Morgunblaðið - 29.10.1953, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.10.1953, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. okt. 1953 Félagsmálalöggjöf Norðurlanda er ein víðtækasta í veröldinni FÉLAGSMÁLALÖGGJÖF Norð- urlandaþjóðanna fimm mun, þeg- ar á heildina er litið, vera hin viðtaekasta í veröldinni. Að vísu mun félagsmálalöggjöf Nýsjá- lendinga og Breta standa framar í fáum einstökum atriðum og mun þó álitamál hvort þau at- riði eru heppilegri í félagsmála- starfi þegar fyrst og fremst er haft í huga að skapa almenningi það öryggi, sem nauðsynlegt er til vaxandi og þroskaðri félags- málalöggjafar í framtíðinni. Samstarf milli Norðurlanda- þjóðanna á sviði félagsmálefna verður með hverju ári sem líður meira og fullkomnara — og næg- ir í því sambandi að benda á samninga þá sem undirritaðir voru í sumar hér í Reykjavík um gagnkvæm réttindi. Á félagsmálafundi, sem hald- inn var í Kaupmannahöfn árið 1945 var ákveðið að sett yrði á stofn nefnd sérfræðinga til þess að athuga og gera tillögur um samræmingu á félagsmálastarf- semi Norðurlandaþjóðanna og gefa út skýrslur um starfsemi al- mannatrygginga í löndunum. — Skipuðu Norðurlöndin fjögur fulltrúa nokkru síðar í nefndina, en ísland hefur nýlega tilnefnt fulltrúa í hana. Nefndin hefur unnið gott starf og gaf hún út hagskýrslu um skipulag, tekjur og útgjöld til tryggingamála í þessum fjórum löndum og lagði fyrir félagsmálaráðherrafundinn, sem haldinn var hér í Reykjavík um miðjan júlí í sumar. I þessari skýrslu fær maður glöggt yfirlit yfir starfsemi almannatrygging- anna á Norðurlöndunum fjórum, en ísland er ekki með þar sem það átti þá ekki fulltrúa í nefnd- inni. Hér á eftir er birtur útdráttur úr skýrslunni, en sambæriiegar tölur héðan eru teknar með svo að almenningur geti gert saman- burð. Tölurnar eru frá árinu 1949—1950. Breytingar hafa átt sér að sjálfsögðu stað síðan — og ekki sízt hér á íslandi — og til mikilla hagsbóta fyrir hina tryggðu. Gefur þetta yfirlit því ekki til fulls rétta mynd af starf- seminni eins og hún er í dag, heldur eins og hún var fyrir þremur árum, en í meginatriðum fylgir hún sömu reglum. FLESTIR SJÚKRATRYGGÐIR Á ÍSLANDI Sjúkratryggðir voru árið 1949, miðað við fullorðna: Á íslandi 85% þjóðarinnar, í Noregi 79,4%, í Danmörku 77,4%, í Svíþjóð 55,6%, en í Finnlandi voru að- eins 4,5% þjóðarinnar sjúkra- tryggðir. — Meðalútgjöld sjúkra- samlaganna og til sjúkradagpen- inga á tryggðan voru: ísland kr. 275.00. Noregur n.kr. 107.90, Sví- þjóð s.kr. 50,74, Danmörk d.kr. 67.98. Útgjöld sjúkratrygging- anna eru því langhæst hér á landi. Iðgjöldin voru eins og hér segir: ísland. Frá hinum tryggðu kr. 160.00. Framlag hins opinbera (ríkis og bæja) kr. 127.00, fram- lag atvinnurekenda kr. 10.00. — Noregur. Iðgjald hins tryggða n.kr. 66.22, frá hinu opinbera n.kr. 27.52 og frá atvinnurekend- um n.kr. 15.44. — 1 Svíþjóð. Frá hinum tryggðu s.kr. 34.59 og s.kr. 17.57 frá hinu opinbera. — Danmörk. Frá hinum tryggðu d.kr. 48.66 og frá hinu opinbera d.kr. 15.96. ísland og Noregur hafa því