Morgunblaðið

Date
  • previous monthDecember 1954next month
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 03.12.1954, Page 9

Morgunblaðið - 03.12.1954, Page 9
Föstudagur 3. desember 1954 MOKGUNBLABIÐ <s>- Leikfélag Akraness: Franska ,ÆvintýriB' hóf LEIKFÉLAG Akraness starfsár sitt að þessu sinni með frumsýningu Ieikritsins Franska „Ævintýrið" eftir Cavaillet de Flore og Etienne Rey, í Bíóhöllinni fimmtudags- kvöldið 25. nóvember s.l. Leikrit þetta er gamanleikur í þremur þáttum og á að gerast í nágrenni Parísar um síðustu aldamót. Efni þess er þó í eðli sínu hvorki tíma- né staðbundið, heldur er það hið sama og síend- urtekna ævintýr allra alda: ást- ir ungra elskenda. En vegna íhlutunar annarra, verða slíkar hindranir á veginum, að svo virð- ist sem samband þeirra muni allt fara út um þúfur. Á síðustu stundu bjargast þó allt við eins og í ^öllum góðum ævintýrum, misskilningur er leiðréttur og allt fellur í ljúfa löð. Og jafnvel þeir, sem leitazt höfðu við að beina rás viðburðanna í aðra átt, sætta sig nú við orðinn hlut. Þó að hér sé fyrst og fremst um gamanleik að ræða, er hann einnig meira, því að í honum eigast við ýmis hin betri og lak- ari öfl hið innra með persónun- um, og eins og vera ber, ganga hin góðu öfl með sigur af hólmi frá þeim viðskiptum. Leikfélag Akraness hefur oft átt því lóni að fagna að njóta leiðbeininga ýmissa hinna mestu hæfileikamanna á sviði leiklistar og leikstjórnar. Að þessu sinni réði það til sín Jón Norðfjörð frá Akureyri til þess að annast leik- stjórn, en hann er löngu lands- kunnur sem leikari og leikstjóri, svo að ekki gerist þörf að kynna hann hér sérstaklega. Ekki leyndi það sér heldur, að . heildarsvipur leiksýningar þeirr- ar, sem hér um ræðir, bar þess augljós merki, bæði um meðferð hlutverka yfirleitt og sviðsetn-1 ingu, að þar hefur farið höndum ■ um sá maður, sem kann vel til j verks. Má öllum Ijóst vera, hversu mikilla hæfileika það krefst í leikstjórn að ná góðum og eðli- legum heildarsvip á leiksýningu, þar sem mikill hluti leikaranna eru nýliðar eða viðvaningar á leiksviði, eins og hér er um að ræða. Annað aðal kvenhlutverk leiks- íns, Helene de Trevillac, unga og ástfangna stúlku, bróðurdóttur D’Eguson greifa, leikur ungfrú Elín Þorvaldsdóttir. Ekki er mér kunnugt um, að ungfrúin hafi komið á leiksvið fyrr, svo að heitið geti, en þrátt fyrir það gerir hún hlutverki sínu ágæt skil ©g má teljast að mestu laus við þann viðvaningsbrag, sem jafnan fylgir byrjendum upp á sviðið. Er framburður hennar skýr og svipbrigði og látbragð allt eðli- legt. Má hún óhætt teljast efni- legur byrjandi, ekki sízt með tilliti til þess, að hlutverk sem þessi eru jafnan vandmeðfarin. Hitt aðal kvenhlutverkið, frú de Trevillac, ömmu Helene, leik- ur frú Ásgerður Gísladóttir frá- hærlega vel. Tekst henni með ágætum að túlka tilfinningar og skoðanir þessarar skapríku og tíginmannlegu konu. Leynir sér ekki, að frúin hefur mikla leik- listarhæfileika og notar þá vel. Er hið prýðilegasta samræmi í gervi, rödd, svipbrigðum og lát- bragði og framsögn sérlega skýr og góð. Önnur aðalhlutverk eru leikin af þeim Hilmari Hálfdánssyni og Alfreð Einarssyni. Leikur Hilm- ar Hálfdánsson André, son D’ Eguson