Morgunblaðið - 15.06.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.06.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. júní 1954 MORCUNBLAÐIfí 7 Frú Jósefína Blöndal — minnini HINN 3. júní s.l. andaðist að heimili sínu, Gilsstöðum í Vatnsdal, merkiskonan Jósefína Blöndal, er hafði skipað þar hús- freyjusætið síðast liðin 58 ár, meg, dugnaði, virðingu og skör- ungsskap. Sem sveitungi hennar og vinur fjölskyldu hennar, vildi ég með línum þessum minnast hennar í dag, er hún verður ílutt síðasta áfangann, að viðstöddum sveit- ungum og fjölskyldu sinni. Jósefína Blöndal var fædd á Gilsstöðum hinn 16. ágúst 1872, dóttir hinna merku hjóna Guð- rúnar Jasonardóttur og Magnús- ar Steindórssonar, er lengst af bjuggu í Hnausum í Þingi og gerðu þann garg, frægan á sinni tíð. Magnús í Hnausum var um langt skeið einn mesti stórbóndi Húnvetninga og landskunnur jnaður fyrir höfðingsskap, gest- risni og óvenjulegan persónu- leika. Þá var hann mjög þekktur fyrir sína mörgu og góðu reið- hesta og hestakyn, er fluttist víða um landið og var mjög rómað. Jósefína, heimasæta í Hnaus- um, mun á þeim tíma hafa þótt óvenjulega glæsilegur kvenkost- ur, því snemma gætti þess, að hún hafði að kynfylgju marga eiginleika föður síns og skörungs- skap hans. Að þeirra tíma sið mun það því hafa þótt jafnræði til ráðahags, er Kristján Lárus- son, sýslumanns Blöndals á Kornsá, gekk að eiga Jósefínu frá Hnausum árið 1895. Árið 1896 fluttust þessi ungu hjón að Gilsstöðum í Vatnsdal og hófu þar búskap. Bjuggu þau þar saman, þar til Kristján andaðist á árinu 1941. Frú Jósefína hélt þá áfram búskap með aðstoð barna sinna til dauðadags, með sinni alkunnu rausn, fyrirhyggju og áhuga. Heimili þeirra Gilsstaðahjóna varð fljótt vel þekkt fyrir glað- værð og gestrisni og munu marg- ir minnast þaðan ánægjulegra stunda. Kom fljótt í Jjós, að reið- gatan þangað heim myndi eigi verað grasi gróin. Voru þau hjón mjög samhent um að gera gest- um sínum og vinum ánægjulegar samverustundir. Kristján bóndi var gleðimaður, listhneigður og söngmaður ágætur og Jósefína hafði alla tíð mjög gaman af að taka á móti gestum. Kunni hún frábærlega vel að láta tímann líða fljótt, því orðheppni hennar og frásagnarstíll var á fallegu máli og sett fram í lifandi mynd- um af atburðum og dagsins mál- um. Þau hjón eignuðust 10 börn. Tvö þeirra misstu þau á unga aldri og tveir synir þeirra, Lárus og Hjörleifur, dóu uppkomnir menn. Eftirlifandi börn þeirra Gils- staðahjóna eru þessi: Ásgeir, bóndi á Blöndubakka; Kristján, til heimilis á Blöndu- ósi; Laufey, húsfreyja að Hjarð- arholíi í Stafholtstungum; Emilía, Hulda og Magnús, sem hafa ver- ið heima á Giisstöðum og staðið að búskap með móður sinni og annast hana í sjúkleika hennar, er elli og heilsuleysi gerðu hana þrotna að kröftum. Þá ólu þau Gilsstaðahjón upp stúlku, Rögnu að nafni, er var þeim sem dóttir. Hún er nú búsett á Blönduósi. Við fráfall Jósefínu á Gilsstöð- um, er horfin af swjðinu stórbrot- in kona með óvenjulegan per- sónuleika. Stjórnsöm, fjárhyggin, skapmikil kona með góða dóm- greind, gædd óvenjulega skemmtilegri frásagnarlist. Trygglynd og staðföst í skoð- unum, enda að líkum fáir reynt að hafa áhrif á þær um meðferð þjóðmálá/ svo bar hún með sér, að slíkt var óhugsandi. Búsýslukona var hún mikil og hélt andlegum kröftum til þess að fyigjast með afkomu heimil- isins til hins síðasta. Mátti heita, a& lengst af hennar æfi félli ....