Morgunblaðið - 29.10.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1953, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. okt. 1953 mtbh\ Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefónsson (ábyr*0arm.) Stjórnmálaritatjóri: Sigurður Bjarnasoa Crá Vigox. Lcsbók: Arni Óla, sími 3049. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýslngar og aígreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askrlftargjald kr. 20.00 á mánuði lnnanlands. 1 lausasölu 1 krónu eintaklð. Kommúnistaþingmaður tekur tilíögu L.LIL uni skaítfríðiudi sjómanna og flytur sem eigin tillögu á Alþingi Dómur framleiðslustétt- anna við sjávarsíðuna SÍÐAN að vélbátaútvegnum voru veitt nokkur gjaldeyrisfríðindi til þess að tryggja rekstur hans og afkomu almennings við sjávarsíð una hafa kommúnistar og Al- þýðuflokksmenn haldið uppi nær óslitnum árásum á núverandi stjórnarflokka fyrir þá ráða- breytni. Sjálfir hafa þeir þó ekki getað bent á nein úrræði önnur til aðstoðar þessari þýðingar- miklu atvinnugrein. Einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins reyndi s.l. mánudag að gera gjaldeyrisfríðindi vélbátaút- vegsins tortryggileg með því, að kasta fram þeirri fullyrðingu á Alþingi að framkvæmd báta- gjaldeyrisskipulagsins, sem full- trúar útvegsins og hraðfrystihús- anna framkvæma, hefði kostað hvorki meira né minna en 2 millj. kr. s.l. 2 ár, eða 1 millj. kr. á ári!! Upp úr þessari full- yrðingu sinni velti hinn fram- hleypni þingmaður sér svto á ýmsa vegu. Þessi gífurlegi skrif- stofukostnaður átti að sýna og sanna, hvernig stjórnarflokkarn- ir og framleiðendur framkvæmdu sparnað í verki. En Adam var ekki lengi í Paradís. Alþýðuflokksþingmaður inn hafði ekki lengi tækifæri til þess að smjatta á þessum stað- hæfingum sínum. Fulltrúar fram leiðenda, sem annast framkvæmd bátagjaldeyrisskipulagsins gáfu þegar út greinargerð þar sem ummæli Alþýðuflokksþingmanns ins voru rekin rækilega ofan í hann. MeS þessari greinargerð var það sannað að umræddur kostnaður hafði ekki reynzt 1 millj. á ári, heldur rúmlega 220 þús. kr. Alþýðuflokksþing maðurinn hafði með öðrum orðum gert sér lítið fyrir og fimmfaldað kostnaðinn í þing- ræðu sinni. Og nú stendur hann uppi sem opinber ósann- indamaður. Hann hefur látið áhuga sinn til þess að rógbera samtök framleiðenda hlaupa með sig í gönur. En hann hafði þó náð því takmarki sínu að láta Alþýðublaðið prenta frá- ^ sögn sína undir stórum fyrir- | sögnum. Honum hafði einnig tekizt að fá nafn sitt á prent. En því miður, fyrir þingmann- ! inn, hvarf ljóminn fljótlega af þessum „uppslætti“ hans, þeg- ! ar það sannaðist að hann hafði farið með falsaðar tölur og rakalausar blekkingar. Þessi málflutningur Alþýðu- flokksþingmannsins, sem einnig er prófessor að nafnbót, er aðeins 1 eitt dæmi um það, hvernig nú- j verandi forysta Alþýðuflokksins heldur að hún geti unnið sér og flokki sínum traust. Hún hikar ekki við, að bera fulltrúa þrótt- mestu framleiðslustéttar landsins vélbátaútvegsins, upplognum sökum, falsa tölur og rangfæra staðreyndir. Með slíkum vinnu- brögðum gerir hún sér vonir um að sjómenn og útvegsmenn telji hagsmuna sinna gætt af hálfu Alþýðuflokksins. Þetta er áreiðanlega mikill mis skilningur. Framleiðslustéttirnar við sjávarsíðuna telja að