greifa, ungan mann, sem er ástfanginn af frænku sinni, Helene de Trevillac, og á hug hennar og hjarta, enda þótt utan að komandi öfl hafi um skeið næstum því stíað þeim í sundur. Hlutverk þetta er nokkuð vanda- samt og krefjast slík hlutverk góðra hæfileika og all míkillar þjálfunar á leiksviði. Virtist Hilmar ekki valda því til fulls, eftir Cavaíllst k Rare og Etieiiae Rey Leikstjóri: Jón Norðfjörð Konur í opinberu starfi hafa sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu Dylgjur Hannibals kveðnar niður. Hitt er annað mál að konur hafa ekki sótt um ýmis störf í hæstu launaflokkum, sem sérmenntun þarf til. ÞEGAR félagsmálaráðherra hafði svarað fyrirspurn Kristínar Sigurðardóttur á þingi í gær, varðandi jöfn laun karla og kvenna, reis upp Hannibal Valdimarsson með þjósti miklum og hélt langa tölu, þar sem hann staðhæfði það m. a., að konur hefðu ekki jöfn laun og karlar í opinberum stöðum. Hilmar Hálfdánarson sem André d’Eguson, Ásgerður Gísladóttir sem frú de Trevillac og Elin Þorvaldsdóttir sem ungfrú Helene de Trevillac. enda má hann teljast i hópi bvrj. enda, þó að þetta sé ekki hans allra fyrsta ganga á leiksvið. . Áberandi er, hve mjög hann virðist vera í vandræðum með hendurnar, eins og byrjenda er oft siður. Alfreð Einarsson fer með hlut- verk Valentin le Barroyer, full- trúa í fjármálaráðuneytinu, sem Helene hefur samþykkt að ganga að eiga af skynsemis ástæðum, vegna þess, að hún hélt að André væri orðinn sér afhuga Gerir Alfreð þessum „yfirmáta" hjá- rænulega sérvitringi, sem ekki er þó eins vitlaus og hann h'tur út fyrir að vera, hin beztu skil. Þó var framsögn hans ekki nægilega skýr í fyrsta þætti. En hanr. tók stöðugum framförum bæði um framsögn og meðferð hlutverks- ins í heild, eftir því sem fram í sótti og sýndi svo að ekki verður um villst, að hann býr yfir góð- um hæfileikum. Ragnar Jóhannesson fer með hlutverk D’Eguson greifa. Hlut- verkið er ekki stórt, en prýðisvel með það farið og auðséð, að þar fer enginn viðvaningur á leik- sviði. Frú Sigriður Sigmundsdóttir leikur greifafrúna, Gisele D-Egu- son. Enda þótt greifafrúin eigi vafalaust að vera örgeðja kona, virðist látbragð og tilburðir frú- arinnar vera í yfirdrifnara lagi, og framsögn hennar er engan- veginn nógu skýr. Þrátt fyrir þetta er augljóst, að frúin býr yfir töluverðum hæfileikum á sviði leiklistar, enda hefur hún sýnt það áður svo að ekki verður um villst. Bragi Þórðarson leikur Char- train deildarforstjóra og frú Margrét Jónsdóttir leikur frú Chartrain. Eru hlutverkin ekki stór en eigi að síður vel með þau farið. Er þó álitamál, hvort við- brögð þeirra eða látæði sé ekki um of yfirdrifið, enda þótt haft sé í huga, að leikurinn á að ger- ast í Frakklandi. En slíkt er að sjálfsögðu að nokkru leyti smekks atriði. Ungfrú Hanna C. Proppé leik- ur þjónustustúlku. Ungfrúin er alger nýliði á leiksviði og með tilliti til þess verður ekki annað sagt en að hún skilaði hlutverki sinu vel. Var framkoma hennar á sviðinu eðlileg og framsögn sæmilega skýr. Ungfrú Jóhanna Gunnarsdóttir leikur frá de Verceil og ungfrú Sigurlaug Árnadóttir leikur Jeanne de Vertíeil. Þá leikur Karl Ragnarsson Serignart ög Pin- branche lækni og Jóhannes Jóns- son