Morgunblaðið - 09.01.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.1954, Blaðsíða 8
1 8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 9. janúar 1954 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriitargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. I lausaaölu 1 krónu eintakið. Grundvöllur framkvæmdanna er traustur fjárhagur SJALFSTÆÐISMENN í bæjar- stjórn Reykjavíkur hafa jafnan lagt áherzlu á að fjárhagur bæj- arins væri traustur. Þeir hafa litið svo á, að góður efnahagur bæjarins hlyti að vera grundvöll- ur nauðsynlegra framkvæmda og umbóta. Á bæjarstjórnarfundi í fyrra- dag skýrði Gunnar Thoroddsen borgarstjóri frá fjárhagsafkomu bæjarins á síðastilðnu ári. Það er athyglisverðast við þá skýrslu, að gjöldin hafa á þessu ári ekki aðeins staðizt fullkomlega áætl- un heldur orðið fjórðung millj- ónar undir áætlun. Þetta er greinilegur vottur þess, hve traust og örugg fjár- málaforysta bæjarins er. Það eru áreiðanlega ekki mörg bæjarfé- lög hér á landi, sem geta bent á slíkar niðurstöður í rekstri sínum. En þetta er ekkert eins- dæmi hjá Reykjavíkurbæ. Árið 1947, ’48 og ’49 urðu rekstrar- gjöld bæjarins undir áætlun. En árið 1950 fóru þau nokkuð fram úr áætlun. Spratt það af gengis- fellingunni, sem samþykkt var á Alþingi eftir að fjárhagsáætlun Reykjavíkur hafði verið af- greidd. Á árinu 1953 varð rekstrar- afgangur hjá Reykjavíkurbæ tæpar 18 milljónir króna. Var honum varið til verklegra framkvæmda og umbóta í bænum, svo sem til byggingar barnaskóla, heiisuverndar- stöðvar, byrjunarfram- kvæmda við bæjarsjúkrahús- ið, barnaheimila og íbúða, og til kaupa á ýmsum tækjum og áhöldum. Greiðslujöfnuður á sjóðs- yfirliti bæjarsjóðs á árinu 1953 mun einnig verða hag- stæður. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að Reykjavíkurbær reið í fýrra á vaðið með lækkun útsvara. Var persónufrádráttur þá hækkaður um 50% og lág-' markstekjur, sem á er lagt, hækkaðar verulega. Kom þetta tekjuminnstu borgurunum að töluverðum notum. Nú hefir því verið lvst vfir af hálfu bæjar-l stjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- * manna, að útsvör á þessu ári muni lækka verulega. Það er af þessu auðsætt, að á fjármálastjórn Reykjavíkur- bæjar er mjög vel haldið undir I forystu Sjálfstæðismanna. Á það má benda, að á sama tíma sem gjöld bæjarins verða undir áætl- j un fara ríkisgjöldin v^rulega ■ fram úr átælun undir stjórn fjár- j málaráðherra Framsóknarflokks- i ins, sem Tímamenn telja þó einn I mesta fjármálaspeking landsins; og hæla sér af í tíma og ótíma. Síðustu tölur, sem liggja fyrir; um umframgreiðslur ríkissjóðs eru frá árunum 1951 og ’52. Árið 1951 fóru útgjöld ríkisssjóðs1 16,6% fram úr áætlun, og þótti fjármálaráðherra það sérstak- lega vel sloppið. Árið 1952 fóru rikisútgjöldin 7,6% fram úr áætlun. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar Tímaliðar þykjast þess umkomnir að gagnrýna fjármálastjórn Sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Sjálfstæðismenn munu fram- vegis sem hingað til leggja kapp á að halda fjárreiðum Reykja- víkur í sem beztu lagi. Traustur fjárhagur og miklar fram- kvæmdir mun verða markmið þeirra á komandi árum eins og á liðnum tíma. Allur almenningur í Reykja- vík mun áreiðanlega skilja þýð- ingu þess, að fjárhagur bæjarfé- lags hans sé góður, og að það njóti nauðsynlegs lánstrausts. Miklar framkvæmdir eru fram- undan hjá bænum á ýmsum sviðum. Hann mun því þurfa á töluverðu iánsfé að halda á næstu árum. Frumskilyrði þess að það fáist, er að allar fjár- reiður bæjarins séu í lagi og efnahagur hans traustur. Þjóðinni er í fersku minni hvernig hin lánlausa fjár- málastjórn Framsóknarflokks- ins og Alþýðufloksins hafði leikið lánstraust hennar á ár- unum fyrir síðustu heimsstyrj öld. Þá var svo komið, að fjármálaráðherrann fór fand úr landi og fékk hvergi lán. Þannig var fjármálastjórn „vinstri stjórnar" þeirra ára. Reykvíkingar vilja ekki kjósa yfir sig slíkt stjórnarfar. Þeir velja örugga meirrahluta- stjórn Sjálfstæðismanna, sem sýnt hafa með stjórn sinni á Reykjavík, að þeir geta haldið uppi miklum framkvæmdum og umbótum, en gætt þess jafnframt, að fjárhagur bæj arfélagsins standi á traustum og öruggum grundvelli. Alþýðuflokkurinn mælli hálíur! ÞAÐ vakti nokkra athygli, að Alþýðuflokkurinn mætti aðeins hálfur á síðasta fundi bæjar- stjórnar Reykjavíkur, sem hald- inn var í fyrradag. Þangað kom aðeins annar af tveimur bæjar- fulltrúum flokksins. Þar sem þetta er næst síðasti fundur bæj- arstjórnarinnar áður en kosning- ar fara fram, töldu ýmsir þetta slæman fyrirboða fyrir Alþýðu- flokkinn. Gæti svo farið, að hann fengi aðeins einn fulltrúa í hinni nýju bæjarstjórn. Það, sem helzt bendir til þess að flokkurinn muni missa fylgi við næstu kosningar, er hin flóns lega framkoma formanns hans á s.l. sumri. En eins og kunnugt er, gekk hann þá á fund kom- múnista og bað þá um hlutleysi fyrir ríkisstjórn, sem hann hafði mikinn áhuga fyrir að koma saman með Framsóknarflokkn- um. Kommúnistar brugðust vel við og hétu að bjarga slíkri stjórn frá falli, að því er Alþýðuflokks- formaðurinn hefur sjálfur skýrt frá í Alþýðublaðinu. Verða nú flokksmenn'hans að gjalda þess- arar glópsku hans. ^ UR DAGLEGA LIFINU Á ER ÁSTÆÐA til þess að hafa nokkra meðaumkvun með þeim, blessuðuih piparköll- unum, þótt þeir hafi ekki hætt sér út á þá hina hálu braut hjónabandsins. Nei, varla, því að ef þeir eru óánægðir með sitt piparsveinspund geta þeir bara kennt sjálfum sér um og engum öðrum. Þeir voru með hendur í buxnavösunum, þegar þeir á sínum tíma áttu að láta þær standa fram úr ermum, — þegar þeir voru enn ungir — og ja, við skulum segja ístrulausir. Þá var tækifærið, en þeir forsmáðu ger- samlega hið gullvæga heilræði: Gríptu gæsinu, á meðan hún gefst! X—□—X Á MÖRGUM piparsveininum hefi ég kynnzt sem mikið sjá eftir framtaksleysi sínu í æsku og reka sig næstum daglega á þá stað- reynd, að enginn skipar hinn virðulega sess góðrar eiginkonu, hvorki á heimili þeirra né hjarta- rúmi. Allt virðist þetta hálftóm- legt og ef úr er bætt á síðkvöld- um skemmtunar og eldheitrar ástar, er það hvorki fugl né fisk- ur,. — í hæsta máta ævintýra- snauð nótintáta. — Sn nú erum við komin út í einkamálin og skul um við láta þau liggja milli hluta, því að þau eru næstum eins leið- inleg og Þórður bæjarfulltrúi, erfðaprins Rannveigar! „Æ vi mm er eintóm leit .. ★ EN HVER er nú ástæðan til þess, að piparsveinarnir sem við köllum svo, lögðu á sínum tima ekki