Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. januar 1954 Japanir efla herinn TÓKÍÓ 7. jan. — Tilkynnt hefur verið í Japan að hernaðarráðu- neyti landsins hafi í hyggju að fjölga bæði í landher, flugher og flota landsins um 45 þúsund menn. Þar af munu um 7000 menn fara á tundurspilla þá, sem Japanir vonast til að fá frá Banda ríkjunum. Um 6500 menn verða kvaddir í flugherinn, en honum eru að berast allmargar nýjar flugvélar. Hermálaráðuneytið segir, að með þessari aukningu verði í japanska hernum 260 þúsund menn. — Samkvæmt friðarsamn- jngunum áttu Japanir að hafa 110 þús. manna her, en síðan hefur verið fallist á að sá her væri stækkaður. — Eisenhower Framh. af bls. 1. í hendur hins frjálsa heims. Það er okkar að nota það til aukins öryggis, bættrar efnahagsafkomu Og til varðveizlu friðarins. VARNARÁÆTLUN Forsetinn lagði fram fyrir þing ið áætlun um landvarnamál, sem samþykkt hefur verið af herfor- ingjaráði Bandaríkjanna. Áætl- unin er í 6 liðum; og helztu atriði hennar þessi: Auka skal samvinnu Banda ríkjanna og vinaríkja þeirra varðandi atomvopn. Skipu- leggja skal betur hervæðingu í Bandaríkjunum og í því sam bandi hafa samvinnu við Kanda. Einnig á að styrkja varnir Bandaríkjanna betur og koma fastari grundvöll undir útgjöld því varðandi. Eisenhower skoraði á Rússa að ganga til samvinnu við Lýð ræðisþjóðirnar um friðsam- lega notkun atomorkunnar. VERZLUNARMÁL Eisenhower kvað nauðsyn bera til að haldið -yrði áfram á sama hátt og áður að aðstoða aðrar þjóðir tæknilega en efnahagsað- stoð við önnur lönd verður minnkuð. Forsetinn ræddi og um heims- verzlunina og boðaði aukið frelsi í slíkum viðskiptum. Nauðsyn er, sagði hann, að finna betra fyrir- komulag á þeim viðskipturú og bæta greiðslufyrirkomulagið, svo að okkar vinaríki geti í þeim efnum staðið á eigin fótum. Forsetinn sagði að hann myndi fara þess á leit við þingið að það Staðfesti samninginn sem Banda- ríkin og Suður-Kórea gerðu með sér og að hann myndi einnig biðja þingið um hjálp til þess að leiða stríðið í Indó-Kína til lykta. Einnig sagði hann að Bandaríkin myndu halda áfram að styðja þjóðernissinnastjórnina á For- mósu. — Fjárhagsáætlunina legg Ur forsetinn fyrir þingið 21. jan. n.k. en útgjöld ríkisins munu samkvæmt því verða 7 milljörð- Um dollurum lægri en s.l. ár Eisenhower rakti nokkuð ýtar- legar ýmis innanríkismál, af- komu þegnanna og atvinnuveg- anna. Og í niðurlagi ræðu sinnar sagði forsetinn: VILJI BANDARÍKJANNA „Ein ríkisstjórn jretur unn- ið af alhug fyrir friði, og beð- ið þegna sína að færa fórnir friðarins vegna. En engin rík- isstjórn getur breytt hjarta- lagi erlendra einræðisherra til hins betra, ef góður vilji er þar ekki fyrir. Til allrar ham- ingju hefur bandaríska þjóð- in, sem búið hefur verið betri skilyrði en aðrar þjóðir efna- lega,' aldrei misst sjónar af friðinum, sem hún metur meir en öll efnaleg verðmæti." Síldin kcinur ura Bifreiðaslys í gær fyrir sunnan Hafnar- fjörð HAFNARFIRÐI — Um hálfeitt