Morgunblaðið - 17.12.1953, Page 1
40. árgangur
291. tbl. — Fimmtudagur 17. desember 1953
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Auidð freisi mun fera sem heifur straumur
alitafiialif þjóðarinBiar
• SÁ Á KVÖLINA sem á völina,
segir máltækið, og mætti þá ein-
:hver ætla, að mér væri nú vandi
á höndum að velja mér yrkis-
'efni úr öllum þeim firrum, sem
-stjórnarnadstæðingar hafa nú
borið á borð. En ég er í engum
vanda. Auðvitað væri til sálu-
bóta að hirta dálítið suma þess-
ara ræðumanna. En við, sem
verðum að sitja undir óstöðvandi
bunu þeirra nær ævinlega, ef við
höldumst við í þingsætunum, er-
um löngu búnir að sigrast á
freistingum til að greiða höggið
aðeins vegna þess, hversu vei
ræðumaður liggur við höggi. Og
flest sem þeir sögðu í kvöld hafa
þeir s£.gt 100 sinnum áður og
miklu oftar þó birt það í blöð-
um sínum. !
SJÁLFSÁNÆGJA
STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR I
Ýmsir okkar láta sér nægja að
yfirgefa þingsalinn, til þess að
gegna áiíðandi störfum þegar
það, sem í hliðarherbergjum
þingsins er kallað kanínu-plág-
an, flæðir yfir, þ. e. a. s. þegar
mennirnir, sem minnst hafa að
segja, mesta ánægju hafa af að
hlusta á sjálfa sig, en síðan að
lesa um sjálfan sig grein eftir
sjálfan sig í blaði sjálfs sín, trítla
eða hoppa upp í ræðustólinn, til
þess þar með mikilli mærð, en
lítilli skerpu að dýrðast yfir
sjálfs sín verðleikum, eða beva
aðra ósönnum óhróðri, svo sem
Hannibal Valdimarsson áðan
gerði, er hann réðist á Bjövn
Ólafsson, fyrrv. ráðherra, mig og
fleiri út af greiðslu á stóreigna-
skatti. Hefir það mál verið marg
skýrt í blöðum landsins og vita
því allir, sem því hafa viljað
kynnast að hér er hvorki uin
spillingu eða sakir að ræða. Vil
ég þó enn minna á, að enginn
þessara aðila óskaði þess að
greiða skatt sinn með umrædd-
um fasteignum, heldur kröfðust
þeir þess þvert á móti allir að
eignirnar yrðu undanfelldar mati
til stóreignaskatts og hefðu þá
ekki getað greitt skattinn með
þeim. Og það er ekki fyrr en
ríkið neitar að verða við þessari
sanngjörnu kröfu að þessir aðilar
afhentu ríkinu þessar eignir og
við því verði, sem ríkið sjálft
ákvað.
Ræða hv. þm. Gils Guðmunds-
sonar var nokkuð laus í bönd-
unum og var þar mörgum stað-
reyncíum við snúið.
Þannig staðhæfði hann að sjó-
menn sköðuðust á bátagjaldeyr-
inum. Hann vill kannske sanna
það á morgun. Hann sagði að
SÍF græddi á lágu fiskverði. —
Hann vill kannske sanna það líka
á morgun. Flest annað var svip-
að.
Hann fjandskapast gegn geng-
isfellingu og bátagjaldeyri og
öllu því, sem haldið hefir skip-
unum á floti, öllu því, sem bægt
hefir atvin.nuleysi • og böli frá
bæjardyrum almennings. -Síðan
er sunginn í þúsundasta og fyrsta
sinni söngurinn um stórgróðann
í því skyni að vekja öfundina.
Loks er svo spurt: „Hvað ætlar
stjórnin að gera.“
Ég svara Gils Guðmundssyni:
Stefna og aðgerðir stjórnar-
flokkanna er kunn og hefir leit.t
til blómlegs atvinnulífs í stað
böls atvinnuleysisins, sem ella
hefði sorfið að landsfólkinu.
En Gils Guðmundsson gleymui
að segja hvað hann vill láta
gera.
S-'ffáísllyssd og ranhæf stjómarsfiefna
ntirii færa landkirciör.iitTcm framfarir
O0 afkomme
>• >>
liiv.srps^æða Oiafs Th©-5 far-
sæflsráðherra s.fl. mánudagskvöld
ar liggi óvarið fyrir árásarhættu
ofbeldisaðilanna, sem svíkjum
ættjörð okkar, eða hinir, sem af
ráðnum hug og fyrir opnum
tjöldum, hafa valið Rússland en
ekki ísland. sem föðurland sitt
og einfeldningarnir, sem þenn
leggja lið.