út í ævintýri óvissunnar, — gengu ekki í heilagt hjónaband. Ja, vafalaust eru þær margar, en ef satt skal segja, held ég, að aðalástæðan sé þessi: — Þeir vildu ekki hætta lífi sínu meira en nauðsynlegt er, kynntust aldrei neinum kvenmanni, sem þeir óttuðust ekki, treystust ekki til að hitta á kjarnann, en forkasta hisminu. Og hver láir þeim það. Hugsið ykkur, að Anna Pauker hefði verið óþekkt alþýðukona hér á landi, hefði verið mikið á skröllum — og tilkippileg. Hver hefði viljað lenda í því ævintýr- inu, verða hokinn og niðurlútinn þrælabúðamaður alla sína hunds tíð vegna einnar smávægilegrar yfirsjónar í æsku og geta tekið undir með Káinn þegar eftir hveitibr auðsdagana: Kvennalán met ég mest, megi sprundin heyra: í hálfan mánuð hefi ég lézt hundrað pund eða meira. — Nei, takk, segja piparsvein- arnir, — og bæta við: — Hér er VJU andi óhripar: Ólán Alþýðuflokksformanns ins ríður ekki við einteyming. í sumar glataði hann ísafirði, sem í áratugi hefur verið sterk asta vígi Alþýðuflokksips. Nú lítur út fyrir, að hann sé á leiðinni að eyðileggja flokk- inn hér í Reykjavík einnig. Um samgöngur. HÉR eru nokkrar línur frá Vestfirðingi: „Kæri Velvakandi! Mér finnst ég ekki geta orða bundizt um málefni, sem snertir marga fleiri en sjálfan mig og töluverð óánægja hefur orðið út af, þ.e.a.s. út af því, hvernig skipaferðum var hagað til Vest- fjarða um hátíðarnar. Fyrir jólin féllu þangað margar ferðir, hvert skipið á eftir öðru, svo að fjöldi fólks greip tækifærið til að skreppa heim. Þarna var um að ræða bæði skólafólk og fólk, sem er í einni eða annarri atvinnu hér í höfuðborginni og því mjög tímabundið. Eðlilegt hefði virzt, að séð hefði verið fyrir öruggri skipsferð suður aftur strax eftir áramótin og hafa þeir, sem vest- ur fóru áreiðanlega fastlega gert ráð fyrir að svo yrði. Um 100 manns biðu fars. EN SVO reyndist ekki, og far- lausir farþegar, mér er ó- hætt að segja svo hundruðum skipti, biðu á vesturhöfnunum í Hve-nær skyldi skipið koma? vandræðum. Flugferðirnar bættu að vísu nokkuð hér um, en hve hæpið er ekki að treysta á flug- vélarnar um þetta ieyti árs? Enda reyndist það líka svo, að ófært reyndist í loftinu svo dög- um skipti og svo loksins, þegar veður batnaði varð Flugfélagið uppiskroppa með flugvélar til að fara á alla þá staði, sem ferðir höfðu fallið niður til undanfarna óveðúrsdaga. Svo var t.d. s.l. mið- vikudag, að flugfarþegar á ísa- firði komust hvergi, enda þótt flugveður væri hig bezta og áætl un væri þann dag til og frá ísa- firði. Flugvélin var engin til, þ.e. aðrar flughafnir á Vestfjörðum, sem ekki hafði verið flogið til síðan fyrir jól, urðu að sitja fyrir. Má ekki endurtaka sig. EG VEIT ekki, hvort fólk í öðr- um landshlutum hefur sömu sögu að segja í þessu efni, en okkur Vestfirðingum finnst, að hér hafi verið illa á málum okk- ar haldið og vonum við, að slíkt muni ekki endurtaka sig um næstu jól. Liggur ekki í augum uppi, að Skipaútgerð ríkisins, sem halda á uppi strandferðum í kringum landið, bar ótvíræð skylda til að sjá farborða til baka, strax eftir áramótin, þeim fjölda fólks, sem vitað var, að fór til Vestfjarð- anna fyrir jólin? Ég er viss um, að þeir mörgu, sem liðu baga við samgönguleysið við Vestfirði nú eftir