Morgunblaðið - 17.12.1953, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.12.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. des. 195ís MORGUTSfíLAÐlÐ 5 Ræðn Ingólfs Jónssonnr viðskiptamálaráðherrn Framh. aí bls. 4. að magnið hefur miðazt við eft- irspurnina, en bankarnir og inn- flutningsstofnun ákveðið hvaðan varan er keypt. Þannig hlýtur þetta að vera, meðan viðskipti okkar eru bundin við clearing- lönd í jafn ríkum mæli og nú gerist. Þótt gjaldeyrisástandið sé ekki eins og bezt verður á kosið er það þó betra nú en fyrir ári síðan. Nú eru % af innflutn- ingnum á frílista og er það mikill munur frá því sem áður var, þegar allt var bundið við leyfi og flestar vörur voru skammt- aðar. Hagur þjóðarinnar byggist á því að takast megi að auka framleiðsluna ög afla á þann hátt meiri gjaldeyris og tryggja nægilega atvinnu fyrir alla lands menn. Framleiðslan hefur að þessu sinni selzt sæmilega og má fullyrða að finna mætti mark aði fyrir miklu meira vörumagn heldur en þjóðin hefur að bjóða að þessu sinni. Samningarnir við Rússland hafa auðvitað greitt znjög fyrir sölunni. Er ánægju- legt að viðskipti hafa tekizt á ný við þetta fjölmenna ríki. Er von- andi að framhald megi verða á þeim viðskiptum báðum þjóðun- um til gagns. Þótt skoðanamunur sé á stjórn skipulagi milli þjóða á það ekki að koma í veg fyrir viðskipti eða vinsamleg samskipti ríkja á milli. VIÐSKIPTIN VIÐ RÚSSA Brynjólfur Bjarnason taldi að samningurinn við Rússland væri í nokkurri hættu vegna þess, að íslenzkir innflytjehdur væru tregir til að kaupa rússneskar vörur. Þetta er misskilningur og tilefnislaus ásökun. Innflytjend- ur hafa sýnt fullan skilning á nauðsyn þessara viðskipta og er unnið að því að auka vörukaup frá Rússlandi til tryggingar á- framhaldandi viðskiptum. Ríkis- stjórnin hefur þegar og mun gera það sem í hennar valdi stendur til þess að þessi viðskipti geti haldið áfram. í sambandi við olíuverðið og það sem Brynjólfur Bjarnason sagði um það er rétt að upplýsa að olíuvérðið hefur lækkað og álagning á olíu og benzíni hefur ekki verið hækkað. Verð á olíu í Reykjavík í júní 1952 var kr. 0.79 des. 1952 — — 0.75 ! maí 1953 — — 0.71 ' ág. 1953 — — 0.74 iVerð á benzíni í Reykjavík í júní 1952 — kr. 174 des. 1952 — — 1.70 maí 1953 — — 1.65 ág. 1953 — — 1.69 okt. 1953 — — 1.72 Hækkun í ágúst s.l. stafar af verðjöfnun, sem gerð var um land allt. Lækkun fragtanna hef- ur komið fram í verðinu hér. Sú staðreynd að markaðir eru fyrir hendi fyrir íslenzkar fram- leiðsluvörur, ætti að ýta undir Sukningu framleiðslunnar og framkalla nýja krafta og aukna orku, sem áður hefur verið bund- án, m.a. vegna hafta og vantrúar á möguleikum til framkvæmda og athafna. Aukið athafnafrelsi og vaxandi skilningur á gildi framleiðslunnar ætti að verða mönnum hvatning til þess að leggja fram fjármuni og orku til framleiðsluþarfa og uppbygging- ar að fjölbreyttara atvinnulífi í landinu. RAFORKUMÁLIN OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í málefnasamningi rikisstjórn- arinnar er ákveðið að taka raf- Orkumálin föstum tökum. Verja gkal til raforkumála, annarra en gtórvirkjana, árlega minnst 25 jnillj. króna í næstu 10 ár, og margfalda þannig þá fjárhæð, gem áður hefur verið varið til þessara mála í fjárlögum. — Á iandsfundi Sjálfstæðisflokksins s.l. vor, var gerð ályktun í raf- orkumálunum. Er þar mörkuð skýrt sú stefna, sem flokkurinn telur nauðsynlegt að fara eftir í þessum málum. í landsfundar- ályktuninni segir svo: „Til þess að flýta fyrir fram- kvæmd raíorkumálanna telur fundurinn nauðsynlegt: 1) Að framlag til raforkusjóðs verði stóraukið frá því sem nú\ er. En hlutverk rafórku- sjóðs er m.a. að lána með góð- um kjörum til einkaráfstöðva (díselstöðva og vatnsafls- stöðva) á þeim býlum, sem vegna legu sinnar ekki geta fengið raforku frá stærri virkj unum. 2) Að framlag á fjárlögum til nýrra raforkuframkvæmda verði margfaldað, enda flest- um orðið ljóst, að þessi liður fjárlaganna er mun lægri, miðað við kaupmátt krónunn- ar, heldur en var fyrst eftir að raforkuiögin komu til framkvæmda. 3) Fundurinn telur, að afla megi fjár til að hraða framkvæmd- um með lántökum innan- lands eða utan og telur miður farið, að ekki skyldi verða samþykkt frumvarp það um lántöku handa Rafmagnsveit- um ríkisins, er borið var fram af Sjálfstæðismönnum á ný- afstöðnu Alþingi. Fundurinn telur lántökur óhjákvæmileg- ar í þessu skyni vegna þess hversu nauðsynlegt er að hraða framkvæmdum, en greiðslugeta ríkissjóðs tak- mörkuð“. Þegar viðræður hófust s.l. sum ar. um myndun núverandi ríkis- stjórnar, lagði formaður Sjálf- stæðisflokksins, Ólafur Thors, forsætisráðherra, fram tillögur um það að árlegt framlag til raf- orkumála yrði hækkað um 20 millj. krónur úr 4—5 millj., sem verið hefur í fjárlögum. 'Tillaga þessi er í samræmi við áskorun Landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins s.l. vor. Er óþarft og ekki hreinn leik- ur, þegar framsóknarmenn lóta í það skína, að Sjálfstæðismenn hafi verið tregir til samninga um raforkumálin og önnur hags- munamál fólksins, sem samið var um. ÁÆTLUN UM FRAMKVÆMDIR Gera má ráð fyrir að á næsta ári verði hafizt handa með virkj- un á Vestfjörðum og Austur- landi. Þá verður hafizt handa um að leggja rafmagnslínur um þær byggðir landsins, sem liggja bezt við og hafa stytzta vega- lengd milli bæja. Hefur raforku- málastjóri samið áætlun um framkvæmdir, sem ætla má að taki 5 ár að framkvæma. Raf- orkuráð hefur samþykkt þessa áætlun og þær framkvæmdir, sem þar eru nefndar. Verða til- lögurnar sendar til raforkumála- ráðherra. Hin óhagstæðari veitu- svæði verða tekin þegar fram- kvæmd þeirrar áætlunar, sem ég nefndi, er lokið. Raforkumála- skrifstofan mun gera heildar- áætlun á þessum vetri um raf- orkuframkvæmdir í landinu, og einnig taka til athugunar, hvern- ig unnt verði að raflýsa þau býli, sem vegna strjálbýlis fá ekki raf- orku frá samveitum. Með því að koma rafmagninu út um sveitir og kauptún er verið að tryggja jafnvægi í byggð landsins og koma í veg fyrir að fólkið flvtj- ist á einn stað. Rafmagnið gerir margt í senn, að létta störfin. að færa yl og birtu inn á heimilin í stað myrkurs og kulda og á mikinn þátt í að afstýra þjóðar- voða með því að koma í veg fvrir flótta og fólksflutninga úr hin- um ýmsu byggðum landsins, FOSSAFLIÐ Það er talið að hér séu ekki verðmæti í jörðu. Þjóðm á þvi ekki námur og engir skögar eru hér heldur. Það mætti því ætla, að hér væru ekki góð lífsskilyrði og framtíðarhorfur því slæmar fyrir þessa fámennu þjóð. En eigi að síður er Island auðugt land, afl íslenzkra fossa er ef til vill meira virði en allir skógar Nor- egs. Það er nauðsynlegt að beizla meira af þessu mikla afii, sem alltaf er ónotað. Það verður að vinna að því að hæfilega mik- ið af þeim forða, sem þjóðin á af vatnsafli, verði notað til þess að tryggja nægilega gjaldeyrisöfl- un, bætt lífskjör og atvinna fyrir alla landsmenn. Með iðnaði, sem byggist á stórvirkjun, skapast sú fjölbreytni í atvinnulífinu að trj'ggt ætti að vera, að þjóðin væri fjárhagslega sjólfstæð og velmegandi. Byrjunarspor hafa .verið stigin í stóriðju með bygg- ingu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Mun áburðarverk- smiðjan bvrja framleiðslu áburð- ar í byrjun næsta árs. — Allir munu fagna því, ekki aðeins bændur og þeir sem vinna að landbúnaði, heldur einnig iðnað- armenn, sem sjá marga mögu- leika í sambandi við rekstur verksmiðjunnar. Áburðarverk- smiðjan er framfaraspor, sem vonandi verður til hagsældar fyrir þjóðarheildina. BYGGING SEMENTSVERKSMIÐJU Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir því að Sements- verksmiðjan komist upp sem fyrst. Verður væntanlega unnið að byggingu hennar á næsta ári. Er það einnig mikilvægt fram- faramál. Bæði þessi fyrirtæki munu verða máttarstoðir undir rekstri þjóðarbúsins, með því að frámleiða vörur, sem áður hafa verið keyptar frá útlöndum og veita mörgu fólki atvinnu. Verk- efni næstu ára verður að finna leiðir til þess að taka í notkun hæfilega mikið vatnsafl miðað við þarfir þjóðarinnar. Er ekki ólíklegt að þau byrjunarspor sem nú eru tekin í stóriðju hér á landi, geti vísað veginn i þessu efni. ísland á einnig fleiri verðmæti en vatnsaílið. Fiskimiðin kring- um landið hafa verið það forða- búr, sem þjóðin hefur notfært sér. Með víkkun landhelginnar má vænta þess að komið sé í veg fyrir að miðin verði eyðilögð og að þau megi áfram veita þjóð- inni nauðsynlega björg. BEZTI VARASJÓÐURINN Gróðurmoldin íslenzka og öll þau rækanlegu landflæmi, sem hér eru, gefur ekki síður vissu fyrir mikium möguleikum. Hér má rækta nytjaskóga, sem að visu koma ekki til nota í tíð okk- ar, sem nú erum í starfi, en þessi möguleiki varpar óneitanlega birtu'yfir ókomna tima. Eg hef heyrt raddir, sem harma það hversu mikið land er hér órækt- að. En sé athugað, að íslenzkir bændur hafa ekki legið á liði sínu, og að ræktað land er orðið mjög mikið hér, miðað við þann stutta tíma, sem liðinn er síðan ræktun landsins hófst, þá vil ég segja, að það er gleðiefni að vita hversu miklir möguleikar eru hér á' sviði landbúnaðar. Þetta óræktaða land er varasjóður, sem þjóðin mun taka til nota, eftir því sem þörf krefur. Er það mik- ill munur sé miðað við þær þjóð- ir, sem hafa ræktað hvern blett og verða að flytja fólk úr landi árlega vegna þess að landið get- ur ekki tekið við fólksfjölgun- inni. En þannig er þetta í ýms- um þéttsettnum löndum, sem hafa nýtt alla möguleika, sem fyrir hendi eru. Það er eðlilegt að fjármagni sé beint til upp- byggingar sveitanna og framfara þar. Þess mun öll þjóðin njóta í framtíðinni. Eg