— ★ —
Samningur sá, sem stjórnar-
flokkarnir gerðu með sér þegar
núverandi stjórn var mynduð,
var þegar í stað birtur almenn-
ingi í blöðum og útvarpi. Leyfi
ég mér því að ætla að háttvirt-
ir hlustendur þekki hann í aðal-
efnum, og rek því ekki einstök
ákvæði hans, umfram brýnustu
þörf til þess að skýra loforð og
fyrirhugaðar efndir.
Ég tel víst, að allir viðurkenni,
að þess er ekki að vænta, að rík-
isstjórn, sem við völdum tekur i
byrjun kjörtímabils og rétt í
sama mund, sem Alþingi kemur
saman, og þessvegna engan starfs
frið hefur haft til að klæða hug-
myndir sínar og fyrirheit holdi,
geti á fyrsta þingi efnt megin-
hluta, hvað þá öll fyrirheit sín.
Því meiri gleðiefni er að geta
skýrt frá því, sem skeð hefir.
Frfáisræði í viðskJgsfa-
tslífi
Ólafur Thors forsætisráðherra.
IIVAÐ A AÐ KOMA
í STAÐINN
Ég skora nú á Gils Guðmunds-
son að leiða rök að því að hægt
sé að hverfa frá stefnu stjórnar-
flokkanna og segja til, hvað hann
ætli að gera í staðinn.
Þá dugir ekki að segja: „Leið-
ir má finna“ eins og hann áðan
gerði.
Hann verður að finna þessa
leið og sýna mönnum hana, því
á neikvæðum belgingi lifir eng-
inn til lengdar.
En annars get ég látið mér
í léttu rúmi liggja flest það; sem
stjórnarandstæðingar eru að
hampa.
Við Sjálfstæðismenn höfum
aldrei ætlað okkur að mæla okk-
ur við slíka menn, hvorki við
mikilleik þeirra í sjálfsmeðvit-
und þeirra, né smæð þeirra í aug-
um margra annara. Stjórnmála-
baráttan á íslandi er ekki og get-
ur aldrei orðið metingur við
þessa menn, heldur barátta við
þá örðugleika, sem vanefni og
fjárskortur leggja í götu allra
þeirra, sem sækja fram til bættra
lífskjara þjóðinni til handa.
Við þessa örðugleika eru
stjórnarliðar nú að glíma. Og ég
segi cnn við nöldrarana eins og
Clemenceau gamli forðum, þegar
Frakkar lögðu taumana í hans
hendur 1917 og fólu honum að
vinna styrjöldina: „Je fais la
guerre“, — Ég er í stríði. —
Hann virti þvaður ráðleysingj-
anna að vettugi, sneri sér beint
að verkefninu, eins og við erum
að gera, tók á af alefli, eins og
við ætlum að gera og sigraði,
eins og við vonum að gera.
FYRIRHEIT
STJÓRNARSAMNINGSINS
Ég þykist vita, að flestir hátt-
virtir hlustendur skilja þetta
sjónarmið. Ég hygg einnig, að
þess sé öðru fremur af mér
vænzt, að ég skýri frá, hvar
stjórnarflokkarnir séu á vegi
staddir um úrræði til þess að
efna þau fyririheit, sem gefin eru
í stjórnarsamningnum, fyrirheit.
sem svo margir landsmenn eiga
svo mikið undir, að séu flutt frá
pappírnum yíir í framkvæmdir.
Um hitt ættu menn að vera ein-
færir að dærna, hvort stjórn, sem
gefið hefir fyrirheit stjórnar-
samningsins og ætlar sér að efna
þau, sé afturhaldsstjórn, eða
stjórn stórhuga framfara ng
frelsis, og þá einnig hvort held-
ur það séum við, sem af raun-
sæi viljum forðast að land okk-
Stjórnarsamningurinn hefst á
þessari yfirlýsingu:
Það er höfuðstefna ríkis-
stjórnarinnar að tryggja lands
mönnum sem öruggasta og
bezta afkomu.
Til þess að því marki verði
náð telur ríkisstjórnin nauð-
synlegt að sem mest frjálsræði
ríki í viðskipta- og atvinnuíííi
þjóðarinnar, en skilyrði þess,
að svo megi verða, er að
tryggt verði jafnvægi í efna-
hagsmálum inn á við og út á
við. Ríkisstjórnin mun því
beita sér fyrir hallalausum
ríkisbuskap og fyrir því, að
atvinnuvegirnir geti orðið
reknir hallalaust þannig að
þeir veiti næga atvinnu".
