Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. janúar 1954 1 Stúlka óskast til að innheimta reikninga og til léttra skrifstofustarfa. Uppl. í vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar, Skúla- túni 6. Speed Graphic myndavél, 6X9 cm, til sölu. Filterar og tveir flashlamp- ar fylgja. Tilh. sendist afgr. blaðsins, merkt: „Speed Graphic — 478“. Tempo- Rúllugardínur afgreiddar eftir máli. Einnig sett nýtt á gömul kefli. TEMPO Laugavegi 17 B Vil taka net til fellingar. Uppl. í síma 9894 frá kl. 1 e. m. næstu daga. Sveinn Sveinsson. IMæfion undirkjólar, buxur, sokkar, blússur (kr. 99,95). Þvotta- svampar, púðsvampar. — Rayon-skjört kr. 56,85. SÁPUHÍISIÐ k Austurstræti 1. Brúnt Peningaveski tapaðist á nýársnótt; senni- lega skilið eftir í bíl eða tapazt norðan til á Óðins- götu eða þar í grennd. Finn- andi vinsaml. hringi í síma 81634. Góð fundarlaun. Óska eftir 2ja—3ja herb. SBtJH Þrennt fullorðið í heimiii. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „Ó. —- 480“. Glæsilegt Sófaborð í rókókóstíl, ónotað, til sölu í Kvisthaga 12 (kjallara). Til sýnis kl. 6—8 í kvöld. • • Keflavík: TIL SÖLU STIJLKA Tvenn kjólföt, skyrtur fyigja. Einnig ný kvenkápa, óskast á lítið heimili. — meðalstærð. Upplýsingar í Uppl. í síma 418. síma 6709. JÖRÐ! Til sölu er stór og vel hýst jörð, sem verður laus í vor. Jörðin er tilvalin fyrir f jár- og hrossarækt. Æskilegast er að skipta á húsi eða íbúð í Rvík. Tilb. sendist blaðinu merkt: „Laxveiðijörð - 471“. Hagkvæm skipti Rafvirki vill taka að sér raflögn í húsi og fá bíl sem greiðslu, helzt vörubíl. Mætti vera ógangfær. Einnig koma til greina kaup á bíl. Uppl. í síma 82367 kl. 7—8*/2 e. h. STULKA óskast til húsverka frá kl. 8»/2—12 eða 2. Upplýsingar í síma 81788. Bíll óskasi Lítill 4 manjia bíll óskast til kaups, helzt eldra módel. — Tilboð eendist afgr. blaðsms fyrir 12. þ. m., merkt: „Ódýr — 479“. 8TLLBÍA óskast í vist. (Ekki ungling- ur.) Frí öll kvöld. — Uppl. í Stórholti 41. ▲ BEZT AÐ AVGLÝSA £ T / MORGVNBLAÐim T Húseigendur 2—4 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu. Get útvegað stúlku í vist og barnagæzlu 1—2 kvöld íviku. Uppl. í síma 6729 kl. 2—6 í dag. HERBERGI óskast nú þegar fyrir prúða og reglusama stúlku. Uppl. í síma 5454 kl. 7—9 e. h. næstu daga. Kópavogsbúar Getur ekki einhver leigt ungu og reglusömu kær- ustupari íbúð? Þarf að vera 1—2 herbergi og eidhús eða eldunarpláss. Tvennt i heim- ili. Uppl. í síma 4939. TIL SÖLU ísskápur, stór, sófasett í gömlum stíl, sessilon-sófi, ný uppgerður, djúpir stólar, imiterað skinn, ný, ensk al- föt„ lítil númer, verð kr. 300, karlmansarmbandsúr, ný, verð frá kr. 240, o. m. fl. Verzlunin Hveríisgótu 16. Ódýrir hjólbarðar 900X13 á kr. 750,00 825X20 -- 995,00 750X20 - 895,00 700X20 - 825,00 Barðinn h.f. Skúlagötu 40. — Sími 4131. Vísnakver Guðbrtmdur Sigurðs- son Hruinkelsstöðum Vísnakver, eftir Snæbjörn Jónsson. — H.f. Leiftur. — Reykjavík 1953. SNÆBJÖRN JÓNSSON er mikil hamhleypa til ritstarfa og geng- ur ávallt hreint til verks og djarfmannlega í ritum sínum. Aldrei hefir hann vegið aftan að neinum. En það er um hann eins Og alla, sem reyna að þjóna sann- leikanum eins og bezt þeir kunna, að oft eru þeir misskildir og mis- jafnar verða löngum vinsældirn- ar, enda mega þeir jafnan vera við því búnir að taka á sig nokkr- ar skrokkskjóður frá þeim, sem úr skúmaskotum kasta leir eða grjóti að öllum, sem reyna að segja þeim satt. Betur er þeim löngum þakkað, sem ástunda það að smjaðra eða Ijúga að sinni samtíð. En aldrei hefir Snæbjörn bliknaö eða blánað fyrir slíkum sendingum, veit sem er, að hjá þeim komst