Morgunblaðið - 09.01.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.1954, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. janúar 1954 IMIIIIIIIIII!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllil!llllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllilll!ll!llll!l!llllllll!l!llllllll!llll!ll!rHlllllllillllll!llllllll!ll!llllllll| 1 Síldamef og Kristmann Guðmunds- son skrifar um Frá nefjaverStsmiðjusini Fratelli Riecolialdi Csiuogli, ifalia | getum við boðið allar gerðir af netum fyriv síldveiðar. Netin eru ólituð og óuppseít. §1 Þau eru búin til úr fyrsta flokks bómullargarni úr amerískri eða egypzkri bómull. Síidarnætiir. ( Síldarnet. 1 IMótastykki. ( Verksmiðja þessi sem er stærsta í sinni grein í Italíu og nýtur mikils trausts, selur || framleiðslu sína víða um lönd, enda býður hún = óvenjuiega hagstætt verð | = Sendið okkur teikningar og sundurliðun á netjaþörf yðar og við munurn senda yður = tilboð j Þórður Sveinsson & Co. h.f. | S = l!l!ll!llllll!lll!lilllllllll!ll'llll!lll!lllllllll!lll!il!lll!ll!li!lllllllllll!l!llll!llll|||||!l!!llll!!IIIIIIII!lllllillll!!ll!lll||||||||!llllllll!l!llllll!lilllllllll!lllri;lllll!!lllll!ll!lll!!!!!llllll!l!llfn þvær hvltar liótar off auðveldar! Hvíti þvotturinn verður hvítari og mislituriun skýrari þegar þér notið Rinsó! Rinsó-þvælið er óviðjafnanlegt, það losar óhrgin- indin algerlega — án þess að skemma — þvottur- inn verður blettalaus, hreinn og ferskur. Xil þess að ná skjótum árangri, auðvelda þvott- inn og fá hann hvítari — þá notið Rinsó. Tilvalið fyrir þvottavélar og allan uppþvott. Rinsó í allan þvott! 'mk K\ ) \ V . Eftir Gunnar Dal ÞESSI stórmerka bók fjallar um hin austrænu fræði — og ég minn ist þess ekki að hafa lesið aðra bók jafn góða eða betri um þau. Gunnar Dal er ungur að árum, en þekking hans er þegar svo mikil að undrum sætir. Hann hefur það fátíða samræmi skiln- ings og innsæis, sem til þarf að skynja þessa háleitu speki á réttan hátt, en auk þess er hann þeirri gáfu gæddur að geta gert hana ljósa og skira vestrænum mönnum. Slíkt er sjaldgæfara en menn kannske hyggja. Af öðrum þeim aragrúa bóka, sem ég hef lesið um þessi fræði, er bók Gunnars yfirgripsmest og jafn- framt einföldust í túlkun sinni svo að hverjum sæmilega skynug- um manni er auðvelt að fá af henni glöggt yfirlit yfir flest það er máli skiftir í hinni aust- rænu heimspeki. Hann kemur víða við og allt virðist liggja jafn ljóst fyrir honum. Það er hrein unun að sjá þessa fremur flóknu hluti birta á svo einfald- an og sjálfsagðan hátt. — Þessa bók ætti að prenta í tugum þús- unda eintaka og senda hana á hvert heimili á íslandi. Því lík- lega eru hvergi á byggðu bóli tiltölulega jafn margir sem hafa áhuga fyrir þeim boðskap er hún fiytur. Hér skulu nefnd heiti kaflanna, er bókin skiftist í til þess að benda mönnum á um hvað hún fjallar: 1. Inngangur. 2. Rig-Veda. 3. Upanishadar. 4. Kenningin um endurholdgun og fortilveru. 5. Karma-heimspekin. 6. Maya-heimspekin. 7. Yoga-heimspekin. 8. Ljós Asíu. 9. Hvað er nirvana? 10. Hávamál Indlands. 