sjálf- sögðu, að gagnrýna beri það, sem miður fer í framkvæmd mála þeirra, eins og annarra mála. En þær víta harðlega þann slefsögu- burð sem einkennir sérstaklega málflutning ónefnds prófessors. Um bátagjaldeyrisskipulagið er annars það að segja að það var tekið upp vegna ríkrar þarfar aðalatvinnuvegs þjóðarinnar. Það var nauðsynlegt til þess að tryggja rekstur vélbátaflotans og atvinnu sjómanna og verkafólks í kaupstöðum og sjávarþorpum landsins. Þetta veit almenningur um land ailt. Þess vegna er það þýðingarlaust fyrir kommúnista og Alþýðuflokksmenn að ætla sér að telja fólkinu trú um, að þessi gj aldeyrisfríðindi vélbátaútvegs- ins séu tilræði við hagsmuni þess. Það er að vísu vitað að verðlag einstakra vara, sem við kaupum frá útlöndum er töluvert hærra vegna þeirra. En það er sá skatt- ur sem þjóðin í heild verður að greiða til þess að tryggja atvinnu sína og afkomu. í þessu sambandi er þess að gæta að engar af brýn ustu nauðsynjum almennings eru fluttar inn fyrir hinn svo kallaða bátagjaldeyri. Framleiðslustéttirnar við sjávarsíðuna hafa af afstöðu stjórnmálaflokkanna til gjald- eyrisfríðinda þeirra séð hverj- ir hafa skilning á starfi þeirra og baráttu, og hverjir ekki. Sjálfstæðismenn kvíða ekki dómi sjómanna, útvegsmanna, og verkafólks í kaupstöðum og sjávarþorpum landsins í þess- um málum. Úrslit Alþingis- kosninganna í ^umar sýndu greinilega að þetta fólk mat meira ábyrga viðleitni til þess 1 að tryggja lífskjör þess, en yf- irborðskennt skrum og nei- kvætt andóf. HINN 23. þ. m. gerði Landssamband ísl. útvegsmanna m. a. eftir- farandi tillögu til milliþinganefndar þeirrar í skattamálum, sem nú starfar skv. þingsályktunartillögu samþykktri 1952 að endur- ckoðun skattalaganna og sendi L.Í.Ú. tillöguna samdægurs í bréfi til nefndarinnar: „Vegna skorts á sjómönn- um til þess að manna fiski- skipaflotann og vegna þess hve störf þessi eru þýðingar- mikil fyrir þjóðfélagið um leið og þau eru erfið og á- hættusöm, teljum vér brýna nauðsyn á, að sérreglur séu látnar gilda um skattaálagn- ingu á sjómenn á fiskiskip- um. Leggjum vér því til, að Vi af tekjum þeirra manna, sem lögskráðir eru í skiprúm á íslenzkum fiskiskipum, er fiskveiðar stunda, skuli telj- ast áhættuþóknun og koma \JeiuaLancli áhripar: Bindindisfélag ökumamia. FYRIR nokkru var stofnaður hér í bænum félagsskapur, sem kallast Bindindisfélag öku- manna. Nafnið felur greinilega í sér, tilgang þess: félagar strengja þess heit að taka aldrei að sér stjórn ökutækis er þeir eru undir áhrifum áfengis og gæta jafnan hinnar ýtrustu varúðar og prúð- mennsku í ökumannsstaríinu. Þetta er í sjálfu sér prýðileg hugmynd — eitt spor í viðleitn- inni til að bæta úr því ófremdar- ástandi, sem ríkir á þessu sviði og draga með því úr hinum geig- vænlega fjölda umferðaslysa, sem upp á síðkastið hafa gerzt svo tíð og með svo hörmulegum afleið- ingum, að fólk stendur uppi skelf ingu lostið. Það væri sannarlega gleðiefni, að augu sem flestra þeirra, sem yfir ökutæki hafa að ráða opn- uðust fyrir því hvílík ábyrgð hvílir á herðum þeirra — og um- fram allt — hvílikan háska ölvun við akstur hefur í för með sér. E' Annar blær I GÆR urðu nokkrar framhalds- umræður á Alþingi um tillögu formanns og ritara Alþýðuflokks ins um endurskoðun varnarsamn ingsins. Tók