hæst iðgjöld og bæði löndin fá framlög frá atvinnurekendum og eru framlög þeirra þó miklu hærri í Noregi. í báðum löndum greiða tryggingarnar miklu meira vegna hinna tryggðu. í sjú'kradagpeninga var greitt: í Noregi n.kr. 25.52 að meðaltali til hins tryggða, ísland kr. 26.40, i Svíþjóð s.kr. 23.94 og í Dan- mörku aðeins d.kr. 4.44. Útgjöld til lyfja voru miðuðu við tryggðan. ísland kr. 63.75, Danmörk d.kr. 6.65, Svíþjóð s.kr. 1.89 og Noregur n.kr. 0.41. í læknishjálp var greitt: ísland kr. 82.50, Danmörk d.kr. 21.91, Noregur n.kr. 21.89 og í Svíþjóð s.kr. 8.91. — Útgjöld íslendinga eru því langmest bæði í lyf og í lækniskostnað. Reksturskostnað- ur þ. e. kostnaður við rekstur sjúkratrygginganna er hins vegar alljafn í löndunum. ísland, miðað við hvern tryggðan kr. 25.00, Svíþjóð s.kr. 6.89, Danmörk d.kr. 8.03 og Noregur n.kr. 5.93. Fjöldi lækna og hjúkrunar- kvenna var í löndunum árið 1949, miðað við 10000 íbúa. Tann- læknar. Danmörk 4, Noregur 5,2, Svíþjóð 4,6, ísland aðeins 1,8. — Læknar. ísland 11,5, Danmörk 10,2, Noregur 8,8, Svíþjóð 6,9 og í Finnlandi aðeins 4,7. Hjúkrun- arkonur. Danmörk 21,9 á hverja 10.000 íbúa, Noregur 21,9, Finn- land 15,1, Svíþjóð 14,8 og á ís- landi aðeins 10. Sjúkrarúm voru á hverja 10.000 íbúa. Danmörk 59,6, ísland 56,3, Svíþjóð 51, Noregur 49,2 og Finn- land 32,7. Hins vegar munu all- mörg sjúkrarúm hjá okkur koma að takmörkuðum notum, þar sem þau eru í sjúkraskýlum út um land, sem standa auð tímunum saman. Samkvæmt þessu höfum við hlutfallslega fleiri lækna en bræðraþjóðir okkar, en miklu færri tannlækna. Þá höfum við miklu færri hjúkrunarkoúur en þær, en hins vegar eigum við allt að því jafnmörg sjúkrarúm og Danir, sem standa fremstir í því efni. ELLITRYGGINGAR Samkvæmt skýrslunni fá allir, sem orðnir eru 67 ára ellistyrk í Svíþjóð, í Danmörku aðeins 59% þeirra og í Noregi 57%. Hér á íslandi miðast ellilaun við 67 ára aldur eins og annars staðar á Norðurlöndum. Á árinu 1949 fengu 937 hjón og 6051 einstak- lingar ellilífeyri. — Samkvæmt þessu nutu því um 81 af hundr- aði þeirra, sem orðnir voru 67 ára, ellilífeyris. Þess skal þó get- ið að af þeim, sem ekki nutu elli- lífeyris almannatrygginganna nutu um 2,3% hærri lífeyris sér-1 sjóða — og má því segja að alls hafi um 83% gamalmenna hér notið ellilífeyris. Ellitryggingar og ellilífeyrir nam á þessu ári í löndunum eins og hér segir: Danmörk d.kr. 3.115.00 fyri't' hjón. Svíþjóð s.kr. 3.380.00, Noregur n.kr. 2.640.00, Finnland (finnsk mörk) 18491.00 (um 2.310 ísl. kr.) og á ísiandi miðað við fyrsta verðlagssvæði kr. 6.048.00. Ellilífeyrir til einstaklinga nam: Svíþjóð s.kr. 2.230.00 Dan- mörk d.kr. 2.077.00, Noregur n.kr. 1.620.00 og á íslandi kr. 3.780.00. (10% uppbót var greidd á ellilífeyri síðari helming árs- ins). Svíar virðast því hafa haft fullkomnastar ellitryggingar á þessu ári. EKKJUBÆTUR OG BARNALÍFEYRIR Ekki er hægt að bera saman ekknatryggingar í löndunum. í Danmörku, Noregi og Finnlandi eru ekki greiddar ekkjubætur, en aftur á móti í Svíþjóð og hér á landi. í Svíþjóð fengu tæplega 