hef drepið hér á nokkur atriði, sem sýna hina geyglmiklu möguleika, sem þjóð- in hefur til þess að búa sér góða framtíð. Það er því ekki ástæða til svartsýni, enda þótt nauðsyn- legt sé að hafa raunsæi og úr- ræði, ásamt fullkominni gætni í meðferð fjármála og atvinnu- mála landsins. Stjórnarfarið þarf að hvíla á föstum grunni og byggjast upp á lýðræði, frjáls- um kosningarétti, réttlæti og virðingu fyrir lögum og stjórnar- skránni. Kjördæmaskipuninni má aldrei breyta nema með stjórnarskrárbreytingu eftir að væntanleg breyting hefur verið borin undir kjósendur. Því gegn- ir það furðu að nokkrir Alþýðu- flokksmenn hafa borið hér fram frumvarp um kosningabandalög, serú gæti, ef það yrði að lögum, raskað styrkleikahlutföllum flokka á Alþingi meira en nokk- ur kjördæmabreyting. Kosninga’- bandalögin hugsa flutningsmenn sér að fá lögfest án þess að bera málið undir kjósendur, án stjórn- arskrárbreytingar. Mál þetta er svo furðulegt að ég tel ástæðu til að skýra það nokkuð. STJÓRNARSKRÁIN SNIÐGENGIN Gert er ráð fyrir að tveir eða fleiri flokkar geti gert með sér kosningabandalag, þannig að þeir bjóði hver um sig fram í kjör-, dæmunum, en nái engin fram- bjóðandi bandalagsflokkanna kosningu í kjördæminu, þá skal leggja saman atkvæðatölur þeirra frambjóðenda, sem féllu frá bandalagsflokkunum og séu þær samanlagt hærri en atkvæða- magn þess frambjóðanda, sem fékk flest atkvæði og var kos- inn, skal þá fallni frambjóðand- inn bandalagsflokkanna, sem fékk flest atkvæðin, verða þing- maður kjördæmisins, en sá sem fékk flest atkvæðin sitja heima. Þess skal getið, að Hannibal Valdimarsson og Gylfi Þ. Gísla- son gerðust talsmenn frumvarps- ins. Hafa ýmsir virt þeim það til vorkunar eins og aðstaða þeirra er í íslenzkum stjórnmál- um. En tæplega verða þeir tald- ir íþróttamenn eða meistarar í kúluvarpi þótt þeir, Hannibal og Gylfi, gætu kastað kúlunni 8 metra hvor, og þannig samanlagt kastað lengra en Huseby. En það er samskonar regla, sem þetta frumvarp boðar í kosningum á íslandi til Alþingis. Hvort frum- varpið hefir nokkurt fylgi er ekki enn vitað. Heyrst hefir að sumir Framsóknarmenn hafi samúð með því. Verður því ekki trúað fyrr en á reynir. Frumvarp þetta gæti, ef að lögum yrði, j tekið valdið af sveitunum, það vald sem ekki mun af þeim nást, með kjördæmabreytingu og stjórnarskrárbreytingu. — Það kom fram í umræðunum í gær- kvöldi að ýmsum alþýðuflokks-1 mönnum finnst hlutur sveitanna of góður. Skyldu flutningsmenn hafa með þessu frumvarpi kom- ið auga á leið til þess að rýra ] vald sveitanna með því að breyta lögum um kosningar til Alþingis á þann hátt að sniðganga stjórn- i arskrána, samanber ummæli Haraldar Guðmundssonar hér áðan. Alþingi gegnir mikilvægu j hlutverki. Það þarf að njóta trausts hjá þjóðinni. Ákvarðanir Alþingis eru bindandi og snerta hvern einstakling í landinu. STÓRFELLDAR FRAMKVÆMDIR Veigamesta mál hvers þings er fjárlögin og afgreiðsla þeirra. Afgreiðslu fjárlaga fyrir 1954 er nú að verða lokið. Verður að við- urkenna að fjárlögin eru mjög há. Eru þau nokkru hærri en fjárlög fyrir yfirstandandi ár. Verklegar framkvæmdir hafa hækkað nokkuð og er þar helst að geta hækkunar framlags til