Morgunblaðið - 17.12.1953, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1953, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. des. 1953 MORGUNBLAtílÐ 3 Stefna Sjálfstæðismanna að hver fjölskylda Herra forseti! ÞEGAR gengið var til kosninga a s. 1. sumri, 'snerist hugur mann'a mjög um skattamál, viðskiptamál, raforkumál, húsnæðiskortinn. At- vinnumálin voru ekki eins ofai- lega á baugi, því að atvinna var víða óvenju mikil. Þessi mái, auk landvarnarmál- anna, mótuðu mjög kosningarnar. Þegar samningar voru hafnir eft- ir Alþingiskosningarnar um mynd- un nýrrar ríkistjómar, hlutu þessi mál að verða ofarlega á baugi. ÍSLENDINGAR FAGNA AUKNU VIÐSKIPTAFRELSI íslenzka þjóðin hafði um 20 ára skeið þjáðst undir oki verzlunar- hafta, með margvíslegum afleið- ingum þeirra: vöruskorti, ósæmi- legu braski, svörtum markaði, bið- röðum o. s. frv. Á síðasta kjör- tímabili rofaði til í þesum efnum. Með atbeina efnahagssamvinnu vestrænna þjóða var unnt að fram- fylgja í verulegum mæli þeirri stefnu, sem Sjálfstæðisflokkuiinn hefú i' jafnan borið hæst við hún: að gefa verzlunina frjálsa. Þegar núverandi stjórnarflokkar ákváðu í september að endurnýja stjórn- arsamvinnu, var því samið um að tryggja sem mest frjólsræði í við- skipta- og atvinnulífi þjóðarinnar og auka þann hlut verzlunarinn- ar, sem nú er frjáls, eða um % af innflutningnum. Þorri Islendinga fagnar auknu frelsi í viðskipta- og atvinnumálum. Síðan í sumar hafa hin miklu orkuver við Sog og Laxá tekið til starfa. Framhald stórra og smárra virkjana er ráðið og stjórnarflokk- arnir hafa samið um framgang þeirra. SKAXTAR VERÐA LÆKKAÐIR Ennfremur var samið um enú- urskoðun skattalaga til lækkunar, til þess að létta byrðar á almenn- eigi kost á að búa í eigin íbúð Þegar byggingarfrelsið er fengið verð- ur að sigfast á EánsfjáE'skortinum Utvarpsræða Gunnars Ttioroddsen borgarstjóra ingi og hleypa nýju f jöri í atvinnu- lífið. Verður þegar á þessu þingi stigið stórt spor til skattalækkun- ar. Þá var og ákveðið í málefna- samningnum, að tryggt verði auk- ið fjármagn til íbúðabygginga í kaupstöðum, kauptúnum og þorp- um, lögð áherzla á að greiða fynr byggingu íbúðarhúsa, sem nú eiu í smíðum, og lagður grundvöllur að því að leysa þetta vandamál til frambúðar, EIN BRÝNASTA ÞÖRF HVERS MANNS ER HÚSASKJÓL Það er ein frumstæðasta og brýnasta þörf hvers manns að eiga sér húsaskjól, heimili, þar sem hann getur unað glaður við sitt, heimili, þar sem hann þarf ekki að bera kvíðboga fyrir því, að heilsa konu og barna sé í hættu vegna lélegra, heilsuspillandi húsa kynna. Þess vegna er það eitt af markverðustu verkefnum stjórnar- valdanna á hverjum tíma að finna þær leiðir, sem beztar eru til þes, að íbúðir verði nógu margar og nógu góðar handa fólkinu. Það þarf að finna leiðir til að sameina framtak og sjálfsbjargarviðleitni einstaklinganna, samtök þeirra og samtakamátt og fyrirgreiðslu af hendi stjórnvaldanna, ríkis, bæjar- og sveitarfélaga. Ræða Ólafs Thors Framh. af bis 2. Við kunnum sæmileg skil á þörí- um og óskum landsmanna, og vid höfum einlæga löngun til og brennandi áhuga á því, að störf okkar megi leiða til sem mestrar blessunar fyrir sem allra flesta landsmenn. Fyrir því höfum við ákveðið að leggja til atlögu gegn ofurveldi myrkurs og kulda íslenzks skamm degis og vetrarríkis með því að færa ljós og yl inn á sem allra flest heimili Iandsins. Af sömu hvötum viljum við ráðast gegn húsnæðisskortinum, sem lengi hefir verið höfuðþraut óhæfi- legra marga, og vonum að tak- ast megi að greiða götu þessa fólks úr hreysum í sæmilegar vistarverur. Og fyrir því hefjum við nú allsherjar sókn gegn ófrelsinu. Okkur