Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. janúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 7 Ólafur T. Sveinsson. — Myndin er tekin á heimili hans í gær. Sjötugur: Úlafur T. Sveinsson skipaskoðunarsfjóri ÉG er fæddur á Flateyri, sagði Ólafur T. Sveinssson skipaskoðun arstjóri, þegar tíðindamaður Mbl. hitti hann snöggvast að máli að heimili hans hér í bæ í gær. Tilefnið var sjötugsafmæli Ólafs á þrettándanum. Foreldrar mínir voru þau hjón- in Sveinn Rósinkranzson skipstj. Og bóndi og Sigríður Sveinbjarn- ardóttir á Hvilft í Önundarfirði. Árið 1903 hóf ég smíðanám á Sólbakka í Önundarfirði, en á sumrin var ég vélstjóri á hval- veiðiskipum Hans Ellefsens þar, en hugurinn sótti lengra og árið 1908 fór ég til Kaupmannahafnar Og hélt áfram smíðanámi á Köb- enhavns Flydedok & Skibsværft, Og var þar í eitt ár. Síðan fór ég á Köbenhavns Maskinistskole og tók fullnaðarpróf þaðan og síðan próf í rafmagnsfræði, en þess var þá krafist til þess síðar að geta öðlast réttinda til vélgæzlu á stærstu skipum. Árið 1913 í júlí kom ég heim aftur að loknu námi. STOFNAÐI SKIPAEFTIRLITS- STOFU Ég var ekki nema nokkra daga hér, þvi ég fór strax til Englands að sækja togara, sem keyptur var þar og var á því skipi um hríð, en 1. jan. 1914, var ég ráðinn vélafræðiráðunautur Fiskifélags íslands og annaðist þá kennslu- störf og eftirlitsstörf. Þessum störfum gegndi ég til 1. jan. 1920, en þá setti ég sjálfur á stofn skipaeftirlitsskrifstofu, og var það rnikið fyrir áeggjan þáver- andi forstjóra EimskipaféJags íslands, hr. Emil Nielsen, og hafði ég þá eftirlit með skipum Eimskipafélagsins og flestum togurum, sem þá voru hér. Síðar varð Bjarni heit. Þorsteinsson for stjóri samstarfsmaður minn, þar til hann og Markús heit. ívars- son stofnuðu vélsmiðjuna Héð- ínn. Eftir það var ég einn, en hafði þá aðstoðarmann. SKILNINGURINN Á NAUÐSYN EFTIRLITS HEFIR AUKIZT — Hafið þér æ siðan unnið Við skipaeftirlit? — Já. — Hvernig var starfið í fyrst- unni. Fannst mönnum skipaeft- irlitið ekki hálfgerður óþarfi? — Jú, það má kannske segja, að því var mjög misjafnlega tek- ið i fyrstu, en líka má segja það, að skil-ningur manna á nauðsyn eftirlitsins hefur mikið aukist. Þetta var þá brautryðjendastarf og tekur því nokkurn tíma að átta sig á hlutunum, starfið var því bæði vandasamt og erfitt. Dugnaður ísl. sjómanna verð- ur aldrei of mikils metinn, en reynslán hefur því miður sýnt að hirðusemi og umhyggja fyrir hinum ýmsu bjargtækjum á skip- um gæti veyið mun betri, en einn- ig þetta hefir mikið batnað. — Hvað vilduð þér segja okkur um starf yðar í upphafi? — Skömmu eftir 1920 var þess óskað af þáverandi ráðherra að ég kynnti mér öryggiseftirlit með skipum erlendis, og dvaldi ég því á Norðurlöndum um hríð. Árang- urinn var af því, var sá, að ný lög og reglur voru settar um eft- irlit með skipum og 1. jan. 1923 hófst sjálft eftirlitsstarfið á veg- um ríkiisns, og var ég þá ráðinn ráðunautur ríkisins í skipaskoð- unarmálum. Árið 1929 var mér falið að hafa | á hendi endurskoðun á mælingu skipa og skrásetningu undir yfir umsjón fjármálaráðuneytisins. 