Morgunblaðið - 29.10.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. okt. 1953 LJONiÐ OC LRMBID EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM Framhaldssagan 15 Þrátt fyrir það hve maðurinn . var óaðlaðandi og ruddalegur,' var eitthvað áhrifamikið við alvöruha í orðum hans. Jafnvel David varpaði af sér kæruleys- I inu. „Fyrrverandi húsbóndi", sagði: hann og gekk í átt til dyranna. I Á þröskuldinum leit hann um! -ÖxL Enginn þeirra þriggja hafði hrært sig. Þau horfðu öll á hann, en enginn sagði orð. Hann gekk ■ut með þeirri kynlegu tilfinn- ingu að eitthvað skuggalegra byggi undir þögn þeirra en hót- X kafli. Kennslustofnun Abbs fyrir sport, leikfimi, og líkamsmennt, biómstraði ágætlga. David, sem hafði verið á ráðstefnu með Sarnmy West, leit niður í salinn, ánægður á svip. „Fullt hús í kvöld, Sam“, sagði hann. „Sammy West, sem bar þess ótvíræð merki á andlitinu að hann hafði tekið þátt í harðri keppni, tók í sama streng. „Ég ræð varla við þá“, sagði hann í trúnaði. „Ég hef þó farið ( eftir skipunum yðar — enga . sunnudagaskóladrengi, engar lið- leskjur og labbakúta. Þeir koma i hópum saman og vilja komast að, og þeir skilja ekki að þeim skuli, synjað þó þeir komi með pen- j ingana, en þannig gengur það. ; Ég segi þeim að þeir komist að . seinna. Ungir menn með krafta í köglum, fæddir slagsmála- j menn, það eru þeir, sem yður vantarT er ekki svo?“ „Jú, svo sannarlega", sam- sinnti David. Sammy West hóstaði. „Afsakið, herra minn“, hélt hann áfram eftir stutta þögn, | „væri það of nærgöngult að spyrja hver tilgangurinn er með þessu öllu saman? Ég hef fengið mínar fyrirskipanir og það er gott svo langt sem það nær. Mér er falið að æfa fimrritíu manna hóp af ungum piltum, sem geta staðið sig í götuslagsmálum, og ég kenni þeim fantabrögð East End bófanna. Þetta gengur eins og í sögu: Ég gæti strax í dag boðið út tylft drengja, sem væru færir um að berja niður hvaða tólf aðra sem væri, en hver er tilgangurinn? Þér eyðið ekki öllu þessu fé út í bláinn. Ætlið þér að ná yður niðri á þessum bófaflokk, sem kom yður í bölvun?“ , „Þér skuluð fá að vita allt um þetta innan skamms, Sam“, lof- ( aði húsbóndi hans. „En nú lang- ar mig til að heyra álit yðar á skoðun, sem ég hef“. „Það er velkomið“. „Skoðun mín er sú“, hélt David áfram, „að ungur náungi, sem er snöggur í hreyfingum og kann eitthvað í jiu-jitsu, einkum tökin á úlnliðunum, standi í ná- vígi jafnfætis þessum bófum, sem bera á sér hnífa og skamm- byssur“. Sam West var dálítið alvarleg- ur. „Ég er ekki viss um að ég sé yður sammála um þetta“. „Jæja, þér verðið að viður- kenna þetta“, hélt David áfram. „Það tekur sinn tíma að draga upp byssu eða bregða hníf. Ef andstæðingurinn er nógu nálægt getur hann hindrað hvortveggja. Hann stendur þá betur á vígi, því hann hefur hendurnar laus- ar og er í betri stellingum, en sá, sem reynt hefur að ná upp vopnunum. Það, sem hann verð- ur auðvitað að gæta fyrst og fremst, er að komast í návígi. Væri hann nokkra raetra :í> burtu, gæti hann