áramótin telja þessa um- kvörtun mína á sanngirni byggða. Vestfirðingur“. Aðgöngumiðinn á 60 krónur. CÖNGU-HRÓLFUR skrifar: „Innan fárra daga mun von hingað til bæjarins á Everest- kappanum Hillary, sem ætlar af náð að sýna sig okkur Islending- um og segja okkur frá frægðar- förinni miklu á hæsta heimsins tind í Himalaya-fjöllum. Eftir- væntingin er þegar geysileg meðal Reykvíkinga, enda er hér enginn hversdagsmaður á ferð- inni. En það kostar heldur ekk- ert smáræði að sjá og heyra kempuna. 60 krónur — segjum og skrifum á að kosta aðgöngu miðinn að erindi hans og kvik- myndasýningu í Austurbæjar- bíói. Það er ekki fyrir neina fátæklinga að leyfa sér slík stór- útgjöld. Hvað veldur þessu ó- hemju háa verði — er það verj- andi? — Göngu-Hrólfur“. Með því að gera lítið úr öðrum smækk- ar þú sjálfan þig. talsvert af Önnum Paukerum, eins og í öllum löndum, að vísu eru þær mjög lítill hluti kven- þjóðarinnar, — en getur ekki ein- mitt verið að maður hitti á þær? X—□—X ★ EN VÆNTANLEGUM pipar- sveinum ætla ég að gefa eftir farandi heilræði, ef það yrði til nokkurrar leiðbeiningar og minnkaði áhættuna: Þið skuluð ekki giftast feg- urðardísum, því að mikil hætta er því samfara. Er t. d. einhlítt, að einhverjir óviðkomandi karl- hlunkar gefi þeim undir fótinn, svona „naar sem helzt“, eins og danskurinn segir, offyllist jafn- vel af einhverri ást til þeirra, og getur þá farið eins og í kvæðinu segir: — Og þar með var draum- urinn búinn...En sé fegurðar- dísin hins vegar kaldranaleg og fiokkist undir vörumerkið: „en sál þín er ægileg eyðimörk", þá horfir málið öðru vísi við: áhætt- an minnkar um allan helming. X—□—X ★ NÚ, EKKI skulið þið giftast stúlkum, „sem eru eins og allar aðrar stúlkur“, og er þá ekki úr vegi að fá sér éina rauðhærða. Á ljóshærðum skulið þið vara ykkur, a. m. k. segir Heidenstam, að þær séu hinar leiðinlegustu í hvívetna. Ekki skulið þið heldur fá ykkur neinn risakvenmann, því að óvíst er, að stigi sé alltaf fyrir hendi, ef ykk- ur skyldi dauðlanga í lítinn koss *eða þ. u. 1. — Ekki skulið þið heldur kvænast lærðri konu, því að þá væri alltaf verið að spyrja ykkur um fæðingarár Nebukanes ar, plöntulíf á Júpiter o. s. frv. Hvenær fæddist Nebúkanesar, góði minni? Og þá skulið þið ekki síður var- ast hinar hátíðlegu, því að hvern- ig yrði ykkur t. d. við, ef þið fengjuð bréf frá elskulegri eigin- konunni, sem svona byrjaði: Elsku vinur minn, ég er nú með pennan í höndunum..... X—□—X ★ JÁ, MARGT er að varast fyr- ir hjónabandiðf það má nú segjaí En svo getur líka allt eins verið, að piparsveinarnir verði pipar- sveinar einmitt af því að þeir hafa sömu sögu að segja og Ká- inn: „Á leiksviðinu leiðir okkar skipt- ast, því löngun hefi ég enga til að giftast". Kirkjulislsýning Unnar Óiafsdótfur lýkur á morgun KIRKJULISTARSÝNINGU frú Unnar Ólafsdóttur í Þjóðminja- safninu er nú senn að ljúka. Verð ur hún opin í dag frá kl. 1—10 e.h. og á morgun (sunnudag) á sama tíma. Verður það allra síð- asti dagurinn, sem sýningin verð- ur opin. Munir þeir, sem á sýn- ingunni eru verða ekki til sýnis hér síðar, svo að nú eru síðustu forvöð að skoða hina sérstæðu og athyglisverðu listmuni, sem þarna á sýningunni eru. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.