Morgunblaðið - 25.10.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1953, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. okt. 1953 ittiMðMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefónsson (ábyr*8arm.) Stjórnmálaritstjóri: SigurCur Bjarnason (rá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3049. Auglýsingar: Árni GarCar Kristinsson. Ritetjórn, auglýsingar og afgreiOsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuói innanlands. I lausasölu 1 krónu eintakiC. L \UR^DAGJEGA UFINJJJ Islenzkir skólar N O K K R U fyrir vetrarkomu hefja íslenzkir skólar störf sín. Þúsundir barna og unglinga setjast á skólabekk og stunda vetrarlangt nám hjá hundruðum kennara. í skólanum mótast ís- lenzk æska nú í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. — Fræðslu- skyldutímabilið hefur lengst og vaxandi fjöldi unglinga stundar framhaldsnám. Margvíslegri gagnrýni hefur undanfarin ár verið beint að hinu íslenzka skólakerfi. Sumt í henni hefur átt við rök að styðj- ast, annað ekki. Skólar og kenn- arar verða aldrei alfullkomnir frekar en aðrir menn og stofn- anir. En þrátt fyrir ýmislegt, sem aflaga hefur farið og aflaga fer, er það ekki ofmælt, að stórkost- legar umbætur hafi orðið í skóla málum þjóðarinnar á síðustu ára- tugum. Aðstaða æskunnar til menntunar og menningarlegs uppeldis hefur batnað að mikl- um mun. Nú geta allir, hvernig sem efnahagur þeirra er, hlotið góða barnaskólamenntun og nokkra framhaldsmenntun. Fólk úr öllum stéttum getur setzt í menntaskóla og háskóla. Aðstað- an til lángskólanáms fer að vísu töluvert eftir efnum og ástæðum. Þrátt fyrir það mun þó aðstaðan hér jafnari í þessum efnum, en í mörgum öðrum menningarlönd- um. Þess vegna stundar ungt fólk úr öllum stéttum hins íslenzka þjóðfélags háskólanám, után lands og innan. En þótt miklar framfarir hafi orðið í skólamálum okkar er þar ennþá margt á tilraunastigi. — Gildandi fræðslulöggjöf er ung og í henni stendur margt til bóta. En því fer víðsfjarri, sem oft heyrist fleygt, að hún sé einhver botnleysa, sem haft hafi í för með sér alls konar upplausn í kennslu málum okkar. — Núgildandi fræðslulög íslendinga eru sniðin eftir fræðslulöggjöf þeirra ná- grannaþjóða okkar, sem okkur eru skyldastar og af mörgum eru taldar standa fremstar í upp- eldis- og skólamálum. 0g hún var undirbúin af ýmsum færustu og reyndustu skólamönnum okk- ^leð þessu er því að sjálfsögðu ekki haldið fram, að engu megi breyta í þessari fræðslulöggjöf. Þvert á móti er ekkert eðlilegra en að hún sé endurskoðuð á grundvelli þeirrar reynslu, sem fengizt hefur af henni á þeim fáu árum, sem hún hefur gilt. Það er þess vegna vel farið, að fráfarandi menntamálaráðherra, Björn Ólafsson, skipaði á s.l* sumri nefnd til þess að vinna það verk. Verður að vænta þess, að árangur þess verði skynsam- legar og raunhæfar tillögur til bóta. Skólakerfið er einn þeirra hyrningarsteina menningarlífsins sem mjög verður að vanda til. Það verður að fullnægja þörfum þjóðarinnar á hverjum tíma. — Ekkert skipulag skólamála getur enzt til eilífðar. Breyttar aðstæð- ur krefjast endurskoðunar þess og samhæfingar við þjóðarþörf- ina. Það má aldrei staðna og steinrenna. Hins vegar verður það jafnan að fylgja vissum grundvallarlögmálum. Takmark- ið verður alltaf að vera hið samai Að skapa andlega heilbrigða, vel menntaða og vel upp alda þjóð. Leiðirnar til þess þurfa ekki allt- af að vera nákvæmlega hinar sömu. En sjálft skólakerfið og aðferð- irnar við kennsluna skipta þó ekki öllu máli. Á herðum kenn- arastéttarinnar hvílir • megin- þungi ábyrgðarinnar á því, hver árangur verður af starfi skólans, hvort sem hann er barnaskóli eða æðri skóli. Það er þess vegna mjög þýðingarmikið, að þjóðin eigi vel færum og dugandi kenn- urum á að skipa. — Á íslenzka kennarastétt hefur oft verið deilt, stundum með rökum en oft að ósekju. - Kjarni málsins er auðvitað sá, að innan hennar eins og annarra stétta eru menn mis- jafnlega færir og hæfir um að gegna störfum sínum. En flestum er ljóst, að við þurf- um að bæta kennaramenntun okkar og skapa henni bætta aðstöðu. Fram tii þessa hefur Kennaraskóli Iandsins verið hálfgerð hornreka þrátt fyrir það, að miklu fé hefur á und- anförnum árum verið varið til umbóta í skólamálum okkar. Við svo búið má ekki standa til lengdar. Staðlaus! fleipur KOMMÚNISTAR hafa undanfar- ið haldið því ákaft fram, að.mik- ill fjöldi varnarliðsmanna hefði húsnæði á leigu í Reykjavík og orsökuðu þannig enn aukin hús- næðisvandræði íslendinga. Að sjálfsögðu væri þetta hið fráleitasta, éf satt væri. En á Alþingi voru fyrir nokkrum dög- um gefnar upplýsíngar um sann- leikann í þessu máli. Utanríkis- ráðherra svaraði þar fyrirspurn um það, hvort ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að losa íbúðir, sem varnarliðsmenn hefðu á leigu í bænum. í svari sínu komst ráðherrann m. a. að orði á þessa leið: „Bæjarstjórn Reykjavíkur lét í september s. 1. fara fram ná- kvæma athugun á húsnæði í Reykjavík, þar á meðal hve margar íbúðir væri um að ræða, sem ekki væri löglegur leigu- samningur gerður um. Rannsókn þessa framkvæmdu tveir menn og fóru þeir í hvert hús innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, sem annaðhvort hefur rafmagn eða hitaveitu. Niðurstöður rann- sóknarinnar voru þær, að aðeins á 7 stöðum þótti tvísýnt að leigu- málar væru gildir að lögum.“ Síðar í svari ráðherrans gat hann þess að sannast hefði, að á tveimur þessara staða hefði leigumálinn verið gildur, þar sem í hlut áttu starfsmenn er- lendra sendiráða. En eins og kunnugt er hafa erlend sendiráð rétt til þess að leigja húsnæði fyrir starfsfólk sitt. Þetta er þá eftir allt saman sannleikurinn í málinu. Eftir allar fullyrðingar kommúnista um að varnarliðsmenn hafi hundruð íbúða á leigu í Reykjavík sannast það, að um einar fimm íbúðir er e. t. v. að ræða sem ólöglega hafa verið leigðar útlendingum. Að sjálfsögðu munu komm- únistar halda áfram að stagast á lygum sínum að varnarliðs- menn haldi hundruðum íbúða fyrir íslendingum. „Þjóðvilja“ menn varðar aldrei um stað- reyndir. Þeirra hlutverk er alls ekki að segja fólkinu sann leikann heldur að blása upp lygarfegnir og Gróusögur um allt og alla. Harold Russel talar í Berlín. ★ ÐAG einn vaknaði Harold Russel, 21 árs gamall liðþjálfi í her Bandaríkjanna til meðvitund ar á sjúkrahúsi. Þá höfðu jarð- neskar leifar félaga hans, Robert Miller, verið grafnar. Þeir félag- ar höfðu borið kassa fullan af handsprengjum milli sín. Og kassinn sprakk í höndum þeirra. „Hvað gengur að mér?“ spurði hann. „Þér voruð heppinn, að þér sluppuð lifandi. Þér köstuðust 6 metra í burtu, þegar kassinn sprakk, og þó að hendur yðar ....