Foques einkalögreglumann. , Öll eru hlutverk þessi mjög lítil, en laglega er yfirleitt með þau farið. Leiktjöldin hefur Lárus Árna- son málað og leyst það af hendi með hinni mestu prýði. Leiksviðsteikningar hefur Ragnar Jóhannesson gert af smekkvísi og list. Búningar eru fengnir að láni frá Þjóðleikhúsinu og eru þeir hinir smekklegustu. Ljósameistari er Jóhannes Gunnarsson, og leysir hann sitt verk vel af hendi. Hárgreiðslu hefur frú Ragn- heiður Gísladóttir annazt. Leiksviðsstjóri er Gísli Sig- urðsson. Leiknum var tekið með ágæt- um af áhorfendum, sem því mið- ur voru færri en skyldi, og voru leikstjóri og leikendur ákaft hylltir og var leikstjóranum færð ur blómvöndur. Þökk sé leikstjóra og leikend- um fyrir sýninguna og það mikla og óeigingjarna starf, sem að baki hennar liggur og unnið er fyrst og fremst með það fyrir augum, að auka ótvíræðaum menningar- þætti við skemmtanalíf þessa bæjar. Bæjarbúar mega ekki láta sinn hlut eftir liggja í þeirri við- leitni með því að sýna tómlæti gagnvart slíkri átarísemi. Heldur ber þeim siðferðileg skylda til að sækja vel og dyggilega allar sýn- ingar leikfélagsins og aðra slíka menningarstarfsemi. Á þann hátt verður leikstjóra og leikendum bezt þökkuð fyrirhöfn þeirra hverju sinni, jafnframt því sem þá er unnið markvisst að því, að blómgast geti menningarlegt skemmtanalíf í þessum bæ. Valgarður Kristjánsson. I STATISTIK Þessu til sönnunar las hann upp statistik um það að í hæstu launaflokkum hjá Reykjavíkur- bæ væru aðeins 2 konur en 118 karlmenn. Fjargviðraðist Hanni- bal mikið yfir þessu og sagði að þetta sýndi að konur hefðu ekki jöfn laun og karlar. Þær væru beittar versta ranglæti. — Vildi hann jafnframt að ríkisvaldið tæki fram fyrir hendur stéttar- samtakanna og ákvæði laun kvenna. JAFNRÉTTI f OPINBERU STARFI Gunnar Thoroddsen minntist þess að fyrir nokkru, þegar hon- um var falið að undirbúa lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, hefðu þar verið settar fram tvær reglur. 1) Að konur hafa jafnan rétt og karlar til allra opinberra starfa og 2) Að konur og karlar hafi sömu laun fyrir sömu vinnu. Þessar reglur um opinbera starfsmenn voru samþykktar og lögfestar. JAFNRÉTTI VIÐ STÖÐUVEITINGAR Borgarstjóri gat þess að ekki væri gert upp á milli kynja við skipanir í stöður bæjarins. Hann minnti á það að kona var skipuð yfirkennari við einn barnaskól- ann, þótt margir karlar vaéru meðal umsækjenda Og kona ætti sæti í bæjarráði Reykjavíkur. — Konur gegndu einnig mörgum kennarastörfum, gjaldkerastörf- um og væru forstöðukonur sjúkrahúsa. Taldi hann árás Hannibals því bæði tilefnislausa og ómaklega. ENGIN KONA VERKFRÆÐINGUR Hitt væri annað mál, aS í marga hæstu launaflokkana hefðu konur ekki skipazt, af Vinnumiðlun stúdenta Jólapokar hjúkrunar- kvenna FÉLAG íslenzkra hj úkrunarkvenna efnir nú til sölu á jólapokum til á- góða fyrir hússjóð félagsins. Eru þeir prentaðir á pappa, og á að klippa þá út og setja saman í poka. Pokarnir eru gulir með grænum skreyting- um. Öðrum megin er undurfallegt jóla-Vers, en hinum megin er mynd af forsetafrúnni. Jólapokarnir kosta 2 kr. og fást í flestum verzlunum. því að engin kona hefði sótt um margar þær stöður. — Þannig kvaðst hann