Morgunblaðið - 09.01.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.01.1954, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. janúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 5 Villandi skrif Aiþýðublaðsins um framboð Sjálfstæðismanna í Sandgerði [VEGNA skrifa Alþýðublaðsins S. 1. fimmtudag um fund Sjálf- Btæðismanna í Sandgerði vil ég íaka fram eftirfarandi: Sjálfstæðisfélagið í Sandgerði hélt félagsfund s. 1. sunnudag til Bð taka endanlega ákvörðun um iframboð flokksins til hrepps- Defndakosninganna. Áður hafði verið ákveðið á fé- lagsfundi að fram yrði látin fara prófkosning um lista flokksins á téðum fundi og var það gert. Og var listanum siðan stillt upp jpftir þeim. Alþýðublaðið segir að fram tiafi komið megn óánægja með lístann á fundinum og að þekkt- |tr flokksmaður, Axel Jónsson, hafi sagt sig úr félaginu og hót- Bð að bera fram annan lista. Það er rétt að Axel var ekki Bð öllu leyti ánægður með fram- boðið, en hitt er alrangt að hann hafi sagt sig úr flokksfélaginu €ða hótað að koma fram með snnan lista. Hitt er sannara að Axel er staðráðinn í því, aðstyðja ikosningu flokksins hér eftir sem hingað til af sínum alþekkta dugnaði. Hitt er ef til viil skiljanlegt, að Alþýðuflokksmenn, sem eru vanir að hnoða saman sínum framboðslista á fámennum klíkufundi eigi bágt með að þola að Sjálfstæðismenn skuli'geta á- kveðið sitt framboð á almenn- um félagsfundi og hafi þor til að ræða um framboðið í sínum hóp af fullkominni einurð og láta lýðræðislegan meirihluta ráða og síðan ganga óskiptir til baráttu. Það er augljóst að Alþýðu- flokksmenn eru nú mjög uggandi um sinn hag í Sandgerði og er það að vonum. Þar sem öll stjórn þeirra á hreppsfélaginu hefir verið með þeim eindæmum, að slíkt mun næstum óþekkt ann- ars staðar og grípa þeir þá til þess óyndisúrræðis að ljúga til um starfsemi andstæðinganna í von um að það leiði athygli fólksins frá því, sem raunveru- lega er að gerast í herbúðum Alþýðuflokksins. Páll O. Pálsson. Heilbrigðiseftirlit Framh. af bls. 1. þess að koma upp allsherjar mið- Stöð kjötgeymslu og skoðunar í bænum, sem kjötkaupmenn og aðrir aðiiar, er fást við kjöt- vinnslu og dreifingu á kjöti munu standa að. Bærinn hefur lagt til land undir stöðina á Kirkjusandi og skipuleggur allt þar að lút- andi. I kjötstöðinni verða slátur- hús, kjötskoðunarstaður, frysti- hús, kjötvinnslustaðir, reykhús o. fl. Þegar er búið aff byggja fyrstu húsin, sem stöðinni til- heyra, en affrar eru í undirbún- Sngi. HOLLUSTUHÆTTIR Á OPINBERUM STÖÐUM Alltaf fjölgar í Reykjavík alls- konar stöðum, sem veita almenn- ingi eina og aðra þjónustu. Borg- arlæknisembættið hefur eftirlit með aðbúnaði slíkra staða, svo sem gisti- og samkomuhúsa, snyrtistofa og rakarastofa, svo dæmi séu nefnd. Ennfremur nær eftirlitið til skipa og báta, leigu- bifreiða og almenningsvagna á langfeiðum. Má nærri geta, að hér er ærið verkefni, sem hið Unga embætti borgarlæknis reyn- Ir að leysa svo sem föng eru á > BREINSUN SORPS OG LÓÐA : Bæjarbúar eru nú orðnir svo yanir, að sorpið sé borið burt frá húsum þeirra, að þeir taka varla eftir því. En bak við þessa starf- Semi, sem lætur svo lítið yfir sér og sýnist svo einföld og sjálfsögð liggur þó mjög mikil skipulagn- íng, mannafli og vélakostur. Til að gefa hugmynd um þessa Btarfsemi má geta þess, aff s.l. ár hafa vikulega vcriff tæmd yfir ellefu þúsund