Morgunblaðið - 18.07.1954, Blaðsíða 6
6
MOKGI BLAÐIÐ
Sunnudagur 18. júlí 1954
Að Holti. — íbúðarhúsið, „gamla fjósið“ (í miðju) cg verkfærahúsið. Votheysturninn gnæfir þar yfir.
¥ið búskapinn þnrf ekki i§ sníðn
F
ERÐINNI var heitið austur yfir
Fjall, að Holti í Stokkseyrar-
hreppi. Sigurgrímur Jónsson,
bóndi og oddviti, hafði fyrir á-
eggjan Árna G. Eylands sáð þar
í reiti fimm mismunandi tegund-
um af vallarfoxgrasi. Jarðvegur
er sá sami í öllum reitunum og
sama áburðarmagn borið á þá
alla, þannig að ytri skilyrði eru
hin sömu allsstaðar. Skyldi nú
slegið þennan dag og fengið úr
því skorið, hver tegundin sprytti
bezt, það sem af er, en auðvitað
þarf margra ára reynslu til þess
að fá staðfest hið endanlega nota-
gildi tegundanna.
Þetta var tilefni þess, að Árni
hélt nú austur að Holti ásamt
Matthíasi Þorfinnssyni og kon-
um þeirra. Fékk ég að fljóta með.
Það dylst engum að á Holti er
rekið myndarbú. Hver nýbygg-
ingin er þar annarri meiri, stórt
og vel búið íbúðarhús, stórt verk-
færahús, votheysturn, og fjós í
smíðum. „Gamla fjósið“, sem er
elzta byggingin á bænum fyrir
utan hlöðu og fjárhús, sem standa
út í túninu, var reist 1942. Hinar
byggingarnar hafa risið stig af
stigi.
Undir hlöðuveggnum og við
votheysturninn standa tvær drátt
atvélar og aðrar nauðsynlegar
búvélar eru þar einnig.
aðdAunarverð
SAMHELÐNX
FJÖLSKYLDUNNAR
Hér blasir við ctugnaður og sam
heldni einnar fjölskyldu. Sigur-
grímur bóndi þarf ekki að kvarta
undan einyrkjabúskap, eins og
margur góður bóndinn á síðari
árum, þegar „ungarnir hafa íiog- I
ið úr hreiðrinu“. Börn Holts-1
hjóna, Sigurgríms og Unnar Jóns
dóttur eru níu (sex synir og þrjár
dætur), og eru flest þeirra að
meira eða minna leyti við heim- j
ilið (það yngsta er 16 ára). Ein
dóttirin er gift úr föðurgarði.
Það eru ekki sístritandi heim-
alningar, sem bera uppi búskap-
inn í Holti. Tveir af sonum þeirra
hjóna hafa lokið búnaðarnámi á j
Hvanneyri og stunuað 6 mán. '
verknám í Bandaríkjunum. Sá [
þriðji brá sér til Norðurlanda í
bændaför í fyrra, eins og Sigur-
giímur gerði sjálfur 1948 Dæt-
urnar hafa notið húsmæðramennt
unar og ein þeirra hefir lokið
húsmæðrakennaraprófi og dvalið
í Englandi, o. s. frv. Og það er
í frásögur færandi að síðastlið-
inn vetur brugðu tvö af börnun-
um sér vikulega til Reykjavíkur
til þess að fá tilsögn í tónlist. —
nærtækara er ekki til slíkra hluta
þó að fjölbyggt sé fyrir austan
fjall. Hér í Holti hefir þannig
tekizt vel að samræma að hleypa
heimdranganum og að halda
tryggð við óðalið og efla það.
HEIMILISVÉLARNAR ÞURFA
EINNIG GÓÐRAR UMHIRÐU
— Það er ómissandi að hafa
aðstöðu á heimilinu til að gera
við verkfæri og annað siíkt, sagði
Sigurgrímur, er við gengum inn
í verkfærahúsið þar á hlaðinu,
en það er um leið verkstæði
heimilisins. — Strákarnir gera
Hressandi heimsókn að
Holfi i Stokkseyrarhr.
I
Vallarfoxgrasið í tilraunareitunum að Holti lagt að velli.
það allt sjálfir, bætti hann við.