“ Hermaðurinn veitti því nú at- hygli að handleggir hans voru vafðir sárabindum. Honum sortn aði fyrir augum. „Hvað hefur -ÆfifeJ örluAmlc a manná komið fyrir handleggi mína?“ spurði hann. ★ ★ ★ HERLÆKNIRINN lækkaði róminn. Hann sá örvænting- una í augum hins unga her- manns. „Upp með höfuðið, Russel“ sagði hann. „Mikilvægast er að þér eruð lifandi — gerfi- limasmiðirnir okkar eru einstak- ir listamenn“. „Gerfihandleggir?" andvarp- aði Russel. „Farið, læknir. Vilj- ið þér gera það fyrir mig að fara?“ — Og ungi hermaðurinn féll aftur í öngvit. Það liðu vikur, áður en Russel gat ógrátandi hugsað til þess að lifa lengur. Hvers vegna hann? Af hverju voru örlögin svona grimm? Og hvað mundi Rita, unnusta hans, gera. Aldrei myndi hún giftast honum, því hvaða kona gat elskað örkumla mann? Ekki gæti hann séð fyrir henni. Og foreldrarnir? Og systkini hans? Þau myndu skammast sín fyrir að handálaus maður væri í fjölskyldunni. ★ ★ Á RUSSEL fór til sálfræðings, en það hjálpaði lítt. Hann lærði að grípa og lyfta með járn- krókunum sem limasmiðurinn lét Landi álzrifar: ewanan Rödd frá Svíþjóð. FYRIR nokkru barst mér bréf frá Svíþjóð, skrifað af sænsk I um manni, Magne Tretov, sem ; kveðst stunda íslenzku af mikl- ' um áhuga og þakkar jafnframt hjartanlega fyrir Morgunblaðið, sem hann kveðst hafa mikla ánægju af að lesa. I Bréfið er ritað á fornsænsku, að því höfundur þess segir. Sjálf- ur er ég því góða máli ekki kunn- ugur en svo mikið er víst, að ég skil auðveldlega það, sem bréf- ritari minn hefur að segja. Ávarp hans er „Liufi Velvak- andi“ — kveðst hann velja orðið „ljúfi" fremur en „kæri“ — þar eð „kæri“ sé hvorki íslenzka né sænska, heldur latína (carus). Islenzk heiti fyrir erlend. RETO’W vekur síðan athygli á nokkrum erlendum orðum, sem hann rekist iðulega á í Morg unblaðinu, orðum, sem til séu yfir góð og gild íslenzk orð. — Mætti t. d. ekki — spyr hann — í staðinn fyrir orðin „strax“, „appelsína", „sítróna", „banan“ ! og „melóna“ segja „þegar“, „gull- epli“ (eða glóaldin), „gulaldin“, ' „bjúgaldin“ og „tröllepli" og ó- tækt finnst honum að nota orðið „bíll“ í staðinn fyrir hið góða ís- lenzka orð „bifreið". j Það er nú það. — Ég þakka , hinum sænska bréfritara mínum í vinsamlegt bréf. Athugasemdir , hans um notkun hinna íslenzku orða í stað hinna erlendu eru, að j mínu áliti, fyllilega réttmætar, og þess verðar að gaumur sé gef- inn. Hvort er réttara? SKIPTU þér ekki af þvi, þér kemur það ekki við — Ég | álít mér ekkert mannlegt óvið- komandi. — Hvort er réttara? Tilefni þess, að ég skrifa þessar línur er grein, sem hófsmaður skrifar fyrir nokkrum dögum í þessa dálka og ráðlegging sú, sem honum og öðrum var gefin. Mín saga er þessi: Eitt kvöld sem oftar sat ég ásamt tveimur kunningjum mínum inni á kaffi- húsi einu hér í bænum. Inn kem- ur maður og biður um að fá keypt tóbak en var synjað vegna ölvunar. Við þekktum manninn ekkert, en hann var fullkomlega rólegur, mátti vart greina, að hann væri ölvaður. Hann fór ekki fram á að fá keypt kaffi en settist niður og vildi ekki fara út. — Hringdu á lögregluna. Afgreiðslustúlkurnar tóku þá til sinna ráða og hringdu á lögregluna sem kom von bráðar og tók manninn á brott. En við næsta borð sátu menn og drukku áfengi. Okkur fannst við ekki geta látið þetta afskiptalaust — hér var ekki hið sama látið yfir báða ganga. Okkur