raforkumála. Ríkisstjórnin hefir þá stefnu að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög og eru líkur til þess að • það takist. Fjárlög með greiðslu- halla myndu innleiða hættu I fjármála- og atvinnulífinu og setja það fjárhagskerfi, sem við búum við, úr skorðum. Ég tel ómaklegar ásakanir stjórnarand- stöðunnar í garð hæstv. fjár- . málaráðherra fyrir tekjuáætlun fjárlaganna nú. Það væri mjög óvarlegt að áætla tekjurnar hærri en nú er gert. Það gæti leitt til þess að greiðsluhalli yrði á fjárlögunum í framkvæmd. Það er nauðsynlegt að finna leið- ir til lækkunar á rekstrarkostn- aði ríkissjóðs og ríkisstofnana. Gjaldþoli landsmanna má ekki íþyngja um of og hafa stjórnar- flokkarnir skilið það með því að lækka skatta eins og hæstv. for sætisráðherra og hæstv. fjármála ráðherra hafa greint frá. Ríkis- sjóður þarf vitanlega miklar tekjur, ekki sízt fyrir það að allir gera kröfur um framkvæmd ir. Þarfirnar eru miklar fyrir framkvæmdir í landi sem vantaði allt fyrir fáum tugum ára. Núverandi ríkisstjórn vinnur að því að koma áleiðis stórfelld- um framkvæmdum og mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að það megi gerast fljótt. Við Sjálfstæðismenn vitum, að um leið og losað er um höftin og atháfnafrelsi aukið muni leys- ast úr læðingi orka og nýr kraft- ur dugandi manna í þjóðfélag- inu, og þannig renna upp tíma- bil athafna, framfara og mikilla framkvæmda í landinu, til heilla fyrir alia iandsmenn. Fjöibreyii befii af ÍSfefni komið úf FYRIR nokkru er komið út fjöl- breytt hefti af Stefni, tímariti Sambands ungra Sjálfstæðis- i manna. Hefst það á Víðsjá, eftir 1 Magnús Jónsson frá Mel. Þá er grein eftir Gunnar G. Schram, stud. jur. um Sameiningu Ev- rópu og grein, sem nefnist Sagan af Syngman Rhee, eftir William- C. Bullit. Næst er greinin Innlend stjórn- mál eftir Sigurð Bjarnason. Aðrar greinar í heftinu em þessar: i Eru karlmenn að verða óþarfir til viðhalds mannkyninu, erlent stjórnmálayfirlit eftir Magnús Jónsson, Sandur af peningum, smásaga eftir P. G. Woodhouse, Hægri og vinstri, ræðukafli eftir Jón Pálmason aiþingismann og Undan okinu, bókarkafli eftir Gregory Klimov. Margar myndir eru í heftinu. og er það hið glæsilegasta. Allir þeir, sem vilja fylgjast. með innlendum og erlendum. stjórnmálum ættu að kaupa og lesa Stefni. Ritstjórar Stefnis eru eins og kunnugt er alþingismennirnir Magnús Jónsson og Sigurður Bjarnason. Höfundalaunin og Keilavíkursföðin VEGNA rangra blaðafregna urm kröfur STEFs á hendur útvarps- , stöð Bandaríkjanna hér á landi, vill framkvæmdastjórn félagsin* ! ekki láta hjá líða að taka fram. þetta: STEF gerir ekki hærri kröfur á hendur útvarpi þessu en á I hendur Ríkisútvarpinu miðað vig ( tímalengd flutnings. Félagið vill . hgr eftir sem hingað til kosta ] kapps um að sýna öllum notend- ( um fylistu sanngirni og hæ- , versku, en verður að fylgja föst- ' um reglum til að reyna a5 tryggja tónskáldum og rétthöfum mannsæmandi laun. i Hinsvegar er félaginu skylt aðt ! innheimta með áföllnum kostn- aði og viðaukum full gjöld hjá öllum þeim, er flytja tónlist í heimildarleysi og safna skuldum við STEF. — (Frá STEFI).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.