ekki vita til að kona hefði sótt um borgarstjórastöðu. F.kki heldur um forstjórastöður bæjarfyrir tækja, svo sem hafnarstjóra, rafmagnsstjóra, bæjarverk- fræðing, húsameistara, borgar lækni, né borgarritarastöðu, ekki heldur hefðu konur sótt um stöður sem framkvæmda- stjórar bæjarútgerðar, né sem togaraskipstjórar, en þannig væru margar ábyrgðarstöðum ar í efstu launaflokkum, að til þeirra þyrfti sérmenntun, svo sem verkfræðimenntun. Það væri eðlilegt að konur skip- uðust ekki til slíkra starfa, þvi að ekki væri vitað til þess að nein íslenzk kona hefði enn, lokið verkfræðiprófi hér. En það stendur óhaggað, þrátt fyrir útúrsnúninga Hannibals, að hjá Reykjavíkurbæ njóta konur sömu launa og karlar fyrir sömu störf. ísleirdingur skrifar ferðabók frá VINNUMIÐLUN stúdenta hefur hafið starfsemi sína og opnað skrifstofu í herbergi Stúdenta- ráðs, og er hún opin kl. 11—12 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Sími 5959. Vinnumiðlunarnefnd mun nú sem fyrr leggja áherzlu á, að sem flestir stúdentar fái góða sumaratvinnu, jafnframt hefur verið ákveðið að gefa vinnuveit- endum kost á góðu ög hagnýtu vinnuafli nú um jólin. Þá skal það og tekið fram, að flestir stúdentar hafa öðlazt sérkunn- áttu á ýmsum sviðum bæði af námi sínu og fyrri störfum. Ávallt eru margir stúdentar, sem vildu taka að sér kennslu í einkatímum. Nefndin væntir þess, að allir, sem þurfa á auknu starfsliði að halda, snúi sér sem fyrst til skrifstofu nefndarinnar í Háskólanum. Nefndin hefir þegar sent all- mörgum vinnuveitendum bréf þar sem vakin er athygli á starf- semi hennar. KJARTAN Olafsson, hagfræð- ingur, er talinn einn allra víð- förlasti íslendingurinn, sem nú er á lífi. — Munu menn reka minni til þess að hann sagði stutt- an en mjög skemmtilegan ferða- söguþátt sunnan frá Suður- Ameríku í útvarp í fyrravetur. Nú hefur Kjartan skrifað heila bók um Suður-Ameríku dvöl sína. Segir frá ævintýrum sínum norðan frá Havana suður alla S- Ameríku og allt til Buones Aires í Argentínu. Á kápu bókarinnar, sem ber nafnið: 'Sól í fullu suðri, er nokk- uð sagt frá höfundinum, sem auk hagfræðináms lagði stund á tungumálanám og lærði að tala öll höfuðtungumál Evrópu og er hann lagði upp í S-Ameríku-för- ina var hann orðinn þaulvanur ferðamaður, er hafði náin kynni af spánskri menningu. — Hann stundaði fyrstur allra íslendinga nám við háskóla á Spáni. Bókin er tæplega 270 blaðsíður og myndir eru í henni. — Bóka- útgáfan Hrímfell gefur bókina út. Fyrirlesfur um Hávamál SUNNUDAGINN 5 desember kl. 2 e.h. flytur prófessor Símon Jóh. Ágústsson erindi í hátíðasal Há- skólans, er hann nefnir „Hugleið- ingar um Hávamál frá sálfræði- legu og siðfræðilegu sjónarmiði”. Mun hann í erindinu gera grein fyrir hinum næma mannsskiln- ingi, sem kemur fram í Háva- málum, og sýna fram á með nokkrum dæmum, að ýmsar meg inskoðanir Hávamála éru í sam- ræmi við kenningar nútíma fræði manna í sálfræði og siðfræði! Fyrirlesturinn hefst stundvíslega kl. 2 og er aðgangur öllum heim- ill. ;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 277. tölublað (03.12.1954)
https://timarit.is/issue/109551

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

277. tölublað (03.12.1954)

Actions: