Morgunblaðið - 29.10.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.1953, Blaðsíða 10
T 10 MO.RGUTSBLAÐIÐ FimmtUdagur 29. okt. 1953 Jón HANN lézt að heimili sínu Tún- gö'tu 26, Siglufirði, 16. þ. m. rúm- lega 75 ára gamall. Hann hafði lengst ævi sinnar verið heilsu- hraustur, en tvö síðustu árin fór hann að kenna vanheilsu sem ágérðist, unz þau dróu hann til dauða. Jón fæddist 2. júlí, 1878 að Haganesi í Fljótum. Foréldrar háns voru Jóhannes Finnboga- son bóndi og skipstjóri að Heiði í Sléttuhlíð og kona hans Dorathea Sigurlaug Mikaelsdótt- ir smiðs að Haganesi Ólafssonar. Jón ólst upp að Heiði í foreldra- húsum til þroskaaldurs. Jón var merkur maður og fjöl- hæfur og lagði á svo margt gjörfa hönd, að slíkt mun fágætt. Hann stúndaði búskap, fiskiveiðar, vgrzlunarstörf, blaðamennsku, og bókaútgáfu. Eins og gefur að skilja um jafn fjölhæfan mann, hlóðust snemma á hann opinber trúnaðarstörf, og ekki hef ég heyrt annars getið en að öll sú störf hafi hann af hendi leyst með miklum ágætum. Þá má og nefna það, að um fjölda ára stundaði hann málafærslu- storf og lagði stund á lögfræði. Reyndist hann þar sem annars staðar liðtækur í bezta lagi, svo að skjólstæðingum hans þótti jafnan sinn hlutur öruggur í háns höndum. Var hann mikils metinn meðal margra lærðra lög- fræðinga, sem fólu honum óft og tíðum umboð sitt til sókna og vgrna í mikilsverðum og vanda- sömum málarekstri, Þó er enn ótálinn sá þáttur æfistarfs hans, sem er langmerkastur, enda hon- um kærastur og átti djúpstæðast- ar rætur í huga hans. Það var sagnritun og söfnun íslenzkra fræða. Þar liggur eftir hann mik- iðs starf. Eins og ræður að líkum um jafn fjölhæfan mann, þráði hann snemma að menntast og nema skólalærdóm. En ekki varð úr því, að hann yrði til mennta sett- ur. Um menntun sína fórust Jóni svö orð: „Ekki fékk ég neina menntun i uppvexti mínum nema þá, sem heimilið sjálft gat í té látið. Ég lærði vel að lesa, sæmilega að skrifa Og talsvert í reikningi fram yfir það, sem þá var al- gengast um sveitanilta, því faðir rríinn var góður reikningsmaður. Hann kenndi t. d. nokkrum ung- um mönnum sjómannafræði og leiðarreikning lærði ég 11 ára gamall. Dönsku lærði ég ekki fyrr en ég Varð fullorðinn. Þá fékk ég tilsögn í henni sína vik- una hvora veturinn 1901 og 1902. Byggði ég þar oían á á eigin spýtur, unz ég las Norðurlanda- málin sæmilega og varð sendi- bréfsfær á dönsku og norsku. Lengri né víðtækari varð ekki menntaferillinn“.' Þetta sagði Jón um menntun sína. Hann sagði þar þó ekki allan sannleikann. Hann var sem sé alla ævina að læra og safna sér andlegum f jársjóðum. Mennta sókn hans, menntanautn og ó- slökkvandi fróðleiksþrá slóu um hann trausta skjaldborg, sem entist honum til varna gegn utanaðkomandi og aðvífandi árás um tildurmenningar og tízku- stéfna. Það mundi margur hafa látið það ógert að fara að lesa lög- vísindi í atvinnuskyni um fipimtugsaldur og taka að sér aímenna málfærslu svo seint á árum. — Flestir eru þá hættir námi fyrir löngu. En það atvik- aðist nú svo, að um þetta leyti bilaðist Jón í hendi og varð ófær til líkamlegrar vinnu. Varð þá eitthvað til bragðs að taka til að géta séð sér og sínum farborða. Jón sagði svo um þetta: „Þá tók ég það fyrir, sem ég hafði aldrei áður átt við og hafði enga þekk- ingu á — sern sé það, að fást við ihnheimtustörf og málflutning. íjetla gekk þó vonum fremur og Siglufirði Sfefán Loðmfjörð áffræður hafði ég við þetta nægan starfa og stundum meira en ég kærðí mig um. Hvernig mér fórust þessi störf dæmir seinni tíminn". En almenningur dæmdi fljótt í því máli, og leitaði ráða hans og aðstoðar, þegar að Kreppti um að ná rétti sínum. Enda rétti hann þar mörgum hjálparhönd þegar mest á lá — oft og tíðum þegar hinir „skriftlærðu" með prófin höfðu gefist upp, eða af öðrum ástæðum ekki hirl um að sinna kvabbinu. Er óhætt að fu.llyrða, að Jón naut rnikils trausts í þessu starfi. Jón lét um skeið landsmál all- mikið til sín taka og var hann þar skeleggur málsvari Sjálf- stæðisflokksins. Var hann um tíma ritstjóri blaðsms „Fram“ og „Siglfirðings". Honum var létt um að skrifa og mál hans var vel íslenzkt. Jón sagðist hafa allt frá æsku haft yndi af ritstörfum, en þó minnst af pólitískum skrifum. Til þess að geta haft yndi af þesskon- ar ritmennsku verða menn að vera skrítilega „innréttaðir", eins og pólitísk skrif eru og hafa ver- ið iðkuð hér á landi. Og Jóni tókst ekki vel að st.illa sál sinni á þá bylgjulengd. er þar hæfði bezt, enda þar oftast nokkuð truflanagjarnt. En ritstörf um íslenzk fræði létu honum vel og þar kenndi lítt truflana. Þar var hann heill og óháðúr, enda komu þar ágætir eðliskostir hans hónum að marg- víslegu gagní, t. d. frábærlega trútt minni, glöggur smekkur og skörp athyglisgáfa Jón hefur líka ritað ógrynni af þjóðlegum fróð- leik og bjarðað þar mörgu verð- mæti frá glötun. Má segja að hann hafi dag hvern gengið á rekafjörur meðfram „tímahs Stórasjó", „markað og dregið á land“ svo það „kefði ekki allt í sandi“. Mun fáum að öllu kunn afrek hans á því sviði. Margt af fróðleik þeim er hann safnaði má fihna í Blöndu og Grímu og fleiri safnritum um þjóðfræði. Eitt er þó það rit, sem Jón mun lengst hafa starfað að og safnað tíl, en það er saga Sölva Helga- senar. Mun hann að mestu hafa lokið því verki, er hann lézt. Þar mun hinum einkennilega snill- ingi og sérvitringi verða gerð þau sannfræðilegu skil, að bet- ur verrður varla gert, enda stóð Jón þar vel áð vigi á marga lund, og lét hvorki til sparað tíma né fyrirhöfn um söfnun heimilda og ránhsóknir á þeim. Það var unun fróðleiksfúsum mönnum að heimsækja Jón. Hann var ævinlega glaður og reifur, léttur í máli og orðsnjall. Gest- urinn varð þess brátt var, að það var næsta fátt, sem húsbónd- inn kunni engin skil á eða gat ekki rætt um. Hann var jafn- vígur á viðræður um landbúnað, þorskútgerð, síldargöngur, há- karlaveiðar, saltfiskmat, tæknileg vinnubrögð, nýsköpunina, her- námsástandið, stjórnmálaþjarkið hérlendis, heimspólitik, skáld- skap, sagnagerð fslendinga að j fornu og nýju, íslenzkar lausa- : vísur og kvæði og þó helzt ætt- ‘ fræði, íslenzka persónusögu og þjóðsagijir, því þá var hann kom- inn „heim“. Hann átti mikið og gott bókasafn, sérstaklega á því sviði, er honum var hugleiknast. Maður undraðist fróðleik hans og mælsku þegar um slíkar gersem- ar var að ræða. Og maður undr- ast hve miklu maðurinn hefur afkastað, því manni fannst hann alltaf önnum kafinn við annarleg skyldustörf, sem ekkert áttu skylt við hans kærasta hugðarefni. Hann var einn þeirra fágætu eljumanna, sem virðast hafa tíma til alls. Að minnsta kosti kom ég aldréi svo heim til Jóns, að hann virtist ekki hafa nægan tíma til að sinna mér, enda þótt 'ég kæmi í fullkominni erindis- leysu. Sá ég oft eftir á, að ég hefði verið að sóa tíma — dýr- mætum tíma •— fágæts elju- manns. I | Nú er þessi einstaki fróðleiks- brunnur allur. Honum er mér skylt að þakka, að hann hefur stytt mér marga ögurstund með alúð sinni, fróðleik og frásagn- . 1 armælsku. Ég sakna hans og svo 1 mun um marga, sem áttu því ‘ láni að fagna að kynnast honum. j Farðu heill, og innilegar þakkir fyrir allt. Ég sé það nú, en að vísu um seinan, að ég hef fátt eitt um þig sagt hér, sem ég helzt hefði átt að segja og langaði til að segja. Sigurður Björgólfsson. 