Morgunblaðið - 17.12.1953, Side 14

Morgunblaðið - 17.12.1953, Side 14
14 MORCUISBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. des. 1953 1 llréf s Til hvers er að safna nýyrðum ef þau eru ekki notuð Gusinar Gunnarsson MÍIUIÍIU) Sígurðar búnaðar- -mmmng i málasfjóra Sigurðssonar HI£> ágæta orð \{etni í stað vatns- efnis hefur nú unnið fulla hefð, og mun það blöðunum að þakka, sem oft nefna m. a. vetnissprengj ur. Orðið vatnsefni var þó hreint ekki meðal stirðustu orða máls- ins, þó að sjálfsagt væri að láta það víkja fyrir vetni. Aftur á móti eru menn á hverj- um degi í blöðum og ræðum að burðast með algerlega óhæf orð eins og t. d. alúminíum og köfn- unarefni enda þótt farið sé að nota í þeirra stað svo ágæt orð sem álm og lyfti, sem eru jafn góð og vetni en því meiri gróði •fyrir tunguna sem þau eiga að útrýma verri orðum en vatnefni var. Orðið álm er hvorugkyns og og beygist eins og járn. Þetta orð er tilorðið mjög svo eðlilega þannig að fyrst var í verzlunar skýrslum notað orðið álúm, sem að vísu vel hefði mátt hafa En þegar orðið alúm var borið fram hratt varð úr því álm, sem er enn betra og liðugra orð — jafn- gott og járn í samsetningum, sem er mjög heppilegt þareð álmið er einmitt á mörgum sviðum að útrýma járninu. Lyfti er myndað af orðinu loft eins og vetni af vatni, — og jafn liðugt á samsetningum. Klaufa- legra orð en köfnunarefni er ekki til í málinu, bæði stirt og rangt hugsað. Ekki líklegt að lyftið sé öðrum efnum fremur kæfandi, þar sem það er meirihluti sjálfs andrúmsloftsins! Orðin álm og lyfti eru ekki nýrri en það, að þau hafa þegar verið notuð bæði á prenti og í útvarþi. Einnig eru þau tekin upp í Nýyrðasafn dr. Sveins Bergsveinssonar I. h. 1953 og ekki ‘ verið reynt að finna önnur betri. Verðut því að líta svo á að þau hafi hlotið borgararétt í málinu, enda prýðilega til þess hæf. Verzlunarstéttin fylgist víst ekki ekki sérlega vel með þeim málhreinsunartilraunum, sem verið er að gera. Annars mundi hún sennilega telja sér hag í að taka upp auðsæjar endurbætur. f byrjun er rétt að setja eldra orðið með í svigum, til að forða misskilnin'gi. Til leiðbeiningar við myndun nýyrða ' skal þetta sagt: Aðaláherzla skal á það lögð að mynda einstofna íslenzkuleg orð — einkvæð eða tvíkvæð frumorð. í meðferðinni þarf oft ,á því að halda að mynda afleidd fleir- stofnaorð. Verða því frumorðin !að vera sem einföldust. Það er augljóst mál, að nýir samsetningar úr eldri fleirstofna- 'samsetningum gera tunguna flóknari, og ljótari. Það er mis- skilningur að það valdi nokkrum málspjöllum að taka upp ein- falda og tungutama stofna þótt þeir komi fyrir í öðrum málum, því að það sem gerir tungu vora íslenzkulega, eru ekki sjálfir orðstofnarnir heldur meðferð þeirra í afleiðslum og beygingum og svo auðivtað bygging setning- anna. Einfaldir stofnar eru alls ekki frekar eign eins máls en annars. Þeir eru fruméfni allra tungna jafnt. Heimskulegt er að hafna góð- um orðstofni fyrir það að mað- ur „kunni ekki við hann“. Við- kynningin kemur mjög fljótt við notkun orðsins. Aldrei hefði mál- ið auðgast að svo góðum orðum sem sími og bíll þykja nú vera, ef hlustað hefði verið á* alla þá sem ekki kunnu við þessi orð og fannst þau ótæk. Þannig var t. d. með röngu kveðið niður orð- ið stöðull um biðstöðvar strætis- vagna. Ef þettá orð hefði