Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. janúar 1954 Fersæfisráðherra gerisf fjárhirðir David Ben Gurion, hinn vinsæli foringi Israelsmanna, sem líkt hefur verið við Móse, því að hann leiddi þjóð sína til fyrirheitna landsins, lét fyrir skömmu af embætti forsætisráðherra lands síns. Dró hann sig í hlé fyrir elli og þreytu sakir. Stundar hann nú kvikfjárrækt á litlu býli í Israel. Byggingarframkvæmdsr á vegum þess opinbera s.l. ár Á ÁRINU 1953 hafa bygginga- framkvæmdir á vegum þess opin- bera verið álíka og síðastliðið ár, og hefir samkvæmt upplýs- ingum frá Einari Erlendssyni, húsameistara ríkisins, verið unn- ið að eða uppdrættir gerðir að meira eða minna leyti að eftir- töldum byggingum: SJÚKRAHÚS OG TIL- HEYRANDI BYGGINGAR: ' Á Akureyri var fullgerð sjúkrahúsbyggingin og tekin í notkun. í Reykjavík var hafin smíði Hjúkrunarkvennaskólans og und- irstöður, kjallaragólf og að nokkru leyti kjallarinn steyptur upp. Ennfremur voru að mestu fullgerðir uppdrættir að stækk- un Landsspítalans, og þegar graf- ið fyrir byggingunni að nokkru leyti. í Hveragerði var læknisbú- staðurinn fullgerður og í Kópa- vogi var annað fávitahælið gert fokhelt. PRESTSETUR Prestseturshúsið að Hólum í ,Hjaltadal Var fullgert og annað nærri fullgert að Ásum. I Sauð- lauksdal og Árnesi er efrj hæð fullgerð og að Kálfafellsstað nærri fullgerð. í Fellsmúla er steypu lokið að mestu. KIRKJUR í Reykjavík voru steyptar undirstöður undir skip Hall- grímskirkju á Skólavörðuhæð og að Ystaskála var unnið að kirkjubyggingunni að innan og utan. Á Svalbarðseyri var kirkjuhúsið komið undir þak. SKÓLAR : Lokið var uppdráttum og gröftur hafinn að menntaskóla- húsi í Reykjavík og á Akureyri var haldið áfram smíði heima- vistarskóla Menntaskólans. Á Siglufirði var 1. hæð gagn- fræðaskólans steypt upp. í Reykjavík var unnið að upp- {Iráttum kennaraskóla íslands. BARNASKÓLAR OG FÉLAGSHEIMILI Á Hofsósi var barnaskóli enn í smíðum (stendur í stað). Að Finnboðastöðum var heimavist- arbarnaskóli fullgerður. í Ólafs- vik var 1. hæð barnaskólans steypt upp. Á Djúpavogi var stækkun barnaskólans að nokkru fllllgerð. SUNDLAUGAR Á Akureyri var enn unnið að sundhöllinni. Á Hellisandi var unnið að laug og klefum, en ekki fullgert. í Höfn í Hornafirði var sundlaug fullsteypt og þró tekin í notkun. í Stykkishólmi var byggingu sundlaugar haldið áfram. Á Húsavík var fullsteypt þró og búningsklefar. Áð Reykj- um í A.-Hún. var sundskáli full- gerður. í Hafnarfirði var sund- höll fullgerð. í Borgarnesi var að fullu steypt sundlaug og kjallari. í Keflavík voru endur- bætur við sundhöll Keflavíkur framkvæmdar og fullhúðað utan. VERKAMANNA- BÚSTAÐIR Gerðir uppdrættir og unnið að verkamannahúsum víða um land sem undangengið ár. ELLIHEIMILI í Hafnarfirði var elliheimili fullgert og tekði í notkun. ÍBÚÐARHÚS O. FL. Á Hólmavik var breyting sýslumannshúss lokið; Að Hólum í Hjaltadal var kennarabústaður gerður fokheldur. Á Blönduósi var sýslumannshús gert fokhelt og vel það. Að Reykhólum var skólastjóraíbúðarhús fullgert. Að Klúku í Bjarnarfirði var hafin bygging að skólastjóraíbúð. PÓST- OG SÍMAHÚS í Eyjafirði var byggingu út- varpshúss lokið. I Reykjavík var , viðbyggingu við landssímastöðina komið undir þak. Að Egilsstöðum var símstöð gerð vel fokheld. Á Sauðárkróki var póst- og síma- hús að verða fokhelt. ÝMISLEGT í Reykjavík var lokið við- byggingu við ríkisprentsmiðjuna Gutenberg. Auk framangreindra verka, hefir sem venja er til verið fram kvæmdar aðgerðir, breytingar, viðhald og eftirlit með ýmsum opinberum byggingum utan og innan bæjar. í Indverjar faka sfór- lán í Bandaríkjunum NÝJU DELIII, 6. jan.: — í