Morgunblaðið - 14.05.1954, Síða 11
Föstudagur 14. maí 1954
MORGUNBLABIB
11
Fríi Guðrún Eriendsdóttir
Hinainprorð
HÚN lézt 8. maí eftir stutta legu
á Landsspítalanum nær níræð að
aldri.
Guðrún var fædd 29. ágúst
1864 að Brjánsstöðum í Gríms-
nesi. Foreldrar hennar voru Er-
lendur Guðmundsson, bóndi á
Brjánsstöðum og kona hans Guð-
rún Þórðardóttir frá Ölvesvatni
í Grafningi. Faðir hennar dó, er
Guðrún var tveggja ára gömul,
en móðir hennar bjó áfram á
Brjánsstöðum, og ólst hún þar
upp ásamt tveim systkinum sín-
um.
Árið 1892 giftist Guðrún fyrra
manni sínum Marteini Teitssyni,
skipstjóra. Hann var ættaður úr
Reykjavík, sonur hjónanna Teits
Teitssonar og Guðrúnar Þorláks-
dóttur, en ólst upp hjá séra Jens
Pálssyni í Arnarbæli í Ölfusi og
á Þingvöllum.
Guðrún fluttist til Reykjavíkur
sama árið sem hún giftist og átti
þar heima upp frá því. Þau hjón-
in eignuðust fjögur börn, en þrjú
þeirra dóu mjög ung. Mann sinn
missti Guðrún 1899. Var hjóna-
band þeirra því stutt en ham-
ingjusamt.
Marteinn Teitsson var einn af
glæsilegustu ungum skipstjórum
í þá daga og öllum harmdauði.
Var þetta mikið áfall fyrir hina
ungu konu, en kjarkur hennar og
dugnaður vann bug á öllu.
Árið 1911 giftist hún seinni
manni sínum, Hákoni Grímssyni
frá Dísastöðum í Flóa. Hann hafði
futzt til Reykjavíkur með fjöl-
skyldu sína nokkrum árum áður,
en rnissti fyrri konu sína, Katrínu
Ögmundsdóttur, árið 1908.
Þau Guðrún og Hákon lifðu i
farsælu hjónabandi í 20 ár, unz
hann féll frá 1931. Eftir það bjó
hún áfram í húsi þeirra á Brekku
stíg 14, þangað til haustið 1937,
að hún fluttist til sonar síns, Guð-
muhdar Marteinssonar, verk-
fræðings, og tengdadóttur, Ólafíu
Hákonardóttur, og bjó þar við
mikið ástríki sonar og tengdadótt
ur allt til hinztu stundar.
Syni sínum, sem var eina barn
Guðrúnar, sem komst á legg, unni
hún hugástum og kom honum til
mennta með góðri aðstoð vina og
vandamanna.
Guðrún var mikil mannkosta-
og gáfukona. Var gEiman að ræða
við hana, því að fróðleikur henn-
ar var mikill og áhugi á högum
þjóðarinnar. Hún hafði mikla
samúð með þeim, sem lágt eru
settir í þjóðfélaginu. Hún var
gjafmild og kærleiksrík kona og
gerði mörgum gott. Hún var
starfsöm og mikil hannyrða-
kona. Hinn andlega mátt sinn
átti hún til hinztu stundar. Hún
var tiginmannleg í framgöngu,
og prúðmennskan var henni i
folóð borin.
Heimili foreldra mihna sýndi
hún stöðuga tryggð og vináttu.
Var sérstök hlýja og góðvild milli
tengdamóður hennar og mág-
konu, Guðrúnar Þorláksdóttur og
Vigdísar Teitsdóttur í Götuhúsum
svo að einsdæmi var, og Sýndi
Guðrún mikla fórnfýsi og hjálp
við veikindi þeirra og dauða, sem
við systkinin aldrei gleymum.
Göfug kona er til moldar hnig-
in eftir langan og farsælan ævi-
feril, og hana vil ég nú kveðja
með þessum vísuorðum Þ. E.:
„Nú opnar fangið, fóstran góða,
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hljótt um brjóstið
móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn
var,
þótt brosin glöðu sofi þar.“
E. O. P.
Sumarsfarfið
í Valnaskógi
NÝLEGA hefur verið gengið frá
áætlun um sumarstarf K.F.U.M.
í Vatnaskógi. Munu alls níu
drengja- og unglingaflokkar
dveljast í sumarbúðunum á tíma-
bilinu frá 11. júní til 20. ágúst.
Þá verður og „karlaflokkur", eins
og undanfarin ár, á tímabilinu 20.
ágúst til 27. ágúst.
Á liðnum þrem áratugum hafa
unglingar höfuðstaðarins leitað í
Vatnaskóg í sumarleyfinu og not
ið þar frjálsrar útiveru við leiki
og iþróttir, fjallgöngur og ferða-
lög um nágrennið, sund og sigl-
ingar á Eyrarvatni. Hefur fjöldi
æskumanna lifað þar „hið mikla
æfintýri æsku sinnar“, og á það-
an ógleymanlegar minningar.
Skógarmenn hafa á undanförn-
um árum gert margt til þess að
bæta aðbúnað starfsins. Eru þeir
m. a. að byggja stórt íþróttasvæði
með knattspyrnuvelli, hlaupa-
braut og öðru þ.h. Verður vænt-
anlega sú nýbreytni tekin upp, að
hver þátttakandi í sumarbúðun-
um leggi fram 2—3 stunda vinnu
á viku til þess að fullgera svæðið.
