Morgunblaðið - 30.12.1954, Side 10

Morgunblaðið - 30.12.1954, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. des. 1954 Samþykktir aðalfundar Bandalags kvenna SAMÞYKKTIR aðalfundar Bandalags kvenna í Reykja- vík, dagana 15.—17. nóv. 1954. I. UM ÁFENGISMÁL 1. Fundurinn skorar á alla þá, sem skilja hættu þá, er þjóðinni og þá einkum æskulýðnum staf- ar af hinni sívaxandi áfengis- neyzlu, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að hinni nýju áfengislöggjöf verði fram- fylgt sem bezt, að því er áfeng- isvarnir snertir. 2. Fundurinn skorar á fræðslu- málastjórnina að ganga ríkt eftir því við skólastjóra unglingaskól- anna, að framfylgt sé banni menntamálaráðuneytisins um notkun áfengis í skólum þeirra. 3. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að koma upp heimili fyrir drykkfelldar stúlkur, hlið- stæðu heimilinu í Gunnarsholti. 4. Fundurinn fagnar því, að fengizt hefir nú bót á meðferð kvenfanga, að kona er nú látin annast þær. Væntir fundurinn þess fastlega, að því verði hald- ið áfram. Fundurinn mælir eindregið með því, að samþykkt verði frum varp það, sem fram er komið á Aljþingi, um breytingu á fram- færslulögum nr. 80, 5. júní 1947, þar sem sveitastjórnum og lög- reglustjórum er heimilt að tak- márka fjárráðarétt þeirra manna, sém vegna óreglu og hirðuleysis sjá ekki um framfærslu heim- iliá síns. Fundurinn beinir þeirri áskor- un til allra meistara, sem iðn- nema hafa í námi, að sjá um að áfengi sé ekki haft um hönd á vinnustöðum þeirra. Fundurinn lítur svo á, að nemandinn sé á ábyrgð meistarans á vinnustaðn- um á meðan að nám stendur yfir. II. UM tryggingarmál Fundurinn vísar til tillagna þeirra, sem Kvenfélagasamband íslands hefir seht nefnd þeirri, sem nú vinnur að endurskoðun tryggingarlaganna og skorar á nefndina að leggja til, að þær breytingar verði gerðar á lögun- um um almannatryggingar, sem í íyrrgreindum tillögum felast. III. UM DÝRTÍBARMÁL Fundurinn vill árétta sam- þykktir undanfarinna aðalfunda í dýrtíðarmálum, þar eð þær ha^a ekki enn náð fram að ganga. Þær eru þessar: 1. Að afnema beri söluskatt með öllu. 2. Að Alþingi lögbjóði, að greidd sé full framfærsluvísitala á allt kaupgjald mánaðarlega. 3. Að grundvöllur visitölunnar verði endurskoðaður og leiðrétt- ur með öflun nýrra búreikninga allra stétta. 4. Komið sé í veg fyrir inn- flutning á óþarfa varningi og iðn- aðarvörum, sem hægt er að fram- leiða í landinu sjálfu og sam- keppnisfærar eru við erlendar vörur. 5. Haft sé strangt eftirlit með óhpfs álagningu, sem nú á sér stað og er stór liður í aukinni dýrtíð. 6. Að Alþingi breyti 2. kafla laga um framfærsluráð frá 1947, 5. £r. á þann veg, að bætt verði við nefnd þá, sem finna á grund- völlinn fyrir verðlagningu á land búnaðarvörum, fulltrúa frá hús- mæðrum í Reykjavík. Telur fund urinn eðlilegt, að Bandalag kvenna í Rvík ráði tilnefningu þessa fulltrúa. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að standa við þá yfir- lýstu stefnu sína að halda niðri dýrtíðinni og afnema nú þegar þær hækkanir, sem orðið hafa síðán 1952, að samningar Voru gerðir milli verkalýðsgamtakanna og ríkisstjórnarinnar. Fundurinn lýsir sig andvígan þeirri stefnu Alþingis og ríkis- stjprnar að færa tekjuöflunar- leiðir ríkissjóðs æ meir í farveg neyzlutolla og skatta, sem sýni- Áfengismál — Tryggingarmál — Dýrtíðarmál Samvinna skóla og heimila — Barna og unglinga * vernd — Kaupgjaldsmál — lifvarpsmál — Skaftamál 1 lega koma þar harðast niður, sem sízt skyldi, á efnalitlu alþýðu- fólki. I Fundurinn telur brýna nauð- syn á því, að Alþingi og ríkis- | stjórn beiti sér fyrir skipulögð- um aðgerðum til þess að draga úr hinni gífurlega háu húsaleigu, I sem nú er að verða almenn í kaupstöðum landsins. Fundúrinn telur, að sérstaka áherzlu beri að ieggja á hagstæð lán til íbúðabygginga, og að sett- ar verði strangar skorður við ! óhóflega hárri húsaleigu. I Á fundi Sambands norðlenzkra kvenna á s. 1. sumri var sam- þykkt svohljóðandi tillaga, sem ] var síðar tekin upp og studd af Sambandi vestfirzkra kvenna: I „Fundurinn mótmælir þeirri stefnu, sem allmikið hefir boríð , á herlendis síðastliðin ár, að láta ] matveeli safnast fyrir, eyðileggj- ast eða skemmast fremur en að lækka verð þeirra. Fundurinn lítur svo á, að aukin sala myndi bæta upp lækkað verð og skorar því á Framleiðsluráð landbúnað- arins og neytendasamtökin í land inu að koma sér saman um skyn- samlegar leiðir til úrbóta í þess- um efnum“. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík þakkar áðurnefndum kvennasamtökum fyrir að hafa tekið mál þetta upp og styður tillöguna af alhug. IV. UM SAMVINNU SKÓLA OG HEIMILA Fundurinn felur þar til kjör- inni nefnd kvenna að vinna að því til næsta aðalfundar, í sam- ráði við skólastjóra barna- og gagnfræðaskóla Reykjavikur, skólalækna, hjúkrunarkonur og aðra aðila, er stjórna heilsugæzlu í skólum þessum: 1. að eigi verði settar á stofn nýjar sælgætisverzlanir í grennd við skóla. 2. Að hafa áhrif á yíirvöld bæj- arins svo að bönnuð verði öll sala sælgætis og gosdrykkja nema í hæfilegri fjarlægð fré skólunum. 3. Að sem allra fyrst \-erði haf- izt handa um að girða skólalóð- ir þær, sem enn eru ógirtar. 4. Að átuðla að aukinni heilsu- gæzlu í skólum. 5. Að reyna til að ná sambandi við heimilin og hvetja foreldra til að nesta börn sín í skólana, en fá þeim ekki fé í hendur, til þess að kaupa skólamat. Fundurinn skorar á Alþingi að breyta lögum um ríkisútgáfu námsbóka á þann veg, að ríkis- útgáfan sjái unglingum á skyldu- námsstigi í gagnfræðaskólum fyr ir kennslubókum, eins og nú tíðk- ast í barnaskólum landsins. V. UM BAKNA- OG UNGLINGAVERND Tómstundaheimlli. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur að hefja þeg- ar starfrækslu tómstundaheim- ila, sem víðast í bænum, þar sem unglingar gæti í frístundum sín- um unnið við leiki og störf. Til þess að hægt sé að hrinda þessU í framkvæmd, vill fundurinn leggja til, að meðan að ekki er annað húsnæði fyrir hendi, þá athugi bæjarstjórnin hvort skól- arnir geti ekki hver um sig lagt fram eitthvað af húsnæði til af- nota í þessu áugnamiði. Tómstundaheimili þessi séu rekin undir eftirliti kennara eða annarra leiðbeinenda. Nafnskírteini. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að hafizt er handa um úthlutun nafnskírteina meðal barna og unglinga. Þegar því er lokið verður að gera samkomu- húsin ábyrg fyrir að hleypa ekki unglingum á þessum aldri á þær skemmtanir, sem bannað er með lögum eða reglugerðum, að ungl- ingarnir sæki. Fundurinn leggur til, að sam- in verði sem fyrst ákveðin starfs- skrá fyrir kvenlögregluna, og ’nafi lögreglustjóri um það sam- vinnu við barnaverndarnefnd. Vistheimili fyrir ungar stúlkur. a. Fundurinn beinir þeirri á- skorun til hins háa Alþingis, að það samþykki nú þegar á þessu þingi fjárveitingu fyrir uppeldis- og vistheimili fyrir ungar stúlk- ur. Vegna þess vandræða ástands, sem ríkir í þessum málum, telur fundurinn brýna nauðsyn á, að þetta heimili taki til starfa sem allra fyrst. b. Fundurinn vill leggja á- herzlu á, að þetta heimili verði rekið sem skóli og vinnuheimili, þar sem kenndar verði svipaðar eða sömu námsgreinar og í hús- mæðraskólunum, en garðrækt og önnur búsýsla á sumrin. c. Stúlkurnar dvélji á skólan- um eigi skemur en 2 ár. Að þeim tíma liðnum skeri forráðamenn skólans úr um brottfarartímann. d. Æskilegt er að stúlkunum sé gefinn kostur á að fullnema sig í einhverri Starfsgrein, sem hugur þeirra stendur til, má þar til nefna þessar starfsgreinar: Matreiðsla, línstrok, saumaskap- ur, vefnaður, vélrita, barnameð- ferð, hjúkrun, garðyrkja og önn- ur bústörf. Slíkt framhaldsnám myndi stuðla að auknu sjálfs- trausti og bættum afkomumögu- leikum síðar í lífinu. , Fræðslumálastjórnin setji skóla þessum reglugerð. Útgáfa glæpa. og æsingarita. Fundurinn lýsir andúð sinni á þeim fjölda glæpa- og æsinga- rita, sem nú er veitt í striðum síraumum inn á