Morgunblaðið - 29.10.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1953, Blaðsíða 1
40. árgangur 246. tbl. — Fimmtudagur 29. október 1953 PrentsmWlii Mtorgunblaðsin* Vopnahléstíminn í Kóreu er útrunninn Skipar Syngman Rhee her sínusn til bardaga! Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB PANMUNJOM, 28. okt. — í kvöld er útrunnin frestur Sá, sem settur var til að undirbúa stjórnmálaráðstefnu í Kóreu. Eru þrír mánuðir síðan vopnahléð var undirritað. En hvorki hefur rekið né gengið og ekkert samkomulag enn komið um fyrirkomulag st j órnmálaráðstef nunnar. HOTUN SYNGMAN RHEE Nú minnast menn þess að Syngman Rhee forseti Suður Kóeru hótaði því að hersveitir Suður Kóreu myndu hefja styrj- öld að nýju. ef ekki næðist sam- komulag fyrir þennan tíma. VOPNAHLE TIL AÐ STYRKJA HERSTÖÐVAR i Suður Kóreumenn höfðu aldrei trú á að kommúnistar vildu frið í raun og veru. Hefur Syngman | Rhee verið þeirrar skoðunar aðj þeir vildu vopnahlé til þess eins að geta í ró og næði styrkt hern- aðarstöðu sína. HEFJAST BARDAGAR Fregnir hafa borizt frá Norður Kóreu um það að kommúnistar hafi vissulega flutt aukinn herafia og eink- um vopn suður á bóginn og að áliti Syngmans Rhees hafa þeir ekki sýnt mikinn sátta- vilja.. Það er því talin nokkur hætta á að Suður Kóreumenn skorti meira langlundargeð og kunni þeir að skipa her- sveitum sínvm til bardaga. Ákvörðun Vesturveldanna um að afhenda ftölum Trieste hefur hleypt af stað mikilli ólgu sitt hvoru megin Adriahafs. Eden sagði á þingfundi að ákvörðunin hefði verið nauðsynleg, því að ástand- ið hefði annars farið hríðversnandi. Myndin sýnir flokk ítala fagna endurheimt Trieste. Vatnsborð fljóta á Norður Vesturveldin bjuggus! ekki við ítalíu fer ört hækkandi styrjuldurhótunum Júgósluvu Eden segir ákvörðunina um skipting Triest óhjákvæmilega Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LUNDÚNUM, 28. okt. — í dag fóru fram í brezka þinginu um- íæður um Trieste-málið. Þar viðurkenndi Anthony Eden að Vest- urveldin, Bretland og Bandaríkin hefðu ekki gert ráð fyrir að Titó hótaði að beita vopnavaldi, ef A- svæðið yrði afhent ítölum. Þingmenn verkamannaflokksins gagnrýndu harðlega ýmis atriði í sambandi við ákvörðun Vesturveldanna. OLLI HATRI OG ÓLGU Það var Philip Noel-Baker fyri'um aðstoðarutanríkisráð- herra í verkamannaflokksstjórn- inni, sem bar fram gagnrýnina. Hann sagði m. a.: Ákvörðun brezku og bandarísku stjórnarinnar hefur orsakað meiri ólgu í Trieste og nágrenni en dæmi eru til síðan 1947. Með henni hefði komið upp svo mik- ið ósamlyndi og hatur milli ítala og Júgóslava að hætta væri á ferðum og varnir Evrópuríkj- anna verulega veiktar. 4 . . ,■ - . ÚRSLITAKOSTIR EN EKKI SAMKOMULAG , - Hann kvaðst að vísu ekk- , ert álit vilja láta í ljós um _ skiptingu Trieste-svæðisins, , en ákvörðunin hefði verið birt svo fruntalega og klaufa- , áega að þess væru einsdæmi^ Ákvörðunin hefði verið birt sem úrslitakostir en ekki sem samkomulagsgrundvöllur. — Þess vegna er nú mjög erfitt að koma á samkomulagi, en vöpnaðar hersveitir hvetja eggjarnir sitt hvoru megin við mjóa landamæralínu. NAUÐSYN VAR ÖFLUGRA AÐGERÐA Eden utanríkisráðherra varð fyrir svörum. Hann sagði að Noel-Baker vildi villa mönnum sýn með því að láta líta út fyr- ir að ástandið í Trieste hefði ver- ið gott og rólegt áður en ákvörð- un Vesturveldanna kom fram á sjónarsviðið. En þetta kvað Eden með öllu rangt. Ástandið heíði verið slæmt og hefði farið stöð- ugt versnandi. Þess vegna hefðu Vesturveldin viljað taka í taurn- ana með öflugum ráðstöfunum. Eftir að samningaumleitanir ítala og Júgóslava urðu árang- urslausar komu fulltrúar Br-ta og Bandaríkjamanna saman til fundar i september og sáu þeir að við svo búið mátti ekki standa því að hættan væri yfir- voiandi. X OFBELDISHÓTUN