar bækur frd Isafoldarprentsmiðju: 1. GröndaJ IV. bindi. í bindinu eru blaðagreinar og ritgerðir Gröndals frá árunum 1891—1906, Sjálfsæfisaga hans Dægradvöl, skýringar og efnis- skrá. Bindið er 568 bls. Máttur lífs og moldar, skáldsaga eftir Guðmund L. Friðfinnsson bónda að Egilsá í Skagafirði. Fyrri bækur Guðmundar (Bjössi á Tréstöðum og Jónsi karlinn í Koti), vöktu mikla athygli, en þetta er fyrsta stóra skáldsagan, sem Guðmundur sendir frá sér. 3. Staðarbræður og Skarðssystur. eftir Óskar Einarsson lækni. Frú Jóhanna Magnúsdóttir fylgir bókinni úr hlaði með sérstaklega skemmtilegum formála. Þar segir m. a.: „Ættfræðin er móðir sagnfræð- innar og umjirstaða hennar. Langfeðgatalið er ein grein hennar, niðjatalið önnur. Við erum öll mótuð af frændum okkar, sem á undan okkur hafa gengið og erum eins og hlekkir í keðju eða möskvi í neti .... Það fá- gæta atvik, að lang- afi minn og tveir bræður hans, sem allir voru prestar, giftust þremur systrum, vakti athygli mannsins míns, og þess vegna er niðja- tal þetta til orðið .... Mér fannst hins vegar ekki rétt að búa ein að þessum fróðleik, og því bauð ég það fram til prentunar, vegna hinna bræðra og systra og systkina þeirra“. mörgu afkomenda áðurnefndra 4. Rauðskinna VII.— VIII. Með þessum tveim heftum byrjar þriðja bindi Rauðskinnu. í þe:m er prentað brot af Suðurnesjaannál, skráð af séra Sigurði Brynjólfssyni Sívertsen Útskála- presti. Hann var fæddur að Seli við Reykjavík 2. nóv. 1808, mesti merkismaður. Annállinn nær yfir tímabilið frá árinu 1000 til 1890 og hefur að geyma mikinn fróðleik og margþætlan. 5. Tvennar rímur. eftir Símon Dalaskáld, Bieringsrímur og Þorsteinsrímur. Þá tvo rímnaflokka, sem hér eru prentaðir, hefur Símon Dalaskáld Ort með hérumbil 40 ára millibili, og verið rétt rúmlega tvítugur, er hann kvað hinn fyrri. Hann reri þá á Bierirgstanga í Vog- um, á útvegi Bjarna á Esjubergi. Söguhetjurnar eru vermenn þeir, er þar lágu við. Til þess að gera bókamöAnum auðveldara að eignast góðar bækur, seljum við fyrst um sinn oftirtalin verk með mjög hagkvæmum afborgunarskilmáhim: • Ljcðmaéli Einars Benediktssonar, skinnb......Kr. 175.00 Laust mál Einars Benetiiktssonar, skinnb......— 150.00 Ritsafn Benedikts Gröndal I—IV, skinnb........— 480.00 Ritsafn Bólu-Hjá!mars I—IV, skinnb............ — 280.90 íslenzk úrvalsljóð, 12 bindi í skb. og gyllt í sniðum — 300,00 Bláskógar, Ijóðasafn Jóns Magnússonar...... ... — 100.00 Ferðasögur Sveinbiarnar Egilson I—II.............— 180.00 Ritsafn Jónasar frá Hrafnagili I—IV, skinnb....— 300,00 íslenzkir þjóðhættir Jónasar frá Hrafnagili, skb. — 115.00 Ritsafn Jóns Sveinsssonar (Nonna), 6-bindi ... — 226.00 Dalalíf Guðrúnar frá Lundi, öll bindin, örfá e;nt. — 340.00 Lögfræðingatal, Agnar Kl. Jónsson, skinnb......— 150.00 Læknatal, Vilm. Jónsson og L. Bl., skinnb........— 150.00 Biblían í myndum (Bjarni Jónsson vígslub.), alsk. — 150.00 Garðagróður, Ingólfur Davíðss. og Ingim. Óskarss. — 130.00 Saga Vestmannaeyja I—II, skinnb..................— 170.00 Sjósókn, endurm. Erl. Björnssonar, skráðar af séra Jóni Thorarensen, skinnb..................— 100.00 Sjómannasaga, V. Þ. G., skinnb...................— 125.00 Ensk—ísl. orðabók, Sig. Bogasonar............... — 180.00 Þýzk—ísl. orðabók, Jóns Ófeigssonar ............ — 180.00 Frönsk—ísl. orðabók, G. Boots .................. — 180.00 íslenzk—frönsk orðabók, G. Boots ............... — 80.00 Vor Tids Leksikon 1—24 Verkið er bundið í 12 fögur skinnbindi. Öllum er nauð- synlegt að eiga alfræðibók, en mörgum vex i augum kostn- aðurinn. — Vér bjóðum yður verkið, sem kostar kr. 1440.00 — gegn afborgunum, — aðeins eitt hundrað krónur á mánuði. Den store franske Kogebok Frakkar eru mestu snillingar í matargerð. Nýjasta mat- reiðslubók þeirra, er komin út á dönsku og kemur í verzlun vora með næsta skipi. Bókin verður hvergi fáanleg annars staðar hérlendis Og þó bjóðum vér yður hana gegn afborgun. Látið ekki konuna koma inn í búðina, ef hún má ekki kaupa bókina. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR , 3E ósakrónur — Borðlcimpar — Vegglampar — Ilmvatnslampar — Gangaljós og loftskálar astic vegg- borð- og loftskermar LÍIIB II MEBAN BBVALIB Eli SÓC Vesturgötu 2 — Sími 80946

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.