Morgunblaðið - 17.12.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1953, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. des. 1953 Krisfmann Guðmundsson skrifar um: Ascicíæki - Sildarieit - Dýpkim Rauf- arhafnar - Skaitamál .sjávariilyegsiiis og sjómanna og kvikmynd af Síinxinn og hamingjan. Eftir Gunnar Dal. Þreyja má þorrann. Eftir Kristján frá Djúpalæk. FYRIR nokkrum árum kom út ljóðabók eftir Gunnar Dal, sem nefnist „Vera“. Þá þegar var sýnt að skáldgáfa þessa manns var ekki hversdagsleg, þótt ýmislegt væri að vonum ungæðislegt í bók hans. Mér er í minni, er ég las hana, þótti mér ég heyra litlar fagurómandi bjöllur klingjá úr hendingunum og mig grunaði, Gunnar Dal, höfundur „Sfinxins og hamingjunnar“ að þarna væri eitthvað óvenju- legt á ferð. Síðan „Vera“ kom út, hefur skáldið þroskað anda sinn og vaxið stórum að vizku og kunnáttu. Hann hefur dvalið í Austurlöndum og drukkið af þeirri svölu og tæru lind spek- innar, sem upprunalegust er og víðfeðmust í heimi hér. Hann hefur kannað Vedurnar og Tripit aka, — hinar stórfenglegustu „'Þrjár körfur“ Búdda — og hann hefur öðlast það víðsýni og frelsi hugans, sem skáldi er hin mesta nauðsyn. „Sfinxinn og hamingj- an“ ber þess merki, að mikið hef- ur gerzt, síðan fyrri bókin kom út. Þefta ljóðakver er lítið að ■ýöxtum, en mikið að gæðum og gefur hin fegurstu fyrirheit um .að hér sé að vaxa upp stórskáld. Bókin hefst á ljóðabálki, fimm- tán kvæðum, er nefnast „Októ- l)erljóð“, og eru þau eitt hið frum legasta og fegursta, sem ungt skáld hefur lagt til bókmennta ókkar. Kvæðin eru felld í list- rætn samhengi og fjalla um innstu rök tilverunnar, en þannig kveðin, að hver ljóðavinur getur nptið fegurðar þeirra, þótt eitt- hvað af hinum táknrænu töfrum og innsæi fari fram hjá honum. , Fyrsta kvæðið heitir „Morg- unn“ og byrjar þannig: » ,ÍAusturhimni á Eygló hár sitt greiddi, rósalíni rauðu brá hún rekkju sinni hvítri frá og nýjan dag í nakta arma seiddi" * Næst er „Dagur“: ,,Og jörðin vaknar, opnar augu k sín, um andlit hennar leikur daggarsindur, um gióbjart hárið blómasveig hún bindur, um brjóst og arma fellir himinlín". Þriðja kvæðið: „Kvöld“, er eitt fallegt erindi. Hið fjórða: „Nótt“, er um skáldið og innblástur þess, vel gert og viturlegt kvæði. — Fimmta ljóðið er um sköpun jarðar, heitir: „Jörð“. Hið sjötta: „Sær“, er rameflt og tindrandi j fagurt. „Himinn" heitir hið sjö-1 unda, dulúðugt, gott. Því næst j er „Líf“, sem minnir á kinverskt miðaldaljóð: „Líf? Vegurinn rauði. Vegurinn hvíti. Dauði? Dauði? Vegu.rinn hvíti. Vegurinn rauði. Líf?“ „Tvö blóm“, níunda kvæðið, er tær og ljúfur skáldskapur, en leynir á sér; austurlenzk vizka er það ofin, — sfem raunar i ^ kvæðabálkinn allan. Hið tíunda i er „Fljótið rauða“, eitt af þeim j sérstæðustu. Þá ér „Hcllin hvíta“ — kannske bezta kvæðið og eitt hið fegursta, en jafnframt tor- skildast þeim, er ekki hafa kynnst dulspeki Austurlanda. Hið sama gildir um tólfta kvæðið: „Hinn áþekkti guð“, að ýmsum mun finnast það flókið nokkuð. — „Stjarna spekinn?.r“ er aftur á móti auðskilið, og „Hrynur lauf. . . . .