Morgunblaðið - 09.01.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. janúar 1954 SM€E FORSYTRNNM - RÍKI MAÐURINN - Eftir John Galsworthy — Magnú's Magnússon íslenzkaði Framhaldssagan 22 Hún varð enn þungbúnari og hann varð óstyrkur. „Jæja, ég veit ekkert, það seg- ár mér enginn neitt. En Soames verður að sjá um sig. Geri hann það ekki, þá gagnar það honum ekki að koma eftir á til mín. J>etta er mitt lokaorð". Hann settist, beit í vísifingur- inn og horfði hvasst og kuldalega á tengdadóttur sína. Hann veitti því eftirtekt, að augu hennar dökk og djúp störðu svo fast á hann, að það fór hroll- ur um hann. „Jæja, ég verð nú víst að fara“, sagði hann eftir stutta þögn og stóð upp með dálitlum 'undrunarsvip, eins og hann hefði vænzt þess, að vera beðinn að vera kyrr. Hann rétti Irenu hend ina og lét þaS eftir sér að lofa Itenni að fylgja sér til dyra. — Hann sagðist engan vagn vilja, «etla að ganga, bað Irenu að skila kveðju til Soames, og ef hún vildi létta sér eitthvað upp, mundi hann aka henni til Rich- mond einhvern daginn. Hann gekk heim, rakleiðis upp Ji loft og vakti Emily, sem var nýsofnuð eftir að hafa ekki fest iílund í heilan sólarhring, til jþess að segja henni, að sér segði .svo hugur um, að ekki væri allt Kieð felldu hjá Soames. Um þetta tæddi hann svo aftur og fram í Tiálftíma og endaði ræðuna með þvi að lýsa því yfir að hann mundi ekki geta látið sér renna i brjóst drykklanga stund Svo liallaði hann sér á aðra hliðina og hraut á sömu stufidu. — Soames dvaldi um stund hjá inálverkum sínum. Er hann gekk fit úr herbergínu nam hann stað- ar við stigann, þar sem hann sást ■ekki og athugaði Irenu, sem var að lesa í sundur bréf, sem höfðu ikornið með síðasta póstinum. — Hann sá, að hún fór inn í dag- .stofuna, en kom að vörmu spori ut aftur og nam staðar, eins og 2iún væri að hlusta. Síðan lædd- ist hún hægt upp stigann og hélt á Rettling. Hann sá, að hún laut aiiður að litlu dýrinu, sem hjúfr- aði sig að hálsi hennar. Því leit hún aldrei svona ástúðlega á liánn? Allt í einu kom hún auga á hann og svipurinn á andliti Iiennar breyttist. „Eru nokkur bréf til mín?“ spurði hann. „Þrjú“. Hann vék til hliðar, þegjandi gekk hún áfram og inn í svefn- herbeigið. SJÖUNDI KAFLI SMÁSYNDIR JOLYONS __ GAMLA Þetta sama kvöld kom Jolyon gamli út af Lords krikketvellin- itri og hélt heim á leið, en hann vkr ekki kominn lengra en að Hamilton Terrace, þegar honum ánerist hugur. Hann veifaði á vagn og gaf ökumanninum upp liúsnumer í Wistaría Avenue. — 3>etta hafði dottið í hann allt í einu. • June hafði verið lítið heima alla vikuna. Það gat naumast hcitið, að hann hefði séð hana lím lengri tíma, eða siðan hún trúlofaðist Bosinney. Hann bað liana aldrei að vera hjá sér. Það var ekki háttur hans að vera að kvabba á öðrum. Hún var nú .rneð hugann allan hjá Bosinney, ^ildi hann einan eftir í hinu sSóra húsi hjá þjónustufólkinu, og hann gat ekki talað við nokk- íyai mann frá morgni til kvölds. Klúbburinn hans var lokaður vegna hreingerningar og starfs- félagar hans í ýmsum nefndum voru í sumarleyfum. Hann hafði því ekkert viðbundið í City. — June hafði stungið upp á því, að hann færi eitthvað, en sjálf gat hún ekki farið með honum, því að Bosinney var í London, En hvert átti hann að fara? Einn gat hann ekki farið til meg- inlandsins — sjóferð þoldi hann ekki vegna lifrarinnar og hann hafði viðbjóð á hótelum. Roger ætlaði að vera sér til heilsubótar í vatnslækningastofnun, en á slíku ætlaði hann ekki að fara að byrja á gamals aldri. Þessar ný- tísku stofnanir voru hégóminn einber. Hrukkurnar í andliti hans dýpkuðu og með hverjum deg- inum sem leið varð augnaráðið þunglyndislegra og stakk svo í stúf við hið einbeitilega og höfð- inglega yfirbragð hans. Þetta kvöld ók hann um St. John Wood. Sólin hellti geislum sínum á litlu garðana og klipptu akasíurnar fyrir framan húsin. Hann gaf öllu í kringum sig glögg ar gætur, því að þetta var sá hluti Lundúna, sem enginn For- syte fór svo um, að hann léti ekki vanþóknun sína í ljós, sem var þó forvitni blandin. Vagninn nam staðar fyrir framan lítið hús. Hinn sérkenni- legi gulbrúni litur á því bar þess merki, að langt var frá, að það hefði verið málað. Hann steig út úr vagninum festulegur og tiginmannlegur, höfuðið mikið, yfirskeggið sítt og hvítur hárkragi undir óvenjulega háum pípuhatti, augnaráðið var fast og dálítið þykkjulegt. Hann hafði blátt áfram verið rekinn út í þetta. „Er frú Forsyte heima?