Morgunblaðið - 23.11.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. nóv. 1954 csc— N I 0 O L E SkSldsaga ðftii Aatherino Gasin 1 - "!ir/- ar " .aig. Jr: — •* g UgJ Framhaldssagan 100 „Já“, sagði hún. „Ég mundi ekki eftir David. Hann særðist. ..... En hann er á batavegi. Lloyd sagði að honum myndi hatna.“ Hún hækkaði róminn. ^Það verður allt í lagi, er það ekki? Skurðaðgerðin var ekki framkvæmd af neinni list, en að minnsta kosti færðu að hafa hann við hlið þér áfram. Hann er á lífi; þú heyrir rödd hans og heyrir fótatak hans. Hann tal- ar við þig og hlær með þér. Þér mun þykja leiðinlegt að andlit hans verður afmyndað, en þú munt þakka drottni fyrir að hann er þó lifandi. Þú munt ekki eiga andvökunætur — langar nætur þegar þú gerir ekki annað en að þrá ástvin þinn. Þú getur farið með honum í útreiðartúr, farið í veiðiferðir og .... “ Hún þagn- aði skyndilega. Roger var niður- lútur. Hvað þýddi þessi þögn hans ....? „David er ekki ....?“ hvíslaði hún. „Nei, nei, það gat ekki verið! Sjúklingar dr. Beechs voru allir í hinum enda bygg- ingarinnar. Ég hefi heyrt Lloyd segja það!“ „Það var ekkert laust rúm fyr- ir hann þar“, sagði hann. „Svo að hann var fluttur í sömu álmu sjúkrahússins og Lloyd var í“. Rödd hans var daufleg. Nicole varð slegin ólýsanlegum ótta. Hún starði fram fyrir sig. „David er dáinn“, sagði Roger lágt. Hún sá andlit Rogers í gegn- um tár sín. David .... hvers vegna hafði henni ekki verið hugsað til Davids fyrr? Fréttin um dauða Lloyds hafði verið slíkt reiðarslag, að við það eitt hafði hugur hennar verið bund- inn. Hún grúfði andlit sitt í höndum sér og kjökraði. Roger lagði hendi sína á titr- andi öxl hennar og dró hana nær sér. Og þá fann Nicole hvernig beiskjan og reiðin hvarf á auga- bragði úr huga hennar. Hann skildi hana ■— skildi hana betur en Fentonsfólkið. Hann skyldi hana vegna þess að hann stóð í líkum sporum. Nú hafði hann ekkert að lifa fyrir; stórt hús en tómt, ekkert annað. Allt 1 einu fann hún til mikillar þreytu og þá minntist hún þess að henni liafði ekki komið blundur á brá síðast liðna nótt — hún hafði jafnvel ekki háttað. Hún var enn kjökrandi — en tár hennar veittu henni friðþægingu. Roger hlaut að vera þreyttur líka, hugsaði hún; varla mundi hann hafa sof- ið. Hönd hennar strauk um merk- in á ermi einkenningsbúnings hans. Hann og sonur hans höfðu verið meðal hinna fyrstu, sem létu skrá sig í herinn núna .... Fyrir sex árum hafði David, þá stoltur ungur maður, bent henni á heiðurs- og einkennismerki, sem annar Ashleígh hafði átt. Þá liafði David sagt, að núlifandi kynslóð fengi víst fá tækifæri til þess að sýna hvað hún gæti í hernaðarlist. Við þessa tilhugsun andvarpaði hún og hana hryllti við. — Aldrei mundi málverk Davids hanga í málverkasafninu; enginn mundi benda á mynd lians og segja að þarna væri 14. jarlinn af Manstone. Ættin var gengin — Roger var hinn síðasti. Henni varð hugsað til ákvörð- unarinnar, sem hún hafði tekið. Hún hafði í ákafa augnabliksins ákveðið að fara til Bandaríkj- anna. Hún þráði að vera laus við þetta strit og þessa styrjöld. Að- eins einn staður gat veitt henni Slíkan frið — Þá minntist hún hinnar köldu athugasemdar Rog- ers; „Svo að þú ert að flýja?“ og stnlt hennar sagði til sín. Hún <hafði aldrei flúið frá neinu áður. t Hún hafði heðið ósigra, en hún hafði horfzt í augu við staðreynd irnar. í hvert skipti, sem hún hafði heðið lægri hlut, fann hún hjá sér nýjan og meiri kraft til þess að berjast að næsta tak- marki. Það gat enginn flúið lífið með því að hlaupa á brott; flótt- inn gat aldrei orðið það hraður að manni tækist að flýja lífið. Hún sneri frá honum; augu hennar voru þrútin, en þurr. „Sjáðu þarna“, sagði hún og benti yfir akrana. „Uppskeran er góð, j en ekki nærri eins góð og í fyrra sumar. Næsta haust verður hún að vera helmingi meiri. Lloyd sagði alltaf að herinn marséraði ekki á góðum stígvélum, heldur J á vel fylltum maga“. Hún sneri , sér aftur að honum. „Ég ætla að fara heim á búgarðinn núna. Ég er þreytt. Á morgun verð ég að hugsa um uppskeruna. Þau eru mörg óunnu verkefnin, og eng- um tíma má sóa“. Þau geng^ saman upp hæða- dragið. 