Sjálfstæðismönnum hef- ir lengi skilizt, að séu framtak og athafna þrá þjóðarinnar lögð í hlekki, mun fslendingum aldrei til langframa auðnast að draga alla þá björg í búið, sem með þarf til þess að svo fámenn þjóð fái lifað sem frjás menningar- þjóð í jafn stóru landi, einfald- lega vegna þess, að þótt land Og sjór séu gæðarík eru gæðin tor- sótt, og þeim einum föl, sem gæddir eru miklum manndómi og sem njóta athafnafrelsis. Þetta er dómur sögu okkar á öllum öldum. Af þessari löngu og ströngu reynslu er sprottin athafna- Og frelsisþrá íslendinga, en sú eðl- ishneigð er einmitt hið volduga afl, sem æfinlega tengir okkur Sjálfstæðismenn órjúfanlegum böndum, þrátt fyrir ólíka hags- muni og oft mismunandi sjónar- mið í ýmsum efnum. BRJÓTUM IILEKKINA AF ÞJÓÐINNI Við erum nú að brjóta hlekk- ina af þjóðinni. Við vitum, að aukið frelsi mun fara sem heit- ur straumur um allt athafnalífið, vekja af dvala og leysa úr læð- ingi sterk öfl til nýrra athafna og dáða, einstaklingum og þjóðar- heildinni til farsældar og bless- unar. Engan, sem þekkir skoðun, trú og vissu okkar Sjálfstæðismanna mun undra, þótt við, eftir svo langa áþján, fögnum frelsinu einlæglega og ákaft. Okkur Sjálfstæðismönnum er Ijóst, hversu margt þeim flokk- um ber á milli, sem að ríkisstjórn- inni standa. Okkur og Framsókn- armenn greinir á um trúna athafnafrelsið og mátt einstak- lingsframtaksins. Við vitum, að þessi skoðanamunur skapar ýms vandkvæði, sem vel geta fært hættu yfir samstarfið. En þó hygg ég, að báðir stjórnarflokkarnir hafi til þess vilja, að bera fram til sigurs þau hin miklu áhuga- og hagsmunamál þjóðarinnar, sem ég hefi hér gert stuttlega grein fyrir, ekki sízt raforku- og hús- næðismálin. Ég held því, og þá einnig vegna þess öngþveitis í þjóðlífinu, sem leiða myndi af samstarfsrofi þessara stærstu flokka þjóðarinnar, að hin stóru og mikilfenglegu verkefni, sem í bili sameina okkur, reynist sterkari þeim grundvallar ágrein- ingi og dægurþrasinu, sem skilur okkur, a. m. k. nægilega lengi til þess, að við þurfum ekki að von- svíkja þá mörgu, sem til okkar bera traust og sem í samstarfi okkar, eygja vonina um úrlausn örðugleika sinna. Með þessu held ég, að ég geti glatt hina mörgu stuðningsmenn stjórnarinnar, og þá af andstæð- ingunum, sem meira meta þjóð- arheill, en eigin metorð. Gunnar Thoraddsen ÚRELTAR STEFHUR Sumir halda fram þeirri skoð- un, að hið opinbera eigi að byggja öll hús, eiga íbúðirnar og leigja þær út. Þesi stefna, sem kommún- istar eru málsvarar fyrir, er var- hugaverð fyrir hvert þjóðfélag. En sú stefna samsvarar heldur ekki kröfum tímans, að hið opin- bera megi hvergi koma nærri með aðstoð, einstaklingarnir verði sjálfir hver og einn að sjá sér fyr- ir húsnæði og byggja yfir sig, án nokkurrar fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. Báðar þessar leiðir eru úreltar. Hér verður að fara hinn gulina meðalveg. Framtak, ábyrgðartil- finningu, sjáifsbjargarviðleitni einstaklinganna verður að nýta til hins ýtrasta, en hið opinbera þarf að rétta þeim hjálparhönd marga lund. Hið opinbera verður að forðaet að leggja stein i götu manna með hömlum á byggingai-- frelsi, of miklum takmörkunum é innflutningi byggingarvara eða ó hóflegri skattaálagningu. Þvert á ,móti. Það þarf að greiða fyrir þeim t. d. með hagkvæmum lánum. að loma íbúðum upp yfir sjálfa sig og fjölskyldu sína skyldi skattfrjáls. Þessi lagabreyting um skattfrelsi aukavinnu náði fram að ganga og varð grundvöllur allr-i ar þessarar byggingarstarfsemi. Nú hefur enn náðst merkur á- linga, er bygging Bústaðahúsanna fangi í húsnæðismálunum. Með í Reykjavík. Bæjarstjórn Reykja- þeim lögum, sem afgreidd verða á víkur ákvað að byggja rúmlega þingi næstu daga, um afnám fjár- 200 íbúðir þannig, að 4 íbúðir eru hagsráðs, er bygging íbúða, allt að í hverju húsi, en þau eru 2 hæðir. 