Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 2
ORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. jan. 1955 Nii þykist stjórnarandsiaðan standa vörð iim báta- gjaldeyrisskipulagið Ákvörðun ríkisstjórnar- innar tekin næstu daga <s~ ISEPTEMBERMÁNUÐI s.l. skip aði ríkisstjórn nefnd sér- fróðra manna til þess að athuga rekstrargrundvöll vélbátaútvegs- ins og afla upplýsinga, sem þurfa þætti í því sambandi. Nefnd þessi átti síðan viðræður við fulltrúa og samtök frá útvegsmönnum og ¦vann að ýmsum sjálfstæðum rann ,' sóknum allt fram til loka desem- bermánaðar. Var ríkisstjórninni afhent álitsgerð hennar 30. des. Var hún svo síðbúin vegna þess, að síðustu upplýsingar, sem nefndin þurfti að fá fékk hún ekki fyrr en 27. eða 28. des. Nauðsynlegt var að vinna þetta verk, bæði vegna þess að Islendingar þurfa að gera Al- þjóða gjaldeyrissjóðnum grein fyrir þeim ástæðum, sem gert hafa bátagjaldeyrisskipulagið nauðsynlegt og eins þarf ríkis- stjórnin að vita sem gleggst um, hver þörf útgerðarinnar er í þessum. efnum á hverjum tíma. NOKKUR TÖF Á ÁKVÖRÐUN Nú hefur nokkur töf orðið á því, að ákvörðun væri tekin um ' tilhögun bátagjaldeyrissskipulags ins á hinu nýbyrjaða ári. Sprett- ur hún af því, hversu seint ríkis- stjórninni barst álitsgerð sér- fræðinga þeirra, sem fyrr getur. Er það að sjálfsögðu miður farið að útgerðarmenn hafa margir talið nauðsynlegt að fella niður róðra meðan ríkisstjórnin kryfur þessa álitsgerð og upplýsingar hennar til mergjar. En óhætt er að gera ráð fyrir, að ákvörðun um gjald- eyrisálag útgerðarinnar verði tekin einhvern allra næstu daga. Ber og til þess brýna nauðsyn þar sem hver dagur, sem líður án þess að vetrar- vertíð hefjist hefur í för með sér mikið gjaldeyristap fyrir þjóðina. ^ÁTTUR ST JÓRN AR ANÐ STÖÐ UNN AR Framkoma stjórnarandstöð- unnar í þessu máli er hin furðu- • Hegasta. Bæði kommúnistar, Al- ¦¦ þýðuflokkurinn og Þjóðvörn hafa t harizt eins og ljón gegn gjald- l «yrisfríðindum vélbátaútvegsins, 1 hinum svokallaða bátagjaldeyri. Þessir flokkar hafa þó ekki getað bent á neina aðra leið til stuðn- ings þessari atvinnugrein, sem at- vinna almennings við sjávarsíð- una er meira undir komin en ; nokkru öðru. En nú þegar ríkisstjórnin hefur ', ekki séð sér fært að framlengja j "bátagj aldeyrisskipulagið óbreytt 1 athugunarlaust að fenginni vit- neskju um mjög aukinn afla í «instökum landshlutum og hækk- ! að verðlag, enda þótt hún viti \ að útgerðarkostnaður hefur auk- | izt, m. a. vegna hækkunar á jkaupgjaldi sjómanna um næst- síðustu áramót — þá ætlar stjórn arandstaðan að ærast. TÍÚ ER BÁTAGJALDEYRIRINN CÓÐUR! Staðreyndin er þá þessi: Stjórnarandstaðan hefur ¦ húðskammað ríkisstjórnina og flokka hennar fyrir bátagjald- eyririnn og talið hann hið versta tilræði við allan al- menning í Iandinu. Þegar rík- isstjórnin lætur sérfræðinga sína athuga, hvort útgerðin þurfi á jafnháu gjaldeyrisálagi að halda á þessu ári og hún fékk s.I. ár koma kommúnist- X ar og kratur og þykjast nú allt í cinu standa trúan vörð um hagsmuni vélbátaútvegsins og bátagjaldeyrisskipulagið!! ' Slíkur málflutningur er vissu- lega fyrirlitlegur og mun hvergi vekja traust. 1 NAUÐSYN SKJÓTRAF LAUSNAR ! Ríkisstjórninni er það áreiðan- lega fullljóst, að þörf er skjótra ákvarðana í þessum málum. — Vetrarvertíðin verður að geta hafizt hið allra fyrsta. Þess krefj- ast ekki aðeins hagsmunir sjó- manna og útvegsmanna, heldur þjóðarinnar í heild. En því fer víðsfjarri, að það sýni óvild rík- isstjórnarinnar í garð vélbátaút- vegsins, þó að hún athugi, með hagsmuni alþjóðar fyrir augum, hvernig bátagjaldeyrisskipulagið verði skynsamlegast framkvæmt á næstunni. TVÆB TILLÖGUR Mbl. vill að lokum upplýsa það, að því er kunnugt um, að innan nefndar þeirrar, sem