Morgunblaðið - 23.11.1954, Side 7

Morgunblaðið - 23.11.1954, Side 7
Þriðjudagur 23. rióv. 1954 MORGUiSBLAÐlÐ 7 Ragnheiður - isinmng „ KVEBJUORB. Hundra'ð ára á dag: idinn, lem fluffi ■ fyr: heyskaparvélina fil fandsisis „Hví fölnar jurtin fríða, og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða, svo brátt hin dimma nótt?“ ÞESSAR Ijóðlínur sálmaskálds- ins koma mér í hug, er ég sezt niður og skrifa nokkur kveðju- orð við fráfall Ragnheiðar litlu, frændkonu minnar. Enn einu sinni erum við svo átakanlega minnt á vald dauðans yfir lífinu. Við fráfall þessarar ungu og efni- legu stúlku. Minnt á hið mikla vald. Að „reyr, stör sem rósir vænar, reiknar hann jafn fá- nýtt.“ Ragnheiður var fædd í Reykja- Vík 9. maí 1942, dóttir hjónanna Guðrúnar Þorkelsdóttur frá Valdastöðum í Kjós og Jóns Þór- arinssonar skipstjóra frá Ána- naustum. Bar Rngheiður litla nafn ömmu sinnar, konu Þórar- ins. Oft var afi hennar búinn að fara á sjóinn og koma heim aftur. En að lokum bjó Ægir honum vota gröf. Þannig varð litla stúlk an að sjá á bak elskulegum afa. Ragnheiður var sú 4. í röðinni af sex mannvænlegum systkin- um. Var hún ung að árum, mjög bráðþroska, og vel gerð á marga lund. Fór hún fljótt að hjálpa móður sinni, sem oftast var ein með þennan stóra hóp. Og einnig var hún farin að fara að heiman á sumrum til vandalausra og vinna fyrir sér. Veit ég ekki bet- ur, en að hún hafi komið sér þar vel, og unnið hylli þess fólks er hún dvaldist. hjá. Hennar er því að vonum sárt saknað, ekki að- eins af elskandi foreldrum, syst- kinum og ömmu, sem hún var svo kæi\ og sýndi dótturlega blíðu, — heldur af öllum frænd- um og vinum fjær og nær. Hér er stórt skarð höggvið í vina- hópinn, sem mest hefur misst. Ég kveð þig með söknuði, góða frændkona, og þakka þér vina- hótin, er þú sýndir mér sem lítið barn, er ég kom á heimili foreldra þinna. Ég bið góðan guð að varð- veita þig um alla eilífð. Far þú í friði. St. G. I DAG verður kvödd hinztu kveðju ung og elskuleg stúlka, Ragnheiður Jónsdóttir, sem snögglega var kölluð burt frá foreldrum og systkinum hinn 15. þ.m. Ragnheiður var fædd 9. maí 1942, dóttir hjónanna Guð- rúnar Þorkelsdóttur og Jóns Þór- arinssonar, Brunnstíg 7 hér í bæ, þar sem hún ólst upp á ástríku heimili. En þó að hún væri ung að ár- um, var hitn óvenjulega þroskuð í öllu því, sem gott er og göfugt, enda þótti öllum vænt um hana, sem kynnlust henni. í skólanum var hún eins og sólargeisli í bekknum sínum, vildi alla gleðja og öllum hjálpa. — Við söknum hennar öll, en minningin um hana er björt og fögur. Við vott- um foreldrunum, sem hafa misst svo góða dóttur, og öðrum ást- vinum hennar hjartanlega sam- úð í sorg þeirra. Við viljum öll minnast orða Frelsarans: Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Fríða Sigurðardóttir. FYRIR réttum 60 árum (haustið 1394) tók sig upp bóndi í Borg- arfjarðarhéraði og sigldi til Nor- egs til þess að kynna sér þar tó- vinnuvélar og ullariðnað. Hann hét Björn Þorláksson og var föðurbróðir Jóns Þorlákssonar síðar ráðherra. Björn var fæddur 23. rtóvember 1854 og eru því í dag liðin rétt 100 ár frá fæðingu hans. Foreldr- ar hans voru séra Þorlákur Stefánsson, síðast á Undornfelli og seinni kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir prests.