Fyrir ókunnugan áhorfanda er
hitt ef til vill ekki minna virði,
að hér eru vélarnar „hýstar" á
haustin, en ekki „beitt á gadd-
inn“, eins og því migur er alltof
algengt hjá okkur, eigendunum
til stórtjóns og öllum til leiðinda
YFIF, 20 KÝRFÓBUR
>: votheysturní:
— OC 60 KÚA FJÓS
Votheysturninn er hið fyrsta á
bænum, sem sést úr fjarlægð,
enda er hann 16 metrar að hæð
og 5 metrar í þvermál. Hann rúm
ar 20—24 kýrfóður. Heyið er
skorið í saxblásara, sem skilar
því „tilreiddu" í turninn allt upp
í hæstu hæð.
Við göngum í gamla fjósið. sem
er fyrir 28 kýr, en það nýja verð-
ur fyrir 32, þannig að 60 kúa fjós
rís vær.tanlega af grunni að Holti
með hausíinu. Undir því verður
mykjuhús og safnþró og einnig
er úthýsi þar sem mjólkurkæling
og geymsla fer fram. Auk bása
eru stórar stíur fyrir ungviði og
í þeim hluta fjóssins er sú merki:
lega nýjung, að gólfið verður
grindagólf svo að saur og þvag
skilar sér fyrirhafnarlaust niður
í mykjukjallara.
Hlaðan er elzta mannvirkið að
Holti. Einn veggur hennar, hlað-
inn úr torfi og grjóti, er frá 1896.
Hann var gerður skömmu fyrir
jarðskjálftana miklu það ár og
stóðst þá raun. Annars var hlað-
an í þeirri mynd, sem hún er nú
að yfirbyggingu reist 1909—1910.
„FALLEGT HEIMILI
HVAF SEM V/ERT“
-— Finnst þér þetta ekki reisu-
legt hús'og vistiegt sveitaheimili?
spurði Árni Eylands Matthías
Þorfinrsson, er við vorum setzt
inn í stofu og nutum góðra veit-
inga. — Jú, vissulega, sagði þessi
vestur-íslenzki búnaðarráðunaut-
ur, sem einnig hefir verið stór-
bóndi, þetta er fallegt heimili
hvar sem væri. — Og það er orð
að sönnu.
Sigurgrímur og synir hans þafa
reist húsið að miklu leyti með
eigin vinnu, en fengu þó smá-
vegis aðstöð fagmanna, það sem
með þurfti. Ekki er þó að sjá að
neinir ,,fúskarar“ hafi verið þar
að verki. Mun óvíða jafn vel
hýstur bær í sveit. Rafmagn til
ljósa og ifyrir heimilisvélar er
fengið frá diesel-mótor. — Við
gerum oftkur vonir um, segir
Sigurgrírrirr, að fá rafmagn frá
Soginu fljjitlega. Það er nú kom-
ið hér í n?esta nágrenni við okk-
ur, í Gaulf/erjabæjarhreppinn og
á Stokkseýri.
Vegna flatlendisins þarna eru
erfiðleikar á því að rafa rennandí
vatn til heimilisþarfa, en það
vandamál hafa þeir feðgar leyst
með því að koma fyrir tveggja
tonna vathsgeymi í rishæð húss-
ins. Er vatni dælt upp í hann með
dieselmótornum.
NÆF ALLUF HEYSKAFUR
Á RÆKTUÐU LANDX
Þegar Sigurgrímur tók við búi
að Holti 1921 voru þar 4 ha af
ræktuðu landi, en nú er þar 30
ha tún, en áveituengi jarðarinn-
ar eru 150 ha. Hafa þau lítið ver-
ið nctuð til heyskapar síðan hið
ræktaða lar.d jókst. Túnið gefur |
nú af sér 1500—1600 hesta af j
heyi. — Takmar-að er hva.j við J
getum ræktað meira, án mikillar j
framræðslu, sagði Sigurgrímur,
en hún er erfið vegna þess, hve J
flatt er hér, o hraun grunnt ]
undir öllu lanriinu. Til fram- ‘
ræslu svo um mu iar þarf sameig- |
inleg átök heilla sveita hér í Fló-
anum.
3100—3200 LÍTRA
MEÐALNYT
í gamla fjósi; i á Holti er nú
Framh. á bls. 12
Goifþingid verður seff á fimðnfudagin,]
NÆSTKOMANDI föstudag hefst landsmót Golfsambands íslands.
Mótið fer að þessu sinni fram í Reykjavík. í sambandi við
landsmótið fer fram aðalfundur Golfsambandsins. Fsr hann fram
á fimmtudaginn.
MARGIR ÞÁTTTAKENDUR
Mikil þátttaka er í mótinu að
þessu sinni. Fjölmenna Revk-
víkipgar til mótsins, svo og Ak-
ureyringar og Vestmannaeying-
ar, en þar er áhugi á golfi mikill.
