Morgunblaðið - 21.01.1954, Síða 10

Morgunblaðið - 21.01.1954, Síða 10
10 MORGUNB LAÐIÐ Fimmtudagur 21. janúar 1954 .....................................••••••••••••••••■••■■■••••■■ m ■ Sölumaður - ■ Ahugasamur og vanur verzlunarmaður 30 ára eða eldri, I | sem er reglumaður og hefur prúðmannlega framkomu, | g getur fengið fasta atvinnu hjá heildsölufirma, sem selur ; ■ • S matvörur og aðrar skyldar vörur. — Umsoknir með : m J I upplýsingum um fyrri atvinnu sendist afgr. blaðsins fyrir ; ; 28. þ. mán., merkt: „Heildverzlun —176“. ■ t : *■■••■••■■■■••■■■■•■■■■■•■■■■■■■■•■■•■■■■»■■»■•■•■••»■•■■••■■■••■■■■•*»• ?»■■■•■■■■■■■■■■■•■■•••■•■■■■■•■■■■■■■•■■•■■•■■••••■■••■•••■■■•■••■•■■••* I Olíukynding m ■ m ■ Til sölu ný 6 ferm. amerísk oliukynding (Betlehem) ! '■ ■ ■ ■ S komplet, með katli, brennara, öllum mælum og olíu- ! ■ ■ ■ i 1 geymi. — Uppl. gefur Gunnar Vilhjálmsson, sími 81812. ; IMýkomið Stálull no. 00 og 000, j ■ ■ : Hagkvæmt verð. j ■ • ■ ■ I LAKK- OG MÁLNINGARVERKSM. I ■ ■ É HARPA H.F. I ■ ■ ■ ■ Úlsala ■ Allskonar stykkjavara um og undir hálfvirði. — ; ■ Kjólaefni, hálfvirði, tilvalin í eftirfermingarkjóla. : ■ VERZLUN MATTHILDAR BJÖRNSDÓTTUR • Laugavegi 46 ; Rennismiður ■ ■ ■ óskast strax, um lengri eða skemmri tíma. — Uppl. : ■ ■ gefur Gunnar Vilhjálmsson, sími 81812. : •••■■waaaaaaa*■■■■■■•••*•••■■■■■■■■■■■■■* Kjötiðnaðarmaður óskast | út á land. — Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir ■ föstudagskvöld, merkt: „Lærður — 177“. Vana háseta og netamenn vantar á b.v. Akurey. — Uppl. um borð í skipinu sem verður í Slippnum í dag. Ufl Tvær góðar VélritunarstúEkur - ,■ . S óskast til að starfa í American Express bankanum á ■ Keflavíkurfugvelli. — Umsækjendur gefi sig fram í : 5 : j; bankanum kl. 10—4 virka daga. : £ Bankasf jórinn. ............................................ uimnnmr Hinn 9. feb. NEW YORK — Frú Pandit Nehru forseti Allsherjarþingsins, hefur látið svo um mælt að vonir stæðu til að þingið kæmi saman til að ræða Kóreumálið 9. febrúar. — Það voru Indverjar sem stungu upp á því að Allsherjarþingið kæmi saman. 8 ríki önnur þar á meðal Rússland hefur samþykkt að svo verði. Kvaðst frúin ekki hyggja að hin ríkin settu sig upp á móti því. — Minning Framh. af bls. 5. einn þeirra er fórust með flug- vélinni „Glitfaxa“, er flestum mun enn vera í fersku minni. Lifir því aðeins eitt barn þeirra, Ingibjörg. Einnig tóku þau í fóst- ur systurdóttur Valgerðar, Guð- nýju Lýðsdóttur og ólu hana upp sem eigið afkvæmi. Hafa þau búið við alúð og umhyggju henn- ar, einkum síðustu árin og beggja þeirra frændsystra. Fyrir tveim árum varð hún að sjá á bak ástkærum eiginmanni og tryggum förunaut, var nún þá sjálf stödd á sjúkrabeði. Þótt sorgin hafi oft gist heimili Valgerðar Hallvarðsdóttur þá tókst aldrei að útrýma þeirri birtu sem stöðugt lék í kringum þessa góðu konu. Hennar list var að leita að hinu góða og finna það. Ótaldar eru gleðistundirnar sem skyldmenni og vinir eiga frá ógleymanlegum samverutíma ýmist í hennar eigin húsum eða utan þeirra. Þá var lika oft glatt „svo glumdi í ranni“. Höfðings- lund ásamt djúpri og einlægri tryggð voru samstillt í verki svo öllum leið vel í návist hennar. Hún lét þrá hjartans eftir betri heimi skipa öndvegi, hún var ljóð og söngelsk og unni öllu fögru. Mynd hennar lifir í huga mér sem sólbjartur, hlýr og heiður sumardagur og kveðjustundin friðsæl sem geisli hnígandi kvöld sólar, er minnist við yztu sjónar- rönd. Hér er þá brotið í blað og cte'jálfrátt verður manni á að staldra við, líta til baka, rifja upp liðna sögu í Ijósi minning- anna. Já, hún átti sin „sigurljóð og raunabögu". Þetta sem við vitum að muni ætlaður staður á spjöldum hinnar óksráðu