1 JÓN JÓHANNESSON, málflutn- * ingsmaður og fyrrverandi fiski- matsmaður, var meðal þeirra fyrstu, sem ég kynntist á Siglu- firði, er ég kom þangað fyrst öll- um ókunnugur fyrir um 15 árum. Þrátt fyrir mikinn aldursmun, tókst fljótlega með okkur hinn ágætasti kunningsskapur, enda var ánægjulegt að vera í návist Jóns. Var hann ræðinn vel, fróður mjög og var unun að hlýða á, er hann opnaði manni fræðasjóð sinn, enda sagði hann afburða vel og skiimerkilega frá því,_sem hann hafði séð og heyrt. Á ég fjölmargar góðar endurminning- ar um samverustundir okkar, er , við tókum okkur kvöldgöngu suður á Fjörð á sumarkvöldum í I gamla daga, eða röbbUðum sam- * an við önnur tækifæri, og voru það þá oft ramíslenzkar sagnir j hans, sem um var rætt, en sumar þeirra voru rUnnar aftan úr grárri forneskju. Fróðastur var Jón heitinn um , sagnir og annan .fróðleik úr Skagafjarðarbyggðum og næsta ■ nágrenni Siglufjarðar, enda var • j hann Skagfirðingur að ætt og ! uppruna, fæddur að Haganesi í ■ Fljótum, en alinn upp að mestu j leyti að Heiði í Sléttuhlíð. I Ekki mun Jón hafa notið menntunar i bernsku sinni og æsku fram yfir venjulegan barna , lærdóm á síðari hluta nítjándu aldar. Þrátt fyrir það var hann fróður vel um flest þau efni, sem unglingar nema í framhaldsskól- um nú á dögum, enda var hann sílesandi, er hann komst höndum undir frá daglegri önn, bók- hneygður og bókvandur og greindur í bezta lagi. , Allmikið er til ritað eftir Jón heitinn, eins og gheint er í minn- ingargrein um hann hér að fram- an. Er mér þó ekki grunlaust um, að með honum fari í gröfina mikill fjöldi merkra sagna og annars fróðleiks og er því miður farið. 1 Jón heitinn stundaði um ára- tugi málflutning á Siglufirði og fórst honúm það vel úr hehdi; sem annað, ef hánn lagði Hðnd j á méðán hbnum entist heilsa og starfskraftar. Mun hann frám á efri ár hafa búið yijð góða hei}sg>, en nokkrum tökum mun Elli Framh. á bls. 11. HANN er fæddur 29. október 1873 á Bárðarstöðum í Loðmund arfirði. Foreldrar hans voru Jón Ögmundsson og kona hans Anna Katrín Sveinsdóttir, bú- endur þar. Börn þeirra hjónanna voru sex og var Stefán yngstur af þeim systkinum. Þrjú syst- kini hans dóu í æsku, en þrír bræður komust á fullorðinsár. Á milli þeirra þriggja bræðranna voru tíu ár. Báðir bræðúr hans dóu fyrir mörgum árum fremur ungir, ókvæntir og barnlausir. Öll systkini Stefáns dóu ógift og barnlaus, en afkomendur Stef- áns eru nú orðnir mjög margir. Föðurætt Stefáns er Hóla- landsætt í Borgarfirði eystra, og hefur Einar Jónsson, prófastur á Hofi, hinn kunni ættfræðingur, rakið þá ætt í beinan karllegg til Jóns Arasonar. Móðurætt Stef- áns er Viðfjarðarætt. Stefán Loðmfjörð ólst upp hjá foreldrum sínum, þangað til hann var átján ára, þá byrjaði hann búskap á Klyppstað í Loð- mundarfirði. Hann kvæntist 29. október 1893, Ólínu Ólafsdóttur, skagfirzkri konu, ættaðri frá Litlu-Hlíð í Vesturdal í Skaga- firði; af Miklabæjarætt. Þá var Stefán búinn að búa í tvö ár á Klyppstað. Ólína, kona hans, reyndist honum dýrmætur föru- nautur, hún var ágætis kona, höfðingskona í sjón og raun, framtakssöm og vakandi yfir skyldum sínum. Þau hjónin bjuggu í sex ár að Klyppstað, þaðan fluttu þau upp í Eiðaþing- há í Fljótsdalshéraði og bjuggu þar í fimm ár. Þá brugðu þau búi og íluttu hingað til Reykjavíkur, fyrir rúmri hálfri öld, í júnímán- uði 1903. Segja má, að Stefán hafi yerið hér í Reykjavík aðal- lega eftir það. Þau hjónin eign- uðust átta börn, og komust sjö þeirra upp og lifa nú fimm þeirra, tvö þau yngstu