ílát eða árlega rösk iega hálf milljón Háta. Ef bor- inn er saman kostnaffur við þessa Btarfsemi liér og í nágrannalönd- nnum, kemur í Ijós, aff kostnaff- Urinn hér er mjög lágur, Kem- nr hér til greina góff skipulagn- ing, vanir verkamenn og góffur yélakostur. Tekin hefur verið upp sorp- hreinsun á erfðafestulöndum og nú er allt svæðið inn að Elliða- |im sorphreinsað. ; Lóðahreinsun hefur einnig ver- IS haldið uppi og haft um það Bamvinnu við bnrga' na í yaxandi ma: ú ■ vöxt Bkiiningur : þeirri þörf, að umfc' f-v\’ húsanna þurfi pð vera þokkaiegt ekki síður en þúsin sjálf. Með bættri sorphreinsun og auknum þrifnaði utanhúss hefur húsaflugan og rottugangur minnk að. EYÐING MEINDÝRA Rottueyðing í bænum er nú komin í fast horf. Viðhafðar eru stöðugar, reglubundnar eitr- anir á þeim stöðum, sem hættan er mest. Hvergi er talið unnt í bæjum, að útrýma rottu með öllu, en í Reykjavík er nú svo komið, að henni er haldið stöð- ugt í skefjum með allskonar að- gerðum af hálfu heilbrigðiseftir- litsins, þannig að rottan er nú ekki lengur vágestur í skilningi fyrri ára. ÖLL STARFSEMI Á AÐ VF.RÐA ENN VÍÐTÆKARI Hér hefur verið brugðið upp aðeins fáum myndum af þessari starfsemi, sem haldið er uppi af hálfu Reykjavikurbæjar til að auka á hollustuhætti í bænum. Alla þessa starfsemi á enn að útvíkka á næstu ár- um. Hingað til hefur ekki verið unnt að taka upp eft- irlit með hollustuháttum í iðjustöðvum og iðnaðar, en ætlunin er að slíkt eftirlit verði tekið upp svo fljótt, sem frekast þykir fært. UNG STOFNUN OG VAXANDI Embætti borgarlæknis í þeirri mynd, sem það er nú, hefur að- eins staðið fá ár, en á hinum stutta tíma hefur það afrekað ótrúlega miklu. Oll þessi starfsemi þarf að fá sinn tíma til að vaxa og þróast og hún mun líka gera það. Tilgangurinn er, að í Reykja- vík verði hinir fullkomnustu hollustuhættir, sem völ er^á. Nú þegar er búið að sigra marga örðugleika, en mikið liggur fyrir. Takmark Sjálfstæðis- manna er, að með hverju ári, sem líður, verði Reykjavík hollari hær, fegurri bær og betri og bctri þeim, sem í honum búa. Þetta er í samræmi við skilning og óskir bæj- arbúa sjálfra og með sam- úð þeirra og samstarfi er enginn vafi að miklum árangri verður náð. Þorskaflinn í vetur verður 30—40% meiri en í fyrra Samkvæmt fiskispá Jóns Jónssonar fiskifræðings ) EINS og kunnugt er hafa fiski- fræffingar okkar frá byrjun safn- aff um þaff skýrslum hvaða ár- gangar eru í þorskaflanum á hverju ári hér viff land. ALDURSFLOKKAR ÞORKSINS MISMUNANDI Árgangarnir eru misjafnir að styrkleika sem eðlilegt er. Fer það aðallega eftirþví,hvernig tekst með klakið á hverju ári. En þar eð nokkurn veginn viss hundraðshluti árganganna ganga úr sér eða hverfa frá ári til árs bæði fyrir veiði og fyrir aldurs sakir, geta fiskifræðingar gert sér grein fyrir, af styrkleika ár- ganganna á hverju ári, hvernig vænleg veiði verður á næstu vertíð. VERK FISKIFRÆÐINGANNA Slíkar fiskispár hafa verið samdar fyrir norsku þorskveið- arnar á undanförnum árum. Og síðustu árin hefur Jón Jónsson fiskifræðingur samið slíkar spár um þorskstofninn íslenzka. Bygg- ir hann spár sínar á aflaskýrslum og fiskirannsóknum undanfarna áratugi, en hann hefur yfir að ráða skýrslum íslenzkra fiski- rannsókna, allt frá því að dr. Bjarni Sæmundsson hóf rann- sóknir hér á landi, rannsóknir dönsku fiskifræðinganna Joh. Schmidts og dr. V. Taaning og