Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1954, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: NV eða N kaldi. — Léttir til. Úr annálum kommúnismans. Sj. grein á bls. 9. 5. tbl. — Föstudagur 8. janúar 1954 Huf izt hundu um bygg- ingu sundluugur í Vesturbænum í sumur Á FUNDI bæjarstjórnar í gær var samþykkt tillaga meiri- liluta undirbúningsnefndar vegna byggingar sundlaugar í Vesturbænum og skal laugin vera vestan Hofsvallagötu gegnt Melhaga. Birgir Kjaran bæjarfulltrúi, sem er formaður byggingarnefndar sundlaugarinnar lýsti nokkuð aðdragandanum að byggingu laug- arinnar. Hann lýsti m. a. hinni almennu nauðsyn á sundlaug í Vesturbænum. Nú eru þar 2200 skólanemendur, sem eru sundskyldir vestan Lækjargötu og geta þeir ekki allir fengið tilsögn í Sund- liöllinni og fargjöld fyrir nemendurna kosta offjár. Einnig er íullorðnum óhægt um að sækja til sunds til lauganna í Austur- bænum. HAFIZT HANDA UM UNDIRBÚNING Sjálfstæðismenn fengu því íramgengt að framlag til sund- hallar í Vesturbænum var sett á fjárhagsáætlanir bæjarins 1953 og 1954. Síðan skipaði bæjarráð skv. til- lögu borgarstjóra tvær nefndir, í fyrsta lagi fjáröflunarnefnd, «em skipuð var duglegum áhuga- mönnum í Vesturbænum og söfn- vðust 150 þús. kr. Önnur nefndin var byggingarnefnd, sem nú hef- ur skilað tillögu um staðsetningu laugarinnar, eins og fyrr greinir. Við val staðarins var haft í huga, m. a., að staðurinn væri nægiiega stórt óbyggt svæði undir laugina og til nauðsynlegra athafna og að staðurinn væri miðsvæðis og lægi vel við um- ferð og afstöðu skólahúsanna í Jæssu bæjarhverfi. I»AÐ, SEM NÆST LIGGUR FVRIR Það sem nú liggur fyrir er: í fyrsta lagi að teikna sundlaug og skipuleggja svæði umhverfis hana, í öðru lagi að gera kostnaðaráætlun og í þriðja lagi að búa svæð- ið undir byggingu og hefja svo byggingu sjálfrar laug- arinnar og annars, sem með þarf í því sambandi, þegar á næsta sumri. „LITILMENNSKAN“ 1 VESTURBÆNUM Að lokinni hinni snjöllu ræðu Birgis Kjaran tók einn bæjar- julltrúi kommúnista til máls og lét í ljósi, að það hefci verið ó- myndarlegt og „lítilmannlegt“ að eafnað skyldi fé í Vesturbænum til laugarinnar. Var hann sýni- 2ega lítið hrifinn af því, að sund- laugarmáli Vesturbæjarmanna er 3iú komið vel áleiðis, því alltaf er það vöntun, skortur á ein- hverju og þar af leiðandi óánægja og biturleiki, sem kommúnistum er kærast. Birgir Kjaran varð fyrir svör- um og taidi óviðeigandi, að bæj- arfulltrúinn skyldi vera með hnjóðsyrði í garð Vesturbæinga fyrir áhuga þeirra í þessu máli og borgarstjóri taldi að ef það œtti að teljast niðrandi, að áhuga- menn í Vesturbænum söfnuðu fé til góðra framkvæmda, eins og oft bæri við, hvað mætti þá t. d. segja um allt starf Sdmargjafar, eöfnun á Barnadaginn og annað svipað. Bæjarfulltrúar létu að öðru leyti ánægju sína í ljós yfir því, að þetta mál væri nú vel á veg komið og nöldur kommúnistans Var aðeins óverulegur skuggi, sem enga þýðingu hafðL Alfreð Andrésson veiktist á leiksviðinu í gærkvöldi HÆTTA varð í gærkvöldi við sýningu á leiknum „Skóli fyrir skattgreiðendur“ hjá Leikfélagi Reykjavíkur, vegna þess að Al- freð Andrésson, sem fór með eitt aðalhlutverkið, veiktist snögg- lega og varð að yfirgefa sviðið. Var þetta seint í fyrsta þætti. Hinn vinsæli leikari fór heim, er hann hafði jafnað sig. Alfreð Andrésson hefir ekki gengið heill til skógar að undan- förnu vegna hjartasjúkdóms, og ekki er likíbgt að hann leiki fyrst um sinn. Sennilegt er, að hætta verði við sýningar á „Skóla fyrir skattgreiðendur", en „Mýs og menn“ verða sýndir áfram, þar sem Arni Tryggvason hefir æft hlutverk Alfreðs þar og tekur nú við því. Fulltrúaráð FULLTRUARAÐ Heimdallar mæti í skrifstofu félagsins í VR kl. 8,30 í kvöld stundvís- lega. Skipulagsuppdráttur af væ.itanlegri