enginn af flokki spámannanna. Allir, sem þekkja Snæbjörn nánast, vita hvílíkur drengskap- armaður hann er og merkismað- ur í hvívetna. Er það hvort tveggja að hann er stórvel að sér í bókmenntum enda svo frá- bær smekkmaður á bókagerð, að íslenzkir útgefendur hefðu mátt margt af honum læra, ef þeir hefðu á hann hlustað og meira hugsað um að hafa bækur sínar fagrar en stórar. Er útgáfa hans af Ljóðmælum Gríms Thomsens og fleiri bækur, sem hann hefir haft hönd með, til mikillar fyrir- myndar um bókagerð, enda ættu allir menn að skilja það að stór- leikur bókmenntanna birtist sízt af öllu í miklu pappírsmagni og tröllslegu broti. Ein er sú bókmenntagrein, sem Snæbjörn hefir lagt mikla rækt við og kunnað að meta mörgum betur, en það eru rímurnar. Sjálf- ur hefir hann kveðið geysimik- inn rímnaflokk um íslenzk skáld meiri og minni, sem hann nefnir: Skáldaflotinn, um þúsund erindi og er þar mörg geysihagleg vísa og um margt er þessi flokkur hinn merkilegasti og sýnir hversu Snæbjörn er leikinn í hinum fornu rímnaháttum. Sams konar rímnaflokkar, sem ortir voru fyrir öld síðan, voru á hvers manns vörum á íslandi. En það er með rímurnar eins Og ullar- vefnaðinn. Það sem yljaði þeim gömlu er nú gengið úr móð, og komin önnur tízka, sem óvíst er að okkur henti betur. Nú er komið út Vísnakver eft- ir Snæbjörn, ekki svo lítið sem það lætur lítið yfir sér. Þetta er reyndar allmikil ljóðabók um 200 bls. á stærð, og hið fegursta að öllum ytra frágangi eins og vænta mátti. En jafnvíst er hitt, að innihaldið svíkur engan. Ekki temur Snæbjörn sér atom ljóð eða aðra nýtízku í ljóða- gerð, orðadútl, sem enginn skil- ur, hvað á að merkja, líklega ekki einu sinni höfundarnir sjálf- ir. Hér er skynsamleg hugsun og mergur í hverju kvæði og mörg eru ljóð þessi stórvel gerð eins og t. d. hrynhendan um Guðmund Friðjónsson, sálmurinn: Þegar bækur mínar fóru, Gömul minn- ing, Á gömlum kirkjugarði, Haustvísur og svo framvegis. — Fyrir höfundinum vakir það allt- af fyrst og fremst að segja eitt- hvað. Formið hefir hann ekki alltaf hirt jafnmikið um að fága, ekki gefið sér tíma til þess. En samt sem áður eru þarna gull- lalleg erindi og vísur svo vel kveðnar, að þær sýna hversu langt höfundurinn hefði getað komizt í orðsins list, ef hann hefði nokkurn tíma sjálfur tek- ið skáldskap sinn alvarlega og litið öðruvísi á hann en tóm- stundaverk. En þó að einhvers staðar kunni að finnast hrukka á ljóðum þessum, eru þau þó af þeirri tegundinni, sem lesin verð- iliinningarorð í DAG verður til moldar bor- inn að Borg á Mýrum, Guðbrand- ur bóndi Sigurðsson á Hrafnkels- stöðum. Með honum er í valinn fallinn einn merkasti búhöldur úr byggð um Borgarfjarðar. Guðbrandur fæddist í Miðhús- um í Álftaneshreppi 20. apríl ár- ið 1874. Hann var af traustu bændafólki kominn í báðar ættir. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Brandsson frá Fornaseli og Halldóra Jónsdóttir, Árnason- ar frá Kirkjubóli í Hvítársíðu. Guðbrandur var með foreldr- um sínum til tíu ára aldurs. Þá fór hann I fóstur til hjónanna Péturs Þórðarsonar og Sigríðar Jónsdóttur að Smiðjuhóli. Dvald- ist hann hjá þeim, þar til þau brugðu búi. Guðbrandur mun þá hafa verið nær tvítugu. Á æsku- árum sínum átti hann þess eigi kost að hljóta mikla bókmennt- un, en menning íslenzkra þjóð- hátta mótaði Guðbrand frá blautu barnsbeini í foreldrahúsum og æ síðan. Hann var fróðleiksfús og minnugur Og háði sér því stað- góðrar þekkingar á ýmsum þjóð- legum fræðum Og hafði þau jafn- an í hávegum. Á árunum eftir að hann fór frá Smiðjuhóli stundaði hann ýmsa almenna vinnu. Hálf þrítugur hóf hann búskap í Miðhúsum með