Morgunblaðið - 15.06.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1954, Blaðsíða 16
Veðurúiíif í dag: ! V og NV gol4, úrkomulaust. i^Snras staðar íéttskýjað. Ræða Ólafs Thors á sjómannadaginn er á bls. 9. 133. tbl. — Þriðjudagur 15. júní 1954. i Hlufðbréf Eimskip ekki inn- kölluð að sinni - Aldursmark skipverja hækkai um 5 ár Frá aðalfundi Eimskipafélags Ésiands AAÐALFUNDI Eimskipafélags fslands, sem haldinn var á laug- ardaginn, var samþykkt að innkalla ekki að sinni hlutabréf ’r félaginu til tíföldunar nafnverði þeirra. — Samþykkt var að beimila stjórninni að láta byggja þrjú skip. — Þá var samþykkt uð hækka aldursmark sjómanna á skipum félagsins um fimm ár. — Þá var ákveðið að minnast 40 ára afmælis Eimskipafélagsins, Vieð því að leggja fram verulega fjárhæð til menningar eða mann- Úðarmála. í gærkvöldi barst Morgunblað- Viu fréttatilkynning frá Eimskip um aðalfundinn, en þar segir m. á. á þessa leið: Aður en fundarstörf hófust ininntist formaður félagsstjórnar- innar, Einar Baldvin Guðmunds- >on, hæstaréttarlögmaður þeirra 'Ásmundar P. Jóhannssonar í Winnipeg og Hallgríms Benedikts sonar, formanns félagsstjórnar- tnnar, sem báðir höfðu látizt frá því að síðasti aðalfundur var haldinn. Risu fundarmenn úr sætum í þakklætis- og virðingar- skyni við þessa menn. Þá bauð formaður velkomna til landsins og á fundinn tvo Vestur-íslendinga, þá Eggert Gretti Eggertsson forstjóra, og Richard Beck, prófessor. Formaður félagsstjórnarinnar Jagði því næst fram skýrslu sljórnarinnar um starfsemi fé- lagsins á síðast liðnu árí. Gjaldkeri félagsstjórnarinnar, Birgir Kjaran, hagfræðingur, las því næst upp reikninga félagsins íyrir árið 1953 og skýrði þá. Urðu nokkrar umræður um skýrsluna og reikningana og að ósk eins fundarmanna var höfð skrifleg atkvæðagreiðsla um þá. Voru reikningarnir samþykktir með 31.271 atkvæði gegn 16, aðr- ir seðlar voru með 1144 atkvæð- um. Tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins voru sam- þykktar með öllum greiddum at- kvæðum gegn einu. STJÓRNARKJÖR Hófust síðan kosningar í stjórn íélagsins í stað þeirra, sem úr gengu samkvæmt samþykktum félagsins. Fyrst var kosinn maður iil eins árs í stað Hallgríms heit- ios Benediktssonar og var Bjarni B mediktsson, dómsmálaráðherra kosinn með 18.223 atkvæðum. Því næst var kosið í stjórnina sam- kvæmt tilnefningu vestur-ís- íenzkra hluthafa, og var E. Grett- b Eggertsson kosinn með 24.287 atkvæðum. Af hluthöfum búsett- iim hér á landi voru kosnir í stjórnina: Einar B. Guðmunds- son með 22.246 atkv., Birgir Kjar- an með 22.029 atkv., Richard Thors með 18.153 atkv., allir end- urkosnir. — Endurskoðandi var endurkjörinn Hjörtur Jónsson og sömuleiðis varaendurskoðandi Magnús Jochumsson. > AFMÆLIÐ — ALDURSMÖRK Þá hófust umræður og at- kvæðagreiðsla um önnur mál. Félagsstjórnin bar fram til- lögu um að fundurinn veitti henni heimild til að láta kaupa eða smíða nú eða síðar allt að 3 millilandaskipum og til þess að selja þau skip sem hún telur rétt að selja. Var tillag- an samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ennfremur var samþykkt að ir> innast 40 ára afmælis félagsins, hieð því að verja 50 þúsund krónum til menningar eða mann- úðarmála eftir nánari ákvörðun íéiagsstjórnarinnar. Þá var sam- þykkt tillaga um breytingu á reglugerð Eftirlaunasjóðs félags- ins, þar sem aldursmörk þeirra manna í þjónustu félagsins, sem vinna á skipum þess, svo og kvenna, verði hækkað um 5 ár eða í 65 ár. TIFOLDUN HLUTAFJARINS Loks var lögð fram tillaga um breytingu á samþykktum