“ „Já, hún er það, hvern á ég að kynna?“ Jolyon gamli gat ekki varist því að brosa góðlátlega til litlu þernunnar þegar hann sagði nafn sitt. Honum fannst litla skinnið vera svo. skrýtin. Hann gekk á eftir henni inn dimman gang inn í litla dagstofu, með legubekk og stólum, fóðruð- um • með lérefti. Litla stúlkan bauð honum sæti. Jolyon gamli settist í einn lér- eftsfóðraða stólinn og litaðist um. Allt var furðulega fátæklegt, enginn húsmunur, að því er hon- um virtist, fimm punda virði. Á veggjunum, sem engin málning hafði komið á árum saman, hengu vatnslitamyndir. Stór rifa var þvert yfir loftið. Öll þessi litlu hús voru gömul og illa byggð. Hann gat ekki hugsað sér, að leigjan færi fram úr hundrað pundum á ári. Það kvaldi hann meira, en hann hefði getað orðum að komið, að einn af Forsytunum — sonur hans — skyldi búa í þessu hverfi. Litla þernan kom að vörmu spori og spurði hvort herrann vildi vera svo góður að ganga út í garðinn. Jolyon gamli gekk út um gler- dyrnar. Þegar hann steig niður þrepin í veröndinni, sá hann að þau höfðu líka þörf fyrir máln- ingu. Jolyon yngri, kona hans, tvö börn og hundurinn Balthazar, voru öll hjá perutrénu. Þessi ganga til þeirra var mesta þrekvirkið, sem Jolyon gamli hafði unnið um ævina, en án þess að nokkur svipbrigði sæ- ust á andliti hans gekk hann ró- legur og einbeittur til þeirra. Augun, sem lágu innarlega, viku aldrei af óvininum. Á þessum tveim mínútum birt- ist hjá honum allt sem í honum bjó af hinni algerlega ósjálfráðu stillingu, jafnaðargeði og ein- beitni, sem gerði hann og svo marga aðra í stétt hans að kjarna þjóðarinnar. Með því að greiða úr málum sínum hógværlega og látlaust og án þess að láta sig nokkru skipta álit og hugsanir annara, var hann tákn og ein- kenni þess sérstaka persónuleika, sem Englendingum er í brjóst borin, og er hin eðlilega og óhjá- kvæmilega afleiðing af hinni ein- angruðu legu landsins. Hundurinn Balthazar þefaði BLÖM AÁST 3 Þessi kvenvera var töfrandi fögur, og ástúð og sakleysi lýstu sér í svip hennar. Augun voru djúp og blá og endur- spegluðu alla blómadýrð aldingarðsins. „Eg er blómgyðjan. Nafn mitt er Flóra. Ég þekki líf og eðli blómanna út í yztu æsar. Ekkert í heimi er mér kærara en blómin. Eitt einasta smáblóm er dýrmætara í mínum augum en öll auðæfi heimsins, því að líf þess bendir mér á þau háleitu sannindi, að allt líf sé líf guðs. Ég elska þá, sem elska blómin. Og því dýpri og hreinni sem ást þeirra er, því meira legg ég mig í líma um að leið- beina þeim og fá þá til að skynja og skilja huliðsmál blóm- anna. Vina mín. Ég elska þig innilega, af því að ást þín til blómanna er svo heit og fölskvalaus, að ég hefi varla fundið dæmi til annars eins. Margir elska blómin sökum fegurðar- innar einnar eða ilmsins, en í því er ekki fólgin hin sanna blómaást. Þú ert enn barn, og fegurðin heillar þig því mest. En líf þitt er svo samgróið lífi jurtanna — samband þitt við þær svo náið — að ekki getur hjá því farið, að sú stund muni upp renna á æskuárum þínum, að þú elskir eitt grænt smáblað jafnt og rósirnar rauðu. Það gera hinir sönnu vinir mínir. Sá, sem er svo innilega hrifinn af blómunum, að hann skoðar þau sem beztu vini sína. er áreiðanlega gæfumaður, og ekki einungis gæfumaður, heldur og góður maður. Er það ekki líka takrnarkið, sem við eigum öll að keppa að? ¥öruhsippdrælti §. í. i. S. Umboð happdrættisins í Reykjavík og nágrenni eru á eftirtöldum stöðum: Austurstræti 9, sími 6004—6450. Grettisgala 26, sími 3665. Verzl. Roði, Laugaveg 74, sími 81808. Bókaverzl. Sigv. Þorsteinssonar, Langholtsveg 74. Bókabúðin Laugarnes, sími 7038. Carl Hemming Sveins, Nesveg 51, sími 4973. Vikar Davíðsson, Sjóvátryggingarfélag íslands. Kópavogsbúðin, Borgarholtsbraut, sími 7006. Bókabúð Böðvars Sigurðssonar, Hafnarfirði, sími 9515. Næst síðasti söludagur í 1. flokki. Ódýrt happdrætti. Háir skattfrjálsir vinningar. Ef þér viljið fá Fegurri og mýkri húð þá notið Savon de Paris Handsápu. I Ný íslénzk plata: Ingibjörg Þorbergs syngur BANGSIMON LÖG LITLI VIN Plata, sem öll börn d 9 hafa gaman af að eiga. 3 HIS MASTERS VOICE Fálkinn (hljómplötudeildin) Gólfteppi Fengum nokkur stykki af hinum þekktu : . m indversku teppum. ■ 5 ■ ■ j fj^löítclal % j BsaaavB.Ba.Ba..B..aaaBaaaaa4 — Morgunblaðið með morgunkaffinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.