- . * henni eigi verk úr hendi, ef hún gat set.ið upprétt. Nokkur siðan árin var hún þó orðin mjög þrotin af líkamlegum kröftum. Að eðiisfari var Jósefína ó- venjulega sýnt um að vinna að búskap í sveit. Þrekmikil, stjórn- söm og samgróin störfum við bú- sýslu og gróandi jcrð. — Börn hennar áttu sinn sterka þátt í því, að gera nenni starfið ánægjulegt og treysta efnahag heimilis henn- ar, jafnframt því, að nútíma- tækni var tekin í þjónustu af- komu og umbóta. Ég býst við því, að Jósefína hafi verið þakksát forsjóninni, að geta til hins síðasta notið sam- starfs við börn sín og hlotið á- gæta umönnun þeirra í sjúk- leika sínum hin síðari ár. Mér finnst það táknræn tilvilj- un, að fráfall Jósefínu bar að í þann mund, er sveitin hennar er vafin gróðri og frjósemi. Hún hefur á sinni löngu æfi staðið í nánu sambandi við störf náttúr- unnar og gróandi líf, því verður kveðja dalsins hennar mild og þrungin gróðri og trú á fram- tíðina. Við sveitungar Jósefínu þökk- um hið langa og heillaríka lífs- starf. Saga hennar sem hús- freyju í 58 ár er saga mikilla starfa, margra vanadmála og erf- iðleika, en um leið er það saga konu, sem hefur leyst mörg vandamál og unnið mikla sigra. Ágúst á Hofi. ATVINNA Ungur maður, 26 ára, með talsverða reynslu í hvers konar verziunarviðskiptum, óskar eftir atvinnu. Getur tekið að sér bæði verkstjórn og stjórn fyrirtækja. Mennt- un: Samvinnuskólapróf. — Tilboð leggist á afgr. Mbl. fyrir 19. þ. m. merkt: „At- vinna — 612“. Stúdei?<ts? Tvíhnepptur smoking á grannan meðalmann. til ; sölu. Tækifærisverð. — Ás- vallagötu 33, 1. hæð. IBUÐ 1—2 herb. og eldhús eða eldunarpláss óskast. Þrennt í heimili. Uppl. í síma 81314 í dag og á morgun. Vondad'tr trúlofunarhringir .undg ræðslusjóður og gr eniluisd- urinn morkusti minnisuarðinn a: LAUGARDAGINN fóru menn þeir er sæti áttu í landsnefmi lýðveldiskosninganna í boði Landgræðslusjóðs í stutta kynnis för austur í rijoistijio, ijj au skoða skógræktarstöðina að Tumastöðum, en einnig var farið ag Múiakoú. — Auk landsnefnd- tumanna voru blaðarnenn. Kákon Bjarnason, skógræktarstjóri, var að sjáifsögðu íararstjórinn. Var feiðin mjog fróðleg og skemmti- leg, því hið fegursta veður var í Fljótshlíðinni og rúmiega 20 st. hiti. Fyrst var ekið að Múlakoti í Fljorsniíð Þar tók gróðrarstöð til síarfa árið 1935 og var þar til ársins 1944 að stöðin var orðin of iítil og um líkt leyti tók Tuma- staða-síöðin til starfa I girðingu Múlakostsstöðvarinn ar var margt fróðlegt að sjá, enda sagði Hákon, skógræktar- stjóri, að stöðin myndi verða nokkurs konar sýningastöð skóg- i æktarinnar. — Undrun gest- anna vakti hin hraðvaxta