“, sem er gullfallegt: „Að fótum jarðar fellur nótt og grætur. — Fegurð þín af leiði sínu stígur, svipur hennar fornar leiðir flýgur, flögrar inn í rökkurheima nætur. Hrynur lauf í haustskóg minninganna, horfið sumar rauðum blöðum þekur, og yndi mitt, sem ekkert framar vekur, undir sínum mjúka feldi grefur. Stíga tregans ungu álfafætur á allt, sem hér í þessum skógi sefur. Að fótum jarðar fellur nótt og grætur“. Síðasta og mesta kvæðið heitir „Sfinxinn og hamingjan“. Þar er þessi fagra „hljómkviða" leidd til lykta á glæsilegan hátt. Og með henni hefur höfundurinn rutt sér rúm í fremstu röð ungra skálda, þeirra á meðal, sem mikils er vænst af. — Bjöllukliðurinn í fyrri bók hans er orðinn að klukknahljómi, og spá mín er sú, að hann mun heyrast víða, áður en lýkur. Fleiri kvæði eru í bókinni, sem yndi er að lesa. — „Gull að láni“ er eitt; „Friðarvonin“ annað; „Erfiljóð“, „Álfar“, „Gler“ „MyndrínT' — o. fl. — Eitt er víst: enginn sá, er ann góðu ljóði mun verða fyrir vonbrigðum af þessari bók. —o— Kristján frá Djúpalæk er fyrir löngu orðinn góðkunnnr fyrir kvæði sín. Hann er einn þeirra ungu ljóðskálda, sem mikils er vænst af og hefur þegar gefið mörg fyrirheit og góð. Nýja bókin hans, „Þreyja má þorrann", er stórt spor í þroskaátt. Hún ber því ljóst vitni, að Kristján hefur nú lært að vinna; þar er nálega hver hending fáguð af lofsverðri vandvirkni. En nú er honum mikil nauðsyn að auka víðsýni sitt, losna úr þeim hlekkjum, sem heimaalningurinn jafnan dregur. Hann þarf að hleypa heimdrag- arium, kynngst framandi fólki og menningu umheimsins. Það er ánægjulegt að lesa þessa bók og sjá framfarir í hverri biaðsíðu. „IIuggun“ er fyrsta kvæðið, sem vekur athygli lesandans: „Seigar eru sinar í svírum íslendinga, kergja þrælsins tvinnuð við kappans hetjumóð. — Svo eru þessar sögur. Og svo eru þessi Ijóð. storfi sjómamianiia Þjóðin fangbrögð þreytti við þjáning, smán og helsi. Bölið tendrar logann á brjóstsins heitu glóð. Sviðin verður saga. Sorgin verður ljóð.“ „Þjóðsögíi um konu“ er stórt kvæði, dulúðugt og vel gert. „Fugl og fönn“ og „Hófsóley“ eru fáguð og snotur. Þá er „Ljóðið“, en þar fordæmir höf. af snilli þá stefnu, er hann hefur löngum fylgt í stjórnmálum: „Er furða þó kenni kvíðablæs í kalli nútíma vökumanns, og hiks í aðvörun hrópandans, er hriktir í gömlum viðum? Kristján frá Djúpalæk, höfundur „Þreyja n-.á þorrann" Og lýgin sér óttann leiðir við hönd og lýkur upp öllum hliðum. Trú vor er dauð á traust og hald hjá tækninnar guðum, þá vantar sál. Því skyldi nú hugað í Hávamál og hrist af biblíum rykið. Sé hjartað ei með, þegar hugur nær hæst, verður fall hans mikið. Hver stytti þér vöku stórhríðar- kvelds, hver stuðlabatt fornmálið þér á vör, hver sneri ættstofnsins feigðarför í framsókn? Hinn skygni andi. Án skapandi listar hver hátimbr- uð höll er hrungjörn og byggð á sandi.“ Kristján hefur áður gert snilld- arleg smáljóð, þar sem miklu er-i indi er þjappað saman i eitt lítið erindi eða tvö. Einnig í þessari bók eru nokkur slík, og gerð af meiri list en fyrr. Góð dæmi eru „Tveir vegir“. „Mynd“ og einkum „Dyr“: „Ógæfa mín er ekki hin sama og áður fyr: Lofsar einmanans löngun við gleðiipnar luktu dyr. Nú er hún önnur og átakanlegri en áður fyr: Löngun til einveru utan við gleð- innar opnu dyr.