Morgunblaðið - 23.11.1954, Side 2

Morgunblaðið - 23.11.1954, Side 2
2 MORGU1S BLAÐIÐ Þriðjudagur 23. nóv. 1954 Hannibal lýsir tryggð sinni við kommiinista Furðulegt ofbeldi þingforseta. Á ALÞÝÐUSAMBANDSÞINGI í fyrradag fluttu þeir Konrad Nordahl, forseti norska Alþýðusambandsins og Gunnar Hin- , rikson, fulltrúi finnska Alþýðusambandsins, kveðjur frá samtök- um sínum. Einnig var rætt um skýrslu sambandsstjórnar og kjör- bréf fulltrúa Iðju samþykkt, en það lét forseti þingsins Hannibal Valdimarsson gera, er mikið af fulltrúunum var fjarverandi og án þess að nokkuð væri um það tilkynnt fyrirfram, að það ágrein- ingsmál yrði tekið á dagskrá. G prentari sextug ^ | KOMIN er á markað ný barna- og unglingabók eftir Ármann Kr. .. , ______ I Prentvél sú, sem Morgunblaðið Einarsson. Nefnist hún Týnda /^iUÐBJORN GUÐMUNDSSON, er prentað í, er langtum seinvirk- J fiugvélin, og er þetta tíunda bók- 'J Prentarl- er sextugur í dag. ari en svo, að hægt sé að prenta in sem út kemur eftir hann. Hann prentað! fyrsta tolubtað blaðið á hæfilegum tíma, og hef- I Hann hefur jöfnum höndum Morgunblaðsms fyrir 41 an —— 1 Var hann þá starfsmaður ísa- ÁVARP ERLENDRA GESTA Þingfundur hófst kl. 10,20. — Fundurinn hófst á ávörpum hinna erlendu gesta Fyrst tók til máls Konrad Nordahl, forseti norska alþýðusambandsins. — Ræddi hann meðal annars um nauðsyn norrænnrar samvinnu og þá sérstaklega nauðsyn þess að hin frjálsu verkalýðssamtök stæðu saman í hagsmunabarátt- unni. Hann sagði að norska al- þýðusambandið stæði saman af 42 stéttarsamböndum, sem í væru samtals 524 þús. manns. Næst talaði Gunnar Hinriks- son, fulltrúi finnska sambands- ins. Sagði hann að finnska þjóðin hefði átt við mikla erfiðleika að etja í lok síðustu heimstyrjaldar. 'Atvinnuvegirnir hefðu verið í rúst. Þungar stríðsskaðabætur hefðu verið lagðar á þjóðina. — Finnar hefðu orðið að afsala sér stórum hluta lands síns og um 500 þús. manns hefðu yfirgefið það land er Rússar fengu. Þessu fólki hefði orðið að sjá fyrir vinnu og húsnæði. Af þessu öllu hefði leit verðbólgu mikla í landinu En Finnar væru nú búnir að yfirstíga mestu erfiðleikana. — Stríðsskaðabæturnar væru greiddar og jafnvægi væri að Skapast í þjóðarbúskapnum. — Hann óskaði að síðustu íslenzku þjoðinni allra heilla og blersun- ar. — UMRÆÐUR UM SKÝRSLU SAMBANDSSTJÓRNAR Þá hófust umræður um skýrslu sambandsstjórnar og tóku margir til máls. Jón Sigurðs son, framkv.stj. ASÍ, sagði að allar ásakanir kommúnista um slælega vinnu stjórnarinnar væru ■úr lausu lofti gripnar. Ádeilur kommúnista væru fyrst og fremst upptugga úr Þjóðviljanum og pólitísk áreitni. Kommúnistar hefðu aftur á móti torveldað störf A.S.Í. eftir því sem þeir hefðu getað og oft- ast svikist aftan að heildarsam- tökunum þegar mest hefði verið þörf einingar. Helgi Hannesson forseti A.S.Í. benti á framkomu kommúnista innan samtakanna, er þeir fóru þar með völd. Þá beittu þeir að- stöðu sinni til, að þverbrióta öll lög og reglur samtakanna. Ráku pólitíska andstæðinga úr samlök- ■unum og beittu hvers kyns of- beldi. Benti hann m. a. á: fram- komu kommúnista 1948,'er þeir aetíuðu að svipta alla fulltrúa Vestfjarðarfélaganna setu á AI- þýðusambandsþingi og brigzluðu Hannibal og öðrum Ýestfirðing- um um hvers kyns brot og köll- nðu þá handbendi atvinnurek- entía. Nú væri hljóðið annað í garð Hannibals og hans fylgis- manna að vestan, en furðu fljótur virtist Hannibal vera að gleyma, er hann -»nú gengi fram fyrir skjöldu til þess að kljúfa Alþýðu- flokkinn og taka upp samstarf við kommúnista, maðurinn sem þeir æíluðu að reka úr verkalýðssam- tökunum fyrir aðeins sex árum og sem kommúnistar kölluðu óal- andi verkalýðssvikara og þjón at- vinnurekcnda fyrir aðeins tveim- Br árum síðan, er allsherjar vcrk- fallið stóð yfir. Helgi Hannesson sagði að kommúnistar hefðu ekki I breytzt, en það væri Hannibal, sem hefði breytzt. Nú lægi hann í duftinu fyrir kommúnistum og ætlaði að svíkja verkalýðssamtök in í hendur þeirra manna, sem ætluðu að gera þau að deild úr kommúnistaflokknum til að skapa þeim flokki meiri ítök á kostnað alþýðunnar. Hann skor- aði á fulltrúa að standa fast saman gegn þessu tilræði Hanni- bals og hans fylgisveina. I Þá talaði Jóhann Möller frá j Siglufirði og sagði hann m. a. að hann teldi með engu móti að hægt væri að fá kommúnistum völdin í hendur í A.S.