Hér heitir stjórnin m. a. því,
að beita sér fyrir hallalausum
ríkisbúskap. Efndir þess fyrir-
heits felasfí því, að fjárlög verði
afgreidd án greiðsluhalla. Það er
nú verið að leggja síðustu hönd
á fjárlagafrumvarpið og er mér
óhætt að staðhæfa, að stjórnin
hefir einskis og mun einskis láta
ófreistað til þess að standa við
þetta loforð. Vita allir, sem til
þekkja, að slíkt skeður ekki á-
takalaust hér á Alþingi, enda
kallar það á mikinn þegnskap
allra stjórnarliða. Get ég um
þétta að öðru leyti vísað til þess
sem hv. framsögumaður fjár-
veitingan. Magnús Jónsson, ný-
verið sagði um það í framsögu-
ræðu sinni við 2. umræðu fjár-
laganna. Hefir ræða þessi verið
prentuð í víðlesnustu blöðum
landsins og skal ég því eigi end-
urtaka þær staðreyndir og rök,
sem þar greinir. Hæstvirtur fjár-
málaráðherra mun ræða þetta
mál nánar í kvöld.
FJÁRHAGSRÁÐ AFNUMIÐ
Þá hefir stjórnin, eins og þjóð-
in veit, lagt fram frumvarp til
efndar því fyrirheiti „að fjár-
hagsráð sé lagt niður, enda séu
nauðsynlegar ráðstafanir gerðar
af því tilefni“, svo sem segir
|í stjórnarsamningnum. Um þetta
frumvarp þarf ég síður að fjöl-
1 yrða fyrir það, að efni þess hef-
ir verið skýrt í blöðum lands-
ins. Kjarni málsins er þessi:
Með lögum um fjárhagsráð,
sem sett voru á Alþingi 1947, var
5 manna nefnd falið meira vald
yfir atvinnu- og fjármálalíii
þjóðarinnar en dæmi munu til
í sögu þjóðarinnar. Þessi lög
verða nú afnumin, og ráð þetta
lagt niður, en vald þess ýmist
afhent þjóðfélagsþegnunum sjálf
um eða þeim stjórnvöldum, sem
þjóðin á hverjum tíma felur að
fara með völdin í landinu. Þó
skal ríkisstjórnin skipa tvo
menn, er fari enn um skeið með
brot af því valdi, sem fjárhags-
ráði var falið. Verður hlutverk
þessara tveggja manna aðallega
að úthluta milli manna réttind-
um til innflutnings á þeim vör-
um, sem af gjaldeyrisástæðum
hefir enn ekki verið talið mögu-
legt að gefa frjálsan innflutn-
ing á.
Ennfremur fjalla þessir
sömu menn um þá fjárfest-
ingu, sem enn verður háð
leyfum, en almenningur öðl-
ast nú fullt frelsi til þeirra
húsabygginga og annarra
framkvæmda, sem hann helzt
þarfnast, og kaup og sala á
byggingarefni á hérlendum
markaði er nú með öllu gefin
frjáls.
RÁNDÝRU BÁKNI
LÉTT AF ÞJÓÐINNI
Auk þessara gerbreytinga
fylgja hinni nýju skipan ýmsir
, ágætir kostir. Nefni ég þar til
| m. a., að miklu og rándýru bákni
er létt af þjóðinni, sem og, að
mikil trygging fyrir ábyrgri og
| réttlátri meðferð þess valds, sem
' enn hefir ekki verið afhent borg-
! urunum sjálfum, felzt í því, að
í stað 5 manna, sem alltaf gátu
skotið sér hver að annars baki
í beitingu hins ótakmarkaða
valds, fara nú aðeins tveir menn
með takmarkað vald. Séu þeir
sammála, eru þeir báðir ábyrgir
j fyrir teknum ákvörðunum. Beri
, á milli, ber hvor um sig opin-
j bera ábyrgð á samþykki sínu eða
synjun, og sker þá ríkisstjórnin
úr. Hér er því viðureignin fyrir
j opnum tjöldum. Hér ber hvsr
og einn ábyrgð á eigin gjörðum
og getur ekki falið skoðun sína
eða tillögur. En sú skipan og sú
skipan ein tryggir almenningi
Framh. á bls. 2.