í Steinnesi. Var Björn bóndi í Munaðarnesi í Staf- holtstungum er hann fór utan og hafði búið þar í allmörg ár, „snildarsmiður og hugvitsmaður segir um hann í „Hver er maður inn“. Hann helt til Lillehammer í Noregi og dvaldist þar um vetur- inn. Þá var í þeim bæ verk- smiðja sem smíðaði heyskapar- vélar og hét sú verksmiðja „Mesna Brug“. Björn gerði sér tiðförult þangað til að sjá og skoða vélarnar og leizt honum svo á, að þær mundu geta orðið íslenzkum bændum að afarmiklu gagni, ekki síður en þeim norsku. En norskir bændur voru þá sem óðast að fá sér heyskaparvélar og hafði verksmiðjan þegar selt 2800 sláttuvélar og eitthvað fleira af rakstrarvélum. Sláttuv.élarnar voru með tvennu móti, ýmist fyr- ir einn eða tvo hesta að draga. Leizt Birni svo á. að stærri sláttu- vélin munai ekki koma til greina hér, vegna þess hve íslenzkir hestar eru þrekminni en norskir vinnuhestar, en minni slgttuvélin mundi vera ágæt með því að beita tveimur íslenzkum hestum fyrir hana. Þegar hann þóttist nú hafa kvnnt sér þetta nógu rækilega, fór hann á fund forstjóra verk- smiðjunnar og fór þess á leit við hann að verksmiðjan sendi hing- að sláttuvél og rakstrarvél til þess að kvnna þær og afla mark- aðar fyrir þær. Tók forstjórinn þessari málaleitan ágætlega og varð það úr að Björn kom með þessar vélar hingað næsta vor. Var hetta fyrsta sJáííuvélio, srm til íslands kcm. Verða nú í vor liðin 60 ár frá þeim merkisat- burði í sögu landbúnaðarins og er þess að vænta að þess verði þá minnst rækilega. Því að enda þótt þess yrði enn langt að biða að heyskaparvélar yrði almennt notaðar, þá markar þó'þessi at- burður timamót í sögu landbún- aðarins. Um þessar mundir var rækt- unarframkvæmdum ekki komið svo langt hér á landi að þess væri nokkur von, að menn gæti notað sláttuvélar. Þetta var Birni vel Ijóst. Hann segir svo sjálfur frá í Búnaðarritinu 1895: „Því er nú ver og rniður, að eigi verður búist við því, að vél þessi geti komið hvarvetná að notum hér á lanrli að sinni, því víða er slægju- landið mestmegnis ósléttar fjall- brekkur, smá grasbörð og karga þýfi, eða þá fen og forræði. Vél- inni verður hvergi komið við á slíkum stöðum“. Aftur á móti tel- ur hann að víða sé svo sléttar engjar, að hægt sé að nota hana, svo sem í Borgarfjarðarhéraði, Árnessýslu og Húnavatnssýslu. Hann gerði sér grein fyrir þvi, að eigi mundu heyskaparvélarn- ar aðeins verða til þess að auka heyfeng manna með minna ti'- kostnaði, heldur "Hndu menn fá betri hey, og jafnframt mundi aukast áhugi fyrir jarðabótum. Um það segir hann í áðurnefndri grein: „Með Vaxandi jarðabótum mætti og koma vélinni víðar við, heldur en nú er mögulegt sem ! stendur. En þar sem þessi vél ; 1 gæti komið að fullum notum, yrði ! | hagurinn mjög mikill. Ég skal hér ; aðeins benda á fólksparnað við ! I heyannir og hina stórkostlegu ; styttingu heyskapartímans. auk I i : þess sem þá yrði kostur á að sæta hentugustu veðráttunni til heyskaparins, þar sem heyanna- tíminn yrði ekki jafn einskorðað- ur og nú. Mætti þá verja nokkru af sumartímanum til jarðabóta, og er ég þess fullviss, að flestir bændur mundu vilja leggja allt kapp á að gera með túnabótum og engjabótum jarðir sínar hæfar til þess, að