520 rúmm. að stærð, alveg frjáls, Bærinn steypti upp þesar bygg- hvort sem það eru einnar hæðar ingar, lagði í þær hitalagnir og hús eða f jölbýlishús og hvaða aðiii, húðaði þær að utan. Þetta er um sem stendur að þeirri- byggingu. helmingur byggingarkostnaðar. Með þessu eru opnaðir nýir mögm Siðan voru íbúðirnar seldar þeim, leikar, sem ég vænti að muni sem mest þurftu á að halda, fyrst skapa nýjar byggingaframkvæmd- og fremst barnafjölskyldum, og ir. tók kaupandi að sér að fullgera ’ íbúðina. En það fé, sem bæjarfé- NÝJAR LEIÐIR lagið hafði í þetta lagt, er lánað TIL LÁNSÚTVEGUNAR kaupanda til langs tima og með, Því byggingafrelsi, sem nú hef- lágum vöxtum, eða til 50 ára með ur verið samþykkt, ber mjög að 3% vöxtum. | fagna. En einn mesti örðugleik- Þetta samstarf einstaklings- inn nú, eftir að þetta frelsi er framtaksins og bæjarfélagsins fengið, er lánsfjárskorturinn. Á hefur gefizt vel. Bæjarstjórn stríðsárunum og í styrjaldarlok Reykjavíkur hefði - að sjálfsögðu var hér nægilegt lánsfé til marg- óskað, að geta haldið áfram á víslegra framkvæmda, en síðan þessari braut, en því miður voru hefur skortur lánsfjár háð fram- lán ekki fáanleg til þess. En eng- [ kvæmdum og húsbyggingum. Þetta inn vafi er á því, að hér er fundið' mál er mjög erfitt úrlausnar. ALLIR EIGI KOST A AÐ EIGNAST ÍBÚÐ Stefna Sjálfstæðismanna er sú, að allir borgarar þessa þjóðfélags eigi kost á að eignast sínar eigin íbúðir. Verkefni hins opinbera á að vera, að stuðla að því á aila lund, að svo megi verða. Og hvers vegna? Vegna þess að íslending- um er í blóð borin sú lund frá landnámstíð, að þeir vilja vera stjálfseignarmenn. Bændurnir í sveitinni óska flestir að vera sjálfseignarbændur en ekki leigu- liðar. Hvöt manna til að leggja á sig erfiði og aukavinnu, sjálfra sín og sinna nánustu, verður aó örva, en ekki draga úr henni Reynslan er sú, að fýrir þjóðfé- lagið sé betra, að menn eigi sjálfir íbúðir. Þegar hið opinbera á íbúð- ir og leigir þær út, verðttr viðhalds- kostnaður oft svo mikill, að leiga hrekkur ekki fyrir viðgerðarkostn- aði, hvað þá vaxtagreiðslum, af- borgunum o. s. frv. Sem dæmi um þetta sjónarmið vil ég nefna, að bæjarstjórn Osló- borgar ákvað fyrir nokkru selja leiguíbúðir, sem bærinn átti, og skiptu þær þúsundum. Þær voru seldar leigjendum með væg um kjörum, og vakti þetta bæði á- nægju kaupendanna og hafði í för með sér verulegan sparnað fyrir bæjarfélagið, er það losnaði við viðhaldsskylduna. SAMSTARF HINS OPINBERA OG EINSTAKLINGA Leið, sem er táknræn fyrir sam- starf hins opinbera og einstak- fyrirkomulag, sem æskilegt er að halda áfram I stórum stíl og það sem allra fyrst. BARÁTTA FYRIR BYGGINGAFRELSI Síðan 1947 hefur orðið mikill samdráttur í byggingastarfsemi Islendinga. Það stafar af gjald- eyris- og lánsf járskorti. Á því ári voru sett lög um fjárhagsráð og áskilið samþykki þess til að koma sér upp íbúð. Það leið ekki á löngu, áður en raddir komu upp um, að fráleitt væri að hafa jafn- strangar hömlur á íbúðabygging- um. Sjálfstæðismenn á þingi og í bæjarstjórn Reykjavíkur hófu fljótlega baráttu fyrir því, að byggingar smáíbúða yrðu leyfðar, íbúða, sem menn byggðu sjálfir að verulegu leyti með eigin vinnu sín og sinna. Þar sem erfitt var um lánsfé var augljóst, að þarna var bundin og ónotuð orka, sem þjóðfélaginu var fengur að leysa úr læðingi. Haustið 1951 hafðist þetta mál loks fram. Þá hófst mikil bygging aralda, og hafa einstaklingar og skyldulið þeirra skapað ótrúleg