Morgunblaðið - 09.01.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.1954, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. janúar 1954 MORGVTSBLAÐIÐ 11 I hverra þjóiuistu er Skipaútgerðin? SENNILEGA hefur aldrei nokk- urt fyrirtæki á fslandi sýnt við- skipta„vinum“ sínum ófyrirgef- anlegri ókurteisi og tillitsleysi en Skipaútgerð ríkisins hefur gerzt — Bókmennlir Framh. af bls. 10. Sókrates. Þess utan er þar ýmis- legt um gríska siði og menn- ingu. Frásögnin er frábærlega lifandí, skemmtileg og fræðandi og lýsir merkilega næmum persónulegum skilningi höf. á efninu. Síðari bókin „Hellenismen“ er komin út á þessu ári. Er það stytt útgáfa af fyrnefndu verki, n.iklu auðveldara og aðgengi- legra en hið fyrra. — Þó að við værum áður látnir hafa í grísku hvorki meira né mjnna en 5 kennslutíma í viku í 5 ár, þá var uppskeran fremur léleg. Við lás- um að vísu nokkur grísk sögu- rit, skáldrit og leikrit, en feng- um samt enga góða heildarmynd af hellenskum hugsunarhætti né menningu yfirleitt, ekki heldur neinn réttan samanburð við aðr- ar menningar. — Miklu frekar var okkur innrætt að einmitt hér væri að leita hinnar einu sönnu menningar — hinnar einu réttu fyrirmyndar í speki, skáldskap og list — það sem ekki samrimaðist hellenísmanum væri villa, afvega leiðsla og barbarismi eins og Grikkír orðuðu það sjálfir. Bækur GrÖnbechs opna lesand- anum víðari sýn. Þær sýna að hellenisminn var í rauninni blönduð menning, sem vegna glæsileika síns var gædd geysi- íegum áhrifamætti en var ein og út af fyrir sig ófullnægjandi og jafnvel hættuleg — eins og hún og reyndist Grikkjum sjálfum. En svo runnu undir hana sterkari stoðir, hin rómverska raunsæi, ísraelisminn og kristnin, sem hafa fleytt henni fram á vora daga. — Má og segja að þótt ýmsar stefnur sæki nú fram við hlið hellenismans, svo sem t. d. ýmsar austrænar stefnur og Marxisminn, þá standi hann enn stöðugur — ef ekki beint sem sama fyrirmyndin og áður, þá a. m. k. sem klassiskt siglinga- merki og við miðum við hlið vorrar eigin fornnorrænu menn- ingar. H. J. | sek um í sambandi við ferðir til Vestfjarða fyrir og eftir ára- mót 1954. Þessar ferðir eru mik- ið notaðar af skólafólki og öðr- um, sem heimili eiga á Vestfjörð- um og dvelja vilja þar í jólaleyf- inu. Skyldi maður því álíta, að ferðirnar væ'u að einhverju leyti skipulagðar með tilliti til aRs þessa fóíks og vel auglýstar. Seinasta ferð vestur fyrir jól var auglýst 15. des. með Esju. Þótti mörgum það rokkuð snemmt, en fóru samt, meira að segja pláss- lausir, því að skipið var yfirfullt. | Nokkrum dögum síðar er Hekla send til Vestfjarðahafna,- öllum á óvart, sem notað höfðu ferð Esju. Nú mun engum hafa verið Ijós- ari nauðsvn þ°ss, en forráða- mönnum Skipaútgerðarinnar, að fólkið, sem flutt hafði verið út á land fyrir jól á þeirra vegum, þurfti að komast til Reykjavíkur aftu” strax um áramótin. Varla hafa þeir búizt við að allt þetta fólk væri að flvtjast búferlum. Fvrsta ferð að vestan er þannig skipulögð, að til vinnu