Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. januar 1954 MORGUTSBLAÐIÐ 9 F ramf íðar f y rirkomu- lag brunatrygginga er í athugun Ymsar leiðir rannsakaðar Ur annálum kommúnismans: Hosenberghjónin og síðustu aftökur Kremlmanna BÆJARFULLTRÚI Framsóknar skrifar langa grein í Tímann í gær um brunatryggingarnar hér í bænum. Bæjarfulltrúanum er fullkunn- ugt um allt hið rétta í sambandi við gang þessara máia með því að borgarstjóri hefur oftar en einu sinni skýrt frá gangi þeirra í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúi Framsóknar þarf ekki að skrifa langa grein, fulla af rangfærslum og beinum ósann- indum um þessi mál af því hann viti ekki betur, heldur mun hann telja sér vænlegt að þyrla upp moldviðri í kringum sig fyrir kosningarnar. LEIÐIR, SEM ÞARF AB VELJA UM Gangur málsins nú er þessi: Bæjarráð samþykkti skv. til- lögu Sjálfstæðismanna í s. L febrúar að segja upp samningi um brunatryggingar við Alm. tryggingar og var svo gert. Renn- ur samningurinn út þann 1. apríl n.k. en hann er gerður til 5 ára í senn. Samtímis samþykkti bæjar- stjórn að láta athuga hvort fara skyldi fram almennt útboð eða hvort tiltækilegt væri að Reykja- víkurbær tæki sjálfur trygging- arnar í sínar hendur. Athugun þessi er bæði umfangsmikil og tímafrek og var hagfræðingi Reykjavíkurbæjar falið að fram- kvæma hana en hann hefur verið ráðunautur bæjarins i þessum málum á annan áratug. Þegar þessum athugunum er lokið að fuliu verða þær Iagðar fram og ákvörðun tekin um hvað rétt sé að gera í þessum málum. Þannig standa þessi mál í augnablikinu. Gildandi samning- ur rennur út 1. apríl og sá sami sérfræðingur Reykjavíkurbæjar, sem haft hefur ráðuneyti um þessi mál mörg undanfarin ár hefur með höndum athugun þess hvað rétt sé að gera. Innan skamms munu þessi mál, að fengnu áliti sérfræðingsins, verða tekin til athugunar, rædd í bæjarráði og bæjarstjórn og síðan tekin endanieg ákvörðun. neina hálfu Hér var ekki um „gleymsku" að ræða af bæjarins og var að öllu með mál- ið farið af hálfu borgarstjóra, eins og eðlilegt var og tíðkast hafði. BARÁTTA VIÐ TÓMIÐ Bæjarfulltrúi Framsóknar hef- ur hér ekki af neinu að státa. Hann telur sig í Tímanum hafa barizt einhverri baráttu. Þá bar- áttu kannast enginn við. Það gæti hinsvegar stafað af því, að j bæjarstjórnarsalurinn tæmist mjög og þá ekki sízt af fylgi- fiskum Þórðar sjálfs, þegar hann talar og kann því að vera að hann haí'i einhverntímann háð einhvern bardaga í sambandi við þetta mál, við þögla stóla, auð borð og andrúmsloft lítils álits. Pakisfan fær hern- aðarlega aðsloð Irá Bandaríkjunum KARACHI, 7. jan. — Forsætis- ráðherra Pakistan sagði í dag, að Pakistanstjórn og Bandaríkja- menn hefðu í stórum dráttum rætt áætlun um hernaðarlega að- stoð er Bandaríkin veittu Pak- istan. Kvað hann ekkert hafa verið rætt um hve aðstoðin yrði mikil né hvaða tæki Pakistan myndi fá. Forsætisráðherrann sagði að ekkert þeirra landa, sem hann hefði nýlega heimsótt hefðu gert athugasemdir við áform Pakist- ans. Tilnefndi hann að Indverjar hefðu ekki fundizt athugavert þó Pakistan þægi efnahagslega aðstoð, en forsætisráðherrann kvaðst engan mun sjá á efna- hagslegri og hernaðarlegri að- stoð. ER ROSENBERGS-HJÓNIN VORU TEKIN AF LÍFI HINN 19. júní í sumar voru Ros- enbergs-hjónin tekin af lífi í Bandaríkjunum. Þá ætluðu kommúnistar um heim allan, ekki síður hér á landi en annars staðar, af göflunum að ganga, út af því „réttarmorði", sem þeir sögðu vera framið. Með aftöku fólks þessa var þó verið að fullnægja lögmætum dómi, sem æðri dómstólar