Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 1
16 síður Rekstursútgjöld Reykjuvíkurbæjur 1953 urðu fjórðung Hæða Eisenhowers í Bandaríkjaþingi: „Engin ríkisstjóm getur breytt hjurtulugi erlends einræðisherru“ Forsetinn boðar bælta afkomu og baráffu fyrir tryggum heimsfriði. WASHINGTON, 7. jan. — Eisenhower forseti flutti Bandaríkja- þingi í dag hið árlega ávarp sitt, en þingið var sett í gærdag. Var ræða forsetans löng og ýtarleg. Rakti hann stefnu Bandaríkja- stjórnar í innanlands- og utanríkismálum. Erlendum þjóðum boðaði hann bætt verzlunarástand, áfram- haldandi tæknilega aðstoð, en minnkandi efnahagslega aðstoð. Hann boðaði aukið samstarf Bandaríkjanna og vinaríkja þeirra um atomvopn og atomorku og sameiginlega baráttu fyrir heimsfriði. Þegnum Bandaríkjanna boðaði forsetinn bætta afkomu og kvað höfuðstefnu Bandaríkjanna vera ofna þremur þáttum — varðveizla friðarins — trygg efnahagsafkoma — réttur ein- staklingsins. Var ræðu forsetans mjög vel tekið af þingheimi. Rekstrarhagnaður nær 18 milljónir kr., sem var varið til verklegra fram- kvæmda, svo sem barna- skóla, heilsuverndar- stöðvar, sjúkrahúss, barnaheimila og fieira Úr ræðu Gunnars Thoroddsens borgar- sfjóra á bæjarsfjómarfundi í gær. BORGARSTJÓRI lagði fram á bæjarstjórnarfundi í gær áætlun um rekstursreikning Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1953 og er áætlunin birt í heild annarsstaðar í blaðinu. Af þessum reikningi kemur fram að haldið er á f jármálum Reykjavíkur með hófsemd og festu, tekjur varlega áætlað- ar og útgjöldum stillt í hóf, eins og nauðsyn bæjarins líka krefur. „Frelsi Bandaríkjanna og | allra frjálsra þjóða“, sagði forsetinn, „er í hættu svo lengi sem heimsyfirráða- og svik- ráðastefna kommúnismans er við lýði í sinni núverandi mynd vopnavalds og yfir- gangs. Fremur nú en nokkru sinni fyrr er frelsi Ameríku tengt frelsi annara þjóða. — I samstöðu frjálsra þjóða er fólgið tækifæri okkar til að draga úr hættu þeirri er kommúnisminn býr yfir. Til að auka og styrkja þá sam- stöðu liggur mest ábyrgðin á þeim sem búa við mest frelsi og beztar aðstæður þ. e. Bandaríkjamenn meðal ann- ara“. GÆÐI LIÐINS ÁRS Forsetinn kvað Bandaríkja- menn mega vera þakkláta fyrir liðið ár. Við megum vera þakk- látir fyrir að synir ættjarðar vorrar falla ekki lengur í Kóreu. Við megum þakka fyrir stórstíg- ar framfarir sem orðið hafa á ýmsum sviðum á liðnu ári. Hættu efnahagskreppu hefur verið bægt frá, hélt forsetinn áfram. Mikill sparnaður hefur orðið í ríkisrekstri. Starfsmönn- um þess hefur verið fækkað um 183.000 manns. Skattar hafa og lækkað. Kostnaður vegna landvarna verður ekki eins tilfinninlegur og áður þar sem þau takmörk sem þjóðin setti sér í þeim efn- um eru nú skammt undan; samt fer dagvaxandi hernaðarmáttur Bandaríkjanna. AUKIÐ ÁSMEGIN Utan Bandaríkjanna hafa hafa gerzt gleðilegir hlutir. Kommúnistaofsóknin, sem stöðvuð hefur verið í Kóreu, vofir enn yfir Indó-Kína, en Frakkar berjast hetjulega gegn henni. í Vestur-Þýzka- landi, Iran og í ýmsum öðr/im löndum hefur hinum frjálsa anda aukizt ásmegin, svo þar ríkis nú meiri staðfesta og frelsi en um áraraðir. Hægt en örugglcga eflist hinam frjálsu þjóðum máttur, á sama tíma og þess sjást merki austan járntjalds að grundvöllur ein- ræðis og harðstjórnar er eins veikur og ofbeldi þess og fram koma er hörð. Að sönnu, hélt Eisenhower áfram, hafa orðið miklar og ánægjulegar breytingar á liðna árinu. Frumkvæðið hefur færzt Framlr. á bls. 12 Gunnar Thoroddsen Hitabylgja CHICAGO — Hitabylgja hefur nú leyst veturinn af hólmi í mörg um fylkjum Bandaríkjanna. í Kansas og Nebraska er hitinn 15 gráður. Tekjur á rekstrarreikn- ingi fara 5,3 millj. kr. fram úr áætlun. Gjöldin stand- ast fullkomlega áætlun, verða ca 90,6 milljónir en voru í fjárhagsáætlun áætluð 90 millj. og 858 þús. kr. eða verða 258 þús. kr, undir áætlun. Er hér um mjög athyglisverðar niðurstöður að ræða, sem sýna að fast hefur verið haldið á mál- unum bæði um sjálfa áætlun gjaldanna og framkvæmd bæjar- rekstursins. Mun leitun á þeirri opinberu stofnun eða bæjarfélaigi, sem getur sýnt svipaða útkomu. SAMANBURÐUR VIÐ RÍKISSJÓÐ Á sama tíma, sem gjöld Reykjavíkurbæjar eru undir á- ætlun er vitað að ríkisgjöldin fara verulega fram úr áætlun. Síðustu tölur, sem liggja ^rir um ríkisbúskapinn að þessu leyti eru frá árunum 1951 og 1952. Árið 1951 fóru útgjöld ríkis- sjóðs 16,6% fram úr áætlun og þótti þó Eysteini Jónssyni ekki mikið eins og sjá má af eftir- farandi ummælum, sem hann við hafði í fjárlagaræðu sinni, en þau eru þessi: „Ég hefi til fróðleiks athugað hvað umframgreiðslurnar á rekstrarreikningi nema miklu af fjárlagaupphæðinni og nema þær 16.6%. Ég hefi einnig athugað þróun þessara mála allar götur frá 1924, og kemur þá í ljós, að þetta eru lægri umframgreiðslur hlutfallslega en oftast nær hafa átt sér stað og langt undir meðal- lagi“. Árið 1952 fóru ríkisútgjöld 7.6% fram úr áætlun og var það mikil bót frá árinu áður en þoldi þó ekki samjöfnuð við Reykja- víkurbæ. Þess má geta að árin 1947, 48 og 49 urðu rekstrargjöld Reykja- víkurbæjar undir áætlun, en árið 1950 fóru þau nokkuð fram úr Framh. á bls. 2. „Samsæri andsfæðinga Framséknarflokksins" Vorið 1931 rauf ríkisstjórn Framsóknarflokksins Alþingi og efndi til nýrra kosninga. Aðalþingrofs- ástæðurnar voru tilgreindar tvær, samkvæmt frásögn Tímans hinn 22. apríl það ár. Komst aðal- málgagn Framsóknarflokksins þá þannig að orði, að „andstæðingar Framsóknarfloksins“ hefðu myndað „samsæri“ gegn honum. Þetta „samsæri“ miðaði fyrst og fremst að tvennu, samkv. frásögn Timans: „1. Að fjölga þingmönnum Reykjavíkur upp í 9. 2. Að ríkissjóður skyldi verVa látinn taka á sig 7 milljón króna ábyrgð fyrir Reykjavík til Sogs- virkjunarinnar." *, .^lW, Þannig tók Tímaliðið fyrstu tillögum Sjálfstæðis'Iokksins um virkjun Sogsins. Myndin hér að ofan sýnir tvo efstu mennina á framboðslista Framsóknar, Þórð Björnsson og Þórarinn Tímaritstjóra, virða fyrir sér árangurinn af „samsæri andstæðinga Framsóknarflokksins“, Ljósafossorkuverið í Sogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.