verið tekið umyrðalust, væri það nú talið gott og gilt, Flestir aðhyllast þá reglu að mynda nýyrði þannig að menn skilja strax hvað þau eigi að merkja. Þannig tóku menn t. d. athugasemdalaust víð orðinu malbik og að malbika. En þó að slíkar nýyrðamyndanir geti stundum tekist vel, er af fyrr- nefndri ástæðu alveg ógerlegt að hafa slíkt fyrir aðalreglu. Því fer fjarri að nauðsyn beri til að orð skiljist í fyrsta skipti er maður heyrir það. Aðalatriðið er og verður það hvernig það reyn- ist í notkun. H. J. Ný bék eftir Hugrúnu Á VEGUM ísafoldarprentsmiðju er komin út ný bók eftir skáld- konuna Hugrúnu (Filippía Krist- jánsdóttir): Hafdís og Heiðar. — Bók þessi er einkum ætluð yngri kynslóðinni, að hafa bæt- andi og göfgandi áhrif. Bókin segir frá kynnum Reykjavíkur- piltsins Heiðars og Hafdísar,' sem er dekurbarn í kaupstað úti á landi. Sagan gerist hér í Reykja vík að nokkru en aðallega úti á landi. I Frá því á árinu 1941 hafa kom- ið út átta bækur eftir Hugrúnu, þrjár Ijóðabækur, þrjár unglinga- bækur, ein skáldsaga og eitt smásagnahefti. Hafdís og Heið- ar er því níunda bókin frá hendi skáldkonunnar. 17. des. 1953 Þú átt afmæli í dag ég vil syngja þér lag þó að himnunum heyrirðu til. Það er minnisstætt mér meðan dvaldirðu hér göfgu líferni gerðurðu skil. Þú varst dáðrík og dygg dómgreind vinsæl og trygg lífsins heiðríkju ljómandi barst. Þitt var heimili hlýtt hreinum manndómi prýtt mæðra fyrirmynd mesta þú varst. Þó að mæddi þig margt meira fagurt og bjart var á leið þinni lífdaga — og þó þeir sem þekktu þig mest þar um vottuðu bezt harmur sár innst í hjartanu bjó. Meðan ljósið mér skín lifir minningin þín hana eina ég hef ekki misst. Þegar þreyttur ég kem um það við Drottinn ég sem hvort við híttumst jafn frjáls eins og fyrst. Aðfaranótt 23. sept. s.l. bað þessi látna vinkona mín mig í draumi, að gefa sér afmælisvísu. Uppfylli ég þá ósk hennar hér með og bið henni velfarnaðar og blessunar um eilífð alla. Guðm. Einarsson. HINN 16. október síðastliðinn andaðist að heimili sínu, Rauð- arárstíg 38, Gunnar Gunnarsson, ’ bifreiðastjóri. Banamein hans var hjartaslag. Hann var fæddur 3. febrúar 1919 í Reykjavík, sonur hjón- anna Kristjönu Einarsdóttur, Eyjólfssonar í Reykjavík og Gunnar Gunnarssonar, húsgagna smiðs, Gunnarssonar, kaupmanns í Reykjavík. Ungur missti Gunn- ar föður sinn, en nokkrum árum síðár giftist Kristjana, móðir hans, aftur, Sigurði Þorsteins- syni, hafnargjaldkera, sem reynd ist honum ávallt hinn bezti faðir. Hann var snemma settur til mennta, innritaðist ungur í Verzl unarskólann, og var þar tvo vet- ur, síðan fór hann til Englands og var einn vetur við nám í Pitt- manns College. Hafði þá vaknað hjá honum löngun til að sjá sig frekar um í heiminum og réði sig því sem skipverja á Kötlu, sem sigldi til Suðurlanda. Var hann nokkur ár í millilandasigl- ingum og var oft gaman að heyra hann segja frá því, er á daga hans dreif frá þeim tíma. Síðan gerðist hann starfsmaður hjá Sölunefnd setuliðseigna og starfaði þar meðan sú stofnun var við líði. Að því loknu gerðist hann bifreiðastjóri og stundaði það starf til dauðadags. Gunnar kvæntist árið 1941 eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Þorgilsdóttur og eignuðust þau tvö mannvænleg börn, sem hann lét sér mjög annt upn, og er þung- ur harmur kveðinn konu hans og ! börnum