5 af hundraði allra ekkna í land- inu ekkjubætur. Var hæst tillag til þeirra s.kr. 1.610.00 að við- bættum kr. 250.00 fyrir hvert barn, en lægsta tillag kr. 630.00 og kr. 250.00 á barn. Ekknabæt- urnar eru í 'Svíþjóð greiddar til ekkna, sem orðnar eru 55 ára þegar þær missa maka sinn og hafa verið giftar í 5 ár. Þess skal getið, að í Danmörku er ekkjum greiddar kr. 504.00 á barn hæst, en lægst kr. 372.00. Ekkjubætur eru hér á landi tvenns konar og greiðast til þeirra, sem verða ekkjur undir 67 ára. Allar ekkjur, sem ekki eru komnar á ellilífeyrisaldur fá bætur í 3 mánuði eftir dauða maka kr. 600.00 í grunn á mán- uði. Eigi ekkjan börn undir 16 ára aldri fær hún bætur í næstu 9 mánuði kr. 450.00 í grunn á mánuði eða samtals í 12 mánuði auk lífeyris með börnum sínum þar til þau verða 16 ára. Sé ekkj- an á aldrinum 50—-67 ára þegar hún verður ekkja eða hættir að taka barnalífeyri, kemur lífeyris- Framh. á bls. 7. Eréf: Ný menntaskólabygging FYRIR einu ári hafði mennta- skóla í Reykjavík verið valinn staður „í geira milli tveggja flug- brauta" suður við Skerjafjörð. Ýmsum fannst staðurinn hæpinn. Ég skrifaði þá greinarkorn, sem birtist í Tímanum. Sýndi ég með ljósum dæmum, hversu fráleitt þetta staðarval var og benti á staði heppilegri sem menntaskóla setur. Nú hefur verið horfið frá geiranum, en menntaskóla kjör- inn staður sem næst því, er ég benti til. Er það vel farið. Nú er hafinn undirbúningur að byggingu nýs menntaskólahúss, sem mun verða stærsta hús á Is- landi. Skal það verða 1800 fer- metrar að grunnmáli, um 20 þús. rúmmetrar og langhlið 81 metri, tvær hæðir, kjallari og þakhæð, ætlað 500 nemendum einsett. (Samkv. uppl. frá skrifstofu byggingafulltrúa er lengdin bó 187,71 metri, flatarmál 1869,62 ferm. og rúmmál 20900 rúmmetr- ar. Allar eru stærðirnar meiri 1 en blaðamönnum var skýrt frá 20. þ. m. — Hverju sætir það?) Kostnaðaráætlun er 15 til 20 millj. króna. Þá vantar þó enn íþróttahús, rektorsíbúð, innbú, kennsluáhöld og lagfæring lóðar. Skólinn starfhæfur kostaði þá milli 20 og 30 millj. króna, þótt áætlanir stæðust. Engin greinar- gerð um reksturskostnað skólans hefur sézt. Hlyti hann að verða geigvænlegur, og skiptir hann meira máli en nokkurntíma byggingarkostnaður. Hafa menn í raun og veru gjört sér í hugarlund stærð svona hús- bákns? Hér á landi er ekkert hús til samanburðar. Skal því grip- inn annar samanburður. Mér telst að flatarmál skólans yrði snöggt um stærra en samanlagður grunn flötur allra húsa hér við Sjafnar- götu, en þau eru 14 gjörfuleg íbúðarhús og 7 bílskúrar. Lang- hlið skólans mælist áþekk að lengd öllum húsum milli Lækjar götu og Pósthússtrætis, ef húsa- sundum yrði sleppt. Skólinn hefði drjúgan vinning á móti Reykja- víkurapóteki, Noramagasíni og Hótel Borg við Pósthússtræti, samanlögðum. Er svona stórt menntaskólahús Hýr „dver^kafbáfur" Hér er teikning af nýju vopni, sem ekki er ósennilegt að eigi eftir að koma við sögu, ef sú ógæfa skyldi henda,. að þriðja heimsstyrjöldin brytist út á þessarri öld. Það er lítill kafbátur, sem þyril- vængja