f or eldrum sínum. Árið 1901 gekk hann að eiga Ólöfu Gilsdóttur, Sigurðssonar bónda að Krossnesi. Er sá ættbogi bæði mikill og merkur. Árið eftir hófu ungu hjónin búskap í Litlu-Gröf í Borgar- hreppi. Eigi bjuggu þau þó lengi þar, því vorið 1907 fluttust þau að Hrafnkellsstoðum á Mýrum og rpá segja að þar hefjist aðal lífsstarf þeirra Guðbrandar. Aðkoman að Hrafnkellsstöðum mun eigi hafa verið sem bezt. — Hús öll að falli komin og túnið kargi einn. Hófst Guðbrandur nú handa af mikilli elju og byggði bæinn upp að nýju, jafnframt því, sem reist voru peningshús öll svo og hlaða. Þá gekk Guðbrandur ótrauður að ræktunarstörfunum Og hóf að slétta túnið, auk þess sem hann réðst fljótlega í umfangsmikla nýrækt. Árið 1930 byggði hann mynd- arlegt steinhús og mun það vera með stærstu íbúðarhúsum í sýsl- unni. En störf Guðbrandar voru eigi einungis unnin heima á búi hans. Ævistarf hans var alla tíð tví- þætt. Annars vegar baráttan fyr- ir afkomu stórrar fjölskyldu, en á hinn bóginn leiðtogastarf í mál- efnum sveitar- og sýslufélaganna. Guðbrandur var kosinn í hrepps nefnd Hraunhrepps árið 1913 og oddviti hennar var hann kjörinn 1919 og gegndi hann því starfi um þrjátíu ára skeið. Þá var hann lengi formaður búnaðarfélags Hraunhrepps. — Hann var einn þeirra, er ötulast unnu að stofnun Kaupfélags Borgarfjarðar í Borgarnesi. Gegndi hann Og trúnaðarstörfum um hríð í þágu þess. Það yrði of langt má' að ætla að rekja hér öll afskipti Guð- brandar af opinberum málum og verður því eigi fleira talið hér, en það, sem að ofan greinir og er það þó ærið starf af höndum leyst í hjáverkum frá búskapn- ur oftar en einu sinni, og kvæðin munu því betri þykja sem þau eru oftar lesin. Þetta sker venju- lega úr um það, hvoru megin hryggjar kveðskapurinn liggur. Benjamín Kristjánsson. um. Það mun vera skoðun þeirra, er kunnugastir eru, að öll störf Guðbrandar í Qpinberu lífi hafi hánn rækt með hinni mestu prýði enda var á málunum tekið af hógværð og traustri dómgreind. Sveitungar Guðbrandar, sem og aðrir, er til þekktu, höfðu á honum miklar mætur og leituðu oft til hans um heilræði. Var það að vonum, því Guðbrandur var maður ráðhollur og traustur. Framsækinn var hann og þótti stundum nokkuð ráðríkur, eins og oft hendir þá, sem einarðir eru og treysta réttmæti skoðana sinna. Hann gekk því jafnan af fullri einurð að hverju verki, hvort sem það var heima eða heiman. En Guðbrandur ekk eigi einn að starfi. Ólöf húsfreyja hans, er nú lifir bónda sinn, reyndist hon- um alla tíð hin traustasta hjálp- arhella og stóð fyrir heimili þeirra að Hrafnkellsstöðum af hinum mesta myndarskap. Heim- ili þeirra hjóna hefur jafnan ver- ið rómað fyrir gestrisni, enda nutu húsbændur mikillar vin- áttu sveitunganna og fjölmargra annarra, er fjarri bjuggu. Þau Guðbrandur og Ólöf eign- uðust 11 börn. Eru 10 þeirra á lífi, hið mesta myndarfólk. Vinir Hrafnkellsstaðafjölskyld- unnar votta henni djúpa samúð sína, vegna fráfalls hins mæta heimilisföður og óska henni alls góðs á komandi tíð. Ásg. P. GÆFA FVLGIR trúlofunarhring- unum frá Signrþóri, Hafnarstræti 4. — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið nákvæmt mál. M.s. Dronning Alexandréne fer frá Kaupmannahöfn 19. jan. til Færeyja og Reykjavíkur. Til- kynningar um flutning óskast sendar sem fyrst til skrifstofu Sameinaða í Kaupmannahöfn. Frá Reykjavík fer skipið 26. janúar til Færeyja og Kaup- mannahafnar. Farþegar eru beðn- ir að innleysa farseðla sem fyrst. Tilkynningar um flutning óskast. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. (Erlendur Pétursson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.