Morgunblaðið - 15.06.1954, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. júní 1954
MORGUNBLAÐIÐ
9
Tekjur tegumsjóiuiiiu verði uð hækku og jufuu þuii
ImIIíii ú rekstri tegurgiiie
IIssMsa vernd iiskimSðasma hafa
bæif aðstöðu véibálasjómannoi
Ræða ólcfs Thors forsæfis- og siglinga
Riáfaráðherra á Sjóntannadaginn
Ólafur Thors, forsætis- og sigíingamálaráðherra flytur ávarp.
HÉR FER á eftir ræða sú, sem
Olafur Thors forsætísráðherra
ílutti við hátíðahöld sjómanna
b. 1. sunnudag:
ENN halda sjómenn árshátíð
sína, og nú í 17. sinn. Og
tnn skipar fjöldi annarra lands-
manna sér í sveit þeirra, til þess
að hylla þá og þakka þeim vel
■unnin þjóðnytjastörf, og Guði
íyrir að hafa verndað þá í svo
ríkum mæli gegn hættum hafs-
ins — ógnum brims og boða.
ák
Fyrstu tvö árin fóru ræðuhöld
sjómannadagsins fram á háborg-
Snni við styttu Leifs heppna, sjó-
mannsins mikla, sem fann Amer-
5ku. Þetta var 1938 og 1939. En
3940 fluttum vér oss um set. Nú
voru ræður í fyrsta sinn fluttar
af svölum Alþingishússins.
Vér fylktum ekki til skrúð-
göngu né hittumst á háborginni,
heldur söfnuðumst vér saman,
hver úr sinni áttinni, við altari
lýðræðis, þingræðis, frelsis og
fullveldis frammi fyrir dyrum
Alþingishússins.
TILFINNINGIN RÉTTIJR
ÁTTAVITI
Ég efa að menn hafi gert sér
grein fyrir hvers vegna verið
var að bregða fyrri venju. Mönn-
um fannst aðeins að vel færi á
því. Og tilfinningin var réttur
áttaviti. Ógnirnar, sem þá steðj-
uðu að vinaþjóðum vorum, hug-
boðið um blóðfórnirnar, sem oss
var ætlað að færa áður en frelsis-
hugsjónin fengi sigrað kúgun og
ofbeldi, mun hafa valdið því, að
ósjálfrátt leituðu sjómenn og aðr-
ir Reykvíkingar að dyrum kirkju
og þinghúss. Vér skoðum ein-
mitt þau hús sem tákn þeirra
hugsjóna, sem vér fúsir vildum
fórna iífi voru fyrir ef við þyrfti
og nægja mætti.
í dag höfum vér enn flutt um
set. Vér hittumst í dag á hinum
veglega stað, þar sem nú er
að klæðast holdi göfug húgsjón
forystumanna íslenzkra sjó-
jmanna, og af grunni að rísa dval-
arheimili aldraðra sjómanna,
stór og mikil og vegleg bygging,
en þó aðeins brot af því sem
óbornar kynslóðir munu augum
líta hér á þessum stað, er nú
stöndum vér.
ÁHRIF FRIÐUNAR-
RÁÐSTAFANANNA
Síðustu tvö árin hefi ég rætt
landhelgismálið á sjómannadag-
inn. Ég skýrði lagalegan og sið-
ferðilegan rétt íslendinga, rétt
lítillar menningarþjóðar til að
lifa sem frjáls og óháð þjóð í
sínu fagra og tígulega landi. Ég
leyfði mér að byggja nýjar vonir
um afkomu sjómanna, útvegs-
manna og þjóðarinnar allrar á
friðunarreglugjörðinni, er sett
var 19. marz 1952 og gekk í gildi
35. maí þ. á. Að þessu sinni þarf
ég enga ræðu að flytja um þetta
mesta velferðarmál íslenzka út-
vegsins. Friðunarráðstafanirnar
halda þá ræðu sjálfar. AfR báta-
flotans hefir vaxið um 25—40 af
hundraði. Tekjur sjómanna og
bátaútvegsins hafa vaxið að
sama skapi. Skýrari rök verða
ekki færð fyrir réttmæti að-
gerða ríkisstórnarinnar í því máli,
einkum þegar þess er gætt, að
þrátt fyrir skuldaskil og marg-
víslega aðstoð, riðaði útvegurinn
á barmi gjaldþrota en aflinn fór
sí rýrnandi, vegna rányrkju er-
lendra veiðiskipa.
VERSNANDI AFKOMA
TOGARANNA
Ég játa að afkoma togar-
anna hvílir enn sem svartur
flóki yfir þjóðarbúskapnum.