við hið sviplega fráfall hans. Gunnar heitinn var frekar hár maður vexti, dökkhærður og fríður sýnum. Það, sem ein- kenndi hann mest, var dugnaður hans og ötulleiki, að hverju sem hann gekk, ávallt glaðlegur og í góðu skapi og mjög tryggur vin- ur og hjálpfús. Og meðal vina hans mun lifa minningin um góðan dreng. G. G. Aðalfundur Glímu- r deildar Armanns AÐALFUNDUR Glímudeildar Glímufél. Ármanns var haldinn s.l. föstudag. Formaður Rúnar Guðmundsson skýrði frá félags- starfinu, sem var með miklum blóma. Ármenningar kepptu í öllum kappglímum á árinu með ágætum árangri, t.d. unnu þeir Jslandsbeltið (Rúnar Guðmss.) og alla fullorðnu flokkana í Landsflokkaglímunni. Þá fóru þeir margar sýningarferðir um nágrenni Reykjavíkur. Stjórnarkosning fór þannig: Formaður Hjörtur Elíasson, með- j stpórnendur: Guðm. Ágústsson,* 1 Gísli Guðmundsson, Grétar Sig- urðsson og Anton Högnason. Rún ar Guðmundsson, fyrrv. form. baðst undan endurkosningu, þar sem hann væri á förum af landi burt. AFKOMENDUR SIGURÐAR, búnaðarmálastjóra frá Draflastöð um, hafa falið mér, að safna saman — áður en um seinan verði — öllum fróðleik, sem unnt kynni að vera að fá um ævi Sig- urðar, líf'og störf. Ég rita því þetta bréf og sendi samtímis allmörgum mönnum, sem vitað er um, að haft hafa persónuleg kynni af Sigurði. Er það bæn mín til þeirra, að þeir gjaldi þessum stórmerka manni þökk sína og styðji jafnframt sæmd þjóðarinnar, með því að forða frá gleymsku og glötun hvers konar fróðleik um Sigurð Sigurðsson, búnaðarmálastjóra. Kemur hér, vitaskuld, ærið margt til greina: • 1. Æska og uppvöxtur. Auð- kenni mikilsmennis í sér- hneigð og áhuga, viðbrögðum og tiltektum í æsku. 2. Menntasókn og námsferill. Allt, sem bregður ljósi yfir þau atvik og örlög, er leiddu til þess, að hann, umkomu- lítill og bláfátækur bónda- sonur, aflaði sér svo víðtækr- ar menntunar. 3. Forustuhneigð og hæfileikar. Eldur áhugans, sem inni fyrir brann. Sársauki hins síðbúna manns andspænis ótæmandi verkefnum. 4. Skólastjórn, formennska í Búnaðarfélagi íslands og bún aðarmálastjórn. 5. Félagsmálaforusta á vett- vangi búnaðar- og ræktunar- mála, skógrækt, sandgræðsla og fleira. 6. Fræðsla í ræðum og ritum. 7. Samstarf með öðrum mönn- Nýsfárleg bék ÁNÆGJUSTUNDIR í eldhúsinu —matreiðslubók handa börnum. — heitir nýútkomin bók, er frú Rannveig Löve hefur þýtt. „Á nú að fara að láta börnin lesa langa doðranta um möllun mata?“ gæti hugsast að einhverj- ir spyrðu. En það er nú síður en svo. Bók þessi er mestmegnis myndir með stuttum orðskýringum. Og er hún því einkar aðgengileg fyrir það aldursstig barna, sem hún er ætl- uð, kallar til athafna, sem árang- ur má sjá af, og meira að segja smakka á. Fyrst er talað um eldhúsáhöld og ýmsar aðferðir við matargerð, undirbúning, öryggisreglur og húsráð. Síðan koma uppskriftir og leið- beiningar um matseld 30 rétta. Þetta er sett fram í stuttum setn- ingum, sem skýrðar eru með góð- um myndum. Er því varla nokkur hætta á alvarlegum mistökum. Tvær tólf ára vinkonur mínar náðu í bókina hjá mér að spreyttu sig á að búa til súkku- laðibúðing, eftir uppskrift bók- arinnar. Tókst þetta víst allvel. Önnur taldi sig þó ekki hafa lyst á „mallinu“. En hin hrósaði happi og hýsti allan skammtinn. En báðar sögðu, að þetta hefði verið „agalega" gaman og voru ráðnar í að reyna við fleiri rétti. Þetta er nýstárleg bók, sem byggir á möguleikum barnsins til að vinna sjálft. Og allar heil- brigðar telpur telja dagana þang- að til þær geta farið að elda mat fyrir mömmu. Hér er tækifærið. Mæður! Gefið dætrum yðar þessa bók, og þá má vænta þess, að bókin fáist greidd með meiri hjálp dætranna á heimilinu, og ef til vill færri hjónaskilnuðum í framtíðinni. ísak Jónsson. 