KENNARINN
FEF VÍÐA UM
Eins og áður hefur verið skýrt
|frá réði Golfsambandið hingað
enskan golfkennara. Hefur hanrt
| starfað hér um tveggja mánaða
skeið og verið bæði í Reykjavík,
Vestmannaeyjum og á Akursyri.
Nú er kennarinn hjá hinum ný-
stofnuðu golfklúbbum í Hvera-
gerði og á Ilellu, en þar er unnið
að því að koma upp golfvöllum,
og er áhugi klúbbfélaga mikill.
Fimleikaflokkur Maut
viðurkenmngu i Noregi
Benedikf 6. Waage sæmdiir heiðursmarkl
AÐ undanförnu hefur fimleika-
flokkur KR undir stjórn Bene-
dikts Jakobssonar dvalið á 15.
Landsmóti Norðmanna í Halden,
en er nú nýkominn heim aftur.
P’er hér á eftir stutt frásögn af
mótinu.
Halden er gamall sögufrægur
staður er liggur rétt við sænsku
landamærin. Nægir að minna á
að þar lét Karl XII. lífið í styrj-
öldinni við Noreg þann 11. des.
1718. Halden er fagur bper, en
lítill, 10—11 þús. íbúar, en móts
vikuna voru þúsundir gesta í
bænum og á 5. þúsund fimleika-
menn og konur.
NOKKUR BLAÐAUMMÆLI
UM ÍSLENZKA FLOKKINN
Halden Arbeiderblad 5. júlí:
Glæsileg fimleikahátíð opnuð í
gær. Sjö þúsund áhorfendur og
4000 fimleikamenn á grasvellin-
um. Mót af stórfelldri þýðingu
fyrir íimleikaíþróttina.
Landsmótið er góður áróður
fyrir fimleika og líkamsrækt, um
það gátu ekki verið skiptar skoð-
anir. Við opnun mótsins, gat að
líta karlmannlegan þrótt, kven-
legan yndisþokka og mýkt, eftir-
breytnisverða nákvæmni og ör-
; ggi á sýningunni.
Smaalenes Amtstidende ritar
þann 5. júlí um opnunardaginn,
en þá sýndi KR ílokkurinn og
því blaðaummæli um þann dag
tekin sérstaklega.
Eftir opnun mótsins sýndi
flokkur frá Færeyjum leikfimi
og var honum vel fagnað af
áhorfendum. Þá sýndu 600 dömur
er gripu hjörtu áhorfendanna
með mýkt sinni og nákvæmri
útfærslu erfiðra viðfangsefna.
Að lokum kom svo hinn sterki
8 manna flokkur frá Reykjavík.
Þeir heilsuðu áhorfendum með
glæsibrag með íslenzka fánanum
og hlutu hjartanlegar móttökur
með dynjandi lófataki. Flokkur-
inn sýndi frá því hann steig á
völlinn og gegnum leikfimiæfing
ar og staðæfingar að íslenzkur
„Turn“ og leikfimi eru á háu
þroskastigi.
Sérstaklega dáðumsit víið að
æfingum í hringjum og hinum
mjög vel samsettu æfingum á
dýnu. Sýningin var glæsilegur
endir á stórfenglegum degi á
„Halden Station“.
Sportsmanden 8. júlí:
íslandsflokkurinn sýndi marg-
ar og fagrar æfingai-, sérstak-
lega í staðæfingum og líka á
áhöldum, svifrá, hringjum, tví-
slá og dýnu, þó eiga þeir ýmislegt
ólært á stökkbretti. (Það skal
k
Jón Júlíusson, einn af fimleika-
mönnum KR í hringjunum.
tekið fram að hér fer víst eitt-
hvað á milli mála hjá Tönsberg,
því flokkurinn sýndi engar æfing
ar á stökkbretti (trampolin). —
Sænski herra flokkurinn var
mjög duglegur og sér í lagi í
dýnu, stökkum á kassa og í stað-
æfingum. Færeyski flokkurinn á
margt ólært og gefst honum tæki-
færi til þess hér. Virðingarvert
er að fara svo langa ferð, til að
sýna hvar þeir standa í leikfimi.
Reidar Tönsberg.
FLOKKURINN FÆR
VIÐURKENNINGU
Erlendir karla flokkar voru
ekki fleiri en þessir þrír er hér
hafa verið nefndir og blaðaum-
mæli birt um. Sýna þau ljóst að
islenzki flokkurinn vakti á sér
óskipta athygli vegna getu sinnar.
Eftir sýningu KR flokksins var
kallaður saman furidir í fram-
kvæmdanefnd mótsins og stjórn
Framh. á bls. 10