1 Lögum og reglum um eftirlit með skipum hefur oft verið breytt til batnaðar og nú síðast 1947 voru ný lög sett um skipa- eftirlit. í þeim lögum felst mikil endurbót fyrir meira og betra ör- yggi skipa. Þá var bætt verulega um starfskrafta og skipaðir 5 eft- irlitsmenn í fjórðungum landsins og hefir það reynst ágæt ráð- stöfun. SÍZT LAKARA SKIPAEFTIR- LIT HÉR EN ERLENDIS — Hvað munduð þér vilja segja okkur meira um skipaeftirlit hér- lendis. Gefur það skipaeftirliti erlendis nokkuð eftir? — Nei, síður en svo. Skipaeftir- litið hér er sniðið eftir löggjöf Frh. á bls. 10. Gjafir fil SVFI ÓLAFUR Kr. Þórðarson, Tungu, Tálknafirði, kr. 2000. Börn og bárnabörn Þorvaldar Kristjáns- sonar frá Svalvogum til minn- ingar um Þorvald á 80 ára af- mælisdegi 3000. Eimskipafélag Is lands 10000. Sjómenn og verka- menn Þorlákshöfn 1265. Sjóvá- tryggingafélag íslands í tilefni 25 ára afmælis félagsins 10000. Skiltagerðin August Hakansson, afsláttur 350. Félag sérleyfishafa í tilefni 25 ára afmælis félagsins 1000. Sigurjón Gunnarsson 50. Guðný og Kristján Eggertsson frá Dalsmynni 200. Hr. forstjóri Loftur Bjarnason í tilefni 25 ára afmælis 1000. Guðrún Kristjáns- dóttir, Njálsg. 16 50. Sr. Sigurjón Árnason, safnað við messu í Hallgrímskirkju 1073,15. Sr. Jón Þorvaldsson, safnað við messu 1. 2. 1952 389,74. Sr. Óskar J. Þorláksson, safnað við messu 1261,30. Jón E. Bergsveinsson, innk. úr sparibauk úr Lagarfossi 9. Sr. Árelíus Níelsson, Lang- holtsprestakall 1140. Katrín Krist ófersdóttir, Barónsstíg 57 50. Is- lenzk endurtrygging í tilefni af 25 ára afmæli félagsins 2000. Inn- komið við messu í Fríkirkjunni 425,05. Eva Hjálmarsdóttir 100. Úr sparibauk .22,77. Jöklar h.f. 1500. Jón G. Jónsson, Patreks- firði 100. Afhent af sr. Sigurjóni Árnasyni 10. Jóh. Guðlaug Bjarnadóttir, Efstasundi 92 100. Sr. Jakob Jónsson, samskot við messu 318,95. Kristín Þorvarðar- dóttir, Skjaldartröð 100. Bjartey Halldórsdóttir, Garðhúsum 100. Þórunn Tómasdóttir, Garðhúsum 100. M.H., Stokkseyri 500. Lovísa Ingimundardóttir, Hjarðarholti 100. Olga Berndsen, Hverfisgötu 117 100. Læknishjónin Vopna- firði 1500. Ónefnd 100. Ólafur Pétursson, Galtárdal, Fellsströnd 200. Slysavarnad. Hafrún, Eski- firði 2000. Ólafur Ingimundar- son, Svanshóli 50. Ingimundur Ingimundarson og systkini, Svans hóli, til minningar um móður þeirra, Ólöfu Ingimundardóttur 1000. Slysavarnad. Landbjörg, frá fólki í Landssveit til fólksins Auðnum, Svarfaðardal 2200. Kvenfélag Villingaholtshrepps 25. The Grimsby Steam Fishing Vessels Mutual Insurance & Pro- tecting Co. Ltd 4555. Guðjón Jónsson, Kópavogi 100. Háseti á Hvalfellinu 50. Hr. kaupm. Þor- steinn J. Sigurðsson 300. Magnús Magnússon, Laufási, Eyrarbakka 100. N.N., Eyrarbakka 50. Sig- urður Jónsson og fjölskylda, Steinabæ 50. Margrét Eyjólfsdótt ir, Steinshúsi, Eyrarbakka 100. Pétur Svetnsson og Jón Bene- diktsson, Vogum 310. Eiríkur Torfason og frú, Bárugötu 32 20. The Hull Steam Trawler Mutual Insurance and Protecting Co Ltd 5042,23. Tvær ófiefndar konur Gufudalssveit 30. Guðrún Jóns- dóttir, Gufudalssveit, til minn- ingar um Hrefnu Illugadóttur 50. Svanhvít Magnúsdóttir og Ellert Jón Hara*ldsson, til minningar urp dóttur þeirra Ingu Guðrúnu 500. Ónefnd stúlka 100. Slysavarnad. Nauteyrarhr. til minningar um Jakobínu Þorsteinsdóttur 465. Jó- hann Árnadóttir, Patreksfirði 500. Slysavarnad. Samúð til fólks ins að Auðnum 2060. Böðvar Friðriksson, Einarshöfn, Eyrar- bakka 50.00. Kristín Jensdóttir, Elliheimilinu 50. Slysavarnad. Barðastrandar 1000. Haraldur Sigvaldason, Brúarhóli 200. Þór- arinn Stefánsson, bóksali, Húsa- vík 100. Kvenfélagið Ársól, Súg- andafirði 4000. ÁIIEIT E.J. Slysavarnad. Kollfirðingur 10. S.E. 25. I.G. 50. Áslaug 100. Þorkell Guðmundsson, Óspaks- eyri 150. S.S.S.S. 10. S.G. 50. I.