félags- ins í samræði við áður yfirlýstan vilja félagsfundar, er fól í sér tíföldun hlutafjárins og þar af leiðandi innköllun eldri hluta- bréfa og útgáfu nýrra með tí- földu nafnverði þeirra. Um þessa tillögu urðu allmikl- ar umræður, og snerust þær eink- um um skattgreiðslu félagsins og hluthafa þess í sambandi við þessa breytingu. Félagsstjórnin dró til baka tillögu sína, en fund- urinn samþykkti tillögu frá Sveini Benediktssyni útgerðar- manni, sem var á þessa leið: „Aðalfundur H.f. Eimskipa- félags íslands, haldinn 12. júní 1954 endurnýjar samþykkt þá, er gerð var á aðalfundi félagsins 6. júní 1953, þannig að stjórn fé- lagsins sé heimilt að innkaila öll hlutabréf í félaginu og hluthafar fái þá ný hlutabréf, sem verði að fjárhæð tífalt núgildandi nafnverð hlutabréfanna. Breytast þá samþykktir félagsins svo sem hér segir.“ Síðan koma þær talnabreyting- ar sem nauðsynlegt er að gera á samþykktunum í samræmi við þessa ákvörðun, sams konar og fólst í tillögu stjórnarinnar. Var tillaga þessi samþykkt með 15.890 atkv. gegn 11.498. Fundarstjóri úrskurðaði að tillagan hefði ekki verið samþykkt með nægilegu atkvæðamagni og þyrfti því að samþykkjast á öðrum fundi til þess að öðlast gildi sem breyting á samþykktum félagsins. Alþjóðiegur ión- skáldeiundur í Alþingishúsinu S.L. laugardag var settur í efri deildar sal Alþingis aiþjóðlegur tónskáldafundur. Eru þar mættir m.a. fulltrúar frá Englandi, Þýzkalandi, Austurriki, Frakk- landi, Ítalíu og íslandi. I ráði er að stofna alþjóðlegan félagsskap tónskálda í líkingu við Norræna tónskáldaráðið. — Mun þessi fundur standa í nokkra daga.. Jón Leifs forseti norræna tónskáldaráðsins kynnir kvartett Ríkis- útvarpsins. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. T ónlis taliátíð Norðurlaiida liéfsl hér í íyiTakvökl Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ kl. 8,30 var Tónlistarhátíð Norður- landa sett í Þjóðleikhúskjallar- anum. Jón Leifs formaður Tón- skáldafélags íslands setti hátíð- ina og bauð hina erlendu gesti velkomna. En hann er einnig for- seti norræna tónskáldaráðsins. Þá flutti dr. Páll ísólfsson, for- maður hátíðanefndar ávarp. Síðan lék kvartett Ríkisútvarps ins strengjakvartett nr. 3 í e- moll eftir Erling Kjellsby. — í kvartettinum eru þessir menn: Björn Ólafsson, Jósep Felsmann, Jón Sen og Einar Vigfússon. Var leik þeirra ágætlega tekið. Meðal gesta var utanríkisráð- herra og sendiherrar erlendra ríkja hér á landi. í gærkvöldi hélt Sinfóníuhljóm sveit Ríkisútvarpsins hljó-nleika í Þjóðleikhúsinu, undir stjórn Olavs Kie'land. Fyrst var „Per fistules et fidibus“ op. 56' fyrir strengja- og blásturshljóðfæri eftir Knudaage Riisager og Kon- sert fyrir hnéfiðlu og hljómsveit op. 56 eftir Herman D. Koppel. Dr. PáH ísólfsson flytur ávarp. Einleikari var Erling Blöndal- Bengtsson. — Þá var Conserto Grosso Norvegese op. 18 eftir stjórnandann Olav Kielland, Serenade op. 4 eftir Edvard Fliflet Bræin og forleikur að Pétri Gaut eftir Edvard Grieg. Fjárbíiur í Göngu- SAUÐARKROKI, 14. júní. — Tófur hafa gert óvenju mikinn skaða hér í sveitunum í vor, sér- staklega í Gönguskörðum, en þar hafa tófur bitið milli 20—30 lömb frá bæjunum Heiði og Veðramóti.. Þá hefur bóndinn á Reykjum á Reykjaströnd einnig orðið fyrir tjóni af völdum hennar. Um hvítasunnuna var gerður út leiðangur til þess að leita að grenjum en án árangurs. — Mun grenjaleit verða haldið áfram þar sem tjónið er þegar orðið mjög tilfinnanlegt. Reynt er að hafa eftirlit með fénu, en það er mikl- um erfiðleikum bundið þar sem' það ér. komið á fjall og búið að dreifa sér. — Guðjón.