dag var tilkynnt hér í borg, að Indverjar hefðu tekið efnahags- lán í Bandaríkjunum, að upphæð 2514 millj. dollara. Voru samn- ingar um Ián þetta undirritaðir í dag. Indverska stjórnin hyggst eink um nota fé þetta til ýmisskonar landbúnaðarframkvæmda í Ind- landi. — Reuter. SKÁK Eftir ÁRNA SNÆVARR og BALDUR MÖLLER - Afmæli Framh. af bls. 7. Norðurlanda og þá sérstaklega Dana. Okkar löggjöf nær þá lengra, því við látum skoða alla báta, sem er 6 metrar að lengd eða lengri og hvergi fer skoðun á skipum eins oft fram og hér er gert. — Var skoðun skipa ekki strangari í stríðinu en ella? — Jú, þá var reglum um örygg isútbúnað skipa mjög mikið breytt, og hert á eftirlitinu, enda full þörf þá. Þá þurftu öll skip sem fóru til útlanda að fá haf- færisvottorð, áður en það fór úr síðustu höfn. Ein ástæðan var sú að í stríðinu tók að bera á því, að smá skip og jafnvel togarar sigldu utan án þess að brýnusta öryggis yrði gætt. Vildu menn fá sem mest í aðra hönd fyrir hyerja ferð, eins og gefur að skilja, en gættu þess ekki sem skyldi, að ofhlaða ekki skipin. Var þá hert á eftirlitinu til þess að koma í veg fyrir ofhleðslu skipanna og van- rækslu á að hafa allan öryggis útbúnað í fullkomnu standi. Eftir stríð var þessu eftirliti að nokkru leyti aflétt, en á síðasta ári til fulls. — Og að lokum, hefur ekki öryggisútbúnaður skipa aukizt á síðu|tu árum? ÖRYGGISÚTBÚNAÐUR EYKST — Jú, hann hefir aukizt veru- lega og má geta þess, að 1953 var sett ný reglugerð, en í henni eru ýmsa rendurbætur og er sumt sniðið eftir alþjóðalögum, en annað miðast við íslenzka stað- hætti og legu þessa lands. Nú er þess krafist að öll skip 50 rúm- lestir og stærri hafi línubyssu, svifblys, ljóskastara, svo að nokk uð sé nefnt. Enn fremur miða þessar nýju reglur að meiri og fullkomnari hollustuhætti um borð i skipum en verið hefur. Við þökkum svo þessum mæta borgara Reykjavíkur samstarfið og óskum honum og konu hans Ólöfu Sigurðardóttur, frá Flatey á Breiðafirði, heilla í framtíðinni. M. Heimdallur - ferðadsild FERÐADEILD Heimdallar er beðin að mæta í skrifstofu Heimdallar kl. 8,30 í kvöld. Skákeinvígi Akra- ness og Keflavíkur 22. okt. til 30. des. 1953. LOKIÐ er skák þeirri, sem skák- menn á Akranesi tefldu við skákmenn í Keflavík með milli- göngu Morgunblaðsins, og les- endur blaðsins hafa fylgzt með frá degi til dags. Svo sem menn hafa séð, hefur baráttan verið mjög hörð og jöfn, en svo fór þó að róðurinn varð þeim Keflvík- ingum nokkuð þungur er þeir uggðu ekki að sér. Birtist skákin hér í heilu lagi. Fyrir Akranes tefldu Gunn- laugur Sigurbjörnsson, Vigfús Runólfsson, Árni Ingimundarson og Guðmundur Bjarnason, en fyr ir Keflavík Þorbjörn Hjálmsson, Matthías Helgason, Þorbjörn Einarsson og Gunnar Sigurjóns- son. Hvítt: Akranes. Svart: Keflavík. Drottningarbragð. 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 d7—d5 Þótt leikjaröð sé breytt, er nú komið fram venjulegt. drottning- arbragð. 4. Rgl—f3 c7—c6 5. e2—e3 Rb8—d7 6. Bfl—d3 d5xc4 7. Bd3xc4 b7—b5 8. Bc4—d3 b5—b4 Með þessum leik bregða Keflvík- ingar út af algengustu leikaðferð „hálf-slavnesku“ varnarinnar, Meran-vörninni, 8. — —, a6, 9. e4, c5, 10. e5, cxd4, 11. Rxb5! Rxe5! sem er mjög flókin, en mik ið rannsökuð. Leiðin er Keflvík- ingar fara er fær, þótt ekki náist fyllilega jafnt tafl. 9. Rc3—e4! Bf8—e7 10. Re4xRf6f Rd7xRf6 11. e3—e4 Bc8—b7 12. Bcl—g5 Rf6—d7! Leikur þessi virðist gefa betri raun en sá, sem þekktur er, 12. --------, 0—0, 13. Hcl (Botvinnik —Lisitzyn 1933), en þá hefur hvítur mun betri stöðu. 13. Bg5xBc7 Dd8xBe7 14. 0—0 Hægfara leikur, en 14. Hcl, c5, 15. Bb5, 0—0! sýnist ekki gefa betri möguleika, þótt freistandi sé. 14. 