Haraldur Guðmunds son formaður þingflokks Alþýðu- flokksins þá til máls og ræddi afstöðu sína til öryggismálanna. Var allt annar blær á ræðu hans en skrifum Hannibals í Alþýðu- blaðið og ræðum ónefnds pró- fessors á Alþingi. Haraldúr Guðmundsson lagði áherzlu á, að tillaga formanns og ritara flokksins þýddi alls ekki það, að Alþýðuflokkurinn vildi að varnarsamningnum yrði sagt upp og þeirri samvinnu slitið, sem Islendingar hefðu hafið við hin- ar vestrænu lýðræðisþjóðir um varnir og öryggi lands síns. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að Haraldur Guðmundsson hefur talað fyr- ir munn mikils meirihluta al- þýðuflokksfólks í þessari ræðu sinni. Alþýðuflokkurinn hef- ur undanfarin ár tekið fullan og ábyrgan þátt í samstarfi lýðræðisþjóðanna um utan- ríkis- og öryggismál þjóðar- innar. Það er áreiðanlega vilji almennings í flokknum að því samstarfi verði haldið áfram en öllu kapphlaupi við komm únista afneitað. Aðeins fyrir bindindismenn! N ÞAÐ er eitt í sambandi við þetta nýja heiðursfélag, sem kemur all einkennilega fyrir — að ekki sé meira sagt, en það er inntökuskilyrðið. Enginn maður fær þar inngöngu, nema hann sé strangur bindindismaður. — Þetta á sem sagt að vera öldungis „flekklaus" félagsskapur. Þetta virðist furðulega ósenni- legt — fáránlegt væri ekki of sterkt orð yfir það. Því að er j ekki þessi félagsstofnun þar með j gerð algerlega óþörf? Eða hver vænir strangan bindindismann — ! stúkumann, um slíka ósvinnu, að hann geri sig sekan um ölvun við akstur? Þurfa stúkumenn nokkr- ar styrktar við í þessu efni? Eru það ekki einmitt hinir, sem veik- ir eru á svellinu en vilja verða sterkir, sem hjálDa ætti til þess i staðinn fyrir að útiloka þá? Yfirborðsháttur og blindni. MÉR ER sagt, að bifreiðar, sem ekið er af félögum þessa nýja félags muni fá sérstakt merki, nokkurs konar „aðals- merki“ hins prúða ökumanns — skelfing er það raunalegt, að yfir borðsháttur sá og blindni, sem því miður hefur of oft markað ís lenzka bindindisstarfsemi, skuli svo greinilega hafa að engu gert hina góðu hugmynd, sem upp- haflega hefur legið að baki þess- arar nýju félagsstofnunar. w vafalaust vel til þess fallið að vekja traust og — jafnvel aðdáun | þeirra, sem svo eru gerðir. — En Hver vill kynnast Ástralíu? ÉR hefur borizt bréf alla leið frá Ástralíu, frá ungum manni — Ástralíumanni, sem langar til að komast í bréfasam- band við íslending. Hann hefur áður átt penna-vin á íslandi en sá gafst upp á bréfaskriftunum vegna anna við skólanám, en þann ástralska langar fyrir alla muni til að halda sambandinu við ísland. * Hann segist vera tvítugur að aldri og aðal áhugaefni hans eru frímerkjasöfnun og skátastarf- semi. Nafn hans og héimilisfang er: Mr. Colin Dunn, 15, Birdwood Ave. Dandenong, Victoria. Australia. Vonandi verður einhver til að sinna ósk hins unga Ástralíubúa. Bréfaviðskipti við fjarlæg lönd geta verið mjög svo skemmtileg og uppbyggjandi og er ástæða til að greiða fyrir slíku sambandi þjóða á milli. Sæmundur og kölski. ÞEGAR þeir Sæmundur, Kálf- ur og Hálfdan komu úr Svartaskóla, var Odiinn laus, og báðu þeir þá allir kónginn að veita sér hann. Kóngurinn vissi dável, við hverja hann átti og segir, að sá skuli hafa Oddann, sem fljótastur verði að komast þangað. Fer þá Sæmundur undir