Morgunblaðið - 17.12.1953, Page 4

Morgunblaðið - 17.12.1953, Page 4
4 MORGVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. des. 1953 Verzlunarfrelsið byggist á blómlegu at- vinnulífi og heilbrigðu efnahagsástandi ■ÚTVARPSUMRÆÐUR þær, sem hér fara fram að þessu éinni, hafa þegar sýnt og munu sýna enn betur, hversu aum stjórnar- andstaðan er. Stjórnarandstæð- ingar tala um það í öðru orðinu, að vinna beri að sparnaði og að afgreiða beri fjárlög með gætni, en bera upp á sama tíma tug- milljóna tillögur til útgjalda, sem myndu, ef þær væru samþykkt- ar, koma fjárhagskerfi landsins í fullkomið öngþveiti. Útgjalda- aukningunni telja þessir vísu menn að megi mæta með því að hækka tekjuáætlun fjárlaganna sem þessu nemur, og ná þannig greiðslujöfnuði á pappírnum. Ef stefna stjórnarandstæðinga fengi að ráða í fjármálum og atvinnu- málum, mundi ríkja hér glund- roði og upplausn. BÆTT LÍFSKJÖR ALMENNINGS Ríkið kæmist í greiðsluþrot, atvinnulífið lamaðist og atvinnu- tækin myndu stöðvast. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög, ekki að eins á pappírnum heldur einnig í framkvæmd. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um málefnasamning og stefnu í fjármálum, atvinnu- málum og framkvæmdum, sem miðar að því að bæta lífskjör alls almennings í landinu. Hver ríkisstjórn, sem vill heill lands og þjóðar, hlýtur að gera sér grein fyrir því veigamikla hlut- verki, sem í því felst, að tryggja pólitískt og efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Efnahagslegt sjálfstæði byggist á því, að þjóð- in eignist og afli sér atvinnu- tækja, sem framleiði nægileg verðmæti fyrir þörfum þjóðar- innar til neyzlu og uppbygging- ar atvinnulífinu og öðrum nau.ð- synlegum framkvæmdum. — Til l>ess að það megi ske hjá okkar fámennu þjóð, verður að nýta vinnuaflið sem bezt og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Pólitískt sjálfstæði byggist á lýðræði og mannréttindum, ritfrelsi og skoð- anafrelsi og viðurkenndum rétti til handa smáþjóðum, til þess að ráða málum sínum án íhlutunar annarra. Á komandi ári eru 10 ár liðin síðan þjóðin fékk fullt frelsi viðurkennt og lýðveldið var stofnað. Sjálfstæði þjóðarinn ar er sá hornsteinn, sem byggja skal á í nútíð og framtíð. Miða Forysta SjáESstæðismanna am unáirbúning raforkulramkvæmda strjálbýlisins OfvaípsræSa Ingéifs iénssonar liiskipfamálaráoh. þarf öll störf í fjármálum og at- vinnumálum, utanríkismálum og öðrum athöfnum við það, að sjálfstæði landsins verði tryggt. HORFUR í HEIMSMÁLUM Það er viðurkennt að horfur í heimsmálum séu ótryggar. Stór- veldin hervæðast og kalda stríðið veldur mörgum áhyggjum. Nú- tíma tækni gerir heiminn lítinn. Hir.ar miklu vegalengdir og fjar- lægðir, sem áður veittu vernd og héldu okkar landi utan við átök í styrjöldum, eru horfnar, og við erum í hringiðunni og getum ekki lengur verið hlutlaus áhorf- andi. Það er aðeins eitt, sem megnar að vernda smáþjóðirnar á þessum tímum, en það eru sam- tök hinna frelsisunnandi þjóða, þjóða, sem virða mannréttindi og rétt smáþjóðanna til þess að lifa sjálfstæðar. Án þessara sam- taka ættu smáþjóðirnar á hættu að verða þurrkaðar út og verða marðar undir járnhæl einræðis og kúgunar, eins og mörg dæmin sýna um smáríki, sem vegna legu sinnar hafa ekki átt þess kost að njóta verndar vestrænna samtaka og menningar. Nú um skeið hefur dvalið í landinu varn arlið frá vinarþjóð. Lið þetta er hér samkvæmt samningi, sem er uppsegjanlegur af báðum aðil- um. Dvöl liðsins í landinu er