fæddust hér í Reykjavík. Einn son átti hann áður en hann kvæntist, sem lifir. Ólínu, konu sína, missti hann 1924. Árið 1928 kvæntist Stefán aftur, Halldóru Sigurðardóttur, ágætri og myndarlegri konu, ættaðri úr Svarfaðardal, dótfúr Sigurðar Guðmundssonar, bónda á Helgafelli í Svarfaðardal, og konu hans, Soffíu Pálsdóttur frá Syðra-Holti í Svarfaðardal. Sig- urður, faðir hennar, var þekktur maður fyrir jarðarbætur og fram kvæmdir á sinni tíð. Með Hall- dóru eignaðist Stefán tvær dæt- ur, sem lifa og eru búsettar hér í bæ. Eina dóttur átti seinni fcona Stefáns, áður en þau giftust, og ólst hún upp hjá þeim til 7 ára aldurs. Eftir að Stefán fluttist til Reykjavíkur stundaði hann sjó- mennsku á vertíðum fyrstu 16 árin, sem hann var í Reykjavík, en beykisstorf á Norðurlandi á sumrum. Á þessum árum var hann einnig formaður á sumrum bæði í Hrísey og á Mjóafirði, enda stundaði hann einnig sjó- mennsku fyrir austan áður en hann fluttist til Reykjavíkur — Hann.var búinn að vera formað- ur þar eystra. Hann héfur unnið mörg störf á sjó og landi, verið háseti, stýrimaður og formaður, verið sveitabóndi í mörg ár, stundað verzlun, fasteignasölu og umboðssölu, og verið sölumaður. Hann hefur frá mörgu að segja eftir langa ferð. Hann var ná- kunnugur mörgum ‘ merkum mönnum og þjóðskáldum, t.d. Þorsteini Erlingssyni og Einari Benediktssyni. Stefán tók meðal annars að sér að flytja búslóð Einars aUstur í Rangárvallasýslu, þegar Einar varð sýslumaður þar, og við það myndaðist Sú vinátta milíi þeirra sem entist alla tíð. Stefán héfúr verið mesti þrekmaður alla ævi, glaður í góð um vinahóp, trygglyndur, vin- fastur og góður heim að sækja, pg béztur vinum sínum þegar > I 1 1 ■ ■ vanda hefur þeim að höndurri borið. Afmælisbarnið verður á ferðalagi á þessum merkisdegi. . Heill þér Stefán áttræðum. J.Tlu Hveragerði, bær heilsuiindanna FYRIR skömmu síðan var byrj- að að grafa fyrir grunrii Hress- ingarheimilis Náttúrulækninga- félags íslands í Hvéragerðí. — Heppilegri staður fyrir slíka stofnun er vandfundinn. Þar er heita vatnið, sundlaugin og hveraleirinn. í ráðherratíð Jónasar Jónsson- ar keypti ríkið svönefndu Reykja torfu í Ölfusi. Þá var reist að Reykjum hæli fyrir berkla- sjúklinga, einkum ætlað þeim, er ferlivist höfðu. Var ætlunin, að þar yrði stofnun svipuð þeirri, sem Reykjalundur er nú. Hælið var þó lagt niður að nokkrum árum liðnum, en þegar Garð- yrkjuskólinn var stofnaður, var honum valinn þar staður. Árið 1952 tók Elliheimili Árnes sýsu til starfa í Hveragerði. Ann- ast Elliheimilið Grund í Reykja- Vík rekstur þess. Vistmenn eru nú 18, en í ráði mun að auka húsakostinn, til þess að hægt sé að fjölga vistfólki. Rætt hefur og verið Um byggingu heilsu- hælis. Sumarið 1950 hóf Landsspítal- inn fyrir forgöngu próf. Jóhanns Sæmundssonar, lækningar með leirböðum í Hveragerði. Á þeirri tilraun Landsspítalans varð ekki framhald, en síðan hefur Hveragerðishreppur starfrækt leirböðin. Hefur margur fengið þar mikla bót meina sinna, eink- um gigtveikt fólk. Aðsókn hefur verið mikil. Erfitt er fyrir fá- tækt fólk að notfæra sér leir- böðin, þar eð sjúklingarnir þurfa sjálfir að greiða allan kostnað. Þyrftu tryggingarnar að koma þar efnalitlu fólki til hjálpar. Allar líkur benda til, að Hveragerði verði bær heilsu- lindanna. Skilyrðin eru óviða betri hérlendis, og jafnvel þótt víðar sé leitað. — Fullkomið heilsuhæli þyrfti hið fyrsta að rísa af grunni. — g. Worgunbiaðið skapnr uukin viðskipli. —• er helmingi utbreiddaru co nokkurt annað íslenzkl bltð, Bezta u.udvninzablavið. •*-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.