Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLABiB Fimmtudagur 30. des. 1954 ÚR HELJARGREIPUM SKÁLDSAGA EFTIR A. J. GRONIN Framhaldssagan 15 fyrir framan sig, en hann sá allt- af fyrir augunum hinn stirnaða líkama Gustafs. „Ég ætla til Bandaríkjanna núna einhvern daginn“. Þessi áhyggjulausu orð sem sögð voru nokkrum klukkustundum áður, hljómuðu sífellt fyrir eyrum hans. Eina hugsun hans var að koma Madeleine svo fljótt burtu sem mögulegt var. Hann notaði alla orku hins gamla Oeplbíls og hann fór á tveim hjólum fyrir horn, og oftar en einu sinni munaði litlu, að árekstur yrði. Madeleine hnipraði sig saman í horninu og var mjög kyrrlát. „Hugsið þér ekki um þetta“, sagði Harker lágri röddu. „Það bætir ekkert.“ Þegar hún svaraði, var rödd hennar ekki alveg stöðug. „Við höfum unnið saman í svo marga mánuði. Hann var mjög hug- hraustur maður.“ í Grænaskógi minnkaði um- ferðin, en vegirnir urðu bugðótt- ir. Opelbifreiðin, sem var orðin of heit og gat varla drifið upp hæðardrögin og framljósin voru mjög veik. Þegar komið var hálfa leið til Melk fór að rigna ákaft. Ttegnþurrkurnar störfuðu ekki, og meðan mesta rigningin stóð yfir, mjökuðust þau rétt áfram. Harker gat ekki séð, að nokkur hefði elt þau. En það var ekki íyrr en þau höfðu komið til Melk og farið yfir Dóná, að hann öðlaðist traust á sjálfum sér á ný. Hann leit á Madeleine, og ' hann fann, að það myndi ef til vill hjálpa henni, ef hann talaði Við hana. „Hvert var aðalstarf Gustafs?" Hann sá útundan sér, að hún jsneri höfðinu og leit á hann. „Að -koma boðum áleiðis.“ „Á Atlantishótelinu?" „Já.“ Hún þagnaði, en hélt síð- sn áfram. „Hugsanalestur okkar ^var aðeins yfirskin. Við gerðum þetta af ásettu ráði til að villa rússnesku lögreglunni sýn. Þeir voru svo önnum kafnir við að reyna að komast að, hvernig þessi hugsanalestur væri, að þeim .sást yfir þann hluta, sem við ,l>urftum að levna.“ „Hvað var það?“ || „Tvisvar eða þrisvar í viku kom einhver okkar manna og sat alltaf við sama hornborðið. Hann l lót Gustaf fá einhvern hlut, sem ég átti að segja hvað væri, oftast var það úr, en í baki þess voru faldar dulmálsfréttir Gústaf var mjög fingralipur. Þegar hann tók upp úrið, skipti hann á því og öðru, sem í voru nýjar fyrirskip- anir. Við komum yfir hundrað dulmálsboðum áleiðis á þennan hátt.“ Það voru fréttir um liðsflutn- fainga á rússnesku landamærunum, 'ium rússnesku kjarnorkurann- Isóknirnar og yfirleitt allt sem til jlféil. Við áttum að taka við þessu, % og koma því í hendur manns, sem var leyfilegt að ferðast á milli l>ernámssvæðanna.“ „Þið hættuð lífi ykkar tvisvar , eða þrisvar í viku af ásettu ráði?