ríkisstjórn- in skipaði til þess að fjalla um þessi mál á s.l. hausti komu fram tvö álit eða tillögur. Gekk önnur í þá átt að lækka bæri gjald- eyrisálagið verulega en í hinni var lagt til að það yrði óbreytt. Hæringu? nð leggfu ú mið ÁLASUNDI, 5. jan.: — Fljót- andi síldarbræðsluverksmiðj- an Hæringnr, sem útgerðar- f élag í Álasundi keypti nýlega frá íslandi, er nú að verða til- búið til að sigla út á miðin í næstu viku. Gagnfferffar við- gerðir hafa verið unnar á skipinu. Afkóst verksmiðjunnar um borð í því nenrur 10 þúsund hcktólítrum á sólarhring og geymslurúm er fyrir 170 þús. hektólítra. Sex vélbátar geta losað samtímis við skipið. Eru menn vongóðir um að Hæring ur geti komið í góðar þarfir þegar síldin tekur að vaða við norsku ströndina. — NTB Ný námskeiS í Hand- íða~ og myndHsfar- skólanum KENNSLA í Handíða- og mynd- listarskólanum hófst í fyrradag að loknu jólaleyfi. Næstu daga og vikur byrja ný námskejð í mörgum greinum m. a. síðdegis- námskeið í föndri og teiknun fyr- ir börn og kvöldnámskeið fyrir fullorðna í teiknun, listmálun, bókbandi, mynzturgerð o. fl. greinum. Skrifstofa skólans í Grundastíg 2 A er nú aðeins opin kl. 5—7 síðd. virka daga, nema laugar- daga Sími skrifstcfunnar er 5307. Frétfabréf af Héraði: 700 hreintarfar felldir T'iðarfar — heilsufar — sfysaskot hreindýraveibar . i AF HÉRAÐI, 29. des.: — Tíðar-j far hefir mátt heita gott, það sem , af er vetri. Sauðfé var ekki hýst eða gefið fyrr en kom fram í desember, og fullorðnu þó lítið gefið til þessa, því jörð hefir ver- ið mjög snjólítil og gott í högum. Frost hafa oft verið talsverð. Lagarfljót lagði snemma í þessum mánuði og hefir verið undir ör- uggum ís nú um skeið svo farið hefir verið yfir það á jeppum. HEILSUFAR Mislingar hafa gert hér vart við sig, og eru nú á nokkrum bæj um í Tunguhreppi. Það kemur sér illa um þetta leyti svo fá- mennt sem orðið er á flestum bæjum. Hinn 19. þ.m. var til grafar færður á Eiðum Magnús Þórar- insson bóndi í Hamragerði í Eiða- þinghá, 74 ára ga<mall. Hann var kvæntur Guðbjörgu Sigurbjörns- dóttur frá Ekkjufelli í Fellum. ¦Þau eignuðust 9 börn, af þeim eru sjö lífs öll uppkomin. Hinn 23. þ.m. lézt Guttomiur Árnason bóndi á nýbýlir,u Hlíð við Heiðarsel í Tunguhreppi. Hann varð bráðkvaddur. Gutt- ormur var ókvæntur og bamlaus. SLYSASKOT Á RJÚPNAVEIÐUM Hinn 14. þ.m. var Friðrik Helgason bóndi á Bimufel'li í Fellum að rjúpnaveiðum uppi í brúnum heiðarinnar. Þá vildi það slys til að skothylkið kom aftur úr byssunni í ennið ofantil, beg- ar hann hleypti af skoti. Af þessu varð áverki mikill á enninu og höfðinu framanverðu. Samt tókst Friðriki að komast heim, en það er alllöng leið. Mun það hafa hjálpað, að hann rakst á hesta, og náði einum þeirra. Hann var alveg að þrotum kominn, þegar heim kom og lá lengi milli heims og heljar. Nú er talið, að hann sé að rétta við, og læknir hefir gefið von um sæmilegan bata. HREINÐÝRAVEIÐAR Seint í sumar var Héraðshrepp unum leyft að drepa nokkuð af hreintöfrum úr hinni stóru hjörð hreindýra, sem er hér á heið- unum og raunar út um alla byggð á vetrum. Eftirlitsmaðurinn Frið rik bóndi í Hóli, útnefndi eina eða tvær skyttur í hverri sveit. Bæði var nú þetta á annatíma, og menn óvanir veiðinni, fór því svo að flestir eða allir náðu ekki því magni, sem leyft var að skjóta meðan leyfið stóð. Nú viku fyrir jólin var mönnum leyft að fara í dýrin aftur. Var þetta leyfi ósleitilega notað, enda tíð mjög hagstæð. Fella-, Tungu- og Hlíð- armenn hafa nú fellt um 100 dýr og þannig notað upp sitt leyfi. Nú voru dýrin mjög mörg komin hér út á heiðarenda, og því stutt að fara til fanga. Sennilega hafa nokkur sloppið særð, og þyrfti betra eftirlit að vera með þessum veiðum eftirleiðis. — G. H. Mynðin var tekin í gær í Skerjafirði, þar sem