Í. Jón Hjartar tók næstur til máls. Minnti hann á fyrri framkomu kommúnista í verkalýðsfélögun- um og hvað það væri fráleitt, að nokkur sá maður, sem ekki væri kommúnisti gæti stutt þá til áhrifa í heildarsamtökunum mið- að við þá reynslu sem fengist hefði af þeirra starfsemi. Þá tók til máls Sigurjón Jóns- son. Hann sagði að mestu skipti, að menn yrðu dæmdir eftir verk- um sínum. Vegna verka sinna hefðu kommúnistar dæmt sig úr leik, er talað væri um stjórn heildarsamtakanna. „Eining“ kommúnista byggðist eingöngu á flokksvaldi þeirra. Þeir teldu þá eina „einingarmenn“, sem í öllu færu eftir skipunum frá hinum fjarstýrða kommúnistaflokki. Hann sagði að allir þeir menn sem vildu uppbyggingu verka- lýðssamtakanna yrðu að taka höndum saman og hindra að verkalýðssamtökin yrðu gerð að hjálendu kommúnistaflokksins. Þá tók Hannibal til máls. Gerði hann mjög litla tilraun til að af- saka fylgisspekt sína við komm- únista. Sagði aðeins það, að nú væru allir vondir við sig nema kommar og4nn um þær dyr yrði hann að ganga, sem opnar væru. Hann hefði skipt um skoðun og nú væru kommúnistar þeir einu sem hann gæti hugsað sér að vinna með. Fortíðin skyldi gleymd og nú skyldi stjarnan rússneska vísa sér leiðina til fyrirheitna landsins. Ólafur Friðriksson flutti ske- . legga ræðu gegn kommúnistum og minnti á verkalýðsbaráttuna fyrr og síðar og þá staðreynd að kommúnistar hefðu ætíð stefnt að því einu að brjóta niður samtök- in. Helgi Hannesson talaði aftur og hrakti ræðu Hannibals lið fyrir lió og benti á, hversu gjörsam- lega Hannibal hefði nú gengið j frá öllum sínum fyrri orðum í sambandi við komrhúnista og hversu algert verkfæri hann væri hú í höndum þeirra. OFBELDI HANNIBALS Á fundi milli 7 og 8 í gær- kvöldi, er mikið af fulltrúum var farið í mat notaði svo Hannibal tækifærið og bar upp tillögu frá kommúnistum þess efnis að taka kjörbréf Iðju gild, þrátt fyrir það, þó að það lægi fyrir að hin kommúnistiska stjórn hefði kosið allt of marga fulltrúa á þingið og lög félagsins væru ekki í sam- ræmi við lög A.S.f. Var sú tillaga samþykkt af foldarprentsmiðju. Síðan hefur margt á dagana drifið, bæði hjá Guðbirni og Morgunblaðinu. — Guðbjörn hefur stundað ýmis störf. Var hann t. d. um langt árabil forstjóri prentsmiðjunnar Acta, sem hann stofnaði ásamt fleiri prenturum. En árið 1940 tók hann aftur til við prentun Morgunblaðsins og hefur annazt hana síðan. Hin síðari árin ásamt öðrum prentara, enda hefur upp- lag blaðsins stagkkað um meir en helming á þessum árum: Brynjélfur Einarsson - mimting k.ommúnistum. frestað. Fundi var þá Framh. á bls. 12 í DAG verður til mcldar borinn Brynjólfur Einarsson, bifreiðar- stjóri, Skeggjagötu 8. Hann var fæddur í Ölversholti í Holtum 9. ágúst 1894, sonur hjónanna Þuríðar Brynjólfsdóttur og Ein- ars Hinrikssonar. Snemma bar á miklum dugn- aði hjá honum til allra verka, enda Þuríður sérstaklega heppin með dugnað barna sinna, þar sem hún missti mann sinn árið 1905- og bjó síðan með börnum sinum við mikinn skörungsskap til ársins 1915. Snemma varð Brynjólfur að halda þá braut, er flestir ungir menn fóru í þá daga hér á Suður- landi, að sækja sjóinn á vertíð- um. Hann var bæði á opnum skipum og kútterum, en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur var hann mikið á togurum, lengst á togaranum Þórólfi með Guð- mundi frá Nesi, bæði á heima- miðum og við Ameríkustrendur og var það rúm vel skipað, þar sem hann var, vegna áhuga, dugnaðar og trúmennsku. Þegar hann hfetti sjómennsku gerðist hann bifreiðarstjóri hér í bæ og var viðurkenndur, sem einn af þeim beztu