8. Persónulýsing. Allt, sem brugðið getur ljósi yfir mann inn sjálfan, verkbrögð hans og vinnuaðferðir, skaphöfn (Karakter) hans og tilfinning ar, gleði hans, hugraunir og örðugleika. 9. Hvers konar minningar um Sigurð, samstarf með honum, ferðalög með honum, atvik úr lífi hans, gamansöm eða eft- irtektarverð á annan hátt. 10. Persónulegt álit um stöðu Sigurðar, búnaðarmálastjóra, meðal þeirra Islendinga, sem mestir hafa uppi verið á end- urreisnaröldinni; hvar Sagan muni skipa honum rúm í röð- um þeirra og hvers vegna. Enda þótt hér hafi verið tekin saman nokkur minnisatriði til yfirlits og leiðbeiningar, er hverj um einum vitanlega frjálst, að> kjósa umsögn sinni, upplýsingum og fræðslu um Sigurð, hvert það form, er hann sjálfur óskar. Á hitt leyfi ég mér að leggja megináherzlu, að hver sá, er sér bréf þetta og getur einhverju miðlað, er ann minningu Sigurð- ar, sæmd þjóðarinnar og menn- ingarframförum góðs hlutar, láti ekki undir höfuð leggjast, að veita þá aðstoð er hann má. Greinar þær, sem berast kunna, geta ýmist orðið birtar sjálfstæðar í fyrirhuguðu minn- ingarriti um Sigurð búnaðar- málastjóra eða í útdrætti og þá með tilvitnunum í stærri heild- argreinum. Loks bið ég um það, að þeir menn, sem kunna að eiga mynd- ir, er prýða mættu fyrirhugað rit og skýra efni þess, vildu lána þær til afnota. í fullu trausti um góða og greiða liðsemd kveð ég virðingar fyllst og vinsamlegast. Reykjavík, 10. nóv. 1953. Jónas Þorbergsson, pósthólf 811. Bókafregn ÚT ER komin bók um Vestfirði. Nefnist hún Sóknarlýsingar Vestfjarða og er mikið rit, hátt á sjötta hundrað síður í 8ktov, í tveim bindum. Sóknarlýsingar þessar, sem eni einstakt rit og merkilegt, eru skráðar um 1840 af prestum á Vestfjörðum samkvæmt beiðni nefndar Hins íslenzka bókmennta félags í Kaupmannahöfn. í nef nd þessari áttu sæti: Finnur Magnús son, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gislason, Brynjólfur Pétúrsson og_Jón Sigurðsson síðar forseti. I riti þessu er að finna margs- konar frðleik um menningu og atvinnuhætti á Vestfjörðum um miðja síðustu öld. Lýst er þar hverri sókn og nær hverri jörð innan hverrar sóknar, allt frá Breiðafjarðareyjum að Hrúta- fjarðará. Stórfróðleg er t. d. lýs- ing Flateyjarprestakalls eftir síra Ólaf Sivertsen. Lýsir hann þar Breiðafjarðareyjum svo ná- kvæmlega að engum núlifandi mun fært að líkja eftir. Auk þess sem ritið er mjög gagnlegt öllum þeim, er leggja stund á íslenzk fræði, ætti hver Vestfirðingur, sem ann sögu hér- aðs síns, að kappkosta að eign- ast það. Útgáfan er mjög vönduð. Með- al annars er í henni skrá yfir öll örnefni, sem koma fyrir í rit- inu, einnig 16 myndir teiknaðar af Stefáni Jónssyni. Formálinn er ritaður af pró- fessor Ólafi Lárussyni. Prentsmiðjan Oddi h.f. sá um prentverk og bókbandsvinnu. Útgefandi er Samband vest- firzkra átthagafélaga í Reykja- vík. BKZT AÐ AUCLÝSi /, I MORGUNBUAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.