sundlaug Vesturbæjar og svæðinu milli Kaplaskjóls, Hofsvalla- götu og Kaplaskjólsvegar. Hásetar fást ekki tif starfa á togurunum — Margir á veið- um ekki með fuila áhöfn r? Tý" bjargað af Fróðárrifi OLAFSVÍK, 7. jan.: — Snemma í morgun tókst að ná vélbátnum Tý af Fróðárrifi, þar sem hann rak upp. Var báturinn alveg ó- skemmdur, en þetta er 36 smá- lesta skip. Björgunina önnuðust bræðurn- ir Guðjón og Bjarni Sigurðssynir ásamt skipshöfn bátsins. — E.B. Veita verður sjómönnum skattfríðindi. ÚTGERÐ togaraflotans um land allt á nú í mjög miklum erfið- leikum í sambandi við mannaráðningar. Mun togaraútgerðin ekki fyrr hafa átt í slíkum vanda. Undanfarna daga hefur Seyðis- fjarðartogarinn ísólfur legið hér í Reykjavíkurhöfn. Hann hefur ekki komizt á veiðar, þar eð enginn hefur gefið sig fram til starfa, þó útgerð hans hafi nærri því farið um land allt í leit að sex hásetum á togarann. Skákeinvígi Vestmanna- eyja og Hafnarfjarðar í DAG hefst hér í Morgunblaðinu®" skákeinvígi milli Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja. — Er dregið var um það hvor leika skyldi með hvítu, kom upp hlutur Vest- mannaeyja. Skákstjóri verður Baldur Möller ritstjóri skákdálks blaðsins. MARGIR FYLGDUST MEÐ Um áramótin lauk hér í blað- inu skákeinvígi milli Akraness og Keflavíkur. Vakti skákin at- hygli og fylgst var með gangi hennar af miklum fjölda manna um land allt. Er ekki að efa að svo verði einnig nú er Vest- mannaeyjar og Hafnarfjörður keppa. LIÐ VESTMANNAEYJA I liði Vestmannaeyja eru þess- ir skákmenn: Árnl Stefánsson bílstjóri, Vigfús Ólafsson kenn- ari, Karl Sigurhansson skósmíða- meistari og Karl Ólafsson útgerð- armaður. LIÐ HAFNARFJARÐAR í liði Hafnarfjarðar eru: Sigur- geir Gíslason skrifstofumaðui-, Jón Kristjánsson brunavörður, Sigurður T. Sigurðsson verka- maður og Ólafur Sigurðsson verkamaður. HAFNARFJÖRÐUR mmxmmi VESTMANNAEYJAR 1. leikur Vestmannaeyinga: d2—d4 Sama sagan virðist vera um land Erfiðleikar ísólfs eru ekkert einsdæmi, því margir togaranna eru ekki með fulla áhöfn. Þess munu t. d. dæmi að togarar á salífiskveiðum séu með rúm- lega 30 manna áhöfn en á þeim veiðum er gert ráð fyrir 40 mönnum. REYNT UM LAND ALLT Togaraútgerðirnar hafa reynt víðar en í Reykjavík og Hafnar- firði að fá menn til strafa. — allt, því togararnir hafa þrætt kauptúnin og kaupstaðina á Vest- ur- og Austurlandi, en án árang- urs. MIKIÐ VANDAMÁL Nefna mætti allmörg dæmi um erfiðleikana við að manna tog- arana, en þess gerist ekki þörf, því reynsla ísólfs er nærtækasta dæmið um þetta mikla vandamál, sem steðjar að togaraútgerðinni um þessar mundir og virðist fara vaxandi. Það er hin mikla atvinnu í landi sem mestu veldur og meiri tekjumöguleikar í landvinnu. I LÖGGJAFINN KOMI TIL SKJALANNA 1 Þegar rætt er um þetta vanda- mál við skipstjóra og togaraút- gerðarmenn, benda þeir á, að nauðsyn beri til að löggjafinn komi til skjalanna. Landssam- band ísl. útvegsmanna hefur bent á leiðina sem fara á. Ef enginm fæst til að sækja sjóinn og ekki tekst að búa svo í haginn fyrir lífæð þjóðarinnar, þá er voði fyrir dyrum. Landsamband isl. útvegs- manna benti á það á aðal- fundi sínum að fara bæri inn á þá braut, til að gera sjó- mennsku að eftirsóttu starfi, að veita beri sjómönnum á togurum og vélbátal'Iotanum skattfríðindi og ýmis hlunn- indi sem viðurkenningu fyrir það starf, sem þeir vinna landl sínu og þjóð. Eins og nú horf- ir, er þetta eina leiðin sem vænleg er til árangurs. Utankjörstaðakosning ALLAR upplýsingar um utankjörstaðakosningu eru gefnar í kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Vonarstræti 4, sími 5896. Er fólk beðið að gefa skrifstofunni sem allra fyrst upplýsingar um kjósendur Sjálfstæðisilokksins, sem fjar- verandi verða á kjördcgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.