“ „Við vöndumst því,“ Rödd hennar var róleg, nærri kærulaus. Þegar þau óku gegnum Schwarzau, voru göturnar mann ilausar og húsin dimm. Harker fór !'að finna til þreytu af að aka eftir hinum bugðótta vegi. Hann varð að berjast við að halda sér vak- andi, jafnvel þótt hann hefði rúð- nar opnar og nístandi kalt næt- urlöftið léki um andlit hans. Nú lá leiðin gegnum dal, og á aðra .hönd bar há, svört fjöll við himinn. Klukkan hálf fjögur gat að líta í flöktandi bílljósunum nafn- > spjald það, sem Harker hafði beð ið svo óþreyjufullur eftir: Asp- ang, lítill bær um fimm mílur frá mörkum hernámssvæðanna. Tuttugu mínútum síðar skröltu þau gegnum steinlagðar göturnar inn á markarðstorgið. Hinn þög- uli bær virtist vera auður og tómur. Þau óku hægt kringum torgið og sáu þá skilti, sem á stóð Gasthof Höhne. Harker stanzaði bifreiðina. „Hér getum við verið í nótt, nema að þér viljið heldur reyna að kom ast yfir landamörkin núna strax?“ „Nei, nei“. Hún talaði ákveðið og af þekkingu. „Á þessum tíma er það tortryggilegt og vörður- inn mundi áreiðanlega kalla á yfirmann sinn. En á morgun. þeg- ar umferðin er meiri, getum við ef til vill blekkt þá og komist leiðar okkar.“ 1 Útidyrnar á gömlu kránni voru lokaðar. Harker hringdi dyra- bjöllu, og brátt kom út roskin kona með sjal á höfðinu. Harker létti við það, að hún virtist ekk- ert vera hissa, þótt þau kæmu svo síðla nætur. „Getið þér lofað okkur að vera í nótt?“ „Áreiðanlega", sagði hún og er hún hafði hleypt, þeim inn, tók hún bók undan borði í anddyrinu. í einhverri þreytuvímu skrif- aði hann nöfn þeirra herra og frú Bryant Harker — en þá rann upp fyrir honum ljós, en þá var það orðið of seint, að það hefði verið vitleysa af honum að skrifa sitt eigið nafn. En nú var ómögulegt að breyta því, og hann skrifaði áfram, síðasti dvalarstaður: Gmúnd, ákvörðunarstaður: — Hann hugsaði sig nokkra stund um, og skrifaði síðan Graz. 1 „Við höfum hjónaherbergi á annarri hæð. Hentar það yður?“ spurði gamla konan. Harker, sem hafði haft allan hugann við annað, hafði alveg yfirsést þessi möguleiki. Ein- kennileg tilfinning greip hann, og hann þorði ekki að líta á Made- leine, en hann sagði: „Nei, við viljum heldur tvö herbergi." Meðan gamla konan fór fram í eldhús, tii að ná í einhvern mat handa þeim, fór Harker með tösk urnar þeirra upp á loít og kom síðan bifreiðinni fyrir í skýli í bakgarði gistihússins. Seinna er hann horfði á Madeleine vera að borða, en íötin hennar voru j krumpuð og andlitið skitugt og farðalaust, var eins og eitthvað ólgaði í brjósti hans, ef til vill tiiíinning um að vernda hana, blíð og innileg, hann vissi það j ekki, hann vissi aðeins, að hann gat ekki horfzt í augu við hana, án þess að hún yrði vör við hina 1 einkennilega djúpu tilfinningu, sem hafði snortið hann svo mjög, ' en sem hann vissi, að hann varð að dylja. Þegar þau höfðu lokið hinni einföldu máltíð, gengu þau upp hrörlegan stigann upp á efstu hæð hússins og fundu þar her- bergin, sem þeim voru ætluð. Herbergin voru hlið við hlið, og lyklarnir stóðu í að utanverðu. Harker bauð henni góða nótt. Hún leit á hann og Harker reyndi ósjálfrátt að lengja þessa stund, en hún leit niður og sagði „Góða nótt, og þakka yður fyrir.“ Þegar hún sneri sér frá honum, sá hann, að hún hafði roðnað örlítið. Hann lá lengi vakandi og reyndi að ryfja upp atburði kvöldsins, en honum fannst alltaf sem honum hefði verið veitt eft- irför. Hafði hann blekkt njósn- arana á brautarstöðinni, eða höfðu þeir kannske séð, þegar hann stökk niður úr lestinni? Hver hafði myrt Gustaf? Kannske var það Krylov? En hann var blindur. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar honum datt Krylov í hug. í kvöld hafði þeim tekizt að komast undan Krylov og mönnum hans, en t : Jóhann handfasti ENSK SAGA 72. ekki hvernig ég átti að þakka þeim veglyndi þeirra og traust það, er þeir báru til mín. ) „Þessir villutrúarmenn“ sagði ég við sjálfan mig, „hafa margar af dygðum kristinna manna.“ | Þennan morgun æfði ég með þeim og aftur um kvöldið. | Við komum okkur saman um að segja A1 Adíl ekkert um þessa nýju ákvörðun. „Því að“ sagði Núradín, „ég treysti honum ekki til neins góðs.“ — Þar af leiðandi var mikið talað um það í höllinni og mikið spurt um það, hver mundi r.ú eiga að keppa í stað Núradíns, og A1 Adíl gekk um með sigursvip á óvinsælu andlitinu. i Þegar ég lá vakandi í rúmi mínu næstu nótt, var það eitt- hvað, sem knúði mig til að fara á fætur og líta eftir hest- ! unum. Ég gekk í gegn um hina mörgu garða hallarinnar, þar sem allt glóði eins og silfur í tunglsljósinu, marmara- súlur og steinlagning. Loftið var þrungið jasmínilmi. Ég komst að hesthúsinu, þar sem hestarnir voru geymdir og steig varlega yfir líkama Núbíuþræls eins, sem átti að gæta hestanna, en svaf nú þarna og hraut hátt. Ég heyrði að einn hestanna var á hreyfingu og stappaði ákaft niður fótunum. Svo barst mér til eyrna dauft skóhljóð einhvers, sem var að íæðast áfram. Ég horfði fast út í myrkrið og sá hvít- klædda mannveru, sem var að læðast að Azel, hinum ágæta hesti, sem ég átti að ríða daginn eftir. Hann hafði bjúghníf í hendi. Það glampaði á blaðið þegar hann laut niður til að rista í fót Azels. Ég hrópaði upp í bræði og stökk fram. Illvirkinn sneri þá undan og lagði á flótta, en festi um leið Nælonsokkar Perlonsokkar Þýzkir crepnælonsckkar NINOIM Nælon capes Blúndusjöl Ullarsjöl Nýtízku blússur Samkvæmispils Cocktail-kjólar nýkomnir PELSAR: Minkaleen Beaverleen Ermaleen Occellcen Bankastræti 7 HPP' FLUGELDAR Stjörnuljós Fljúgandi diskar Skotrakettur Blys Marglitar stjörnur Fjölbreytt úrval og 1. flokks vara. — Sanngjarnt verð. FLUGELDASALAN Veltusundi Blómasala — Blómasala Afskorin blóm, túlipanar, hyasyntur, litlir túlipanar með lauk í skálar og körfur á kr. 2,50 stykkið. Mikið af skálum og skreyttum körfum til nýársgjafa. Allt í Blómabúðinni Laugavegi 63 og Vitatorgi, Egilsgötu og Barónsstíg. Verzlið þar, sem þið fáið mest fyrir aurana ykkar. Blómabúðin, Laugavegi 63 Stjörnuljós — Stjörnuljós Blómabúðin, Laugavegi 63 20 rúmlesta vélbátur til sölu. — Báturinn er smíðaður árið 1944 og er í mjög góðu lagi. Nánari upplýsingar gefur Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Knattspyrnufélagið Fram: Jólotrésskemmtun fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra, verður haldin í Sjálfstæðishúsinu á þrettándanum 6. janúar næstkom- andi og hefst kl. 3 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Lúllabúð, Söluturninum við Vesturgötu og verzluninni Straumnes, Nesveg 33. Stjórnin. — Bezt aÖ auglýsa í Morgunblabinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.