illa séð af ýmsum, enda er óspart reynt að gera setu þess tortryggi- lega af kommúnistum og hjálpar- mönnum þeirra, Þjóðvarnar- flokknum. Sjálfsagt er að gera sér grein fyrir því, að fámennri þjóð getur stafað hætta af dvöl fjölmenns liðs í landinu til lang- frama. Verður því að haga mál- um þannig, að ekki komi til á- rekstra eða vandræða. Reynslan kennir okkur margt í þessu efni og ættu íslendingar nú að kunna nokkur skil á þessum málum og hvernig þeim ber að haga sam- skiptum við varnarliðið. — Með tilliti til reynsluleysis okkar í - Ræða Cunnars Thoroddsens Rramh. af bls. 3. »veitarfélögin hafa miklu hlut- verki að gegna í þessu þjóðfélagi «g það verður að kappkosta að ijárhagur þeirra sé öruggur, því á honum byggjast allar framkvæmd- ir og framfarir. En um leið verður að tryggja nú og framvegis, að sjálfstæði sveitarfélaganna sé ekki skert, heldur sé sjálfstjórn þeirra aukin; því að sú hefur verið reyndin hér og annars staðar, sem ég þekki til, að sjálfstæð sveitar- félög eru hyrningasteinar undir lýðfrjálsu þjóðfélagi. Og ekkert þjóðfélag getur haldið sjálfstæð' ■og lýðfrelsi, nema sjálfstjórn bæj- ar og sveitarfélaganna sé virt. Fyrir 2 árum flutti ég tillögu á Alþingi um að fjórðungur sölu- Ækatts rynni til sveitarfélaganna. Ég harma, að sú tillaga skyldi stöðvuð. Um leið og hv. 5. lands- kjörinn, Emil Jónsson, minntist á þetta mál, hefði hann eins mátt 'geta þeas, að þessi barátta bar þó nokkurn árangur: Á þessu »tama þingi var samþykkt, að ríkið j.reiddi 7 millj. af skuldum sínum við bæjarfélögin, og vænti ég, að nokkuð verði notað af greiðsluaf- gangi ríkissjóðs í ár í sama skyni. HOLL OG VISTLEG IIÚSA- KYNNI ERU MENNINGAR-, MANNÚÐAR- OG HEILBRIGÐISMÁL Ég hef varið mestum hluta tíma míns til þess að ræða um hús næðismálin Það er vegna þess, að ég tel það eitt okkar mesta menn- ingarmál, mannúðar- og heilbrigð- ismál, að landsmenn búi í hollum og vistlegum húsakynnum. Húsnæðisbölið leiðir oft til þess, að ungt fólk getur ekki stofnað heimili árum saman, börn verða heilsuveil, unglingar leiðast á glapstigu, hjónabandshamingja brestur. 1 Nú þarf að sameina alla þá að- ilja, er hlut eiga að máli, til stórra átaka í byggingamálunum. Mark- ið er, að allir landsmenn eigi þess kost að eignast heilsusamlega í- búð. Þetta getum við gert, íslend- inga”. Aðeins ekki allt í einu. En ef við hvessum sjónir á markinu, þá munum við sigrast á öllum erf- iðleikum. Ingólfur Jónsson. þessum mólum má teljast undr- unarefni, hversu giftusamlega hefur tekizt, hversu fáir árekstr- ar og lítil vandræði hafa skapazt í samskiptum landsmanna við varnarliðið. Það er skylt og rétt að viður- kenna og þakka fyrrverandi ut- anríkisráðherra, Bjarna Bene- diktssyni, fyrir hans ómetanlegu störf sem utanríkisráðherra, þeg- ar þjóðin reynslulitil í þessum málum tók við varnarliðinu. Það var gæfa Islands að hafa þá í sæti utanríkisráðherra mann, sem hafði víðsýni, þekkingu og lagni til þess að koma í veg fyrir margs konar vandræði. Þ?A er ósk allra þjóðliollra íslendinga, að hinn nýi utanríkisráðherra megi verða gifturíkur í starfi og halda á málunum með líkri festu og víðsýni og Bjarni Benedikts- son. Að hann megi notfæra sér þá reynslu, sem þegar er fengin í þessum málum. IILEKKIRNIR BRESTA í málefnasamningi þeim, sem gerður var við myndun núver- andi ríkisstjórnar, er svo kveðið á, að efla beri atvinnulífið, koma mörgum framíaramálum í höfn og auka athafnafrelsi manna. — Eitt atriðið í málefnasamningn- um er það, að Fjárhagsráð skuli