Morgunblaðið - 17.12.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. des. 1953 Minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins grundvöll að mikilvægri stefnubreytin Herra forseti! Góðir áheyrendur. VIÐ þá umræðu sem hér fer fram ' sem heitir eldhúsdagsumræða, er : eðlilegast að ræða um fjárlögi.n og fjárhagsástandið í landinu. ! Það heyrist um það sitt á hvað hvort fjármálaástandið og fjár- málastjórnin sé í góðu lagi eða ekki. Er því mikils um vert, að þjóðinni séu gefnar sannar lýs- ingar á því sviði frá fleiri en einni hlið. Okkar hag er nú komið svo þrátt fyrir allar fram- farir, að allir okkar atvinnuvegir eru í vanda staddir. Þeir þurfa meiri aðstoð með lánsfé og á annan hátt til þess að geta starf- að. Mega þó allir vita, að þeir og þeirra framleiðsla er undirstaða allra okkar fjármála. En að svo er komið sem er, stafar af óhofi í lifnaðarháttum, sköttum, toll- um, launum og um leið marg- víslegri eyðslu, sem er atvinnu- vegunum um megn. HÆKKUN ÚTGJALDA OG DÝRTÍÐAR Útgjöld ríkisins hækka frá ári til árs og svipað gerist víða ann- i ars staðar. Rekstrargjöld þessara fjárlaga eru áætluð 403 milljónir króna og gjöld á sjóðsyfirliti 443 milljónir, en það eru samanlögð gjöld. Þau urðu samkvæmt reikn- ingi síðasta árs, 1952, 550 mill- jónir króna. Enda hætt við að gjöld ársins 1954 verði all veru- lega hærri þegar sjást fjárauka- lög fyrir það ár. Fjáraukalögin sem nú liggja fyrir eru upp í 114 milljónir króna. Þau eru frá 1951. Til samanburðar vil ég nefna gjöldin á árinu 1946. Þá urðu rekstrargjöld 170 milljónir og öll gjöldin 228 milljóhir. Gjöldin hafa því meira en tvöfaldazt. Byggingarkostnaður hefur frá 1946 rúmlega tvöfaldazt eftir skýrslum Hagstofunnar. Ég nefni árið 1946 af því að fyrir það ár skilaði hinn vitri maður Pétur Magnússon síðasta reikningi um leið og hann lét af fjármálastjórn. — Hann var allra manna mest ásakaður um eyðslu og hvað mest af sumum þeim er mestu hafa ráðið um fjárstjórnina síðan. Það er því nauðsynlegt að fólkið fái rétta mynd af breytingunni. Það er umhugsunarefni fyrir allan lands lýð. En hvernig stendur svo á allri þessari hækkun? í því efni þýðir lítið að kasta hnútum milli manna og flokka. Staðreyndirnar tala sínu méli. Allt hefur skrúfað hvað annað upp. Vöruverð, flutn- ingar innanlands og utan, opin- ber gjöld, laun og kaupgjald. —■ Gengi okkar krónu hefur orðið að fella og það neyðarúrræði verkaði til hækkunar ekki lítið. Allt hefur þetta stefnt í sömu átt. Sumt af því hefur verið okk- ur sjálfrátt. Annað ekki. En höf- uð orsökin er vísitöluskrúfan og verðuppbótareglan. Á því eiga allir flokkar og allar stéttir ein- hverja sök, en embættis- og fast- launastéttin mesta. Ég hygg að nú séu allir gætnari og skynsarn- ari menn í öllum stéttum farnir að sjá, að þessi leið var ógæfu- leið. En við þeir fáu, sem á móti höfum hamlað, höfUm engu feng- ið að ráða í þessu efni. Þjóðin hefur runnið á svellglærunni og rennur enn hvernig sem land- takan verður. Ég verð að segja það hér, að þeir sem telja fjármálastjórnina góða og fjárhagsástandið í land- inu á góðri leið, þeir eru mjög nægjusamir menn. Þetta er af því hve eyðslan er mikil á öll- um sviðum og óvissan um fram- tíðina. IIAGUR RÍKISSJÓÐS GÓÐUR, EN AF HVERJU? En fólkinu líður vel og hagur rikissjóðs er góður, segja menn. Þetta er satt og er hvorutveggja mikils virði. Sú undantekning er I skjóll hennar feefisr sfórfelBduin umhófnm verið hrnnáið i framkvæmd ÚfvarpsræSa Jéns Pá!mascnar þm. A.-Húnyafninga þó frá þessu, að þar sem veiði- brestur hefur þjakað sjávar- byggðir, þar er ástandið með at- vinnu ekki álitlegt. En hagur ríkissjóðsins er géð- ur og það skiptir miklu, en staf- ar af nokkuð óvenjulegum or- sökum. En þakkaverður eigi að síður. Árið 1950 voru tekin upp ný úrræði fyrir atbeina minnihluta- stjórnar Sjálfstæðisfnanna með viðurkenningu á falli krónunnar og fleiri ráðstöfunum. Þess vegna hefur útflutningsframleiðslan verið möguleg síðan. Árið eftir 1951 voru innflutningshöftin leyst upp að miklu leyti. Það var eins og að taka stíflu úr á. Innflutn- ingui’inn á því ári óx um 314 milljónir króna frá því árið áður. Þetta hvorttveggja mokaði ó- hemju tekjum í ríkissjóð og síð- an hefur haldið áfram með öll- um tollum og sölusköttum af efni til áburðarverksmiðjunnar og Sogs- og Laxárvirkjunar. Þessa vegna hafa tekjur ríkissjóðs ver- ið geysi miklar þessi ár. í þessu felst bætt fjármálastjórn síðuscu ára. Þess vegna hefur verið hægt að leggja mikið fé til margvís- legra framfaramála, sem ella hefði ekki verið mögulegt. Þetta ber að þakka fyrrverandi ríkis- stjórn, og ekki sízt hæstvirtum fjármálaráðherra Eysteyni Jóns- syni. Hvers vegna honum munu menn spyrja? Því er þannig var- ið, að meðan Jóhann Jósefsson var fjármálaráðherra þá stóð Ey- steinn Jónsson, sem veggur gegn allri rýmkun á innflutningi og þar með öllum auknum tekjum ríkissjóðs. Hann hefur frá byrj- un verið höfuð forystumaður haftastefnunnar á íslandi. Barizt fyrir henni á öllum sviðum og framkvæmt hana allra manna mest. Þegar þessi valdamikli maður snýr alveg við blaðinu til að moka tekjum í ríkissjóðinn eins og hann gerði 1951, þá er það vissulega þakkavert. Það er alltaf þakklætisvert þegar menn, sem lengi hafa fylgt rangri stefnu snúa við og taka rökum reynsl- unnar. Enda hefur þessi snúning- ur hæstvirts fjármálaráðherra haft mikilvægar afleiðingar. — Meðal annars þá, að gera okkur Sjálfstæðismönnum mögulega samvinnu við Framsóknarflokk- inn. Ella hefði sú samvinna ekki getað verið fram á þennan dag. i Eins og gefur að skilja eru þessi stefnuskipti til orðin fyrxr fortölur og forgöngu Sjálfstæðis- manna, sem alla tíð hafa talið frjálsa verzlun sína aðal stefnu. En breytingin af hálfu samstarfs- flokksins er jafn þakkaverð fyrir því, og þáð að hagur ríkissjóðs er nú góður gefur hæstvirtri rík- isstjórn og Alþingi færi á að bjarga mörgum vandræðum. — Vandræðamálin eru líka í öllum áttum og von er til, að úr mörgu verði greitt. Það þykir mér og fleirum þó ærið hart, að einkum I skuli nú haldið niðri þeim fram- kvæmdum, sem víða er hvað mest þörf fyrir, þ. e. vegabótum, brú- argerðum, hafnar- og lenaingar- bótum og sjúkrahúsbyggingum. Til þessara mála eru framlögin að minnka raunverulega af því hve mikið minna verk fæst fyrir hverjar þúsund krónur, en var fyrir nokkrum árum. Nýir vegir um 1000 km. að lengd voru tekn- ir í tölu þjóðvega í byrjun þessa árs. En framlögin til vegamála hækka þó ekki neitt. Ekki einu sinni til viðhalds vegur.um. Þetta þýðir því mikla lækkun þegar allt kemur til alls. er lengra gengið en hóflegt er í því að sýnast annað en verið hefur. Annars er það mjög ánægju- legt ef allt það væri rétt, að Framsóknarmönnum sé nú mikið áhugamál að fá frjálsa verzlun og lækka skatta, og svo það sem hæstvirtur ráðherra bætti við að lofa athugun á því í alvöru, að lækka eyðslugjöld ríkisins. Þá væru burtu fallin stærstu ágrein- ingsefnin milli Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins og þá gætum við séð hylla undir þann möguleika, að gera einn flokk úr þessum tveimur stjórn- arflokkum. Gamlar deilur og syndir yrðu þá að leggjast í grafai-innar djúp og ættu aldrei að rísa aftur upp. Þá mundi og allur grundvöllur fyrir staríi hæstvirtrar stjórnar verða annar en er. Jón Pálmason. FRAMFARALOFORÐ STJÓRNARINNAR Það er kunnugt að í samning- um hæstvirtrar ríkisstjórnar eru mörg fögur loforð og við skulum vona, að þau verði öll frara- kvæmd. Eitt er þó það sem mér og öðrum sveitarnönnum er einaa kærast, en það er loforðið um raflýsingu héraðanna. Það er framkvæmd á einu mesta hug- sjóna- og baráttumáli okkar Sjálfstæðismanna fyrr og. síðar. Þau skoplegu orð hrukku fram úr hæstv. fjármálaráðherra í gærkvöldi, að raforkumálin væru meðal þeirra áhugamála Fram- sóknarflokksins, sem þeir hefðu þurft að berjast fyrir við Sjálf- stæðismenn. Þetta er meira en hægt er að bjóða landsfólkinu. Saga þessara mála er of kunnug til þess. Meðal annars það, að Framsóknarmenn gerðu það að þingrofsástæðu 1931 að til stóð að ábyrgjast 6 milljóna króna lán fyrir Sogsvirkjunina, sem var fyrsta stórvirkjun hér á landi. Hins vegar er óþarfi núna, að stjórnarflokkarnir fari að metast um þessi dýrmætu hagsmunamál. Við Sjálfstæðismenn berum hið bezta traust til raforkumálaráð- herrans Steingríms Steinþórsson- ar og bæði ég og aðrir gerum okkur von um röggsamlegar framkvæmdir frá hans hendi í þessum efnum héruðum okkar til hagsbóta og blessunar. ERU ORÐIN STEFNUSKIFTI IIJÁ FRAMSÓKN? En hæstvirtur fjármálaráð- herra sagði fleiri skopleg orð í ræðu sinni í gær. Meðal annars það, að Framsóknarmenn hefðu gert sér helzt von um að geía samið við Sjálfstæðismenn um frjálsa verzlun og lækkun skatta. Hlægilegri orð hafa eigi komið fram í þessum umræðum. Aðalstefna Framsóknarflokks- ins var í 20 ár verzlunarbaíta- stefnan og höfuð forsprakki hennar var allan tímann núver- andi hæstvirtur fjármálaráðherra Eysteinn Jónsson. Nú hefur hann snúið við að miklu leyti og gott er það ef hann vill snúa til fulls á rétta leið. En aðal grundvöl!- urinn fyrir stefnu Sjálfstæðis- flokksins er frjáls verzlun. Um skattalækkunina er svipað að segja. Hæstvirtur fjármála- ráðherra hefur í 20 ár verið allra manna fundvísastur á það að hækka skatta og tolla, stundum af nauðsyn, en á bak við hefur þó staðið viðleitnin til að hnekkj a ' frjálsum atvinnurekstri. Þegar ! svo þessi maður þykist þurfa að j berjast fyrir því við Sjálfstæðis- I menn, að fá að lækka skatta, þá AFSTAÐA STJORNAR- ANDSTÖÐUNNAR En til þess að þetta sé hugsan- legt vsrðum við að fá eitthvað öruggari sannanir um breyttar aðferðir en komið hafa enn fram. Annars vil ég segja það hér að gefnu tilefni að í fyrra um þetta leyti var það góð samvinna stjórn arflokkanna að við Sjálfstæðis- menn gerðum ráð fyrir friðsam- legum kosningum og framhald- andi samvinnu brotalaust. En þetta fór á aðra leið. Framsókn- armenn samþykktu á flokksþingi að slíta samvinnunni hvernig sem kosningarnar færu og sam- þykktu auk þess ávítur á hæstv. dómsmálaráðherra fyrir það eitt að láta lögin ganga jafnt yfir af- brotamenn úr Framsóknarflokkn um sem aðra. Út af þessu hvoi~u- tveggja varð stjórnarkreppa, sem engin hefði þurft að vera. Þegar ástandið í fjármálum er eins og ég hef lýst, þá liggur sú spurning fyrir til úrlausnar. Hvers bjargræðis er að vænta af þeim flokkum sem nú eru í stjórnarandstöðu? Þeirri spurn- ingu er nauðsynlegt og skylt að svara. í Alþýðuflokknum og Sós- íalistaflokknum er margt greindra og persónulega geð- felldra manna. En því miður er stefna þeirra og framferði þann- ig, að frá þeim er minna góðs von, en ætla mætti. Stefna þeirra beggja er sósíalistastefnan. Stefna ríkisrekstrar og ríkis yfirráða a öllum sviðum. Þeir bera á hverju þingi fram fjölda af útgjalda til- lögum upp á marga tugi milljóna í viðbót við allt hitt. Þeir vilja meiri ríkis afskipti, hærri vísi- tölu, hærri laun, meiri eyðslu. En þeir þykjast vilja lægri tolla, lægri skatta, minni ríkistekjur. Hjá þeim rekur því eitt sig á annars horn og er vafið mót- sögnum og ósamkvæmni, enda þó sumt af þeirra aðfinningum sé rétt. En frá þeim er ekki mikils góðs að vænta á fjármálasvið- inu. Aðferð þeirra er kannske öll eðlileg af því sósíalistastefnan er það, að eyðileggja núverandi þjóðskipulag og byggja annað nýtt á rústunum. Um hinn nýja flokk, Þjóðvarn- arflokkinn, er ekki margt að segja enn sem komið er. Hann er óskilgetið afkvæmi kommún- ista og Framsóknar. Hann hefur sýnilega lært málið af foreldrun- um, en er að öðru leyti pólitískt vöggubarn. STEFNA SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSSNS Hvað er svo að segja urn að- stöðu okkar flokks, Sjálfstæðis- flokksins? Allir andstæðingarnir kallá hann íhald. Látum þá um það. En hvað er það sem þeir kalla íhald? Það að vilja halda í þjóð- skipulag eignaréttar og atvinnu- frelsis. Það að vilja hamla gegn óhóflegum sköttum. Það að vilja vinna gegn vaxandi ríkisrekstri. Það að vinna gegn óhóflegri eyðslu. Það að vilja hi’inda ssm bezt fram nytsamlegum fram- kvæmdum í sveitum og kaup- stöðum, og þó fyrst og fremst ; það, að búa þannig að fram- J leiðslunni, að hún beri sig styrkja laust. Við teljum frjálsa verzlun undirstöðuna og álítum þessa J stefnu þá frjálslyndustu sem til j er. En við höfum verið á undan- 1 haldi, í mörgu, undanfarin ár ; vegna samvinnu við aðra, og þó | gert meira gagn en nokkur ann- : ar flokkur þessa lands. En sé okkar viðleitni íhald eins og andstæðingarnir vilja vera láta, þá hefur það íhald ekki megnað nema í takmörkuðum 1 skilningi að reisa rönd gegn þeim öfgum breytinga og bylt- inga, sem öllu vilja umturna, og gera ríkisvaldið alls ráðandi, en einstaklingana valdlausa og sjálístæðisrúna þjóna. Síðustu kosningaar sýndu, að þjóðin er að átta sig á þessum sannleika. En hún verður að átta sig betur. Ef veruleg von á að | vera um mikla breytingu á þeirri fjármálastefnu, sem haldið hefur verið að undanförnu, þá verður samstæð heild og helzt einn flokkur að fá færi á að gera þær ráðstafanir sem gera þarf og bera þá á þeim alla ábyrgð. —■ Samsteypustjórna fyrirkomulag- ið er búið að valda mikilli ógæfu. Það þarf hið fyrsta að hverfa. Þá mundu okkar stjórnmál fá allt annan svip. Enska knathpyrnan STAÐAN er nú: I. deild: L U J T Mörk St. WBA 22 15 3 4 60-30 33 Wolves 22 14 5 3 55-31 33 Huddersfld 22 12 5 5 40-23 29 Burnley 21 14 0 8 45-39 28 Bolton 21 8 8 5 37-31 24 Arsenal 22 9 5 8 43-41 23 Charlton 22 11 1 10 46-42 23 Cardiff 22 9 5 8 27-37 23 Blackpool 21 9 4 8 38-38 22 Manch. Utd 22 6 10 6 34-32 22 Preston 22 9 3 10 49-33 21 Tottenham 22 10 1 11 36-39 21 Sheff Wedn 23 9 3 11 40-51 21 Aston Villa 21 9 2 10 35-37 20 Newcastle 22 6 7 9 35-40 19 Chelsea 22 75 10 37-47 19 Portsmouth 22 6 6 10 45-54 18 Sheff. Utd 21 7 4 10 36-42 18 Manch City 22 6 5 11 28-42 17 Middlesbro 22 6 4 12 33-43 16 Sunderland 21 5 5 12 38-55 15 Liverpool 22 5 5 12 42-56 15 II. deild: L U J T Mörk St. Leicester 22 11 7 4 54-30 29 Doncaster 22 13 3 6 37-24 29 Everton 22 10 8 4 44-37 28 Luton 22 10 7 5 40-34 27 Birmingh. 22 10 6 6 48-30 26 Nottingh. 22 10 6 6 48-34 26 Rotherham 23 12 2 9 42-40 26 Stoke City 23 6 11 6 35-34 23 Blackburn 21 8 6 7 38-33 22 Bristol Rov 22 7 8 7 44-35 22 West Ham 22 9 4 9 40-34 22 Leeds Utd 22 7 8 7 45-42 22 Lincoln 22 8 5 9 36-39 21 Swansea 22 9 3 10 30-38 21 Fulham 22 7 6 9 46-44 20 Derby Co 21 8 4 9 41-45 20 Notts Co 22 7 5 10 26-43 19 Plymouth 22 4 10 8 28-39 18 Hull City 22 8 2 12 26-34 18 Brentford 22 5 6 11 17-42 16 Bury 22 4 8 10 29-46 16 Oldham 22 4 5 13 23-40 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.