sinnar komast menn ekki fyrr en um helgina 10. janúar, eða réttri viku seinna en nauðsynlegt var. Er þá Skipaútgerðin búin að gefa við- skipta-„vinum“ til Vestfjarða 26 daga jólafrí. Ef þetta nægir ekki til að sýna fram á fávíslega stjórn Skipaút- gerðar ríkisins, vil ég benda á skinaáætlun þeirra fyrir árið 1953. Samkvæmt henni hring- snúast „kopparnir“, Skjaldbreið og Herðubreið oftast kringum landið á sama tíma og stærri skipin eru á ferðinni. Það er ósk mín, að þeim mönn- um, sem vilja afnám Skipaút- gerðar ríkisins, takist það áður en árið 1954 er liðið, en ábyrgum aðilum verði falinn rekstur skip- anna til hagsbóta fyrir alla ís- lendinga. II. S. Nýr yfirmaSar A-banda- !arsins í SyBur Evrópu PARÍS, 8. jan.: — Bandaríski hershöfðinginn Paul W. Kendall hefur tekið við yfirstjórn her- sveita Atlantshafsbandalagsins í Suð-austur Evrópu. Kemur hann í stað Wymans hershöfðingja. — Reuter. IVIagnús Jónsson Seyðisfirði — IVfiraning — MAGNÚS JÓNSSON var til moldar borinn 28. nóvember síð- astliðinn, frá Seyðisfjarðarkirkju. Magnús v'ar fæddur í Austdal í Seyðisfirði hinn 6. október árið 1900, sonur Jóns Jónssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Ein- arsdóttur. Voru þau 6 systkinin, 2 drengir Magnús og Einar, nú í Mjóafirði, og systurnar 4 Mar- grét í Mjóafirði, Sigríður og Sveinrún í Keflavík og Sveibjörg í Reykjavík. Allt er þetta táp- mikið og gott fólk, enda á það til góðra að telja í báðar ættir. Barnungur fluttist Magnús með foreldrum sínum inh í kaupstað á Seyðisfirði og átti þar heima æ síðan. 14 ára gamall byrjaði hann sjómennsku á ýmsum bát- um og kom fljótt í ljós að hann var dugandi og glöggur sjómað- ur. Formennsku tók hann að sér ungur að aldri og varð aflasæll, heppinn og ábyggilegur til orðs og verka. Siglingafræði nam hann sem veitti honum rétt til skipstjórnar á minni mótorskip- um og var hann um margra ára skeið skipstjóri eða stýrimaður. í nokkur ár fékkst hann við út- gerð, en hætti því og seldi bát- inn, sem þá var of lítill í sam- keppninni á vetrarvertíðum. Magnús var dulur á allt sem hann gerði vel og eru þess mörg dæmi, en hér skal eitt tilfært sem ég veit um, enda var ég sjómaður hans í mörg ár. Eitt sinn er hann var ungur að aldri var hann á sjó í vondu veðri og sá þá for- manni sínum hugfallast, tók Magnús þá vig stjórn á bátnum og stýrði honum heilum til hafn- ar. Þetta eða ánnað þessu líkt vildi hann aldrei tala um. Eins og áður segir var ég með Magnúsi í mörg ár og var með okkur alltaf hin mesta vinátta og reynd ist hann mér ávallt sem góður bróðír, Árið 1947 kom togarinn ísólfur hingað og varð Magnús þá bræðslomaður á honum og leysti haim þann starfa af hendi með þeirsní trúmennsku og snyrti mennsku, Ef;m var sérstaklega einkennsoS fyrir hann. Enda var harna vmnugefinn og undi sér aldi-eá fe’sið.dar. Hinn 21. nóv. barst méx í:ú harmafregn að Magnús væsrálátinn og var hjarta bilun dauSaEBSEÍn hans. Hann varð aðeíns 53 en eftir hann ligg- ur mikíS va-'i; og óbrotið, nálægt 40 ára