lífs- bókar frá byrjun. Hún átti líka það sem ómissandi var, lífsgleði. Með þeim skildi tókst henni að standast alla erfiðleika, sem virð- ast stundum svo seinþreittir í miskunnarleysi sínu gagnvart mönnunum. Hin innri lífsgleði var vöggu- gjöf, er reyndist ein dýrmætasta perlan i veganesti hennar. „Gleði heitir lífsins ljúfa leynifjörður, mjúk og sterk, hún er máttarhjól, er hreyfir heimsins mikla sigurverk“. Máttarhjól gleðinnar bar hana frá vöggu til grafar, svo jafnvel sorgin gat ekki fullkomlega náð að höggva á þessa leynifjörður, er bærðist svo milt í brjóti henn- ar. Vermd af funa gleðinnar leyst ust hin köldu klakabönd von- leysisins og kvíðans. Gleðin heið og fölskvalaus, var hin andlega lífæð. Við sem þekkjum hana er- um þakklát fyrir að hafa notið hennar sem samferðamanns þótt ekki væri nema um stutta stund. Mér er vel kunnugt, að Val- gerður kvaddi þessa tilveru með þakklátum vinarhug til allra sem gerðu sitt til þess að auðvelda henni baráttu gegn veikindum eða sýndu henni góð«vilja og hjálpsemi á annan hált, jafnt heima sem heiman. Hún hefði áreiðanlega viljað rétta hverjum og einum þeirra höndina sína hlýju að skilnaði, ef þess hefði verið nokkur kostur. Valgerður, lifðu sæl ofar stund og stað, þar sem ljósú5 og hin fullkomna gleði eru sameinuð í dírðlegu sigurverki. Pétur Jónsson Minningarorð ÞANN 13. júní s. 1. ár andaðist hér í Reykjavík, á 92. aldursári, sá prúði heiðursmaður, Pétur Jónsson, sem af mörgum var kenndur við Krýsuvík. Mér undirrituðum ásamt fleirum fornvinum þessa ágætismanns, hefur komið það á óvart, að sjá hans ekki sérstaklega minnzt í neinu blaði borgarinnar. Ég, er minnist þessa manns, var svo lánssamur, að kynnast þessum mikilhæfa manni á unglingsárum mínum, og síðan langa starfs- ævi, — vildi því af veikum mætti minnast hans örfáum orðum. Pétur var fæddur að Hraun- prýði í Hafnarfirði í Gullbringu- sýslu 20. febr. 1862, sonur Jóns Jónssonar Gíslasonar Jónssonar frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð og er margt merkra manna í þeirri ætt. Má þar sérstaklega nefna Árna Gíslason ríka á Hlíð- arenda, Guðbrand biskup Þor- láksson á Hólum, Gísla biskup Jónsson í Skálholti, Björn ríka Þorleifsson o. fl. Er hér farið eftir ættartölu Jóns, föður Pét- urs, frá árinu 1874, skrifaðri af B. Guðmundssyni. — Móðir Péturs, en kona Jóns, var Þór- unn uppeldisdóttir Jóns Hjartar- sonar auðga á Hvaleyri við Hafnarfjörð og konu hans Þór- unnar Sigurðardóttur. Á uppvaxtarskeiði var Pétur sterk stoð heimili sínu og syst- kinum í Hraunprýði. Hann varð ungur að fara að vinna fyrir sér, því móðir hans dó frá 10 börn- um meðan Pétur var enn ung- ur að árum. Faðir hans var for- maður á teinæring, opnu skipi, er réri frá Hafnarfirði. Þjóðhátíðarárið 1874, er Pétur var aðeins 12 ára gamall, réðist hann til verzlunar P. C. Knudt- zon & Sön í Hafnarfirði, er hafði mikinn verzlunarrekstur og úti- bú í Reykjavík og Keflavík. Við þá verzlun vann Pétur samfleytt í 23 ár, fyrst sem léttadrengur og síðan bókhaldari, þar til Knudzons-verzlun var lögð nið- ur árið 1897. Árið 1886 sigldi Pétur á verzl- unarskóla í Höfn, á vegum þeirra Knudtzonsfeðga og var þar einn vetur. Sigldi hann út með „Lauru“ gömlu, póstskipinu, en kom aftur með einu af seglskip- um verzlunarinnar og tók sú för heim til Hafnarfjarðar 37 sólarhringa, án þess neitt sér- stakt yrði að. Sýnir það sam- göngurnar í þann tíð. Eins og nærri má geta varð Pétur sem aðalbókari þessarar stóru verzlunar, nákunnugur högum og háttum flestra bænda í þrem næstu sýslum: Gull- briðu- Árnes- og Rangárvalla; naut hann mikils trausts og virð- ingar margra viðskiftamanna og mundi þá vel til síðustu stund- ar. Eftir að Pétur hafði verið á