leytið í gærdag varð bifreiða- árekstur rétt fyrir innan bæinn Straum. — Líkbifreið Hafnar- fjarðar var á leið til Keflavík- ur er bandarísk bifreið af Kefla- víkurflugvelli ók á líkbílinn með þeim afleiðingum, að sá fyrr- nefndi kastaðist út af veginum. Bifreiðastjóri líltbílsins skýrði blaðinu svo frá, að ameríska bif- reiðin hafi ekið á hægra kanti og hefði bifreiðastjórinn sýnilega misst stjórn á bíl sínum, og því ekið á hann. Lenti sá bandaríski á vinstri hlið líkvagnsins og kastaðist því næst út af veginum. Vegarkanturinn þar sem bíllinn fór út af veginum er 4—5 metr- ar á hæð. Bandaríski bifreiða- stjórinn slapp ómeiddur, en kvenmaður, sem með honum var, meiddist, en óvíst er, hversu mikið. — Líkvagninn skemmd- ist töluvert. G. næstu mánaðamót BERGEN, 7. jan. — Undir venju- legum kringumstæðum er á þess- um tíma mikið líf í síldarbæjum Noregs. Nú eru hafnirnar hins vegar auðar og stafar það af því, að G. O. Sars, sem fylgist með síldargöngunni, er enn langt á hafi úti. Finn Devold, fiskifræð- ingur, hefur látið svo um mælt, að síldarinnar sé ekki von upp að ströndinni fyrr en um mánaða mótin janúar-febrúar. —NTB - Fiskimaf Framh. af bls. 11. föst upplýsingaþjónusta, einnig er nauðsynlegt að þarna komi líka fram hinar lélegri hliðar á verkuninni, svo samanburðurinn verði gleggri og eftirminnilegri. Þá þarf að taka útvarpið í þjónustu þessa fræðsluhrings, bæði með fróðlegum fyrirlestr- um og eins fastan þátt, „Spurn- ingar og svör“ um þessi mál, og ég efast ekki um það að starfs- fólk iðjuveranna mun notfæra sér þá fræðslu, er því yrði þann- ig látin í té, til þess að það svo geti leyst þessi störf af hendi svo sem bezt má og útrýmt verði hinum leiðu framleiðslugöllum. Oddur Kristjánsson. Hörður Ólafsson Málflutningsskrifstofa. uaugavegi 10. Símay 8033?,, 7673 MIMtM SÍMf í kvöld klukkan 9. Gömlu dansarnir Harmónikukvintettinn Icikur. Dansstjóri: Baldur Gunnarsson. Söngvari: Sigrún Jónsdóttir. Aðgöngumiðasala frá kl. 7. - MARKtJS 1) Þú ert sannarlega heppinn, Siggi. Van Horn-hjónin eiga lag- legustu dóttur .... 2) .... s6m er alveg dásamleg. — Siggi: Þakka þér fyrir, það er laveg fyrirtak. - Leiksviöin Framh. af bls. 10. þar sem Suðurbær var áður, þar sem Guðmundur böðull bjó. Slíkt danshús hefir víst aldrei verið til í Reykjavík. Byggingarlagið er fjarstæða og staðsetningin fjarstæða. Danshús Reykvíkinga var þá klúbburinn, veggjalágt hús, með háu risi og stóð þar sem nú er Herkastalinn. Hefði vel mátt sýna það til annarar handar og smiðjuna til hinnar handar, en hafa útsýn til tjarn- arinnar milli þeirra. Hitt sviðið er þó enn átaklanlegra. Aldrei hefir nokkur blettur í Reykja- •dk verið því líkur. Og þetta verður enn athyglisverðara, vegna þess að brunnur hefir ver- ið settur miðsvæðis og getur það ekki verið annað en Ingólfs- brunnur í Aðalstræti. Eftir stað-, setningu hans ætti hús Möllers kaupmanns að hafa verið þar sem nú er verzlun B. H. Bjarnason. En til hvers er þá verið að gera bragga úr