sjéwamnska. Eftírli&BseSi konu sinni, Vig- fúsínu E5@Enadóttur, kvæntist Magnús á-nál 1928 og eignuðust þau 6 börsu en misstu tvö ung. Var það jþeim hjónum mikill harmur. Þrjú barnanna sem eft- ir lifa eru uppkomin, en það yngsta er 11 ára, eru þau öll mannvsenleg og bera vott um gott heimili. Mér eru minningarnar um Magnús allar bjartar og hlýjar og styrkur að þeim í sorginni og um leið og ég þakka honum fyrir allt, bið ég honum guðsfriðar og blessunar. Ég bið algóðan guð að blessa og styrkja konu hans og börn í sorg þeirra, i H. E, AlfskóRpriitn og droffningin Milli 4000—5000 manns voru á íþróttavellinum í fyrrakvöld er efnt yar þar til brennu og álfadans. Hér að ofan er Álfakóngurinn (Ólafur Magnússon frá Mosfelli) og Álfadrottningin (frú Unnur Eyfells), með Álfaprinsessuna á milli sín. Hirðmeyjar standa til hliðar við hásætin. — Fyrir blysförinni kringum völlinn, sem rúmlega 100 blys voru borin í, fóru menn á „grímuklæddum" hestum. (Ljósm. Mbl. G. R. Ó.) Hæsta og lægsta smásöliiverð ýmissa vörutegunda HÆSTA og lægsta smásöluverð ýmissa vörutegunda í nokkrum smásöluverzlunum í Reykjavík reyndist vera 1. þ. m. sem hér segir: Vegið Lægst Hæst meðalverð kr. kr. kr. Rúgmjöl pr. kg. 2,30 3.10 2.65 Hveiti — — 3.15 3.65 3.52 Haframjöl — — 2.95 3.30 3.18 Hrísgrjón — — 4.95 7.00 6.29 Sagógrjón — — 5,25 6.35 5.44 Hrísmjöl — — 4.10 6.70 6.16 Kartöflumjöl — — 4.55 4.75 4.70 Baunir — — 5.00 6.00 5.52 Kaffi, óbrennt — — 26.00 28.10 26.76 Te, Vs lbs. pk 3.10 3.95 3.69 Kakao, % lbs. dós 7.20 8.95 8.37 Molasykur — — 4.20 4.50 4.33 Strásykur — — 3.40 3.50 3.40 Púðursykur — — 3.20 6.00 3.69 Kandis — — 5.75 6.70 5.95 Rúsínur — — 11.00 11.90 11.50 Sveskjur 70/80 — — 16.00 19.00 17.40 Sítrónur — — 9.70 12.25 11.05 Þvottaefni, útlent pr. pk. 4.70 5.00 4.84 Þ\ottaefni, innlent .... — — 2.85 3.30 3.10 Á eftirtöldum vörum er sama verð í öllum verzlunum. Kaffi brennt og malað..................pr. kg. 40.60 Kaffibætir....................................14.75 Suðusúkkulaði ................................53.00 Mismunur sá er fram kemur á hæsta og lægsta smásöluver'ði. getur m. a. skapast vegna tegundamismunar og mismunandi inn- kaupa. Skrifstofan mun ekki gefa upplýsingar um nöfn einstakra verzl- ana í sambandi við framangreindar athuganir. (Frá skrifstofu verðgæzlustjóra). Hvar er Neskirkja? FYRIR nokkrum árum gekk sú skopsaga manna á milli að ein ákveðin sóknarnefnd hefði verið svo gersamleg týnd og gleymd að sóknarprestur hefði séð sig tilneyddan að lýsa eftir henni við messugerðir og að vísu haft upp á henni eftir nokkrar „lýsingar". Næsta sagan sem maður heyrði um þessa sóknarnefnd var sú að hún væri farin að undirbúa bygg- ingu í einhverjum sandgryfjum á Grímsstaðaholti og ætlaði að kalla þá byggingu „Neskirkju". „Margt er sér til gamans gert“ og oft er erfitt að átta sig á hvað satt er í slikum sögum. — Eftir blaðafregnum síðustu daga að dæma, virðist þó seinni sagan vera á rökum reist. Þar er sagt að þessi „Neskirkja“ sé risin af grunni og orðin fokheld. Sá