“ „Ekkert meir“ sýnir vel sér- kenni höf., og er vel gert, þótt síðasta erindið sé nokkuð kold- hamrað. „Vér erum hinir seku“ er ágætlega kveðið, en „heim- speki“ höf. nær þar r.aumast til- gangi sínum og myndi æxlast af því að bonum er ekki sjálfum fyllilega ljóst hvað hann vill. Kristján frá Djúpalæk reymr nefnilega að þ/jóna tveimur herr- um, sem samrýrnast álíka vel og Jehóva og djöfsi i kenningum kristninnar. Þetta gerir honuin bersýnilega allerfitt fyrir að von- um. „Vitrun“ er gott kvæði, þó ó- Frnmh. á bls. 15. nýtingu aflans í landi. Ályktanir Fiskifél HÉR fara á eftir ályktanir þær, sem gerðar voru á aðalfundi Fiskifélagsdeildar Reykjavíkur, fyrir nokkru: SÍLDARLEIT ÆGIS MEÐ ASDIC-TÆKJUM Fundurinn fagnar þyí, að ríkis- stjórnin hefur látið búa varð- skipið Ægi asdic-tækjum til síld- arleitar. Telur fundurinn mjög þýðing- armikið, að haldið sé uppi síldar- leit á skipinu með þessuih tækj- um og það einnig útbúið veiðar- færum og öðrum tækjum til þess að ganga úr skugga Um, hvers- konar torfur og fiskigöngur það séu sem vart kann að verða við á asdic-tækin. Ennfremur telur fundurinn æskilegt að haldið sé áfram til- raunum til síldveiða með flot- vörpu og botnvörpu á öðru skipi. MÆLT MEÐ FRUMVARPI UM SÍLDARLEIT Aðalfundur Fiskifélagsdeildar Reykjavíkur skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp Einars Ingi mundarsonr um síldarleit með flugvélum fyrir Norður- og Norðausturlandi yfir sumarmán- uðina. Telur fundurinn að síldar- leit með flugvélum hafi á undan- förnum árum orðið að svo miklu gagni fyrir síldveiðiflotann að ekki megi dragast lengur að koma fastri skipan á leitina svo sem gert verður, ef frumvarpið nær fram að ganga. DÝPKUN RAUFARHAFNAR Fundurinn telur mikla nauð- syn á því að hafizt verði handa um frekari dýpkun hafnarinnar á Raufarhafnar. Mörg undanfarin sumur hefur Raufarhöfn verið aðalbækistöð síldveiðiflotans sök um legu sinnar og þess að þar er öruggust höfn á svæðinu allt frá Eyjafirði til Seyðisfjarðar. Það hve höfnin er grunn hefur oft valdið miklum örðugleikum, en úr þessu má auðveldlega bæta með dýpkun hafnarinnar, sem enn er skammt á veg komin. Telur fundurinn eðlilegt að Al- þingi veiti til dýpkunarinnar ríf- legt fj árframlag þar sem Rauf- arhöfn er í senn önnur helzta bækistöð síldveiðiflotans og helzta útflutningshöfn síldar- afurða mörg undanfarin ár. / SKATTAMÁL SJÁVARÚTVEGSINS í sambandi við endurskoðun þá, sem nú fer fram á lögum um tekju- og eignaskatt telur fund- urinn að taka eigi upp í lögin hliðstæð ákvæði við ákvæði laga nr. 59/1946 um sérstakar fyrn- Lig —afskriftir, þannig að í stað venj ulegra fyrningarafskrifta 'rnegi afskrifa eftirtaldar eigmr um samtals 60% kostnaðarverðs, þegar hagnaður er fyrir hendi til þess að mæta afskriftunum, þó mega þær aldrei nema meiru en 20% árlega og ná ekki til eigna, sem afskrifaðar hafa verið um meira en 60% eða teknar hafa verið í notkun fyrir 1. janú- ar 3946 að telja. Fiskiskip