11. Vedanta-heimspeki.n Þótt stiklað sé á stóru, hefur höf. auðnast að gera grein fyrir flestu því, sem byrjandi náms- maður þarf að vita um þessi stór- fenglegu fræði. Það er vel af sér vikið og vekur sannarlega aðdáun þeirra manna, sem hafa verið að reyna að tileinka sér austræna heimspeki í marga ára- tugi. — Þessi góða bók á erindi til allra hugsandi manna og mér kæmi ekki á óvart þótt hún vekti einnig athygli utan íslands. Á Norðurlöndum, að minnsta kosti, er engin jafngóð bók til um þessa hluti. — í nafni þeirra mörgu, sem munu kunna að meta hana, vil ég þakka hinum unga og gáfaða heimspekingi fyrir þetta ágæta og þarfa verk. Ljóð Jóns S. Bergmann: Fsrskeyllur og farmannsljóð Eru skáldum arnfleygum æðri leiðir kunnar. En ég vel mér veginn um veidi ferskeytlunnar. Mig langar til að vekja athygli á sígildri smekklegri jólabók, Ferskeytlum og farmannsljóðum Jóns S. Bergmann. Þessi bók er athyglisverð, hver setning er fág- uð og meitluð, enda var höfundur smekkvís og mjög orðhagur. Hinn kunni gáfumaður Snæ- björn Jónsson skjalaþýðari kemst svo að orði um þessa bók í rit- dómi: „Ferskeytlunum hans (J. B.) varð ekki komist hjá að kynnast, og kverin hans tvö eign- aðist ég, enda hafa þau það að geyma, sem engum íslendingi væri sæmandi að kynnast ekki. Skáldin okkar hafa gert fer- skeytluna að þeirri gersemi, að í skyldum bókmenntum mun hún nálega mega heita einstæð, og engu skáldi hefur tekizt að hæfa. betur með henni en Jóni Berg- mann. Það mun lengi glampa af gimsteinum hans“. Ég set hér nokkrar af stökum Jóns. Þær eru teknar af handa- hófi úr bók hans. Tíminn vinnur aldrei á elztu kynningunni. Ellin finnur ylinn frá æskuminningunni. Enn við snjallan öldu slátt út mig kallar þráin, skeiðin hallast skautuð hátt, skefur allan sjáinn. Hugur hvass á hættustund hleypir krafti í limi, þá er alltaf eitthvert sund opið, þó hann brimi. Aldrei frelsisskúma skraf skapar menning vígi, meðan hugur heimskast af hatri og flokkalygi. Þeim er lífið fréttafátt, frægð er lítt til sagna, sem að hafa aldrei átt öðru en láni að fanga. Þó að leiðin virðist vönd, vertu aldrei hryggur. Það er eins og hulin hönd hjálpi er mest á liggur. Ástin heilög heillar mig, hún er Drottins líki. Meðan einhver elskar þig, áttu himnaríki. Mörgum angar aldrei vor eiga fang við blæinn, og þeir ganga öfug spor æfilangan daginn. Ljúft við daga ljósa brá líður saga ára, eins og bragur ortur hjá ástmey fagurhára. Ég hef haft óblandna ánægju af þessari bók og mun svo fleir- um fara. M. Jd. Vilhelm Grönbech: Lyset fra Akropolis. Gyldendal 1950. Hellenismen. Gyldendal 1953. ÞEGAR grískukennslan var lögð niður í lærðaskólanum á fyrsta tug aldarinnar, slitnaði mikils- verður hlekkur, sem tengdi menntun lærðra manna við þær fornmenntir, sem vestræn menn- ing er að miklu leyti runnin af. Þessi ráðstöfun var afsökuð með bví, að nú væri orðið til svo mik- ið af þýðingum og ritum um fornmenntirnar eftir færa höf- unda. — Lítið hefur þess þó orðið vart, að lærðir menn kynntu sér þessi gömlu fræði og hefur menn- ing síðari tima beðið mikið tjón af þeirri vanrækslu — eflaust miklu meira en menn gera sér ljósf. Má ef til vill afsaka þetta með því að bókaverzlanir hafi ekki haft mikið af fornmennta- bókum á boðstólum. Nú hefur Gyldendal nýlega gefið út tvær ágætar bækur um grísku menninguna með ofan- greindum titlum. Eru þær báðar eftir próf. Vilh. Grönbech (1873 —1949), sem var einn af fjöl- hæfustu menntamönnum Dana. Upprunalega var hann málfræð- ingur en lagði síðar stund á trú- fræði og menningarsögu, og rit- aði m. a. fjögra binda bók „Vor Folkeæt i Oldtiden*1 1909—’12 og síðar m. a. stórt verk um Hellas. „Lyset fra Akropolis" er safn af fyrirlestrum, aðallega um hina mestu andans menn, skáld og spekinga Grikkja, svo sem Aiskýlos, Herakleitos, Sófókles, Evripídes, Aristófanes, Plutó, Framh. & bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.