háttur hefur verið hafður á kirkjumálum í Reykjavík og ná- grenni nú undanfarið, að sóknir hafa verið stofnaðar og prestur skipaður. án þess að til væri prestsetur eða kirkja. Minnir slíkt háttalag helzt á að verið sé að ráðstafa umferðasala með torgsölu. Kirkjubygging þessi á eðlilega að bæta úr brýnni þörf safnaðar, sem er kirkjulaus og er því í alla staði sjálfsögð og nauðsynleg. En að kalla hana „Neskirkju" er í fyllsta máta rangt, bæði vegna sinnar stað- setningar og frá sögulegu sjónar- miði séð. Neskirkja var til og er alkunn af sögum og sögnum. Hún var alla tíð að Nesi við Seltjörn og stóð þar í fimm aldir, eða nálægt því. Hún var sóknarkirkja Sel- tirninga, auðug að löndum og lausum aurum og um einn tíma var hún eini viti sjómanna við Faxaflóa. Hún stóð á háum og fögrum stað þar sem útsýni var mikið hátt til lofts og vítt til veggja. Um aðra Neskirkju er ekki að ræða hér um slóðir og kirkjubygging sú sem nú er upp risin getur ekki heitið því nafni. Réttast væri að kenna hana við melana og kalla hana Melakirkju, sbr. Melaskóla, sem er rétt hjá henni. Um staðsetningu kirkjunnar að öðru leyti mætti að vísu margt segja, því staðurinn er að flestu leyti illa valinn fyrir kirkju. Það verður þó ekki gjört hér, en á það má þó benda að í næsta ná- grenni hennar er kirkja (kapella Háskólans) og hinn myndarlegi 1 Melaskóli, þar sem guðsþjónust- , ur geta farið fram í báðum stöð- ' um. — Kirkjan stendur lágt og i verður eins og smákófi innan um þær stórbyggingar, sem eru og . verða reistar allt í kringum hana. Seltirningar hafa verið kirkju- lausir í hálfa aðra öld, eða síðan. Neskirkja var lögð í eyði. Þeir | hafa allan þann tíma oroið að sækja kirkju til Reykjavíkur. — Þessi nýja kirkja getur aldrei orðið þeim Neskirkja, því auk: þess sem þeir geta ekki viður- kennt nafn hennar, er þeim miklu erfiðara að sækja hana en aðrar kirkju bæjarins. Hún er nefnilega það merkilega illa stað- sett fyrir sóknarfólk hinnar gömlu Neskirkju að engar áætl- unarferðir milli Seltjarnarness og Reykjavíkur liggja nálægt henni. Guðm. Illugason. HJÁLPARBEIÐNI 1 HÉR í bæ eru hjón, sem undan- farna máriuði hafa átt við mjög erfiðar ástæður að búa. Heimilisfaðirinn varð að hætta. vinnu og ganga undir uppskurð í júnímánuði. Átti þetta ekki að taka langan tíma, en svo fór, að skurðurinn hafðist illa við og þótt sjúklingurinn sé nú á fótum er skurðurinn ekki gróinn og þvi ekki um að ræða að hann megi ganga til vinnu. Börnin eru sex, það elzta lft ára og það yngsta 1 og Vi árs og hefir það verið mjög veikt nú. um skeið. Fjölskyldan hefir feng- ið úr tryggingum en fram að þessu ekki leitað annarar hjálpar. Ástæðurnar eru nú mjög bág- ar, en ef vel yrði tekið í þessa hjálparbeiðni, gæti það e. t. v. fleytt fjölskyldunni, þar til heim- ilisfaðirinn gæti aftur farið að vinna, sem vonir standa til. Morgunblaðið hefir góðfús- lega lofað að veita viðtöku þeirri hjálp, er kynni að berast. Garðar Svavarsson. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.