getur auðveldlega flutt staða á milli. Kafbáturinn er 12 m. langar og vegur 25 smálestir. Að vopnum hefir hann m. a. atom-dufl, eða tímasprengjur, sem áhöfnin kemur fyrir við markið, en á bátnum eru fjórir menn, útbúnir sem „froskmenn". — Þessi kafbátur hefir það fram yfir „sjálfsmorðs“-kaíbáta Japana og Þjóðverja að áhöfnin hefir mikla möguleika til að komast undan. nauðsynlegt eða æskilegt? Ég svara hiklaust neitandi. Skal nú finna þeim fullyrðingum stað. Menntaskóli skal vera áfram í gamla húsinu við Lækjargötu. Er það hús enn þá prýðilegt með hæfilegum nemendafjölda, sem telja mætti 200 til 250. Nýtt skóla hús þyrfti þá að taka 250 til 300 nemendur, svo að þeim nemenda- fjölda yrði séð fyrir skólavist, sem gjört er ráð fyrir í nýja hús- inu einu. Þetta er líka ákjósanleg skólastærð. Rektor ætti auðvelt með að sinna vandamálum ein- stakra nemenda, en þeir sem við skóla starfa, vita, að þau eru mörg, sundurleit og tímafrek. Ábyrgðartilfinning nemenda yk- ist, ef fjöldi þeirra yrði í hófi. Kennslukraftar nýtast þægilega í 200 til 300 manna skóla. Líkur benda til, að aðsókn að Menntaskólanum í Reykjavík — hvort sem hann yrði einn eða þeir tveir — aukist ekki á kom- andi árum, jafnvel minnki. Menntaskólinn á Akureyri fekkst ekki fullsetinn, nema seilzt væri eftir nemendum á öðru skólastigi. Nýi Menntaskólinn á Laugar- vatni hefur þegar létt á Mennta- skólanum í Reykjavík, svo að nú hefur nemendum fækkað í Reykjavík. Innan fárra ára verð- ur nýtt hús fyrir Kennaraskóla Islands risið af grunni. Má þá gjöra ráð fyrir því, að Kennara- skólinn fái rétt til að brottskrá nemendur með stúdentsprófi. Kennaraefni öll hlytu þá að sækja hann frá byrjun, en nú ljúka sumir fyrst stúdentsprófi í Menntaskólanum og eru svo einn vetur í Kennaraskólanum. (Und- anfarin þrjú ár voru þessir nem- endur Kennaraskólans milli 10 og 20 ár hvert). Kennaraefni, sem hyggðu á háskólanám, hlytu einnig fremur að sækja Kennara skóJann en almennan mennta- skóla. Lítill hluti kvenstúdenta stund ar háskólanám. Hafa því verið uppi raddir um, að heppilegra væri að stofna menntaskóla í Reykjavík fyrir stúlkur, þar sem námi væri nokkuð hagað meir við hæfi kvenna en nú tíðkast í menntaskólum. Stúdentaviðkoma Verzlunarskóla fslands kynni og að vaxa. Allt þetta drægi úr að- sókn að Menntaskólanum í Reykjavík. Er nú ekki ráð að stinga við fæti og endurskoða þetta skóla- mál aJlt? Miklir fjáimunir eru í húfi, og þó eru þeir ekki aðal- atriðið — veigamikið þó —- heldur hitt, að hæfilega stór menntaskóli rísi, þar sem rektor og kennarar fái beitt nienningar- áhrifum sínum við góð skilyrði án alls yfirlætis. Heimildarrit: Morgunblaðið 10. okt. 1953. Jón Á. Gissurarson. skólastjóri. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS „Esja éé vestur um land í hringferð hinn 3. nóv. n.k. Tekið á móti fiutningi til áætlunarhafna vestan Akureyr- ar í dag og á morgun. Farseðlar seldir árdegis á mánudag. „Skaftfellingur“ fer til Vestmannaeyja á morgun. Vörumóttaka daglega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.