Á. 100. B.J.H. 40. Stefán Hannes- son 50. Ónefndur 100. Ung stúlka 140. Sigurður Þórðarson 100. Una Benjamínsdóttir 50. Gamall Pat- reksfirðingur 50. Qnefpd 100. Anton Sigurðsson, Fáskrúðsfirði 100. E.s. 100. Ónefndur 500 N.N. 100. V.K. 50 G.S.G. 200. Ágúst Guðjónsson, Reyðarfirði kr, 12,50. Læknisráð vikunnar: Beinkröm og lýsi LÆKNAR sem komnir eru til ára sinna muna glöggt, hve bein- kröm var algeng fyrir 20—30 árum, muna hin magnlausu ves- ældarlegu, vansköpuðu born og mörg þeirra fengu krampa. Mest bar á þessu á veturna og vorin.1 Nú virðist mörgum að bein- kröm sé að mestu horfið og þakka aað bættu mataræði barna og notkun meðalalýsis. Þó er þess, getið í læknaskýrslum á þessu ári að þessi sjúkdómur komi all- ^ oft fyrir og geti orðið þungur. Fyrst eftir að enskir læknar lýstu sjúkdómi bessum um miðja 17. j öld, gerðu menn sér almennt grein fyrir honum og eftir það varð nafnið „enska veikin“ við-' loðandi. Á læknamáli heitir hann j „rachitis". Sjúkdóms þessa verður vart einkum í börnum á áldrinum þriggja mánaða til 116 árs. Bein-j kröm verður skæðust á útmán- uðum eða snemma vors. Sjúkdómurinn gerir fyrst vart við sig með þeim hætti að börn- in verða óvær, svitna mikið, verða magnlaus og fölleit. Síðan koma hin greinilegu sjúkdóms- einkenni í ljós: beinabreytingar, þannig að beinin verða lin, höf- uðkúpubeinin verða sumstaðar mjúk og fjaðrandi átöku, hnakk- inn flatur, vegna þess að höfuð- kúpan lætur undan, því að barn- ið liggur á hnakkanum. Beinin bólgna um liðamót, einkum í úln- og öklaliðum. Brjóstkassinn breyt ist, verður annað hvort inndreg- inn eða gengur út og líkist þá fuglsbrjósti. Bólga myndast í rifjunum, þar sem bein og brjósk mætast, sem sézt og finnst eins og væru smáhnútar undir hörund inu. Handleggir og sérstaklega hin mjúku bein í fótleggjum bólgna svo barnið verður hjól- beinótt eða kiðfætt. Bein mjaðm- argrindarinnar þrýstast saman svo að hún mjókkar. En þetta getur haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir stúlkubörn þegar þau ná fullorðinsaldri, og eiga að fæða börn. Hryggurinn getur bognað og skekkst eða hvoru tveggja. Þetta er alvarlegur og þung- bær sjúkdómur, fái hann að kom- ast í algleyming. Mörg þeirra barna, sem veikjast alvarlega, deyja vegna þess að mótstöðu- afl þeirra gegn ýmiskonar smit- un er mjög litið, einkum er þeim hætt við kvefi og sem afleiðing af því lungnakvef og lungna- bólgu. Auk þess geta börnin fengið krampa. Þetta var fyrr á tímum almennt kallað barnakrampi. Margar kenningar hafa komið fram um orsakir beinkramar, en eftir því er vér bezt vitum nú stafar hún fyrst og fremst af d-fjörvi skorti. D-fjörvið er mest í lýsi úr tún- fiski og lúðu, einnig í venjulegu þorskalýsi. Auk þess mikið í eggjarauðum og lítið eitt er af því í mjólk og smjöri. D-fjörvi- magnið í mjólkinn minnkar þeg- ar vetrar. D-fjörvi myndast líka í húð- inni þegar sólin nær að skína á hana. Menn verjast því bein- kröm með því að sjá sér fyrir nægilegu magni af d-fjörvi í fæðunni eða að verða