höfðu ekki fengizt til að hnekkja, þrátt fyrir marg endurteknar áfrýj- anir. ' Réttarhöldin höfðu farið fram í aimannaáheyrn, svo að allir þeir, sem vildu, gátu gert sér grein fyrir sýknu eða sakleysi hinna ákærðu. GLÆPIR í ÞÁGU KOMMÚN- ISMANS ÁTTU AÐ GERA ÞAU AÐ DÝRLINGUM Sönnunargögnin lágu ljóst fyr- ir og engum óblindum áhorfanda gat dulizt, að ærsl kommúnista stöfuðu af því einu, að glæpur Rosenbergs-hjónanna hafð* verið unninn í þágu hins alþjóðlega kommúnisma og valdhafanna Kreml. A hjón þessi höfðu sem sé sannast njósnir fyrir Rússa og í augum kommúnista er slíkt ekki Iastvert, þótt bað brjóti í bága við landslög og velsæmi, heldur á skilið hið æðsta lof og prís. Kommúnistar reyndu samt að dylja þessa sönnu ástæðu fyrir hamförum sínum undir gæru yfirskins mannúðar og réttlætis. Framferði sjálfra þeirra hefur nú rétt einu sinni svipt af þeim hræsnisgærunni. BERÍA OG JÓLAHELGIN Rétt áður en byrjað var að hringja inn jólahátíðina með kristnum þjóðum, bárust þau tíð- indi frá Moskva, að nýbúið væri 1 að taka af lífi Bería og sex aðra af þeim, er til skamms tíma höfðu verið meðal valdamestu manna Sovétríkjanna. Einmitt alveg sömu dagana í júní sem kommúnistar létu hæst yfir meðferðinni á Rosenbergs- hjónunum og réttaróvissunni í ast spurðist til Beria með fullri vissu. Þá var hann heldur ekkert smámenni í augum kommúnista. Þá gegndi hann embætti vara- forsætisráðherra' allra Sovétríkj - anna rússnesku og gekk næstur að völdum og virðingu sjálfum forsætiráðherranum, Malenkov. Tign og ágæti Beria þótti þá með slíkum afbrigðum, að Bryn- jólfur Bjarnason, Kristinn Andrésson, Guðmundur Vigfús- son og Jónas Árnason hefðu með engu móti fengizt til að mæla um hann misjafnt orð. KOMMÚNISTAR MEÐGANGA AÐ ÞEIR IIAFI DREPIÐ BERÍA En skyndilega dró ský fyrir sólu. Á þeim dögum ársins, sem sólin er hæst á lofti og birtan mest, var Beria ásamt ótöldum félögum sínum varpað út í hin yztu myrkur. Síðan hefur ekk- ert með öryggi af þeim spurzt fyrr en valdhafarnir í Kreml fullyrtu, að þelr hefðu látið drepa Beria og sex félaga hans á einum dimmasta degi ársins. Sjálfir segja þeir, sem fyrir drápinu standa, að þeir hafi gert það að undangengnum dómi, en um þann dóm var öðru vísi farið að en í Rosenbergs-málinu. Ef réttarhöld hafa átt sér stað yfir Beria, voru þau ekki í almanna- áheyrn, heldur fyrir Iuktum dyr- um. Og dóminum þeim fékkst ekki áfrýjað. Æðri dómarar áttu þess ekki kost, að athuga þar öll gögn í ró og næði. Valdhöfunum í Kreml þóttu byssurnar og jörð- in geyma þessa fornu félaga sína bezt. Þess vegna var framinn á þeim skyndiaftaka daginn áður en jólahátíðin hófst. Svona segja kommúnistar þessa sögu. Aðrir segja öðru vísi frá. Það skiptir í sjálfu sér litlu máli. Valdhafarnir í Kreml hafa sjálfir valið þá frásögn, sem þeir vilja láta dæma sig og hina kommúnisku kenningu eftir. Hún lýsir hátterni, sem flesta hlýtur Bandaríkjunum var það sem síð- að hrylla við. En þó eru til, jafn- Konunprinn varð að svara í símann vel hér á íslandi, menn, sem lof- syngja þessar aðfarir. Það fólk, sem svo svarta samvizku hefur, er meira að segja svo óskamm- feilið, að það býður fram sér- stakann lista við bæjarstjórnar- kosningarnar hér í Reykjavík og víðast hvar annars staðar í kaup- stöðum landsins. Hér í bæ hafa kommúnistar bíræfni __ til að krefjast þess, að þeim sé fengiiv forustan í bæjarmálefnum Reykjavíkur. GLUNDROÐALIÐIÐ TF.FLIR VÖLDUNUM í HENDUR KOMMÚNISTA Er og auðsætt, að ef forustan skyldi hverfa úr höndum Sjálf- stæðismanna hlyti hún að lenda hjá kommúnistum. Þeir