Alþingi og ríkisstjórn vita og
játa að sum hinna opinberu
bjargráða bátaútveginum til
framdráttar, hafa beinlínis
rýrt afkomuskilyrði togar-
anna. Sú staðreynd leggur
almannavaldinu auknar skyld-
ur á herðar. Tekjur togarasjó-
manna verður að bækka og
jafna þarf halla á rekstri tog-
aranna. Það verður ekki auð-
ið nema ný úrræði til úrbóta
togaraútvegnum verði fund-
in. Að þeim er nú Litað. Sá
vandi verður laystur ef menn
leggjast á eitt og leita vel,
eins og líka mörg önnur hags-
munamál sjómanna og útvegs-
manna, sem nú biða úrlausnar.
í dag látum vér engar slíkar
áhyggjur skyggja á gleði vora.
FÖGNUM SIGRI
Hér hittumst vér í dag til að
fagna sigrinum 5 miklu hugsjóna
og hagsmunamáli sjómannastétt-
arinnar — fyrsta áfanganum í
byggingu dvalarheimilis aldraðra
sjómanna. Ég er meðal þeirra sem
fagna. Baráttuna hafa aðrir háð,
og hita og þunga dagsins hafa
aðrir borið. En mér er það gleði-
efni að geta með sanni sagt, að
ríkisstjórn íslands hefur haft
skilning á nauðsyn þessa máls
og vilja til að leggja því lið.
Sögu málsins munu aðrir segja.
Ég get þess aðeins, að þsgar
dvalarheimilinu fyrir óeigin-
gjarnt starf og afburða dugnað
margra ágætismanna, og með
fjárhagsaðstoð útgerðarfélaga og
ótal annarra, höfðu safnazt þrjár
milljónir króna,— digrir sjóðir,
sem þó höfðu rýrnað vegna verð-
falls peninganna — glímdu for-
ystumennirnir enn við ýmsa örð-
ugleika, en þann verstan, að
vegna gjaldeyrisskorts sá fjár-
festingaráð sér ekki fært að
heimila þeim að hefjast handa
um byggingu heimilisins.
Þótti því sýnt að enn tefðist
málið, og að enn myndi rýrna
verðgildi sjóðanna. Forystumenn-
irnir lsituðu þá liðs hjá ríkis-
stjórninni. — Ríkisstjórnin brá
skjótt við. Hún skrifaði tafarlaust
fjárhagsráði og sagði m. a. um
sjómennina í bréfi sínu dags. 26.
maí 1952:
MÖRG RÖK OG STERK
„Þessir menn hafa á langri æfi,
með áhættusömu og erfiðu starfi,
cðrum fremur fært þjóðarbúinu
þann gjaldeyri, sem það hefur
aflað flestra sinna fanga fyrir.
Engir eru því verðugri en ein-
mitt þeir“ o. s. frv.
Ennfremur segir ríkisstjórnin:
„Það eru mörg rök sem þetta
mál styðja, en háttv. fjárhagsráð
þekkir þau án efa mæta vel. En
teljist það til raka, að ráðuneyti
sjómanna þeri fram óskir, skulu
af tekin öll tvímæli í þeim efn-
um, og skýrt fram tekið, að mik-
ill hugur fylgir þessu máli af
ráðuneytisins hendi.“
Fjárhagsráð tók nú fljótt og
vel á málinu og veitti leyfin,
enda hafði ráðuneytið aldrei fyr
borið fram slíkar óskir.
Forystumennirnir létu ekki á
sér standa, heldur hófust þeir
tafarlaust handa. Hér fór fram
virðuleg athöfn hinn 1. nóvem-
ber 1952. Voru þá fluttar margar
fallegar ræðu, en formaður þygg-
ingarnefndar, Björn Ólafsson frá
Mýrarhúsum, stakk fyrstu rek-
una. Samið var við ýmsa verk-
taka og öllu hraðað eftir föngum.
Er ákveðið að byggja dvalar-
heimilið í tveim áföngum. Aætl-
aður kostnaður er alls um 11
millj. króna og verða vistmenn
um 300. Er nú að ljúka þeim
hluta verksins er ætlað var að
kosta myndi 4 milljónir og hafa
þær áætlanir staðist. Hljóta sjó-
menn sjálfir að hafa verið með í
þeim útreikningum, notað sext-
antinn og daglega tekig sólarhæð
vísitölu, verðlags og vinnuhraða,
því aldrei fyr hefi ég heyrt að
slík áætlun hafi staðizt, allt frá
því ég byggði mitt hús 1930, út-
reiknaði allt nákvæmlega á 60
þúsundir og varð svo að greiða
121 þúsund.
LAGAHEIMILD TIL
HAPPDRÆTTIS
En þegar þessum áfanga dval-
arheimilisins er náð. eru sjóðir
til þurðar gengnir, að meðtöldu
framlagi ríkis og bæjar í ár. For-
ystumenirnir ræddu málið við
ríkisstjórnina á áliðnu síðasta
þingi. Þeir sáu eitt og aðeins eitt
úrræði til að hindra að þetta vel-
ferðarmál sjómanna tefðist úr
hófi fram. Þeir óskuðu lagaheim-
ildar til happdrættis. Það var nú
fyrir sig. En þeir færðu sig upp
á skaftið, blessaðir. Þeir .vildu fá
innflutta 6 bíla á ári. Okkur brá.