var gefið í skyn, að þetta kæmi okkur ekki við og! síðan neitað um afgreiðslu. Við . spurðum eiganda veitingahúss- j ins um ástæðuna fyrir þessari framkomu gagnvart okkur og fengum það svar, að við hefðum komið dónalega fram við stúlk- urnar. Við sögðum honum hvað okkur hafði farið á milli og hann átti ekkert svar við því. • Furðaði á framkomunni. OKKUR furðaði á slíkri fram- | komu, ekki sízt þar sem við höfum jafnan haft mikil við-' skipti við umgetinn veitingastað, ’ og varð á að spyrja hvort við- unandi sé, að dutlungar af- j greiðslufólks fái að ráða hverja ' það afgreiðir og hverja ekki. Eða — gerðum við rétt í að hafa af- skipti af þessu, frekar en að láta það afskiptalaust? — Þór“. „Hér hafa þeir hitann úr“ | EINU sinni var kerling i koti við sjó. Hún hafði oft heyrt sjómenn segja, að þeim væri ekki I kalt, þó þeir væru á sjó í kalsa- j veðri. Einhver hafði og sagt henni hvernig á því stæði og að þeir hefðu hitann úr árarhlumm- inum. Einu sinni, þegar henni var sem kaldast og þoldi ekki við í kotinu sínu, tekur hún sér til og eigrar ofan að sjó, bröltir þar upp í eitt skipið, sem uppi stóð með árum, sezt á eina þóftuna, tekur sér ár í hönd og leggur í ræði. Það situr hún við og held- ur um árarhlumminn. En þeir, sem fram hjá gengu heyra, áð hún er að staglast á þessu: „Hér hafa þeir hitann úr.“ En morgun- inn eftir fannst hún steindauð og beinfrosin við árarhlumminn og er ekki búin enn í dag að fá hit- ann úr honum. Eins Og Þú ávarpar aðra ávarpa aðrir þiff. hann fá í stað handanna. Og dag einn gat hann kveikt sér í vindl- ingi — það hafði engum manni með gerfihendur tekizt fyrr. Síð- ar lærði hann að hjóla, að skrifa á ritvél og hann lék billiard við annan sjúkling. — Og nú var sjúkravist hans lokið. Unnusta hans var honum trú — en Russel var orðinn mannfælinn. ★ ★ ★ DAG einn kom systir hans til hans og sagði að maður frá Hollywood vildi tala við hann. „Þeir vilja fá þig í kvikmynd“ bætti hún við. „Mér finnst það lítilmannlegt, að gera svo gróft gys að sjúkling" svaraði Russel bitur. „Á ég kannske að leika á móti Hedy Lamarr?“ Og þannig atvikaðist það að Harold Russel' fór til Hollywood til að leika aðalhlutverkið í myndinni „Beztu ár æfi okkar“. Mánuðum saman var hann þjálf- aður í Hollywood, — hann lærði jafnvel að leika á fiðlu. Hann fann það líka að fólk umgek-kst hann eins og það umgekkst aðra og vanmáttarkennd hans hvarf. Kvikmyndin gerði hann heims- frægan á einum degi. Þúsundir manna skrifuðu honum og menn sem höfðu örkumlast eins og hann og fallið í djúpa örvænt- ingu öðluðust lífskraft á ný. ★ ★ ★ HANN leit björtum aoigum til framtíðarinnar. Vogaði að biðja Ritu og nokkru seinna spurði hún: „Hvað ætlar þú nú að gera?“ Hann tók hendi hennar með járnkróki sínum og kyssti hana. „Handalaus maður getur komið fram í kvikmynd EINU sinni, en ekki oftar. Nú ætla ég að læra og síðan að halda fyrirlestra. Ég vil vinna að því að fólk skilji betur hvort annað. I dag boðar Harold Russel, sem missti hendur sínar í stríðinu, frið og skilning þjóða í milli. Og hvar sem hann talar hlustar fólk á hann. Menn hafa trú á honum. Harold Russel hefur sigrað í bar- áttunni við hin grimmu örlög sín, og hann hefur skapað þúsundum manna fordæmi — gefið þeim þrótt og sjálfstraust . (Þýtt og endursagt) — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.