rannsóknir Árna Friðrikssonar, En Jón hefur svo haldið áfram með þær. Hann hefur haft þorsk- rannsóknir að sérgrein sinni síð- an hann kom hingað heim frá námi í Noregi eftir styrjöldina. Ep það er norski fiskifræðing- urinn Gunnar Rollefsen, sem hef- ur haft umsjón með allsherjar þorskrannsóknum fyrir Norð- menn. Jón Jónsson naut kennslu hans við háskóla Oslóar og nýtur mikils trausts hans og annarra kennara sinna þar. HEFIR GERT FISKISPÁ UNDANFARIN ÁR Ég hef hitt Jón Jónsson að máli, og fengið að vita hjá hon- um, að hann hefur á undanförn- um árum gert spádóma um afla- magnið á komandi vertíð, en ekki látið það uppi opinberlega fyrr, nema í samtölum við útgerðar- menn og sjómenn þar sem hér er um nýung að ræða, í íslenzkum fiskirannsóknum. Við höfum það mikil gögn til að rökstyðja fiskispár okkar, segir Jón, að ég tel að við eig- um að geta sagt um óorðna hluti, eins og Norðmenn hafa reynt að gera á undanförnum árum í þessu efni. Á fiskiþinginu um daginn skýrði ég lauslega frá þessu hvert er álit mitt og spá um þorskmagnið í sjónum á næstu vertíð. Spáin gildir um línufisk Og aflamagnið samkvæmt fyrirhöfn. Vitaskuld er veiðin allajafna háð veðráttu og gæftum. En þeg- ar allt kemur til alls, reyndist spá mín í fyrra mjög nærri lagi, þegar um er að ræða línufisk. ÞORSKMAGNIÐ 30—40% MEIRA EN í FYRRA — Og hver var niðurstaðan á spánni aff þessu sinni? — Ég tel aff þau gögn sem fyrir hendi eru hnigi aff því aff aflamagniff geti „fræðilega“ orff- iff 30—40% meira en í fyrra, aff öllum affstæffum jöfnum. Tvö atriði valda úrslitum um þorskstofninn, þ. e. hvað bætist við á árinu, af kynþroska ein- staklingum og hvað eyðist vegna veiðanna, deyr eðlilegum dauð- daga eða aðrar fisktegundir éta. MIKILL ÁGANGUR Á STOFNINN 1 <En þegar um er að ræða þorsk- Jón Jónsson, fiskifræffingur. aflann á íslandsmiðum þá erum við sjálfir ekki einir um hituna sem kunnugt er. Því á árunum 1906—1939 tókum viff sjálfir 47,6% af veiffinni á miffunum hér viff land en Englendingar 25,7%, Þjóffverjar 9,9% og Færeyingar 9,7%. Við eigum afar greinagóðar upplýsingar um sjósókn og veiði útlendinga á íslandsmiðum alla þessa öld, bæði heildarveiðina og eins veiði þá, er miðað við ákveðna fyrirhöfn, t. d. fiski- magn á 100 togtímum eða fjölda fiska á þúsund öngla. Af þessum skýrslum öllum er þaff ljóst aff þorskstofninn hér viff land hefur orffiff aff þola mik- iff meiri ágang og álag en nokk- ur annar þorskstofn í Norffur- Atlantshafi. Á tímabilinu 1929— 1938 varff togstundaveiði á íslands miðum 70% af öllum veiffum í Norffur-Atlantshafi, Barentshafi, viff Rjarnarey og Noreg. Það er algild regla, þar sem íiskveiðar eru miklar, og ekki síst á það við um þorskstofninn | hér við land, að töluverð tilbrigði verða í aflamagninu frá ári til árs. .Er það eitt af meginverk- efnum fiskirannsóknanna að skýra þessar sveiflur og nota þá þekkingu til þess að gera sér grein fyrir, hvernig þeim verður háttað næstu ár. ÞEGAR KLAKIÐ BREGZT Sveiflurnar í fiskmergðinni í sjónum stafa aðallega af því hve klakið er mismunandi ár frá ári. Sum árin heppnast það vel, en í í öðrum árum misheppnast það hrapallega. Komi það fyrir, ár eftir ár, að klakið misheppnast, þá verður ekki hjá því komizt að aflaleysisár skeila yfir. Því miður hafa menn ekki enn gert sér i'ulla grein fyrir, hvað veldur þessum misbresti á klak- inu. Rannsóknir á því eru