verzlunarskóla í Höfn, hækkaði kaup hans við Knudtzonsverzl- un um 50 krónur á ári upp í 1200 króna árslaun, sem á þeim árum þótti svimandi upphæð. Lét Pétur heimili sitt í Hraun- prýði njóta þess, með því hann var sá eini þeirra 10 systkina, er hafði fasta atvinnu. Hélt hann heimilinu við í 8 ár, eftir að fað- ir hans dó, unz allur systkinahóp- urinn var uppkominn. Nöfn þeirra Hraunprýðissystkina fara hér á eftir í aldursröð: Ólafur, Sigurjón, Daníel (skipstjóri á skútuöldinni), Pétur, Jóhannes, Brynjólfur, Jónína (giftist Hendrik Hansen í Hafnarfirðí), Sigríður, en yngstur var Ágúst, skósmiður í Reykjavík; vann ltngi á skóverkstæði Lárusar G. Lúðvigssonar. Sigurjón og Brynj- ólfur fóru til Ameríku fyrir aldamót, gerðust landnemar og dugnaðarbændur þar vestra, og komu ekki til íslands aftur. Þann 25. júní, 1897, sama árið og Pétur lét af störfum við Knudtzonsverzlun, og sú verzlun hætti, gekk hann að eiga Ragn- verzlunarmaður heiði Árnadóttur Gíslasonar fyrv. sýslumanns í Krýsuvík. Ragnheiður var fædd að Kirkjubæjarklaustri í Vestur- Skaftafellssýlu 29. september 1866. Var hún talin einhver bezti kvenkostur á sínum tíma. — Faðir hennar hafði þá flutt sig fyrir 8—10 árum austan frá Klaustri, þar sem hann hafði setið sem sýslumaður og rekið stórbú, keypt alla Krýsavíkur- torfuna, sem var heil kirkjusókn í þann tíð, — auk Vigdísarvalla og Herdísarvíkur — og bjó stór- búi í Krýsavík, en vildi nú gjarn- an hætta sjálfur fyrir elli sakir, en fela Pétri tengdasyni sínum búreksturinn. Stóð brúðkaupsveizlan í Krýsavík og framkvæmdi vígslu- athöfn ungur prestur, nývígður, séra Jes A. Gíslason (enn á lífi 1953), og var harm góðkunningi Péturs. Var þar margt veizlu- gesta, vel veitt og mikill gleð- skapur. Undirritaður var þá 15 ára unglingur og fluttist með Pétri til Krýsavíkur, til að vinna þar á búinu, og vann með hon- um meðan hann bjó þar. í Krýsavík var stórbú á þess- um tíma, oft um 30 manns í heimiii, þar af vinnumenn 6 talsins, vinnukonur 5 auk kaupa- fólks og vormanna. Um 2 tugir nautgripa voru þar í fjósi, þar af 10 kýr mjólkandi; 500 fjár sett á vetur. — og 30—40 tamdir hestar og stóðhross. — Útræði stundað frá búinu í Herdísar- vík og Grindavík; gesta- og ferðamannastraumur mikill, því Krýsavík lá þá í þjóðbraut. — Búinu í Krýsavík var vel stjórn- að og búrekstur með miklum blóma, öllum þótti gott að vera þar, allir ánægðir, heimilinu stjórnað rneð sterkri hönd og góðum hug, svo sem bezt varð á kosið. En allt er fallvalt í heimi hér og breytingum undir- orpið. Árni fyrrv. sýslumaður, veiktist og dó rétt fyrir aldamót- in. Öllum þótti vænt um gamla manninn, því hann kom vel fram við alla. Eftir þetta var sem eitt- hvað bristi innan frá og los kæmi á bústjórnina, en á slíku stórbúi var margs að gæta, allt var upp á gamla móðinn og allt varð vel að nýta, svo sem egg- og fuglatekju í bjarginu, ásamt miklum og erfiðum rekafjörum, þar sem sumstaðar þurfti að siga bergið og draga allan trjávið upp með ærinni lífshættu til að bjarga honum undan sjó. Má og vel vera, að hugur Péturs, þessa þaulvana og fjölhæfa verzl- unarmanns, hafi ekki að öllu leyti getað sætt sig við erfið- leika og smámuni búrekstursins, eftir að hafa séð og vanizt öðr- um lífsbjargarleiðum og stærri og víðari sjónarmiðum. Aldamótaárið var búið selt og jörðin leigð; vinnufólkið fór sitt í hverja áttina, en hjónin fluttu til Reykjavíkur ásamt Sigríði, yngstu systur bóndans, sem á- vallt hafði fylgt honum, en var heilsuveil, og frú Elinu, tengda- móður Péturs, ekkju Árna sýslu- manns. Fær Pétur fyrst leigt á Frakka- stíg, neðan Laugavegar. Um svipað leyti kaupir hann líjið Framh. á hla. 12 Vinur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.