___ Sex dokiorar úr 17 manna stúdentahópi VINIR dr. Halldórs Halldórsson- ar, héldu honum og konu hans, Sigríði Guðmundsdóttur, sam« sæti s.l. laugardagskvöld að Hótel Borg. — Fjölmenni var í hófinu og ræður fluttar, en að því búnu var dans stiginn. —« Skemmtu menn sér hið bezta lengi nætur. Geta má þess til gamans, að dr„ Halldór Halldórsson er sjöttí doktorinn í stúdentsárgangi 1932 frá Menntaskólanum á Akureyrij og voru þó aðeins 17 stúdentac brautskráðir það ár. — Af þeirrt eru nú fimm starfandi háskóla- kennarar við Háskóla íslands, þeir: Jón Jóhannesson, Stein* grímur J, Þorsteinsson og Hall- dór Halldórsson við heimspeki- deildina, og Snorri Hallgrímsson við læknadeildina, en Sveinrt Bergsveinsson er háskólakennarj í Berlín. — Sjötti doktorinn er Sigurður Samúelsson læknir. Ibúðarhúsið á Húsei í ¥all- hélmi brennurlil kaldra kola Téksl msð naismindum aé verja peningahúsin SÍÐAST LIÐINN sunnudag kom upp eidur i íbúðarhúsinu Húsey í Vallhólmi í Skagafirði og branp það til kaldra kola. Enginn var í húsinu er eldurinn kom upp og er ókunnugt um eldsupptökin. Var nauðuglega hægt að bjarga lítils háttar af innantokksmunum. Heimdallur FÓLKIÐ VIÐ RÚNINGU Bóndinn að Húsey, Felix Jósa- fatsson kennari, var ásamt öllu heimilisfólki sínu við fjárrún- ingu all langt frá bænum. Varð fólkið ekki eldsins vart fyrr en kl. á sjöunda tímanum um kvöld- ið, en frá því að eldsins varð vart og þar til húsið sem er byggt úr timbri og torfi, var orðið alelda leið aðeins hálf klukkustund. SÁRALITLU BJARGAÐ Eldurinn magnaðist stöðugt, og reyndist ógjörningur að ráða nið- urlögum hans. Tókst fólkinu rrteð naumindum að bjarga r.okkru af innanstokksmunum af neðri hæð hússins, en þáð var tvílyft. Ekki Síldar varl á SIGLUFIRÐI, 13. júní. — Skip stjórinn á færeyska skipinu Langnanes, sem kom hingaft í nótt, skýrir svo frá, að skip hans hafi fcngift mikinn og góðan þorskafla út af Skagn- grunni, og hafi þorskurinn ver ift fullur af. hafsíld. Á Ieið siiini hingað til Siglu- fjarðar kvaðst skipstjórinn hafa séft mörg • síldaraugu á Skagagrunni svo og stökk- síld. — Stefán. vannst heldur timi til að kalla slökkvilið til aðstoðar, þar sem þar er hvergi nær en á Sauðár- króki. TÓKST At> BJARGA PENINGSHÚSUNUM Þannig hagar til á Húsey, að peningshúsin eru byggð . ör- kkammt frá íbúðarhúsinu, og stóð eldurinn á þau. Tókst fólkinu þó að verja þau og var vakað yfir rústum íbúðarhússins í alla, nótt, þar sem mikii glóð var í þeim og vindur stóð allan tímann á peningshúsin. Ekkert slys varð á mönnum. í DAG efnir Heimdallur til skóg- ræktarferðar í Heiðmörk. Farið verður frá skrifstofu félagsins í VR-húsimi í Vonarstræti kl. 19. Félagið sér fyrir bifreiðum og nesti • til fararinnar. í ferðinní j verða sýndar myndir úr hvíta- sunnuferðinni og tekið á móti pöntunum-. Héimdeliingar eri| beðnr að fjölmenna.________ NEW YORK, 14. júní — Leiðtogi demokrata í Bandaríkjunum. Adlai Stevenson gagnrýndi í da£| mjög þá ákvörðun rannsólcnar* | nefndar að Oppenheimer skul| , settur frá starfi sínu við kjarn- orkuvísindastörf Skákeinvígið KRISTNES ’óttur vann Val, M Þriðji leikur íslandsmótsins fór fram í gærkvöldi og léku Þrótt- ur og Valur. Úrslit urðu þau að Þróttur sigraði með 2 mörkum gegn 1. — Þétta er stærsti sigur sem hið unga lið Þróttar' hefur unnið. í hálfleik stóðu leikar 1:0 fyrir Val, en í síðari hálfleik skoruðu Þróttar-menn 2 mörk. VtFILSTAÐIR ] 32. teikur Kristness: Hd6—d8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.