Morgunblaðið - 17.12.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1953, Blaðsíða 16
16 M O Ii G U N B L ÁÐ I Ð Fimmtudagur 17. des. 1953 ] Slysavarnadeiidin Björg25ára SANDUR, 7. des.:— Slysavarna- deildin Björg á Hellissandi, varð 25 ára 3. desember s.l. og minnt- ist þessa merka afmælis s.l. laug- ardag með kaffisamsæti, er 120 tnanns tók þátt í. Formaður deildarinnar, Bene- dikt Benediktsson, flutti aðal- yæðuna. Rakti hann undirbúning- »nn að stofnun Slysavarnafélags Islands og minntist helztu þátt- anna í starfi þess. Þakkaði hann ábúum á Sandi fyrir stuðning þeirra við starfsenji félagsins og deildina og færði Slysavarnafé- laginu þakkir fyrir þá aðstoð, ■ sem það hefur veitt bátum héðan. Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi SVFÍ, var viðstaddur og færði hann deildinni kveðjur og árnað- aróskir Slysavarnafélagsins og flutti síðan fróðlegt erindi um starfsemi félagsins. Jóhanna Vigfúsdóttir, formað- ur Kvenfélags Hellissands, flutti kveðjur félagsins og færði slysa- varnadeildinni • 1000 krónur að gjöf frá kvenfélagskonum. Skúli Alexandersson formaður ung- mennafélagsins Reynis flutti kveðjur félags síns og tilkynnti að félagið myndi gefa slysavarna- deildinni bikar, sem keppa skyldi ura í sundi á sjómannadaginn. Hjörtur Jónsson hreppstjóri, tal- aði um slysavarnamálin og flutti kveðjur frá hollenzkum sjómanni scm deildin hafði bjargað frá drukknun. Stjórn slysavarnadeildarinnar Bjargsr, en hún er skipuð Bened. Bencdiktssyni, Magnúsi Arngríms syni og Maríusi Guðmundssyni, hefur beðið Mbl. að færa öllum þeim mörgu, sem sýnt hafa deild- inni velvild og vinarhug, kærar þakkir. Veitingar voru bornar fram af kvenfélagskonum. — í sambandi við afmælið var sýnd kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg. —S. V.' - Karfákór tssfjarðar son s.l, laugardag ÍSAFIRÐI, 6. des. — Karlakór ísafjarðar efndi til tónleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði í gær- kveldi. Á söngskránni voru 14 lög eftir innlenda og erlenda höfunda og voru það flest lög, sem kórinn hefur ekki sungið áður. í kórnum eru nú 34 söngfélag- og hefur kórinn undanfarið jiotið leiðsagnar frk. Ingibjarg- ar Steingrímsdóttur, söngkenn- ara Sambands ísl. karlakóra, en söngstjóri kórsins er Ragnar H. Ragnar, skólastjóri. Einsöngvarar með kórnum í gær voru Gísli Kristjánsson og Sigurður Jónsson, en undirleik annaðist frk. Elísabet Kristjáns- dóttir. Söngnum var ágætlega vel tek- ið og varð kórinn að endurtaka rnörg lögin og að lokum varð hann að syngja aukalög, eftir að áheyrendur höfðu hyllt kór- inn ákaft. Formaður Karlakórs ísafjarðar er nú Gísli Kristjánsson for- stjóri. — J. Skæruliðar hrakfir úr greni BINGAPORE, 14. des. — Komm- úniskir skæruliðar voru í dag svældir út úr greni sínu í Johore ríki á vesturströnd Malakka- skaga. Það var flugmaður í lítilli könnunarflugu, sem varð þeirra var. Hann fór til bækistöðvar sinnar og sótti handsprengjur og litlar eldsprengjur. Kastaði hann sprengjunum yfir greni skæru- liðanna með þeim afleiðingum að það gereyðilagðist. —Reuter. Þyrilflugurnar eru sérkennilega flugtæki, sem geta lení og hafið sig til flugs lóðrétt. því hentugar til farþegaflutninga í stórborgum. Þær eru S.0. S. gengst fyrir verOi ÁRSÞING Sambands bindindis- félaga í skólum samþykkti tillögu þess efnis, að sambandið tæki í sínar hendur frumkvæðið að byggingu hælis fyrir ofdrykkju- sjúklinga. Mun sambandið m. a. skipuleggja alisherjarfjársöfnun í því skyni. Samþykkt þings S. B. S. er svohjóðandi: „Þar sem ríkisvaldið hefur ár eftir ár brugðist þeirri skyldu sinni að reisa hæli fyrir of- drykkjusjúklinga, þrátt fyrir brýna og auðsæja nauðsyn, og þar sem bæði einstaklingar og ýmis félagssamtök munu vera reiðubúin til þess að hefjast handa í þessu nauðsynjamáli, svo að það eitt virðist vanta, að ein- hver verði til að hefja merkið og taka að sér íorystuna, — þá sam þykkir 22. þing Sambands hir.d- indisfélaga í skólum að taka að sér forystuna urn sinn um bygg- ing heilsuhælis fyrir áfengissjúkl inga, m. a. með því að skipu- leggja og sjá um aimenna fjár- söfnun í landinu í þessu skyni. Jafnframt ákveður sambandið að leggja fram fé til þess fyrirtækis eftir því sem geta þess leyfir. Sambandið skorar á alla ein- staklinga og félagssamtök í land inu að ljá máli þessu lið og starfa að því í samráði við sambandið. Sambandið hyggst gangast fyr- ir róðstefnu á næsta ári, þar sem óskað væri eftir að íulltrúar frá sem flestum félögum kæmu áam- an, þeirra sem áhuga hefðu fyrir málinu, og yrði á þessari ráð- stefnu nánar ákveðið, hvernig þessu mannúðar- og nauðsynja- máli verði bezt hrundið áleiðis. Sambandsþingið samþykkir að kjósa 11 manna ráð til þess að hefja undirbúning málsins og skipuleggja frekari framkvæmd- ir.“ í sambandi við tillöguna vill S.B.S. taka fram eftirfarandi- i Undanfarið hafa samtök bind- indismanna, sér i lagi Góðtempl- arareglan, sætt harðri gagnrýni og ásökunum fyrir afskiptaleysi, af högum oídrykkjumanna. Á bak við slíkar ásakanir hlýt- ur að liggja sú skoðun, að bind- indismenn séu öðrum fremur ábyrgir fyrir því böli og niður- lægingu, er áfengisneyzla leiðir yfir suma þegna þjóðfélagsips. Hefur sú skoðun að visu e’.*i verið studd neinum réttum rök- um, enda virðist öllu meiri san s- girni að dæma hér höfuðábyrjS í. bá aðila, sem fá því ráð:ð —- í fullri óþökk bindi«edissamtak- anna — að vínsala *" leyfð í íand inu. Samt sem áður hafa eir.mitt bindindismenn átt frumkvæði og rnsginþátt í nær öllu því, sem gert heíur verið hér á lahdi of- drykkjumönnum til viðreisnar. Kafa bindindismenn talið og telja, að mál þessi séu af mann- úðarástæðum engum óviðkom- andi. Einmitt af þeim ástæðum hyggst nú Samband bindindis- féiaga í skólum ganga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir stofnun hælic fyrir drykkjusjúklinga. Vill S. B. S. gefa öllum lands- mönnum kost á að sýna í verki hug sinn til þessa . máls —- svo sem fram kemur í dfanritari sam þykkt Sambandsþings. Hir.s vegar er S. B. S. ljóst, að slíkt hæli, þótt rekið væri rneð góSum árangri, drægi ekki nema að litlu leyti úr því ógnarböli, sem áfengisneyzlu fylgir og birt- ist í mörgum myndum fleirum en drýkkjusýki. Þcss vegna mun S. B. S. hér eftir sem hingað til leggja megin- áherzlu á aðaistefnumál sitt: að vinna æskufólk til fylgis við bindindishugsjónina, þá hugsjón, er felur í sér hina einu algildu lausn áfengismáisins. LONDON, 14. des. — Stjórnar- frumvarp hefur verið lagt fram varðandi kanínueyðingu. í frum- varpinu er kveðið svo á að á vissum svæðum Bretlands verði allir íbúar að gera allar ráðstaf- anir til að hreinsa og eyða kanín- um, eyðileggja bólstaði þeirra og kanínurækt er bönnnuð. Ætlast er til að landbúnaðarráðuneytið geri ráðstafanir til að útvega mönnum kanínuheldar girðingar og gildrur. —Reuter. Brjóitiíkan af Snorra Stgfússyni í Bama- skóla Akureyrar AKUREYRI, 3. des.: — Bæjar- stjórn Akureyrar hefur látið gera brjóstlíkan af Snorra Sigfússyni, námsstjóra, er var skólastjóri Barnaskólans á Akureyri í sam- fleytt 17 ár, og var hér vinsæli og virtur skólafrömuður. |í dag var brjóstlíkanið af- hjúpað við hátíðlega athöfn í barnaskólanum. Viðstaddir voru forseti bæjarstjórnar, fræðslu- ráð bæjarins, kennarar skólans og ýmsir aðrir gestir. , Brynjólfur Sveinsson, mennta- skólakennari, formaður fræðslu- ráðs, sagði frá því, að Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, hefði verið fenginn til þess að gera lík- an af Snorra. Síðan ávarpaði hann heiðursgestínn og þakkaði honum starf hans í þágu skóla- mála bæjarins. | Síðan tók Þorsteinn M. Jóns- son, forseti bæjarstjórnar, til máls og afhenti barnaskólanum ! gjöfina fyrir hönd bæjarins. Þá I ávarpaði hann Snorra Sigfússon og fór mjög lofsamlegum orðum um hann sem skólamann og menningarfrömuð. Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri, tók því næst til máls. Þakkaði hann bæjarstjórn hina góðu gjöf. Ávarpaði síðan sinr» fyrra samstarfsmann og flutti honum þakkir frá kennaraliði skólans. Loks talaði Snorri Sigfússon og þakkaði þá virðingu, sem honum væri með þessu sýnd og minntist loks skólans og þess mikla hlut- verks, er hann hefur að gegna í menningarlífi bæjarins. Síðan var bljóstlíkanið afhjúpað. Að siðustu var setzt að kaffi- drykkju í boði barnaskólans og voru fluttar þar margar ræður. Snorri Sigfússon var skólastjórs Barnaskólans á Akureyri á ár- unum 1930—1947, en síðan hefur hann verið námsstjóri í N»rð- lendingafjórðungi. — Vignir. vopnahléi SAIGON, 14. des. — Útvarpsstöð Viet-minh uppreisnarmannanna í Indó-Kína útvarpaði í dag til- boði frá Ho Chi Minh uppreisn- arforingja um að koma á vopna- hléi í landinu. En sem kunnugt er birti sænska blaðið Expressen nýlega viðtal við Ho, þar sem j hann minntist fyrst á slíkt vopna- I hlé. Síðan hefur franska stjórnin j tilkynnt að hún vilji ræða við uppreisnarmennina, ef þeir bjóði , vopnahlé opinberlega og mun Ho I Chi Minh hafa veið að svara j frönsku stjórninni með tilkynn- I mgunni í dag. —Reuter. inga-id B-ergman vinnur einisfæðan [íeiksigipr Leikur hennar fyrir ofan alla gagnrýní. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB NAPOLI, 10. des. — Mesti leiklistarviðburður ársins er flutning- ur Ingrid Bergmann á Jeanne d’Arc eftir Claudel. Hefur það verið sýnt hér í Napoli við fádæma hrifningu og er talið stórkostlegur leiksigur fyrir Ingrid. FLUTT SEM LEIKRIT Kvæði Claudels um Jeanne d’Arc á bálinu og tónlist Honegg- ers er upphaflega hugsað sem Oratoríum. Að þessi sinni er það þó flutt á nýstárlegan hátt sem leikrit. Leikstjóri er Roberto Rosselini, maður Ingrid. EINSDÆMI í SÖGU LEIKLISTAR Leikur Ingridar töfraði áhorf- endur svo gersamlega, að þess eru engin dæmi í sögu leiklistar- innar. Var það einróma álit allra leikgagnrýnenda að leikur henn- ar væri fyrir ofan alla gagnrýni. FAGNAÐARLÆTIN í fremstu röð sátu Fectheler, yfirmaður flota Atlantshafs- bandalagsins á Miðjarðarhafi og Achille Laure borgarstjóri Na- poli. Við sýningarlok gættu þeir ekki virðuleika síns heldur þustu á fætur til að hylla leikkonuna, sem var kölluð 15 sinnum fram. Hópur gagnrýnenda sýndi sömu óviðráðanlega hrifningu. Elleffa þing !3n 11. ÞING Iðnnemasambands ís- lands var sett laugardaginn 12. des. kl. 3,30 í Eddu-húsinu við Lindargötu. Varaformaður sambandsins, ItreinVi Hauksson, setti þingið í veikindaforföllum formannsins, Þórkels G. Björgvinssonar. Að lokinni kosningu ritara, fundarstjóra og nefnda flutti Sigurður Guðgeirsson prentari erindi um stofnun sambandsins og störf þess fyrstu árin, en hann var einn af stofnendum sam- bandsins. Ákveðið var að halda fram- haldsþing - og verður það haldið fyrstu helgina í febrúar. Skýrsla og reikningar ritnefndl ar Iðnnemans voru til umræðu og sýndu uhiræðurnar að mikill áhugi er fyrir Iðnnemanum. Voru menai hvattir til að senda honum efni til birtingar. Að lokúm var gegnið til kosn- inga í sambandsstjórn. Uppstillinganefnd skilaði álitú og voru þessir menn kosnir: Þór- ólfur Daníelsson, prentnemi, for- maður. Hreinn Hauksson, járn- smiðanemí, varaform. Ólafur Eiríksson,1 Egill Óskarsson og Haukur Jónsson. — Til vara: Guðmundúr Þórðarson, Sigurður Kristjánsson, Klemenz Guð- mundsson og Sæmundur Ingólfs- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.