heyskaparvéiunum yrði þar við komið“. Hér reyndist hann sannspár, | því að heyskaparvélarnar hafa ýtt undir hinar miklu jarðabætur J og nýrækt, sem orðið hefir á seinni árum, og er miklu meiri en hann eða nokkurn annan gat órað fyrir um aldamót. Birni var það ljóst, að sláttu- vélin varð að komast í góðs manns hendur til þess að hand- vömm yrði ekki til þess að skapa ótrú á henni. Vill hann því að þessar vélar, sem hann kom með, verði reyndar á bændaskólanum á Hvanneyri. „Þar er landslag og jarðvegur einna hentugast. Þar skortir og eigi þekkingu, verk- lægni né áhuga á búnaðarmál- lum“. Verði svo reynslan góð, j muni þekking á noíkun vélanna dreifast út um allar sveitir það- | an, og eins áhugi fyrir jarðabót- um. | Það varð úr, að hevskaparvél- arnar voru keyptar handa ( Hvanneyrarskóla. Hjörtur Snorra i son var þá skólastjóri þar. Hann skrifaði um árangurinn árið eftir í „ísafold“. Segist hann hafa beitt jeinum hesti fyrir sláttuvélina og skift um hesta á tveggja tíma fresti. Með þessu hafi vélin slegið á við 5—8 menn, og þótti það gott. Eigi var hún þó notuð á túninu, því að mönnum þótti hún skera of langt frá grasrót. Þessi fyrsta sláttuvél á íslandi var svo notuð á hverju ári á Hvanneyri fram til 1907. Þá tók Halldór Vilhjálmsson við skóla- stjórn. Hann seldi sláttuvélina og fékk sér aðra, sem hánn taldi hentugri og betri. ----'k----- En það er enn af Birni að segja, að hann varð brautryðj- andi ullariðnaðar á Suðurlandi, enda þótt hans sé e.kki ttrinnst í „Iðnsögu íslands“ Eins og fyrr getur fór hann utan til þess að kynna sér tó- vinnuvélar og notkun þeirra í Noregi. Kom hann svo heim með kembingarv.él og spunavél um vorið. Fluttist han.n þá frá Mun- aðarnesi að l£armá í Mosfellssveit og setti vélarnar þar niður. Er það fyrsti stofninn í Klæðaverk- smiðjunni Álafoss. Það muri hafa verið aldamóta- Framh. á bls. 12 Hótel Borg Allir salirnir opnir b kvöld Skemmtikraftar: ★ Öskubuskur ★ Alfreð Clausen Dansað til kl. 11,30 AÐALFUNDUR Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra veiður haldinn í Oddfellowhúsinu (uppi) kl. 2 n. k. sunnudag 28. þ. m. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Hendrik Ottósson flytur erindi um samtök fatlaðra manna á Norðurlöndum. 3. Onnur mál. STJÓRNIN Bilasnla — Bílakanp Höfum til sölu allskonar gerðir bifreiða með mjög hagkvæmum greiðsluskilmálum. Kaupum bíla — Tökum bíla í umboðssölu. Columhus h.f. Brautarholti 20 — Símar 6460 og 6660 • VERÐBKEFAKALP • Kaupi veðskuldabréf. Til greina kemur að kaupa ríkis- tryggð verðbréf. — Uppl. kl. 6—7 e. h JÓN MAGNÚSSON Stýrimannastíg 9 — Sími 5385 Atvlsinurekendur! Mig vantar atvinnu, vil veita saumastofu forstöðu. — Hefi verzlunarleyfi. — Tilbo§.sendist fyrir 25. nóv. merkt: „Meistari í kjólasaumi — 43“. IÐISIFYRIRTÆKI með góðum vélakosti er til sölu nú þegar. — Semja ber við Ólaf Þorgrímsson hrl., Áusturstræti 14, Sími 5332. Verz!anir m land allt Nýjar anierískar vörur. V. H. Vilhjáhnsson heildverzlun Bergsíaðastræti 11B •— Sími 81418 2 SveináAjort verkfroeCinqur cand.polyt. f(ársnesbraut 22 simi 22QO A[t6óÍöðtAitfiiJcmagoA ^óftnaiaUcrúaqaA QiixoðdÍLjúiriqaA Æaðqa^aadi ujeAlcjjAcóðÚLquA í b qqq uöqau£AJc|jÁcaóú

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.