Ekki vegna þess, að dvalarheim-
ilið sé ekki vel að sex bílum kom-
ið og þótt fleiri væru, heldur af
hinu, að enginn ráðherra má
heyra bíl nefndan, nema þá sinn
eigin bíl. Þetta stafar af því að
flestir halda að ráðherra ráði
öllu, allstaðar og alltaf, og af
hinu, að 10 eða 20 biðja um hvein
bíl, sem venja er að leýfa. —
Þetta gekk þó allt að óskum.
Stjórnin lagði fram lagafrumvai p
í þinglokin. Ráðherrann, sem tal-
aði fyrir munn stjórnarinnar,
leyfði sér að benda þingmönnum
á, að „undirtektirnar undir málið
eru miklu meira virði heldur cn
mörg lofsamlega og vingjarnlcg
orð um sjómannastéttina", e.ina
og hann komst að orði. Og þingið
lét ekki á sér standa.
Allir — undantekningarlauiit
allir þingmeim, sýndu hug s;3:(Uk
til sjómanna og sldlning sima á
nauðsyn dvalarheimilisins inotcií
því að styðja málið, — ekki mf#
orðaflaum, heldur á þann háí*.
sem bezt dugði, með þögn og aí-
kvæði sínu.
Bíiarnir sigldu eða óku síðan t
kjölfarið og nú er sala happ-
drættismiðanna hafin.
ÞJÓÐIN VERÐUR AÐ LEGGJA
FRAM SINN SKERF
Nú er komið til yðar kasta, góð
ir áheyrendur. Dvalarheimi lio
kemst upp þó engir hapdrættis-
miðar seljist. Ég trúi ekki öðru
en Alþingi myndi sjá um það,
með aðstoð hinna dugmiklu for-
ystumanna. En vilja menn það?
Vilja menn að 52 fulltrúar á AI-
þingi, ákveði að taka úr sjéði
almennings — ríkissjóðnum —
það fé, sem með þarf í þessu
skyni? Þetta vilja menn ekki,
vegna þess að það er til skamm-
ar. Menn vilja að vísu ag þingið
fylgist með, og geri það sem gera
þarf. En þjóðin vill leysa þennan
vanda sjálf. Hún óskar þess ekkþ
að þingmennirnir ákveði að
greiða úr ríkissjóði þær 7 miltj.
er nú kann að vanta til að ljúka
því, sem ég vil leyfa mér nö
nefna upphaf en ekki endi dval-
arheimilis aldraðra sjómanna, og
taki það fé síðan úr vösum al-
mennings með sköttum. Hvcr
einstaklingur vill vera þar sjálí-
ur ag verki. Hver einstakligniiv
vill sjáifur ákveða framlag sitt
og kaupa happdrættismiða. Ekki
einungis og ekki fyrst og fremst-
til þess að leyfa lukkunni að
leggja í lófa sinn bíl eða bát eða
búvél, þó slíkt sé gaman og gagn-
legt. Nei, það sem mestu ræðm
er, a& bóndinn veit að afurðir
búsins selur hann því aðeins að
sjómaðurinn hafi unnið vel og
dyggilega, embættismaðurinn,
daglaunamaðurinn, kaupsýslu-
maðurinn, kóngur og klerkur, —
allir eiga sitt í svo ríkum mæli
undir dug og áræði sjómannsins,
að vér íslendingar værum þá
fremur afkomendur þrælanna en.
höfðingjanna, er hingað fluttust
á landnámsöld, ef vér sæum ekki
sóma vorn í því að sækjast eftir
þessum happdrættismiðum.
ák
Ég enda þessar hugleiðingar
um dvalarheimilið með því aö
segja frá, ag einstaka manni hei'-
m- vaxið i augum, að þjóðfélagið
leggði af mörkum 11 milljónir til
byggingar slíks heimilis. Ég hefi
þá heyrt að því spurt, hvort of-
rausn sé, að búa þessu áhlaupa-
liði í baráttu íslendinga fyrir
daglegu brauði viðunandi vist,
eftir liðinn langan og strangan
dag, á sliku heimili, eigi þeir
ekki annara betri kosta völ, með
því að afhenda þeim rétt ríflegt
andvirði eins einasta nýsköpun-
artogara af stærri gerðinni. Eng-
an hefi.ég heyrt svara þessari
spurningu néitandi, svo vandir
eru menn þó að virðingu sinni.
MIKIÐ OG ÓEIGINGJARNT
STARF
Ég skil nú við dvalarheimiliðl
að þessu sinni, en mun hlusta, cf
á mig skyldi verða kallað. Ég
virði vel hið mikla óeigingjarna
starf hinna mörgu ágætu forystu-
manna, — sjómannadagsráðsins,
Framb. á bls. 12
Mannfjöldinn við Dvalarheimili aldraðra sjómanna á sunnudaginn,
^giiaiii^
— Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.