T KOM Á ÓVART Ég er, sagði Eden, viss um að ákvörðun Vesturveldan;-a er rétt. Við urðum að taka ákvörðun og við þóttumst sjá það fyrir að við myndum fá ' yfir okkur harðorð mótmæli. Hins vegar bjuggumst við ekki við því að Júgóslavar myndu hóta að beita vopna- valdi, enda er með engu móti hægt að réttlæta slíka hótun. X TEKUR TÍMA AÐ T AFIIENDA BORGINA Framh. á bls. 2. Byrjað er að flytja fólk broff úr húsum sínum Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. RÓMABORG, 28. okt. — Mikil flóð eru nú á Norður Ítalíu. Vatns- b^"ð Pó hefur mikið hækkað, en mestu flóðin eru i ánni Adiga og stafa þau af feykilegri rigningu á þessum slóðum síðustu daga. burðir fengnir með pynfingum NEW YORK, 28. okt.: — í dag var til umræðu í allsherjarþingi S.Þ. tillaga Bandarrkjjamanna um að nefnd S.Þ. léti frain fara rann sókn á sakargiftum kínverskra kommúnista um að Bandaríkin hefðu beitt sýklahernaði i Kóreu. Bandaríkin hafa áður krafizt þess að slík rannsókn færi fram, en kínverskir kommúnistar og No’ður Kóreumenn hafa jafnan hafnað því. í þetta sinn hafa Bandaríkja menn ítrekað kröfn sína um rannsókn með tilliti til þess að bandarískir hermenn sem sleppt hefnr verið úr haldi í Kóreu, hafa kvartað yfir því að Kínverjar þvin-vuðu þá með pvndingum til að játa á sig sýklahernað og voru þeir vitn isbnrðir síðan birtir af kín- versku kommúnistunum og m. a. prentaðir sem heilagur sann leikur í skýrslu sem hin „ó- pólitísku ‘!! friðarsamtHk ís- lenzkra kvenna gáfu út. — Fréttaskeyti Reuters Iítið eitt staðiært. FLOÐGARÐAR ROFNIR | í dag rauf Adigo-fljót flóð- garða á tveimur stöðum og flæddi aurlitað fljótið yfir mikii ræktarlönd og byggð í nágrenni I Verona. Varð þegar í dag að flytja 30 fjölskyldur úr húsum sínum og bíða aðrar brottflutn- , ings. V AT.N SFL AUMURINN EYKST I Vatnsflaumur flæddi yfir bakka og varnargarða hjá Pis- censa, skammt suður af Milanó. Einnig hafa orðið flóð skammt norður af Feneyjum. Vatnsborð í stórfljótinu Po hefur farið hækkandi í allan dag. Verkfræðingar telja þó ekki hættu á að hún brjótist yfir bakka sína. SÓLSKIN VAR í DAG Hellirigninga” hafa verið svo dögum skiptir á Norður-ítalíu, eh í dag skein sólin fýrst milli skúranna. Vænta menn að rign- ingum fari að linna, en þrátt fyrir það getur haldið áfram enn um sinn að hækka í fljótunum. Indó-Kína-stefna Laniels var samfokkt nveó traustu þingfylgi Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. PARÍS, 28. okt. — Umræðum um Indó-Kína lauk í franska þing- inu í dag með s^gri fyrir stjórn Laniels. Hefur þingið fallizt í cllum aðalatriðum á stefnu stjórnarinnar í Indó-Kínamálum og með meira þingfylgi en nokkur önnur ríkisstjórn hefur fengið í þessum málum. Sonur Gandhis gefinn laus. Johannesborg. — Sonur Gandhis Manilal að nafni var látinn laus úr fangelsi. Hafði hann setið 38 daga í fangelsi fyrir brot á kyn- þáttalöggjöf Suður Afríku. — Það óskar eftir friði í Indó-Kína, fáist hann án þess að stofna í hættu frelsi og sjálfstæði hinna ungu lýð- ríkja Indó-Kína, sem verða áfram meðlimir i franska ríkjasambandinu. — Hafa skal náin samráð við Bandaríkin og Atlants- hafsríkin í heild um her- varnamál Indó-Kína, og Ieita eftir meiri stuðningi þeirra í baráttunni gegn kommún- ismanum í Asíu. — Halda skal áfram að æfa og skipuleggja her Viet- * nam og heimavarnarsveitir og stofna að því að innfædd- ir geti sjálfir annazt land- varnir. Bidault utanríkisráðherra ræddi um möguleika á friði í Indó-Kina. Hann taldi að ef friður næðist í Kóreu, gættt menn vonast eftir því að friður næðist einnig í Indó-Kína. ■— Franska stjórnin er fýsandi þess að Indó-Kína-málin verði rædd á stjórnmálaráðstefnunni í Kóreu, vegna þess að styrjaldar- orsakir og atvik séu mjög lik á báðum stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.