er það starf stunda. Honum var mjög annt um sitt j stéttarfélag og heill þess, enda i gerður að heiðursfélaga í Bif- j reiðarstjórafélagínu Hreyfli, nú j fyrir nokkru síðan. Giftur var Brynjólfur Guðrúnu i Eyjólfsdóttur frá Hvammi á Landssveit og var hijónaband þeirra allt hið ástúðlegasta. Brynjólfur hefur nú endað sitt æfiskeið og kvatt okkur sam- ferðamennina. — Hann efaðist aldrei um endurfundi, því að trú- maður var hann mikill og treysti alltaf þvi góða, enda uppalinn og mótaður af þeirri kynslóð, er bar ríka trúhneigð í brjósti og ást til skapara síns. Hann áleit jarðlífið aðeins undirbúning und- ir æðra og fullkomnara líf. Farðu í friði, friður Guðs þig blessj.. . . ..... Frændi. ur svo staðið lengi. En ýmiss j konar hindranir, höft o. fl. hafa verið þess valdandi, að ekki hef- ur ennþá verið hægt úr að bæta. Af þessu hefur að sjálfsögðu leitt, að tími sá er fer til prentunar- innar er langtum lengri en hæfi- legt er. Það hefur því oft reynt ó þrek og einstakan starfsvilja Guðbjörns. En hann er, eins og allir vita, er með honum hafa unnið, óvenjulega kappsfullur við allt sem hann gengur að, og er ætíð boðinn og búinn til að leggja sig allan fram við að leysa af hendi aðkallandi verk, þótt hann jafnvel þurfi að leggja nótt við dag. Þessi er reynsla mín af vini mínum Guðbirni þau 15 ár, er við höfum starfað saman. Sem betur fer er þrek hans og dugur ennþá óbilað. Hann gengur enn með sama krafti og áður að störfum sínum. En hin mikla næturvinna hefur oft bitnað á heimili hans og einkalífi. Það er skoðun mín, að Guðbjörn sé meðal fremstu manna sinnar stéttar. Hafa honum einnig verið falin ýmis ábyrgðarmikil trúnað- arstörf innan iðnaðarsamtakanna og stéttarfélags síns. Guðbjörn gengur með þrótti og áhuga að hverju því verki, sem hann tekur að sér. Morgunblaðið, og við sem starfað höfum hér með honum, óskum honum og heimili hans allra heilla á þessum tímamótum í lífi hans. Sigfús Jónsson. skrifað skáldsögur og unglinga- bækur. í fyrra haust kom út bók hans „Falinn fjársjóður“. Getur útgef- andi þess á kápusíðu, að hún hafi orðið metsölubók. í þessari nýju sögu, eru aðal- persónurnar þær sömu og í „Fal- inn fjársjóður“, og gerist hún í sama umhverfi. En annars er þessi bö.< sjálfstæð saga. Tynda flugvélin er einkum 1 ætluð drengjum. Kaflaheiti bók- arinnar gefa nokkra hugmynd um efni hennar: j Svarti-Pétur. — Simbi gamli segir frá. — Veiðiþjófarnir. — Fanginn í kofanum. — Sá hlær bezt, sem síðast hlær. — í eftir- leit. — Týnda flugvélin. — Hættulegt ævintýri. — Björgun úr gjánni. — Hvað var í kassan- Ármann Kr. Einarsson um? — Rúna kemur heim. —. Óvænt jólagjöf. — Margar ágætar teikningar eftir Odd Björnsson prýða bókina, og kápumynd hefur Atli Már gert. ’ Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur bókina út, og er hún öll hin smekklegasta að frágangi. •-o- Afmælisbarnið er í nokkra ElízaSet drottning New York, 18. nóv. — Elíza- bet drottning fór í dag sjóleiðis með Queen Mary frá New York til Bretlands eftir sex daga dvöl í Bandaríkjunum og Kanada. — Veður var slæmt, en þrátt fyrir það safnaðist fjöldi manns sam- daga fríi og er ekki í bænum í an til að kveðja og hylla drottn- dag. | inguna. S. 1. sunnudagskvöld kom hingað til lands hin þekkta söngkona Guðrún Á. Símonar úr sinni fræknu söngíör til Noregs og Dan- merkur. Við komu hennar á flugvöllinn voru margir mættir til að fagna söngkonunni, þ. á m. stjórn Félags íslenzkra einsöngvara, þeir Bjarni Bjarnason læknir, form. félagsins, Magnús Jónsson, söngvari og Hermann Guðmundsson, söngvari. Auk þess var mætt- ur þar Sigurður Birkis, söngmálastjóri, og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar söngkonunnar. Á myndinni eru talið frá vinstri; Hermann Guðmundsson, Sigurður Birkis, Guðrún Á. Símonar, Bjarni Bjarnason og Magúns Jónsson. . ..... ................. . (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)_

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.