6. kafli. Smám saman, eftir því sem j vikurnar liðu, vandist Nicole þeirri tilhugsun, að Lloyd mundi ekki oftar koma yfir hæðina, — að hann mundi aldrei framar j veifa til hennar er hann kæmi arkandi heim, aldrei framar mundi hann galsast við Judith litlu og aldrei gera neinn hinna óteljandi hluta, sem voru orðnir hluti af lífi þeirra allra. —■ Hún saknaði hans enn — en hún var búin að sætta sig við orðinn hlut. Oft fann hún til einmanakennd- j ar og löngunar eftir því sem liðið var. Henni mundi að sjálfsögðu aldrei gleymast minningin um , hann, — en hún hafði áttað sig á staðreyndunum og ein átti hún sorgina og engin sá hana syrgja. Hún reyndi ekki að gleyma hon- um — minningarnar voru það eina, sem hún átti. Hann hafði verið henni það, sem enginn ann- ar var eða gat orðið henni. Hún hafði þekkt hann og skilið svo vel, hverja skapgerð hans, hverja löngun; engin gat saknað hans á sama hátt og hún og þess vegna vildi hún eiga minning- arnar um hann. Nú var Judith henni allt. Það var um framtíð hennar en ekki framtíð sjálfrar sín, sem hún hugsaði. Hjá henni sjálfri var ekkert sérstakt fram- undan — svo að það var ekki um neitt að hugsa. Ekkert, sem á- ætlanir þurfti að gera um, ekk- ert svo stórt að ekki mætti ráða fram úr því á hvaða tíma sem var. Meðan styrjöldin stóð, voru verkefnin nóg. Hún minniist þess, er Lloyd hafði komið heim í síðasta leyfi sitt, hvernig hún þrýsti sér að honum og þau ákváðu að lifa, gleðjast og njóta hvers augnabliks af frídögum hans. Nú hrærðist hún í nútíð- inni en lifði í fortíðinni. Það var undarleg tilfinning, en hún sætti sig við lífskjör sín og um annars konar líf var ekki um að ræða. ■ Það var erfitt að skrifa bréfin til Bandaríkjanna. Henni fannst mjög erfitt að tala við heimilis- fólkið um Lloyd — en það var öllu erfiðara að skrifa um hann. Hún vandist því að svara fyrir- spurnum frá mönnum, sem lítið þekktu hann, en fólkið sem hafði haft náin kynni af honum, var erfiðara við að eiga — eins og Rudolf, Tom og jafnvel Fionie. Hún leið sálarkvalir er hún skrif- aði um lát manns síns til þessa fólks. Tom og Fiohie skrifuðu og margbáðu hana um að köma til Bandaríkjanna. Það var erfitt að neita þeim, en það gerði hún. — Bandaríkin, sem enn voru utan við styrjöldina, voru aðlaðandi miðað við gráleika Englands á styrjaldartímum. En hér var hún, og hér ætlaði hún sér að vera. Það var ekkert í Ameríku, sem kallaði hana til sín. Tom hafði boðið henni að vera á heimili sínu í Georgíu. Því boði hafði hiin hafnað, því að hún vissi að í Rakið yður eins og milljóneri Jóhann handfasti ENSK SAGA 58. fór fram, en þeir sem nærstaddir voru, sáu glöggt hvernig reiðin og hatrið logaði óheillavænlega í augum hans. I „Eguenullf“, sagði ég við einn af vinum mínum, „við fáum að heyra meira um þetta áður en líkur.“ I Lítið grunaði mig þá hve mikill sannleikur fólst í þessum orðum mírium. | Þegar ég var að troðast áfram í gegn um gleðidrukkinn mannfjöldann það kvöld, sá ég nokkuð, sem bæði vakti undrun mína og gleði. Innan um hóp af ríðandi fólki, sem framhjá fór, sá ég unga stúlku á ljósum hesti, er horfði hlæj- andi á mig. Hún var í grænum silkikjól og bar sveig úr blómum um fagurgyllt hárið. Ég horfði á hana augnablik og kallaði svo „Blanchfleur!“ | Já, þetta var leiksystir mín, en hún hafði stækkað svo mikið, að ég þekkti hana varla, Hópurinn hélt áfram og i ég fékk rétt tíma til að veifa hendi til hennar. En ég elti ■ hana og rakti slóð hennar þangað sem hún hélt til. | Þar fann ég ekki einungis Blanchfleur, heldur einnig herra de Columbiéres og frú hans, hina gömlu húsbændur mína. Það var mikill fagnaðarfundur. „Nei, en hvað þú ert orðinn stór, Jóhann!“ hrópaði frú De Columbiéres upp yfir sig, þegar hún sá mig. Herra De Columbiéres var einnig mjög vingjarnlegur og spurði mig margs varðandi ævintýri þauf sem ég hefði ratað í með konunginum. Og hvað Blanchfleur hældist um þegar hún komst að því, að hún hafði verið komin til Landsins helga heillí viku á undan mér. Já, hún var sannarlega mein- Jáfnvel milljónerar geta ekki keypt betri rakstur en þessi Gillette rakvél N*. 24 veitir. • Handhæg plastic askja • Rakvélin er hárnákvæm Gillette framleiðsla • Tvö Blá Gillette blöð fylgja • Rakvélin og blöðin gerð hvort fyrir annað • Notið það sameiginlega til að öðlai.t bezta raksturinn Gillette No. 24 Rakvélar Lifli- og stóri IUASTER Bezta jólagjöf húsmóðuriimar 1 árs ábyrgð. Ný sending komin. LUDVIG STORR & CO. Maður óskast til hjólbarðaviðgerða, helzt vanur, eða sem unnið hefur við bílaviðgerðir. Upplýsingar frá 10—12 og 3—5, í Barðinn h.f. SKÚLAGÖTU 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.