Skógarmenn hafa lagt mikla
áherzlu á skógrækt síðari árin.
Hafa verið gróðursettar 35—40
þúsund trjáplöntur í skóginum á
liðnum árum, og í sumar hafa
þeir hug á að bæta við nokkrum
þúsundum. Skógræktarflokkur,
skipaður drengjum og unglingum
mun vinna þetta starf síðast í maí
mánuði eða í byrjun júní.
Þátttaka drengja utan Reykja-
víkur hefur verið sívaxandi und-
anfarin ár, og má segja að nú séu
„Skógarmenn" til í flestum kaup
stöðum og sýslum landsins.
Umsóknir eru þegar farnar að
bérast skrifstofu K.F.U.M., sem
er opin virka daga kl. 5—7.
Kirkjumófað
Presfbakka í sumar
VÍK í Mýrdal, 12. maí: — Aðal-
fundur Kirkjukórasambands V.-
Skaftafellsprófastsdæmis var
haldinn í Vík í Mýrdal sunnudag-
inn 9. maí s.l. Mættir voru á fund
inum fulltrúar allra kirkjukóra
prófastsdæmisins sjö að tölu.
I stjórn voru kjörnir: Óskar
Jónsson organisti í Vík, formað-
ur, Astríður Stefánsdóttir organ-
isti, Litla-Hvammi, ritari og
Sveinn Einarssoh organisti, Reyni
gjaldkeri. — Meðstjórnendur eru
þeir Elías Pálsson, Seglbúðum og
Runólfur Runólfsson organisti,
Bakkakoti. Rædd voru ýmis þau
mál er varða eflingu kirkjusöngs
í prófastsdæminu m. a. var ákveð
ið að halda sameiginlegt kirkju-
mót á sumri komanda að Prest-
bakka á Síðu. Einnig létu menn
i Ijós óskir um að fá söngkennara
til að ferðast milli kóranna til
undirbúnings undir söngmót síð-
ar.
Fundurinn var hinn ánægju-
legasti. Fyrir fundinn var guðs-
þjónusta í Víkurkirkju, þar sem
prófasturinn, Gísli Brynjölfsson,
prédikaði. Síðan bauð kirkjukór
Víkurkirkju fundarmönnum til
kaffiflrykkju.
TrjáplöfGtur
Lerki, greini, birki. í lim-
girðingar: aiparifs, rósa-
rubiginosa og birki. Sömu-
leiðis flestar vanalegar
skrúðgarðaplöntur. Það er
ekki krókur að koma í Garðs
horn. j
Gróðrarstöðin Garðshom
við Sléttuveg, Fossvogi.
ÍBIJO
Einhleyp, kyrrlát og þrifin
eldri kona, sem búið hefur
14 ár í sama húsi, óskar
eftir tveggja herbergja íbúð
sem næst miðbænum. Hús-
hald fyrir 1—2 reglusama
menn gæti komið til greina.
Upplýsingar í síma 6946.
íbúð óskast
Sá, sem getur leigt okkur
3ja herbergja íbúð frá næstu
mánaðamótum, getur fengið
til umráða 2—3 herb. og
eldhús á fallegum stað í
sveit í sumar. Uppl. í síma
4920 til kL 7 í dag og kl.
9—12 f. h. á laugardag.
Studebaker
mótor með gírkassa, kúpl-
ingu, startara, kveikju, til
sölu. Verð kr. 1000,00. —
Reykjanesbraut 19.
HA6NETUR
2 og 4 cyl.
Ennfremur:
Startarar, Kveikjur, Dynamóar, Startrofar, Bretta-
lugtir, Afturlugtir, Þéttar, Hamrar, Platirpur,
Anker, Þurrkumótorar, Coil, Lok.
•
Auk þess eru fyrirliggjandi ýmsir aðrir varahlutir
í rafbúnað brezkra bifreiða.
Bif reiða vör uve rzl un Friðriks Berfelsen
Hafnarhvoli — sími 2872.
Mi
Erum kaupendur
að góðri þriggja til fjögurra herbergja íbúð, helst á j
hitaveitusvæðinu. — Tilboð, er greini verð og útborgun, ;
sendist til afgr. Mbl. fyrir n. k. fimmtudagskvöld, rnerkt: J
„H. H. — 89“. I
Kvennaskö|la-
sHúlkð
óskar eftir atvinnu í sumar.
Upplýsingar í síma 5071
kl. 1—6 í dag.
! . |
| Barnavinafélagið Suntargjöf ;
■,
* vantar lærðar fósti ur. í
! i
Uppl. í skrifstofu félagsins Laufásvegi 36, sími 6179. 5
GEFJUN-
Kirkjustræti 8
ReYkjavik
œU. Aav
SÓLÍD ’54
Sólíd-sumarfötin eru merk nýjung í klæðamálum
Islendinga. Þau eru glæsilegur búningur, enda sniðin
eftir nýjustu tízku, og hafa þegar unnið sér miklar
vinsæídir. Þau eru hentug, þar sem kaupa má jakka
og buxur hvort í sínu lagi, og jafnvel fá jakka og
tvennar buxur fyrir lægra verð en nú er á flestum
venjulegum karlmannafötum með einum buxum.
Jakkar kr. 550 og 575f
buxur kr. 200 og 330.
Beztu fatakaup ársins eru
S ó 1 í d—s u m a i* f ö t