verðmæti, sem ella hefðu farið for- görðum, meðan bannið ríkti í al- gdeymingi. Mörg hundruð smá- ibúðir hafa skapazt fyrir þetta frelsi, sem gefið var fyrir 2 ár- um. Að vísu eru slíkar smáíbúða- byggingar dýrar fyrir hvert sveit- arfélag, vegna þess hve mikið þarf af leiðslum, götum o. s. frv., og að sjálfsögðu þarf nú að fara einnig inn á braut sambýlis- og fjölbýlis- húsa. En eins og sakir stóðu vegna lánsfjárskortsins var þetta eini möguleikinn til að fjölga íbúðurn að ráði. Hefði þessi leið ekki verið farin, hefðu mörg hundruð íbúðir, sem nú eru í smíðum eða teknar til afnota, ekki verð,i reistar. En til þe$s að bygging smáíbúða og það samstarf, sem ég nefndi um Bústaðahúsin, gæti orðið að möguleika, var frumskilyrði að breyta skattalögunum. íslenzk skattalög voru þannig úr garði gerð, að aukavinna manna við að hyggja eigin íbúð var metin til tekna á því ári og þessum áætluðu tekjum bætt ofan á aðrar tekjur mannsins. Margur efnalítill mað urinn, sem hafði í sveita síns and- litis komið upp yfir sig húsi, misti íbúðina vegna þessarar gífurlegu skattabyrðar. Allir geta skilið, hvílík raun það hefur verið mörg- um fjölskyldum, eftir allt það, sem menn höfðu á sig lagt, að verða þannig flæmdir frá íbúðum sínum fyrir skattpyndingu hms opinbera. Þess vegna fluttu Sjálf- stæðismenn á þingi 1949 frv. til laga um að aukavinna manna við Kommúnistar halda því fram, að þetta stafi af illvilja stjórnar- valdanna, það sé enginn annar vandi, en að setja seðlapressuna I gang, láta Landsbankann prenta seðla. Slíkar aðgerðir í stórum stíl eru vísasti vegurinn til að skapa hér stóraukna verðbólgu, atvinnu- leysi og örbirgð. Því að aukin seðlaútgáfa verður auðvitað að hafa grundvöll í auknum gjald- eyristekjum og útflutningsverð- mætum_ En vafalaust má auka lánsfjármöguleikana með ýmsum hætti. Hæstvirtur forsætisráðherra hef- ur í ræðu sinni hér áðan gert grein fyrir þeim leiðum, sem helzt hafa komið til álita til að útvega lánsfé í stórum stíl til íbúðabygg- inga. Hin breytta stefna í byggingar- málum, sem nú verður upp tekin, með auknu frelsi, mun greiða fyr- ir húsnæðislausa fólkinu, sem hef- ur þurft að berjast undanfarin ár, bæði gegn ríkisvaldinu, sem hefur bannað þeim að byggja, og gegn fátæktinni, þar sem lán var yfir- leitt hvergi að fá. Nú er snúið við blaði. Nú á það bæði að vera frjálst að byggja sér íbúð og auk þess er svo um samið, að ríkisvaldið skuli reyna eftir vilja byggja, þó að þeir hafi sjálf- föngum að greiða fyrir þeim, sem ir ekki fjárhagsgetu til þesz- NÝIR TEKJUSTOFNAR BÆJA- OG SVEITAFÉLAGA Meðal þeirra aðilja, sem ciga hlut að máli um húsnæðismálin, eru bæjar- og sveitarfélögin. — Til þess að þau geti lagt fram sinn skerf, þarf að tryggja þeim fleiri tekjustofna. — Undanfar- in ár hafa bæði fulltrúafundir sveitastjórnasambandsins og bæj- arstjórafundir lagt á það ríka á- herzlu að gagngera breyfingu verði að gera varðandi tekjustofna bæjar- og sveitarfélaganna; Það verði að afla þeim annarra og fleiri tekjustofna en útsvaranna einna. 1 sambandi við þá skattaendur- skoðun, sem nú stendur yfir, verð- ur að sjálfsögðu að taka þetta mál til meðferðar, enda var um það samið við myndun núverandi ríkis- stórnar. Einnig. verður að sjálf- sögðu af hálfu bæjar- og sveitar- félaganna að krefjast þess, að bót verði ráðin á þeim vanskilum, sem ríkissjóður er í við ýmis bæjarfé- lög, vegna ýmissa framkvæmda, svo sem skólabygginga. Bæjar- og sveitafélögin ráða ekki nema að nokkru leyti sjálf sínum útgjöldum, því víða er meira en helmingur allra útgjalda bæjar félagsins lögbundinn. Bæjar- og Framh. á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.