ákaf- lega erfiðar viðfangs. Er ekki ástæða til i þetta skipti, að fara út í þá sálma. ÞEGAR ÞORSKURINN KEMUR TIL HRYGNINGA Eins og kunnugt er veiðist lang mestur hluti þorsksins hér við land á vetrarvertíðinni. Leitar þorskurinn þá til hrygningar á takmörkuðum svæðum. Rann- sóknir okkar fiskifræðinganna, segir Jón, á undanförnum árum, hafa því einkum beinzt að þess- um tímabilum í ævi þorsksins. Þar er líka að finna lausnina á mörgum af þeim megin vanda- málum, sem við eigum við að glíma. UPPELDISSKILYRÐI FARA 1 EFTIR HITA SJÁVARINS Nánari athugun á lífsskeiði hinna einstöku árgapga hefur nú leitt í Ijós, að æviskeið þorksins lýtur ákveðnum líffræðilegum. lögmálum. Þorskurinn elst upp- allt í kring um landið. En upp- vaxtarskilyrði hans eru ákaflega mismunandi vegna þess hve sjávarhitinn er mismunandi. Ég get nefnt dæmi þessu til skýringar. Meðalhitinn í Faxa- flóa í ágústmánuði árin 1948—501 á 50 m dýpi var um 8,5 gráður á Celcius. Úti fyrir Vestfjörðum var meðalhitinn 6,6 gráður, út af Siglufirði 4,4 gráður og þegar við erum komnir alla leið út af Landanesi var meðalhitinn í sjóm um þar ekki nema 3,6 gráður. Þorskurinn, sem aðrir fiskar, vex langörast í heita sjónum við Suð-Vesturland. Svo þriggja ára þorskur í Faxaflóa er um 62 snv að lengd og vegur 2,1 kg. En. þorskur á sama aldri, sem alizt hefur upp austur í Reyðarfirði er ekki nema 39 sm að lengd og aðeins rúmt pund að þyngd eða 580 grömm. VERÐUR KYNÞROSKA Á MISMUNANDI ALDRI En þessi mismunur í þroska þorsksins kemur því til leiðar að þorskarnir verða kynþroska á mismunandi aldri eftir því hvar þeir hafa alizt upp eða í hve hlýjum eða köldum sjó. Svo sami aldursflokkur eða jafngamlir þorskar verða kynþroska á aldr- inum 4—14 ára gamlir. Yiigstir hér við Suð-Vesturland en elztir fyrir Austurlandi. Nákvæmar rannsóknir á þessu náttúrufyrirbrigði gera okkur kleift að segja fyrir um afdrif hinna einstöku árganga frá ári til árs, ef t.d. 100 fimm ára gamlir þorskar koma til hrygningar i fyrsta skiptið 1953, þá getum við með sæmilegu öryggi talið að 368 þorskar af sama aldursflokki komi til hrygningar í fyrsta skipti á næsta ári. Og ef t.d. 10 þorskar af sama árgangi koma til hrygn- ingar í fyrsta skipti 8 ára, þá. verða það aðeins 6 er hrygna í fyrsta sinn 9 ára. En auk þess verðum við að gera okkur grein fyrir hvað mik- ið af árganginum eyðist á hverju ári, veiðist, verður étið af öðrum fiskum eða deyr eðlilegum dauð- daga, því viff verffum aff finna. heildardánartöluna. Það yrði of flókið að skýra þá. útreikninga, er þarf að gera til að finna hana. En rannsóknir á dánartölunni hafa grundvallar- þýðingu íyrir allan skilning okk- ar á breytingum þeim, sem eiga sér stað í þorskastofninum. DÁNARTALA l A LDURSFLOKK ANNA En aðalatriðið er að meðaldán- artala hins íslenzka þorskstofrer þ.e.a.s. þess hluta hans, sem orð- inn er kynþroska, er um 50%. Það er að segja: Á hverju ári hverfur úr sögunni helmingur af þeim fiski er safnast saman á hrygningarstöðvarnar og eru það veiðarnar sem eiga langmesta sök á þeirri geysilegu rýrnun. Dánartala þorsksins er nokkuff breytileg frá einu tímabili til annars. Á árunum 1932—33 þeg- ar þorskstofninn hér við land var mjög mikill að vöxtum var hin. árlega dánartala um 37%. En á árunum 1952—53 þegar stofninn var orffinn mjög rýr var Framh. á bls. 12 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.