gömlu biskupsstofunni og mel, með inngröfnum kofum þvert yfir Aðalstræti? Og margt fleira mætti nefna. Ef einhverjum finnst þetta hót- fyndni, þá er hægt að svara því með spurningu: Hvers vegna eru leikendur látnir ganga í gömlum íslenzkum búningum? Svarið er augljóst: Það er til þess að setja á leikinn svip þess tíma, er sag- an gerist á. Og þá skiftir það jafn miklu máli að samtíðar- svipur, eins sannur og unnt er, sé settur á umhverfið. Þjóðleikhúsinu er engin minnk un að því að leita aðstoðar fróðra manna þegar íslenzk leikrit eru sett á svið, og það er betra en að auglýsa vanþekkingu (eða kæruleysij, er spillir heildaráhrif um og því, sem reynt er að færa til sanns vegar á annan hátt. 5TE1HDÖR-1 - Mjóflin Framh. af bls. 2. strangari kröfum heilbrigðis- samþykktarinnar um gæði og meðferð mjólkur sé ekki hagg að með hinni nýju reglugerð og mun því framfylgja þeim eins og hingað til.“ Bæjarstjórn staðfesti ályktun heilbrigðisnefndar og hefir því hin nýja reglugerð engin áhrif til breytinga frá því, sem verið hefir hér í Reykjavík. Ber að fagna því, að heilbrigðis nefnd tekur þessu veigamikla máli föstum tökum og nýtur þar fyllsta stuðhings bæjarstjórnar. Hitt er lítt skiljanlegt, hvað vakir fyrir heilbrigðismálaráð- hcrra með setningu þessarar nýju reglugerðar. FRAMSÓKN SÝNIR ANDLITIÐ Þegar kom til atkvæða um til- lögu heilbrigðisnefndar sat bæj- arfulltrúi Framsóknar, Þórður Björnsson, hjá og greiddi ekki atkvæði. Einn af bæjarfulltrúun- um óskaði bókað í fundarbók, að Þórður hefði setið hjá og brá Þórði þá heldur en ekki. Afsökun hans var sú, að hér væri um „lögfræðilegt“ atriði að ræða, sem hann hefði ekki haft tíma til að gera sér grein fyrir. Gæði mjólkurinnar hér í bænum verð- ur að „lögfræði", þegar bæjar- fulltrúi Framsóknar þarf á að halda!! Ótti Þórðar Framsókn- arfulltrúa er sýnilega sprottin af hræðslu við mjólkuryfirvöldin í flokki hans, og má sín meira hjá Þórði óttinn og undirgefnin við mjólkurherrana í Framsókn heldur en það, hvernig mjólkin, er sem börn og fúllorðmr í Rvík fá til neyzlu. Það þarf enga „lögfræði“ til að skilja hræðslu Þórðar. En hvernig skyldi það verða um mörg hags- munamál Reykvíkinga, ef slíkur bæjarfulltriii fengi oddaaðsstöðu í bæj- arstjórninni, en það dreymir hann um? VETRARGARÐURINN VETRARGARÐURINN DANSLEIKUB í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur. Miðapantanir í síma 6710 eftir kl. 8. K.F.U.IM. og K.F.U.K. j Hafnarfirði ■ ■ Jólatrésskemmtun fyrir börn, verður sunnudaginn 10 jan. ■ kl. 2 og kl. 5 e. h. í húsi félaganna, Hverfisgötu 15, : ■ Hafnarfirði. — Aðgöngumiðar seldir á sama stað föstu- j daginn 8. jan. kl. 5—7 e. h. .A- .A.-A. A. A A aaaaaaaaaaa 4AAAAAAAA A AAA AAAAAAA AA4AA A Eftir Ed Dodd CTn^? Á meðan: 3) Dollý, þú verður að koma inn og skifta um föt. Þátttakandinn þinn getur komið á hverri mínútu. 4) — ó, mamma, verð ég að gera þaö, þetta er áreiðanlega einhver labbakútur. __

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.