eru næst stærsti flokkurinn í bænum og aðrir andstæðingar Sjálfstæðis- manna, sem vilja hnekkja núver- andi meirihluta, geta ekki gert neina grein fyrir því, hvernig; þeir ætli að stjórna Reykjavíkur- bæ, aðra, en það verði gert með samtarfi við og undir forustn kommúnista. Reykvíkingar, hvar í flokki, sem þeir annars standa, munu ekki una slíkum vinnubrögðum. Reykvíkingar munu aldrei sætta sig við, að verjendur ofsókna og réttarmorða fái forustuna í mál- efnum bæjarfélags okkar. Sjórn Sjálfstæðismanna í ba> og ríki er eina haldgóða vörnin gegn slíkum aðförum hér á landl. Af þeirri ástæðu og ótal mörgum öðrum munu fleiri Reykvíkingar nú en nokkru sinni áður sýna Sjálfstæðismönnum traust sitt og kjósa lista þeirra við bæjar- stjórnarkosningarnar. Friðrik iapaði FRIÐRIK Ólafsson tapaði fyrir Bronstein á skákmótinu í Hast- ings í gær. „GLEYMSKA", SEM ENGIN VAR Tíminn fleyprar um að ráða- menn Reykjavíkurbæjar hafi „gleymt“ að segja upp þeim samningi sem gilti um bruna- tryggingar fyrir 5 árum. Auðvitað er þetta uppspuni frá rótum eins og nú skal greina: Þegar kom til uppsagnar fyrir 1. apríl 1949 var sama trúnaðar- tnanni bæjarins og nú falið að athuga hvað gera skyldi og lagði hann eindregið til að uppsögn færi ekki fram af hálfu Reykja- víkurbæjar heldur yrði samn- ingurinn framlengdur. Borgar- stjóri lagði málið tvívegis fyrir bæjarráð og hreyfði enginn, hvorki Sjálfstæðismenn né aðrir, andmælum gegn því, að ekki yrði sagt upp. Var^pví til hins síðasta gengið út frá að hér yrði engin breyting á en síðasta dag upp- sagnarfrestsins var haldinn reglu legur bæjarstjórnarfundur, sem stóð fram á kvöld, að venju. Á þeim fundi kom fram tillaga um að segja upp samningum um' | | TH 'Y " \ brunatryggingari þvert ofan i V*wfi ' W" .... 'ShÍH1 álit sérfræðingsins og afstöðu! ", v , bæjarráðs og var hún samþykkt SendinefndJrk Egyptalandi for í opinbera heimsokn til Saudi-Arabiu i sambandi vio lat Ibn en talin of seint fram komin af Sai|d til þess að votta samúð Egypta. Var Nasser varaforsætisráðherra fyrir nefndinni. Hér sést gerðarmönnum, sem til þess voru j hann ræða við hinn nýja konung Saudi-Arabíu, sem orðið hefir þó að hætta samtalinu augnablik, kvaddir að meta gildi hennar, [ þar sem síminn hringdi. Þegar Þórður sprafl úr sæti Á BÆJARSTPÓRNARFUNDI £ gær kom Magnús Ástmarsson. bæjarfulltrúi fram með tillögu um skipun „sparnaðarnefndar", sem í skyldu vera fulltrúar allra flokka bæjarstjórnarinnar. — Fylgdi Magnús tillögunni úr hlaði á sinn venjulega, ástúðlega hátt og bjóst enginn við, að þessi hógværa tillaga mundi hreyfa hjarta eða taugar nokkurs manns. Borgarstjóri tók tillögunni vel Og taldi, að ef til vill mætti finna nýja menn, „sem nóttina ættu að stytta“, eins og forðum, en sjálf- sagt væri viðkunnanlegra að bíða með skipun nefndarinnar þar til ný bæjarstjórn hefði ver- ið kosin, því ýmsar og óútreikn- anlegar gætu nú breytingarnar orðið, til dæmis að flokkur, sem nú ætti sæti, fengi ekkert í hinni nýju bæjarstjórn o. s. frv. Ekki hafði borgarstjóri sleppt orðinu, er Framsóknarfulltrúinn, Þórður, spratt úr sæti og brann honum eldur úr augum, framan. í borgarstjóra. Spurði þá borgar- stjóri hann, hvort hann tæki þessi ummæli sérstaklega til sín. Varð þá almennur hlátur, en óþarfi er að skýra frá frekari viðbrögð- um Þórðar, því þau voru hvorki fróðleg né til gamans. Má víst með sanni segja, að það væri miskunnarverk af Reyk víkingum að leysa þennan bæj- arfulltrúa frá lengri kvölum þar í bæjarstjórn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.