bókamarkaðinn og telur útgáfu slíkra rita þjóð- inni til vansæmdar og tjóns. Fundurinn skorar því á Alþingi það, sem nú situr, að samþykkja framkomið frumvarp til laga um breytingu á tilskipun frá 9. maí 1955, varðandi lög um prent- frelsi, þar sem tilskilið er, að öll rit, sem út eru gefin, beri með sér í hvaða prentsmiðju þau séu prentuð og hver sé útgefandi. Þá telur fundurinn nauðsynlegt, að komið sé í veg fyrir að rit þau, er að ofan greinir, séu seld annarsstaðar en í bókabúðum. Jafnframt skorar fundurinn á stjórnarvöldin og barnaverndar- ráð að framfylgja rétti sínum að hafa eftirlit með slíkri út- gáfustarfsemi og hika ekki við að gera upptæk öll þau blöð og tímarit, innlend sem erlend, er telja nú að siðspillandi áhrif hafi á börn og unglinga. VI. UM ÚTVARPSMÁL Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir því, að útvarpsráð hefir lagt niður útvarpsþáttinn „Vettvang- ur kvenna“ án þess að ræða það mál við Kvenréttindafélag ís- lands, sem staðið hefir að efnis- öflun þessa þáttar undanfarin ár. Eins og hin almenna dagskrá útvarpsins ber með sér, er hlutur kvenna þar tiltölulega lítill. Fyr- ir því skorar fundurinn á út- varpsráð að gera nú þegar ráð- stafanir til meira jafnvægis í , þessu efni, t. d. með því að ráða I hæfa konu, er hefði það á hendi að aúka þátttöku kvenna í flutn- ingi ýmiskonar útvarpsefnis, eða vinna að slíku með öðrum þeim ráðum, er útvarpsráð kynni að telja vænlegri til árangurs. VII. UM KAUPGJALDSMÁL Fundurinn beinir þeirri áskor- un til ríkisstjórnarinar að láta framkvæma nú þegar rannsókn þá um launajafnrétti kvenna og karla, sem síðastá Alþingi fól henni að láta gera með þings- ályktun nr. 877, 1953. Fundurinn væntir þess, að launþegasamtökum, svo sem Al- þýðusambandi íslands og Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæjar, sé gefinn kostur á að tilnefna konur í væntanlega rannsóknar- nefnd. Frá höfuðborg Venezuela ! VIII. UM SKATTAMÁL 1. Fundurinn telur núverandi skattalög ákveða allt of lágan persónufrádrátt miðað við fram- I færslukostnað og telur það sér- I staklega óréttlátt að persónufrá - dráttur vegna barna hefur hvað eftir annað verið lækkaður hlut- fallslega. 2. Fundurinn vill vekja at- i hygli á, að nauðsynlegt er, að til séu skýr og ótvíræð lagafyrir- mæli um persónufrádrátt barna þeirra foreldra, sem ekki eru samvistum. 3. Innheimta opinberra gjalda sé gerð einfaldari og jafnframt i ódýrari í framkvæmd, t. d. með ! staðgreiðslukerfi, og sé miðað við tekjur þess árs, sem skatturinn er innheimtur á. 4. Aukið verði eftirlit með skattaíramtölum. 5. Komið verði á sérsköttun giftra kvenna. 6. Fundurinn mótmælir því vanmati á vinnu konu á heimili, sem kemur fram í þeim nauma frádrætti, sem ætlaður er þeim heimilum, sem ekki njóta vinnu húsmóðurinnar heima, sbr. 10. gr. skattalaga j-lið, og telur að frádráttinn eigi alltaf að miða við það vinnutap, sem heimilið verð- ur fyrir vegna vinnu konunnar utan þess, án tillits til þess á hvern hátt heimilishaldinu er fyrirkomið. Ríkið Venezúela í S.-Ameríku hefir tekið miklum framförum undiv styíkri stjórn Marcos Perez Jimenez forseta. í hafuðborginni Caracas var nýlega tekin í notkun neðanjarðarbrailt mikil, er tengir aðaiþjóðveginn tli borgarinnar við aðalbílabraut baejarifts. Neðanjarðarbrautin liggur undir skýjakljúfana tvo í baksýn. Myndin er tekin við vígslu neðanjarðarbrautarinnar. Séra Jakob Einarsson prófast- ur á Hofi í Vopnafirði, dvaldi hér um nær viku tíma að und- anförnu og var að kenna hér kirkjusöng. Lagði hann aðal áherzlu á að kenna ný sálmalög og einnig mörg eldri lög er fólk hér kunni ekki. Hefur prófastur mikinn hug á að efla kirkjusöng í prófastsdæminu og mun hann hafa hug á að koma á fleiri staði í umdæmi sínu í þessum erindum þegar ástæður leyfa. En hann er sem kunnugt er mjög músik- alskur og ágætur söngmaður og eru því heimsóknir hans í þess- um erindum mjög mikils virði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.