lagt niður. Því atriði er fullnægt með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um innflutnings- og gjaldeyris- mál, fjárfestingarmál o. fl. Frum- varp þetta varð að lögum í dag. Samkvæmt þessum lögum hættir Fjárhagsráð störfum frá n.k. ára- mótum og bresta þar með ýmsir hlekkir, sem haldið hafa föstum mörgum nauðsynlegum fram- kvæmdum í landinu. Með þess- um lögum er frelsi til athafna aukið. Meðferð gjaldeyris- og innflutningsmála gerð einfald- ari og réttlátari í framkvæmd en áður var. Sú fjárfesting sem að almenningi snýr er gefin frjáls. Byggja má íbúðir, útihús í sveit- um, verðbúðir o. fl. án leyfis. Aðrar framkvæmdir, viðgerðir og nýbyggingar, sem kosta ekki yfir kr. 40 þúsund eru einnig frjálsar. Með þessu verður dregið mjög úr skriffinnskunni og skömmíun á byggingarefni er af- létt. Mun af þessu verða allmik- ill sparnaður í skrifstofuhaldi, húsnæði og fólkshaldi. STÓRT SPOR í FRELSISÁTT FJestir munu fagna því stóra spori, sem stigið er í frelsisátt með þessum lögum. Einnig stjórnarandstaðan, þótt hún vilji ekki við það kannast og reyni hér í útvarpinu að telja áheyr- endum trú um að þetta sé lítið mál, sem ekki auki frelsi almenn ings. Stjórnarandstaðan fékk liðs auka í þessari túlkun málsins í gærkvöldi. Skúli Guðmundsson, háttv. þingm. Vestur-Húnvetn- inga, taldi að breyta hefði mátt um alla framkvæmd frá því sem gilt hefur um Fjárhagsráð, með reglugerð. Skúla Guðmundssyni fyrirgefst þetta vegna þess, að hann hefur haft sérstakt dálæti á Fjárhagsráði, en það veit hann fyrir víst, að Fjárhagsráð hefði ekki verið lagt niður með reglu- gerð, og ekki væri eðlilegt að ríkisstjórnin stjórnaði með reglugerðarákvæðum þessum málum fremur en öðrum fram yfir það, sem gert er ráð fyrir í lögum hverju sinni. Stjórnarand- stæðingar hafa gert sig hlægi- lega í umræðum um þetta mál, með því að lýsa hryggð sinni yfir því að ýmis atriði Fjárhags- ráðslaganna skuli ekki gilda lengur. Bent hefur verið á það, að hin nýju lög tryggi ekki fullt verzlunarfrelsi. Sú athugasemd er rétt, að þessi lög gera það ekki. Það geta engin lög gert, hvernig sem þau væru samin. — VERZLUNARFRELSIÐ BYGGIST Á ATVINNU- ÁSTANDINU Verzlunarfrelsi byggist á því að Verzlunarfrelsi þyggist á því, að atvinnulífið og efnahagsástandið séu í lagi, að nægilegur gjaldeyr- ir sé ávallt fyrir hendi. Eins og kunnugt er, hefur ekki enn tekizt að safna gjaldeyrisvarasjóði svo sem nauðsyn ber til að stefna að. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að.gera verzlunina eins frjálsa og unnt er, miðað við gjaldeyris- öflunina á hverjum tíma, og tryggja þannig almenningi í landinu hagstætt vöruverð og betri lífskjör. Rétt er að geta þess, að sjálfsagt er að banna inn- flutning á þeim vörum sem þjóð- in framleiðir sjálf og takmarka innflutning á ónauðsynlegum ’varningi. — Hannibal Valdimars son, hv. 3. landskjörinn, talaði hér í gærkvöldi um innfluttan ost. Hér er um að ræða 238 kg af enskum osti, sem fluttur hefur verið inn í leyfisleysi og af ó- skiljanlegum ástæðum hefur komizt í gegnum tollafgreiðsluna. Veit ég, að hæstv. fjármálaráð- herra, sem er yfirmaður tollsins, hefur hug á að koma í veg fyrir að slík mistök endurtaki sig. INNFLUTNINGUR FISKIBÁTA Hannibal Valdimarsson minnt- ist einnig á innflutning fiskibáta, sem ríkisstjórnin veitti leyfi fyr- ir s.I. haust. Var það glæpur í augum þessa þingmanns og fleiri þröngsýnna manna, sem ekki vilja skilja, að það er nauðsyn- legt að bæta strax fyrir næstu vertíð upp þá miklu rýrnun, sem þegar hefur orðið á fiskibátaflot- anum. Ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir því að atvinnutækin mega ekki ganga saman, heldur miklu fremur að aukast í sam- ræmi við fólksfjölgun í landinu og auknar þarfir. Ríkisstjórnin gerir sér einnig grein fyrir því, að stefna ber að því að fiskibát- ar verði smíðaðir innanlands. Er það mál nú í athugun hjá ríkis- stjórninni, hvernig þeim málum verði bezt fyrirkömið, þannig að við getum hér eftir annast allar bátasmíðar í landinu. — Ríkis- stjórnin mun sinna þessum þætti iðnaðarins ekki síður en öðrum greinum hans enda fram tekið i stjórnarsamningnum að efla skuli iðnaðinn með því m.a, að bæta úr þeim lánsfjárskorti sem iðnaðurinn hefur búið við, og haldið hefur niðri æskilegri þró- VERZLUNARJÖFNUÐURINN Hannibal talaði mikið um ó- hagstæðan verzlunarjöfnuð, 313 millj. króna. Vöruskiptajöfnuð- urinn er óhagstæðari en æski- legt væri, en þær tölur, sem hér eru nefndar, þarfnast skýringa, Vélar og efni til Áburðarterk- smiðjunnar, Sogsvirkjunarinnar og Laxárvirkjunarinnar, nema á þessu ári 125 millj. kr. Vöru- skiptajöfnuðurinn í nóvember hefði verið hagstæður, ef ekkí hefði verið reiknað með vélum til Sogsvirkjunarinnar að upp- hæð kr. 32 millj. En vélar þessar komu til landsins 1951 og 1952, þótt þær iiafi ekki komizt á inn- flutningsskýrslur fyrr. Þegar tal að er um innflutningsmagnið, er ávallt átt við Cif-verð varanna. Gefur það ekki rétta mynd af gjaldeyriseyðslunni. Fragtir eru greiddar að miklu leyti í íslenzk- um krónum og má því draga frá cif-verði varanna 10—12%, ef finna skal gjaldeyrisupphæðina, sem í vörunum liggur. Þegar þess er gætt, að 125 millj. króna eru á þessu ári fyrir véium og efni til virkjana og áburðarverk- smiðjunnar, en þessi fyrirtæki eru eins og ku.nnugt er byggð fyrir erlent lánsfé og Marshall- framlag, þá verður Ijóst að með því að draga þá upphæð að við- bættum frögtum, sem greiddar eru í íslenzkum krónum, að halli á vöruskiptajöfnuðinum verður ekki 313 millj. heldur innan við 100 millj. króna. Þetta bil mætti takast að brúa með aukningu framleiðslunnar og er því ekkl vonlaust að vöruskiptajöfnuður- inn gæti orðið hagstæður, áður en langur tími líður. VÖRUFRAMBOÐ OG VERZLUNARÁLAGNING Stjórnarandstæðingar og Al- þýðuflokkurinn mest, hafa talað mikið um verzlunarokur og harma það, að hámarksálagning skuli ekki vera á öllum vörum. Það var áður og tryggði almenn- ingi ekki góð viðskipti. Þess I stað þreifst svartimarkaðurinn vel. Nú er vöruframboð í stað vöruskorts og hefur það lækkað álagninguna meira en nokkuð valdboð stjórnarvalda gæti gert. f Noregi er jafnaðarmannastjórn ráðandi. — Alþýðuflokkurinn norski nýtur trausts þar í landi og er því stærsti flokkur lands- ins. Hinn 25. nóv. s.l. birtist grein í Norges Handels og Sjö- fartstidende, sem segir frá því að ríkisstjórn Noregs, jafnaðar- mannastjórnin, hafi ákveðið að afnema hámarksálagningu á flestum vörum. Skyldu jafnaðar- menn í Noregi hafa sérstakan á- huga fyrir að fita kaupmenn? Nei, þeir ákveða þetta af því að þeir eru raunhæfir og skilja það, þegar vöruframboðið er nóg lækkar álagningin af sjálfu sér. Þótt gjaldeyrisástandið batni og gjaldeyrisvarasjóður verði fyrir hendi, verður eigi að síður að hafa ýmiss konar afskipti af inn- flutningnúm og beina viðskipt- unum í mörgum tilfellum til þeirra landa, sem kaupa fram- leiðsluvörur þjóðarinnar. f fram- kvæmd hefur þetta verið þannig Framh. á bís. 5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.