ekkert aðhafst gegn manni með skammbyssu“. „Það þarf töluvert áræði til að fást óvopnaður við suma af þess- um bófum, eins og þér vitið“, sagði Sam West. „Ég kæri mig ekkert um pilta, sem ekki hafa töluvert áræði“, var hið stuttaralega svar. „Yður skortir það ekki, Sam, það veit ég. Aðalatriðið er, að ég vil að þeir séu þjálfaðir í þessu skyni — að þeir sláist í návígi. Takið eftir, Sam“, hélt hann áfram. „Standið þarna svo sem hálfan annan metra frá mér. Svona, já. Jæia, þér hafið hníf í vasanum — auðvitað sérstökum vasa, rétt neðanvið vestið — og þér hafið byssu í mjaðmarvasanum. Ég tel upp í þrjá, og sjáið hvað ég get. Segið mér ekki hvort vopnið þér ætlið að nöta“. Þeir stóðu andspænis hvor öðr- um, Sam West var eilítið hærri en húsbóndi hans, hendur hans titruðu og hann var vel á verði gegn fyrstu hreyfingum andstæð ingsins. David stóð #ins og klettur, augun stálhörð. Hann taldi: einn — tveir — þrír. Unga vélritunarstúlkan í næstu stofu hrökk við er hún heyrði Sammy West reka um sársaukaóp. Hægri hönd hans var gripin þegar hún átti eftir nokkra þumlunga að mjaðmarvasanum, og snúið upp á hana með járngreip. — Með hægri hendi hefði David verið í lófa lagið að slá hann í rot. Hann steig aftur á bak brosandi. „Þér sjáið hvað ég á við, Sam“, sagði hann. „Með þessari fjar- lægð hefðuð þér ekki getað náð til hnífs eða byssu. Þér völduð það auðveldara, en mér tókst að hindra yður. Áður en þér gátuð revnt að losa úlnliðinn, hefði ég getað barið yður í rot“. „Þér áttuð allskostar við mig“, viðurkenndi hinn. „En það myndi taka mig alllangan tfma að æfa piltana mína svo, að þeir yrðu svona snarir. Ég veit ekki hvar þér hafið lært þetta, en ég byði ekki mikið í þann bófa, sem hætti sér í hendurnar á yður“. „Ég lærði þetta á flakki mínu í Ástralíu“, sagði David bros- andi. „Ég fékkst við allskonar störf þar, meðal annars í svona skóla". Sammy West neri ulnliðinrt lítið eitt. Allt í einu hætti hann og stóð grafkyr. Hann virtist hlusta. „Hvað er að?“ spurði David. Sam færði sig til dyranna. „Mér fannst ég heyra undar- legt hljóð, samskonar og ég heyrði utan úr portinu í nótt sem leið“, sagði hann. „Að heyra eins og þar væru þrír, fjórir menn á gúmmísólum. Ég var að tala við nokkra af piltunum, og við gerðum töluverðan hávaða, en þega rvið litum út, var engan að sjá. Við skulum fara hljóð- lega“. Þeir læddust á tánum til dyr- anna. Aftur stanzaði Sam West til að hlusta. Fyrir utan heyrð- ust hvíslandi raddir. „Einhverjir, sem ekki hafa neitt gott í huga“, hvíslaði David. „Opnið hljóðlega, Sam .... Það var rétt! Áfram nú!“ Þéir gengu hratt út í portið. Það var dimmt af nóttu, og ofur- lítil rigning, en þó gátu þeir hæg- lega greint nokkra skugga á hreyfingu. ,,Hæ! Hvað eruð þið að snuðra?“ kallaði Sam. Tveir reyndu að læðast burt, en Sam flýtti sér fram fyrir þá. „Hvern fjandann kemur ykk- ur það við?