og önnur veiðiskip. Flutningaskip. Síldarverksmiðjur. Dráttarbrautir. Vinnslustöðvar fyrir sjávar- afurðir, þar með taldar sildar- verkunarstöðvar, fiskgeymsluhús .og verbúðir. Vinnslustöðvar fyrir landbún- aðarafurðir. Ennfremur telur fundurinn nauðsyn á ríflegum árlegum af- skriftum þessara sömu eigna, svo og á hverskonar tækjum, sem notuð eru við fiskveiðar og hag- igsdeildar Rvíkua: EINSTAKLINGUM OG FÉLÖGUM GERT KLEIFT AÐ LEGGJA FJÁRMAGN í ÚTGERB Fundurinn telur að heimila eigi útgerðarfyrirtækjum, hvers- konar fiskvinnslustöðvum, sild- arverksmiðjum og fiskimjöls- verksmiðjum, að draga vara- sjóðstillag frá hreinum tekjum við álagningu skatta og útsvara, er nemi helming teknanna, áður en skattar og útsvör sem greidd hafa verið á árinu, hafa verið dregin frá tekjunum. Telur fundurinn sjálfsagt, að af hálfu löggjafarvaldsins séu gerð- ar ráðstafanir til þess að ýta undir einstaklinga og félög að leggja fjármuni og vinnu að mörkum í þágu sjávarútvegsins meðal annars með þeirri tak-" mörkun á álagningu skatta og útsvars sem hér er mælt með, það því fremur sem reynslan hefur orðið sú hér á landi, að þegar einstakir útgerðarmenn og útgerðarfélög hafa orðið að leggja árar í bát, vegna fjár- skorts eða ekki haft bolmagn til framkvæmda, þá hafa bæjarfé- lögin stundum neyðst til þess að taka við rekstrinum og hann þá orðið algerlega skattfrjáls til ríkis og bæja. Telur fundurinn að tregða sú, sem rnörg undanfarin ár hefur verið á því, að einstaklingar vildu leggja fjármuni sína í út- gerð eða í önnur fyrirtæki, sem tengd eru við útflutningsfram- leiðsluna, eigi að miklu leyti rót sína að rekja til þess, að þá sjald- an sem um hagnað kann að vera að ræða, þá er hann oftast hirt- ur af ríki og bæjarfélögum í skatta og útsvör. Meðan svo er ástatt að oftast er um taprekstur að ræða hjá útvegnum og þá sjaldan að rofar til að hagnaðurinn er tekinn í skatta og útsvör getur þessi at- vinnuvegur ekki tekið þeim fram förum sem nauðsynlegar eru fyr- ir lífsafkomu þjóðarinnar. ★ Ákvæði skattalaga um að flytja megi tap, sem verður á atvinnurekstri félaga eða ein- staklinga milli ára um tvenn ára mót og draga frá skattskyldum tekjum, breytist á þann veg, að frádráttarheimildin gildi þar til tapið er afskrifað að fullu af' rekstrarhagnaði viðkomandi fé- lags eða einstaklings. SKATTFPvÍÐINDI SJÓMANNA Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir framkominni tillögu frá Landssambandi ísl. útvegsmanna um að Va hluti af tekjum skip- verja á fiskiskipum skuli dregin frá tekjunum við álagningu tekjuskatts og útsvars og telur að þessi skattfríðindi myndu hafa veruleg áhrif í þá átt að tryggja nauðsynlegan mannafla á fiski- skipaflotanum. KVIKMYND AF STÖRFUM SJÓMANNA Fundurinn beinir þeim ein- dregnuÁilmælum til næsta Fiski- þings, að það beiti sér fyrir því, að sem allra fyrst verði. hafizt handa um að kvikmyndaðir verði þættir úr lífsstarfi íslenzkra sjó- manna og þá sérstaklega fiski- manna, svo að alþjóð geti með eigin augum séð baráttu þá sem þeir heyja á hafinu oft við hörð veðurskilyrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.