unnið var að því að færa til legufæri olíustöðvar Shell h.f. þar. (Ljósm.: H. Teitsson). Ilaíal eftir ankcrum í Ibrjafiröi Legufæri olíustöovar Shell í Skerja- firbi slitnubu upp / desemher s.l. UNDANFARNA þrjá daga hafa starfsmenn vélsmiðjunnar Ham- ar h.f. unnið að því að færa til legufæri þau, sem Shell h.f. á og eru skammt út af bryggju þeirra við olíustöðina í Skerjafirði. Legufæri þessi slitnuðu upp í vetur, þegar stórt olíuskip lá við þau og dró með sér í aftakaveðri. ANKERI 6 LESTIR A ÞYNGD í desember s.l. kom um 15 þús. lesta olíuskip til Shell h.f., og lagðist svo sem vant var á Skerja firðinum skammt undan bryggj- unni, sem þar cr. En á meðan skipið lá þarna, gerði illskuveður að hrakti skipið undan veðrinu og dró legufærin með sér. Baujan sjálf er fest við þrjú ankeri og er eitt þeirra 6 lestir að þyngd, en hin um 4 lestir. Stærsta ankerið slitnaði frá, en hin drógust til um 60 faðma. 120 FAÐMAR AF KEÐJU Fyrir þrem dögum hófu svo starfsmenn Hamars h.í. vinnu vfð það að koma legufærunum á sinn stað og slæða upp það ankeri, sem slitnað hafði frá. Tókst verk- ið prýðilega og fundu þeir hið stór ankeri og færðu það til á sinn stað, svo og hin tvö ankerin og um 120 faðma af múrningskeðju. Er þó allerfið aðstaða þarna, þar sem IVz—2 m leðjulag er á botn- inum. Stór steinsteypt blökk, sem var á baujunni hafði slitnað af henni og glataðist alveg. Kafari Hamars h.f Andri Heiðberg sá um alla köfun við verkið. Sídarwerf íð að hefj- ast í $m§l ÁLASUNDI, 5. jan. — Norskir útgerðarmenn bíða nú með önd- ina í hálsinum komu síldarinnar. Rannsóknarskipið G. O. Sars sendi skeyti í dag og kvaðst ekki enn hafa fundið hinar miklu síld- artorfur. En sjómenn telja ör- uggt að síldin komi upp á yfir- borðið eftir fullt tungl um næstu helgi. — NTB Verkinu verður sennilega lokið í dag. YFIRFÓRU LEGUFÆRI í SANDGERÐI Annars eru nokkrir starfsmenn Hamars h.f. nýkomnir frá Sand- gerði, þar sem þeir unnu að því, að yfirfara og lagfæra legufærin í höfninni þar. Þurftu þeir að draga þar upp 5 anker og um 140 faðma af múrningskeðju. '&r þetta venjulega gert á ári hverju fyrir vertíðina í öryggisskyni. m saica ríkin um brof a ¥ap HfL1 I MOSKVA, 5. jan. — Rússneska útvarpið ásakaði Bandaríkin í dag um það að þau væru að koma upp árásarher í Suður Viet-Nam. Segja Rússar þetta vera fcrot á vopnahléssamningunum í Genf. — Reu'.er. n MiNNNHir \mú sp notomgBeg gj(n BARNASPÍTALASJÓÐ Hrings- ins hefir borizt minningargjöí um Sigríði Ingimundardóttur og Jón Stefánsson frá Blöndholti ÖOS í tilefni 90 ára afmælis hennar — kr. 10.000,00 — frá ónefndri stúlku. Fyrir þessa kærkomnu gjöf þakkar stjórn Kvenfél. Hringur- inn innilega. Ingibjörg Cl. Þorláksscn, formaður. Demákmtiif tokii metrihiutf vold é bundurísku þjóðþ ía. MANILA, 5. jan. — Á nýjársnóttj urðu óvenju mikil slys á Filipps- eyjum. 20 manns voru drepnir en yfir 1000 særðust á einn eða annan hátt í ólátum er nýja ár- inu var fagnað. — Reuter. WASHINGTON, 5. jan.: — I dag tóku demokratar formlega við meirihlutavaldi í báðum deildum hins bandaríska þjóð- þings. Talsmenn þeirra á þingi lýstu því yfir að þeir myndu ekki vinna skemmdarsíörf gagnvart stjórnarstefnu Eisen hovers forseta. f fulltrúadeildinni munu demokratar hafa 29 atkvæða meirihluta, en í öldungadeild- inni hafa demokratar 48 þing- menn og republikanar 47. Þar að auki munu demokratar að jafnaði njóta stuðnings óháða öldungadeildarþingmannrins Waynes Morse. Það þykir ljóst, að demo- kratar muni fyllilega styðja Eisenhower í núverandi utan- ríkis- og landvarnarstefnu, en hinsvegar gagnrýna þeir harð- lega margt í innanríkisstjórn hans. f dag og á morgun fara fram nefndarkosningar og munu demokratar hafa meirihluta í þeim öllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.