“ hreytti annar þeirra úr sér. „Þetta port er ekki einka- eign“. „Það liggur einungis inn í geymsluhús mitt. Komdu svo að maður geti séð framan í þig“. SKUGGIIMIM Danskt ævintýri 12. „Fyrst við nú erum orðnir lagsbræður á þessu ferðalagi og höfum vaxið upp saman frá blautu barnsbeini, væri þá ekki réttast að við drykkjum dús, það er eitthvað meiri vin- áttubragur á því?“ Látið yður nú segjast og þiggið boðið, við ferðumst svo sem aðrir lagsbræður." Og nú varð það úr, að þeir ferðuðust. Var þá skugginn herra og herrann skuggi. Þeir óku, riðu og gengu saman, hvor við annars hlið — og fór það eftir því, sem sól var á lofti, hvor á undan var eða eftir. Skugginn var ætíð viss með að vera þar, sem herrann byrjaði að vera, en ekki var lærði maðurinn neitt að fást um það. Hann var hjartabezti maður og ljúfmennskan sjálf. Og því var það, að hann einhvern dag sagði við skuggann: Skeggið vill ekki vaxa á mér almennilega, það er líka siúkdómur fyrir sig og skegg verður maður þó að hafa. „Segið þér nokkuð?“ mælti skugginn, sem nú var í raun réttri orðinn herra hins. „Það er sérlega hispurslaust og góðgjarnlega talað af yð- ur, og ég ætla þá aftur á móti að vera eins góðgjarn og hisp- urslaus í svörum. Þér eruð svo lærður maður, að þér vitið víst, hvað náttúran er stundum undarleg. Sumar manneskjur þola ekki að snerta á grápappír, þeim verður óglatt af því. Sumum ýskrar gegnum alla limi, ef nagla er núið við glerrúðu. Eitthvað líka tilfinning hef ég, þegar ég heyri yður þúa mig, mér finnst eins og mér sé þrýst niður í fyrri stöðu mína, þegar ég var hjá yður. Þér sjáið sjálfur, að þetta er eðlileg tilfinning mín, en alls ekki drembilæti. Ég get ekki lofað yður að þúa mig, en það er velkomið að ég þúi yður, og er þá beiðnin veitt að hálfu leyti.“ Þeir félagar komu svo á baðstað, þar sem fjöldi fólks .Vjaf, fynr — þar áo rpeðal kóngsdóttur ein yndisfögur, sem I DAG: Ný sending Amerískir kfólar Amerískar nælonblússur G6J LLFOSS GuSMoss tryggir gæðin GIJLLFOSS Aðalstræti. ír — Handföng Nýkomið: WILK A—inniskrár WILKA—smekklásskrár WILKA—smekklásar WILKA—skothurðaskrár Hurðarhandföng Skothurðajárn Sænskar Gluggakrækjur Sænskar Hurðaskrár STANLEY—lamir LIJDVIG STORR & CO. Hefi kau.pan.da að húsi með tveimur íbúðum, einni 4ra—5 herb. og einni 3ja herbergja. Ennfremur 5—6 herbergja hæð og 3ja—4ra her- bergja íbúð í risi eða kjallara. ÓLAFUR BJÖRNSSON, málaflutningsskrifstofa og fasteignasala. Uppsölum, Aðalstræti 18. TILKYINIIMIIMG frá Húsmæðraskóla Akureyrar. Húsmæðraskólinn tekur til starfa um áramót og starf- ar í 5 mánuði. — Kenndar verða allar námsgreinar, nema vefnaður. — Heimavist er í skólanum. — Umsóknir send- ist til forstöðukonunnar, sem gefur allar nánari upplýs- ingar. — Til jóla starfar skólinn í námskeiðum. FORSTÖÐUKONAN UTBOÐ B • Tilboð óskast í að leggja geislahitunarkerfi ■ X í Utvegsbanka Islands h.f., Vestmannseyjum. Upp- m Z drátta og lýsingar má vitja í teiknLtofu Sigurðar *> Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar, Lækjartorgi • 1 í dag og á morgun kl. 4—6. Skiiatrygging 100 kr. ■ ■ C) m — Morgunblaðið með morgunkaffinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.