nægilega sólbrenndir. Enda er reynslan sú að bein- kröm gerir aðallega vart við sig í norðlægum löndum en sjaldan í sólríku loftslagi. Gömul reynsla er fyrir því að lýsi er ágæt vörn við beinkröm. Menn hafa lika komist að raun um frá fornu fari að sólarljósið sé til bóta þó menn vissu ekki í gamla daga hvers vegna svo var. En nú vita menn það. Þar sem við nú vitum þetta þá er það sorgleg staðreynd að enn skuli börn veikjast af beinkröm og verða fyrir þá sök vanheil og bera þess varanleg merki síð- ar í lífinu. Tannskemmdir geta og stafað frá beinkröm bernsku- áranna. Allt of mörg börn bíða meira og minna tjón á heilsu sinni af beinkröm. Menn ættu því að strengja þess heit að út- rýma henni að öllu leyti úr landinu. Öll börn, en fyrst og fremst þau sem fá aðra fæðu en móður- mjólkina, og jafnvel brjóstbörn- in líka eiga að fá lýsi allt frá. því þau eru þriggja til fjögurra vikna gömul. Það er auðveldast að gefa börnunum lýsið í dropa- tali fyrst í stað. Fjórir dropar af lýsiskjarna sem jafngilda ura það bil 800 svonefndum d-fjörvi- einingum er mátulegur skammt- ur. Börnum, sem fædd eru fyr- ir tímann þarf að gefa helmingi meira, eða 8 dropa. Hægt er að gefa dropana blandaða mjólk. Margir fullyrða að börnin þurfi að fá lýsisskammtinn allan árs- ins hring en undir öllum kring- umstæðum þurfa þau lýsis- skammtinn á tímabilinu frá október fram í maí. Allir er hafa ekki þegar gert sér þetta að reglu byrji á morg- un og haldi því óslitið áfram. Fjórir dropar af lýsiskjarna á hverjum degi frá því barnið er 3—4 vikna gamalt. Þegar börnin fara að stálpast fái þau barna- skeið af venjulegu þorskalifrar- lýsi eða eina til þrjár lýsispill- ur eftir því hve sterkar pillurnar eru. Vegna framfara í meðalalýsis- iðnaðinum hefur d-djörvimagn- inu í lýsisdropum og pillum ver- ið breytt hvað eftir annað á seinni árum. Þar eð of mikið d-fjörvimagn getur haft í för með sér alvarleg sjúlcdómseinkenni, mega menn ekki ákveða upp á eigin. spýtur hve mikinn skammt börnin skuli fá. Læknir -verður að segja til um það. (Eftirprentun bönnuð) Benóný Friðriksson skipsijári, 50 ára BENÓNÝ FRIÐRIKSSON, einn af kunnustu aflamönnum Vest- mannaeyja varð fimmtugur í gær. Benóný fæddist 7. janúar 1904, í Vestmannaeyjum, sonur sæmd- arhjónanna Friðriks Benónýsson- ar og Oddnýjar Benediktsdóttur frá Gröf. Skipstjóri og aflakló hefur Benóný verið um 30 ára skeið og gegnir því starfi enn með mikilli prýði. Hann er sjó- maður með afbrigðum, harðsæk- inn, glöggur, aðgætinn og lán- samur. Hann hefur aldrei misst mann af skipi sínu og hefur hann þó marga hildi háð í tafli um líf og dauða við Ægi og veðra- guðinn. Benóný er viðurkenndur bjarg- maður og fáir eru veiðnari en hann með háf, skytta er hann ágæt og sjaldan komið tómhent- ur úr slíkum ferðum. Aðeins hrafl af afreksverkum manna eins og Benónýs Friðrikssonar, væri efni í stóra bók, ef þau væru skráð, og afrakstur af vinnu slíkra manna til þjóðarbúsins ekki alltaf metinn að verðleik- um. Benóný er mjög vinsæll með- al skipshafna sinna og er vinur þeirra og félagi. Benóný er kvæntur Katrínu Sigurðardóttur og eiga þau 8 mannvænleg börn. Ég óska Benóný til hamingju með fimmtugsafmælið og vona að hann eigi enn um ókominn tíma eftir að stjórna fleyi. Vinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.