Alaska- ösp. Öspin er vaxin af græðling- um fyrir 10 árum, en hæstu trén eru um 7—8 m á hæð. Árssprotar asparinnar í hinni skjöigóðu Au’iiakotsstöS eru um 70—80 sm. Þá urðu menn undrandi er þeir sáu hm noxsku ep;atré standa í fuilum blómskrúði, en ekki er ó- sennilegt að þau muni eiga eftir Heímsókn að Tuiuastöðum Norska eplatréð stsndur í fullum blóma. að verða almenn í görðum hér á landi, áður en mörg ár líða. — Alaska-lúpinurnar á Þverár-aurum. Barrtré í hlíðinni fyrir ofan Tumastaði. Rúnnur frá Alaska, sem kallaðuí hefur verið iaxaber á vondu máli, er í Múlakotisstöðinni. Á. honum vaxa rauð ber, stærri cn. hindber, og eru mikið iostæti. Þá gengu gestirnir upp í hiíð- ina fyrir ofan stöðina til að skoða grenitrén, sem þar standa. Eru. það mjög faileg tré og vöxtug- leg, en þau elztu voru gróðursett 1940. Áður en farið var frá Múla- koti var ekið niður á aurana, þar sem bjvógrækt ríkisins gróður- setti nokkuð af Aiaska-iúpum. Er það hin merkilegasta sjón að sjá, hvernig þessi harðgerða planta hefur skotið rótum í malaborn- um árfarvegi og þarna sáir hún. sér í stórum stíi. — Hókon, skóg- i-ækarstjóri, kvað iúpinu þessa * tölu eins hins merkilegasta gróð- urs sem skotið hefur rótum hér á landi. Með því að rækta Alaska lúpinur á söndunum, er hægt aS hefja aðra ræktun á þeim meði litlum kosthaði. Þegar ekið er af þjóðveginum heim að Tumastöðum, blasir við manni mjög fallegur grenilundur, í hiíðinni fyrir ofan bæinn. Þessi tré voru gróðursett árið 1944, sama árið og Landgræðslusjóðuir var stofnaður, en upphafsmenrw hans voru nefndarmenn í lands- nefnd lýðveidiskosninganna, senv kunnugt er. — Er iundur þessi svo fallegur og áþreifanlegt dæmi um að barrskógar geta vaxið upp á víðavangi, þar sem skilyrði er» sæmiiega hagstæð. Þangað ætti að fara með hvert einasta skóla- barn tii þess að það sjá með eig.in augum, að ef landsmenn viija, þá er hægt að klæða landið skógi á ný. Undir ieiðsögu Garðars Jóns- sonar skógarvarðar, Tumastöð- um, skoðuðu gestir stöðina, cn græðireitir hennar eru nú um 3 hektarar. — Um sama ieyti og skógræktin keypti Tumastaði var Landgræðslusj óður stofnaður, sagði Hákon Bjarnason, er gest- irnir sátu að kaffidrvkkju í boði Garðars. Hér væri nú alls ekki í jafn stór skógræktarstöð og raun j ber vitni um, ef Landgræðslu- ' sjóður hefði ekki verið stofnaður | og getað léð mikig stofnfé til stððvarinnar. — Mér er það sönn ánægja aj» landsnefndarmenn lýðveldiskosit inganna geti með eigin augnm séff þá skcgræktastöð, sem Land- græðslusjóður hefur lagt grunét- völlinn að, og grenilundurinn hér uppi í hlsðinni verður ásamt- Landgræðslusjóffi merk;Tegasí» minnisvarðinn, sem enn hefur verið reistur um stofnun JýS- veldis á JsJandi. I iandsnefnd lýðveldiskosninj anna voru: Eyjólfur ' Jóhann son, Sigurður Ólason, Jens Hóln geirsson og Arngrímur Kristján son. Myndimar tók Gunnar Rúnai sterkár. '<~'f Séð yfir trjáræktarstöð Tumasíaða, úr hlíðinni, þar sem harrtrén standa. LT DVIG STORlt & CO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.