eins og kallar á kölska og^ segir: „Syntu nú með mig til íslands, og ef þú kemur mér þar á land án þess að væta kjóllafið mitt í sjónum, þá máttu eiga mig“. Kölski gekk að þessu, brá sér í selslíki og fór með Sæmund á bakinu. En á leiðinni var Sæ- mundur alltaf að lesa í Saltaran- um. Voru þeir eftir lítinn tíma komnir undir land á íslandi. Þá slær Sæmundur Saltaranum í hausinn á selnum, svo að hann sökk, en Sæmundur fór í kaf og synti til lands. Með þessu varð kölski áf kaupinu, en Sæmund- ur fékk Oddann. Viljir þú vera kennari margra, verð- urðu fyrst að vera læri- sveinn fjöld- ans. til frádráttar á tekjum áður en skattar eru reiknaðir til ríkis, bæjar- og sveitarfélaga. Gildi þetta aðeins um þær tekjur, sem þeir hafa meðan skip það, sem þeir eru skráð- ir á, stundar fiskveiðar. Nái þetta aðeins til þeirra manna, sem sjó stunda, en ekki til þeirra manna, sem vinna við skipin eða bátana i landi, þótt þeir kunni að vera lögskráðir, vegna vinnu sinnar við skip- ið eða bátinn.“ Tillaga L.Í.Ú. var samin af nefnd, sem stjórn Landssam- bandsins hafði kosið hinn 8. þ. m. til þess að gera tillögur til breytinga á skattalögunum í sam bandi við endurskoðun þá á lög- unum, sem verið er að fram- kvæma í milliþinganefndinni í skattamálum. Skattamálanefnd L.Í.Ú. er skipuð þessum mönnum: Sveinn Benediktsson, formaður, Baldur Guðmundsson, ritari, Finnbogi 1 Guðmundsson, Hafsteinn Berg- 1 þórsson, Ólafur Tr. Einarsson, Sverrir Júlíusson og Sigurður Egilsson. Nefndin var öll á einu máli um nauðsyn og réttmæti skattahlunn inda til handa sjómönnum á fiski skipum og var stjórn L.Í.Ú. á sama máli. SEND MILLIÞINGANEFND L.Í.Ú. taldi vænlegast fyrir framgang málsins að senda til- löguna um skattahlunnindi fiski- manna til milliþinganefndar- innar, sem fjallar um skattamál- in. Þegar verið var að ganga frá þessari tillögu í skrifstofu L.Í.Ú. bar þar að garði Lúðvík Jósefs- son. Ekkert lagði hann til mál- anna, en mun hafa komizt að þvi hvað var á seyði. Lúðvík hefur séð að þarna myndi vera vinsælt mál á ferð- inni og þá viljað vera nógu fljót- ur til þess að nota það sem skraut fjöður í hatt sinn og flokksins, því að örfáum dögum eftir að L.Í.Ú. gerði tillögu sína flytur hann efni tillögunnar sem sitt mál í frumvarpsformi á Alþingi. MUN EKKI GREIÐA FYRIR FRAMGANGI MÁLSINS Ekki getur þessi meðferð upp- bótarþingmannsins á tillögu L.í. Ú. um skatthlunnindi til sjó- manna á fiskiskipum orðið til þess að greiða fyrir framgangi málsins. Hefur hnupl hans á til- lögunni væntanlega einnig áhrif í því efni til eða frá. Hinsvegar staðfesta hinar stolnu fjagrir í frumvarpi bans enn einu sinni, að kommar vilja eigna sér vin- sæl mál, þótt þeir hafi ekki átt neinn hlut að því, að þau væru borin fram í fyrstu eða að þau næðu fram að ganga. Þýzkur strok- kvartett kemur hingað RAGNAR JónssOn forstj. skýrði blaðamönnum frá því í gær, að hingað væri von á þýzkum strok kvartett. Með kvartettinum verður og píanóleikari. Er ætl- unin, að fyrstu hljómleikar kvartettsins verði 8. nóvember ri. k., en hann mun halda hljóm- leiða bæði hér í Reykjavík og Hafnarfirði. — Þess má geta, að kvartett þessi sem er frá Flens- borg, kemur hingað á vegum Tónlistarfélagsins og félagsins Germania.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.