0—0 15. Hfl—el Hf8—d8 16. Ddl—e2 c6—c5 17. Hal—dl Ha8—c8 Höfuð-„kennisetning“ slavnesku varnanna er: takizt sv. að ná að leika c6—c5 án óhagræðis, er staðan orðin jöfn og svo er einnig hér. Hv. á nú engan sannfærandi sóknarleik. 18. d4xc5 De7xc5! Óvænt, beinna lá við Rxc5, en þessi leikur er trúlega betri. 19. h2—h3 h7—h6 20. Bd3—bl e6—e5(?) En nú bregst þeim bogalistin! með Re5! hélt sv. fyllilega jöfnu tafli. 21. Rf3—h4! Rd7—f6(?) Valdinu á f5, sem sv. ranglega sleppti, varð að ná strax aftur með g6. 22. Rh4—f5 Kg8—h7 23. De2—f3 a7—a5 Til greina kom Db6, til þess að valda Rf 6og síðan g7—g6. 24. Df3—g3 g7—g6? Slæmt; Re8 var þolanlegt, þótt hvíta taflið sé frjálsara. 25. Dg3—h4! g6xRf5 Annarra kosta er ekki völ. 26. Dh4xRf6 Dc5—c7 27. HdlxHd8 Hc8xHd8 28. e4xf5 Hd8—d4 Nú reka Skagamenn smiðshöggið á sókn sína með snöggu lagi. — Lengur mátti verjast með He8, en eftir 29. Dh4 er staðan óefni- leg. 29. Df6—e7! Dc7xDe7 30. f5—f6f Kh7—g8 e4 dugði ekki vegna fxD, 31. Bc6, Bxe4f. Hvítur vinnur. 31. f6xDe7 Bb7—c6 32. Hel—cl og Keflvíkingar gáfu taflið. Ef þeir leika Bb5 kemur 33. Hc5 og ef Bd7 kemur Bf5 og sv. neyðist allavega til að leika Be8 og þá kemur Hc8 og sv. er varnarlauS. Leiksviðin séu sönn eftir- mynd þess þjóðlífs, er sýningar eiga að túlka ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ á að vera þjóðlegt. Því hlutverki gegnir það fyrst og fremst með því að taka íslenzk leikrit til sýningar. En jafnframt hefir það þá skyldu til þess að láta umgjörð þeirra sýninga vera þjóðlega — að leik- sviðin sé sönn eftirmynd þess þjóðlifs, sem sýningar eiga að túlka og þess umhverfis, sem það þjóðlíf hrærist í. Þetta ætti að vera vandalítið verk, en á því hafa orðið þeir misbrestir, sem ekki eru ræmandi og ekki mega vera óátaldir. Það er Þjóðleik- húsinu ekki sæmandi að auglýsa fráfræði um íslenzka þjóðháttu fyrrum og íslenzka náttúru, því að vissulega geta tjaldamálarar þess og sviðstjórar fengið leið- beiningar sögufróðra manna og jarðfræðinga. Fjallasviðin í Skugga-Sveini báru átakanlega vott um þekk- ingarleysi á íslenzkri jarðfræði. Sviðin í Pilti og stúlku sýna álíka vanþekkingu á íslenzkum stað- háttum. Það byrjar þegar í upphafi. Þar eru traðarveggir hlaðnir úr höggnu grjóti, en á þeim tíma er sagan gerist hjuggu fslendingar ekki grjót nema í kvarnarsteina. Á prestsetrinu eru bæardyr ýzt í húsaröð. Það mun aldrei hafa átt sér stað á stórbýlum eins og prestsetrum. Bæardyr voru sem næst miðju og stafnar annarra húsa til beggja handa. Þarna eru aðeins sýnd tvö stafþil, og það sem nær áhorfendum er, kemur skáhalt við hitt. Slíkt er enn meiri fjarstæða. (Það er líka rétt, sem segir í einu blaðinu, að stafnþil á íslenzkum bæum voru aldrei máluð úr brodd- skitu). Tvö svið eru frá Reykjavík. Þau sýna bæði algjöra vanþekk- ingu á því hvernig höfuðborgin var á þeim árum. Á öðrum staðn- um er leiðsviðið við tjörnina, sér á tjarnarbrekkuna, vind- mylluna á Hólavelli og Keili í baksýn, svo ekki er um stað- setningu að villast. Tjörnin blasir þarna við og er hallfleytt, og var mesti óþarfi að hafa hana svo, en máske stafar það af því hvernig ljósið fellur þar á. Dans- hús er svo sett á bakka hennar Framh. á bls. 12 SKÁKÞRAUT Á. S. 1952 Hv. mátar í 2. leik. LAUSN á skákþraut í síðasta skákþætti. Þess var ekki getið, sem þó hefði verið nokkur ástæða til, að höfundur þrautarinnar þá og nú er ekki Árni Snævarr heldur áð- ur óþekktur skákmaður, er ekki lætur nafns síns getið frekar en stafirnir segja til. Skákþrautin frá því síðast leystist þannig: 1. Db4—f8 og mát í næsta leik, hverju sem leikið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.