Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurútfif í dag: V og NV gola. Skýjað. Hiti um eða yfir frostmark. 3. tbl. — Fimmtudagur 6. janúar 1955 Saar-héraðið enn hættulegt þrætuefpli. — Sjá grein á bls. 9. Rlýtt íslenzkt leikrit „Þeir koma í haust" eftir Agnar Þóroarson Frumsýnl í Þjóðleikhúsinu n.k. laugardag. NÆSTKOMANDI laugardag mun Þjóðleikhúsið frumsýna nýtt íslenzkt leikrit, „Þeir koma í haust", eftir Agnar Þórðarson rithöfund. Leikstjóri er Haraldur Björnsson og leiktjöld eru mál- •uð af Lárusi Ingólfssyni. HÖFUNDURINN — AGNAR ÞÓRÐARSON „Þeir koma í haust" er fyrsta leikrit Agnars Þórðarsonar, sem sýnt vérður á sviði. Hinsvegar hafa verið flutt í útvarp þrjú leikrit eftir hann, „Förin til Brasilíu", „Spretthlauparinn" og „Andri", sem vakið hafa mikla athygli, og gefa góðar vonir um að hér sé á ferðinni höfundur, sem mikils má af vænta í fram- tíðinni á sviði leikritagerðar. Hófundur hafði lokið við leik- ritið „Þeir koma í haust" árið 1952 og eru útvarpsleikritin 3 skrifuð eftir þann tíma. Auk leik- ritanna, hefir Agnar Þórðarson skrifað tvær skáldsögur, „Haninn galar tvisvar" (1949) og „Ef sverð þitt er stutt" (1953) og einnig nokkrar smásögur. SÖGULEGUR BAKGRUNNUR Hið nýja leikrit, ,,Þeir koma í haust" fjallar um efni, sem lík- legt er að íslenzkir leikhnsgestir inuni hafa mikinn áhuga á. Það gerist í Grænlandi seint á 15. öld, um það bil er byggð Jslend- inga, eða réttara sagt Grænlend- jnga, afkomenda Eiríks ra!:ða og annarra íslenzkra landnáms- manna á Grænlandi, er að líða undir lok. „Leikritið er ekki sagnfræði- legt, persónur þess ekki sögu- persónur — sagði höfundur þess, Agnar Þórðarson við frétta- menn í gær — en efni þess og atburðarás er byggt á sögulegum bakgrunni og með hliðsjón af ýmsum sögulegum heimildum, sem reyndar eru fáar til áreiðan- legar um endalok fslandsbyggðar í Grænlandi. í rauninni er þar að- eins um getgátur og líkur að ræða. Kólnandi loftslag, vax- andi einangrun og um leið versn- andi lífskjör íbúanna er talið til aðalorsakanna til þess að svo fór sem fór. ÖRLÖG OG ÓTTI Leikritið geríst að biskupssetr- inu Görðum í Eystri-byggð í Grænlandi, á þeim slóðum sem Julianehaab er nú. Þar situr ætt- arhöfðinginn Eiríkur, fulltrúi hinna grænlenzku stórbænda og sr. Steinþór, umboðsmaður — officialis Grænlandsbiskups, sem nú situr ekki lengur í Grænlandi en hefir sinn umboðsmann á hiskupssetrinu til að heimta inn tekjur biskupsstólsins. Sá umboðs maður er fulltrúi kirkjuvaldsins sem er óvægið og ágjarnt við landsmenn. Jarðir flestar eru kirkjunnar eign og bændur leigu liðar hennar. Bændavaldið, sem Eiríkur á Görðum er fulltrúi fvr- ir á þar við sitt ofurefli að etja. Það eru þessi átök, margvíslega pamanslungin í örlagavef persón- íinna f leiknum, sem eru í senn cCni og uppistaða leikritsins „Þeir koma í haust". Óttinn við skræl- ingjana, .sem ógna byggð hinna h vítu manna er þar og snar þátt- ur, — óttinn um, að þeir „komi í haust". ADALHLUTVERK Með aðalhlutverk leiksins fara þau Herdís Þorvaldsdóttir, Helgi Skúlason, sem nú fer í fyrsta .skipti með aðalhlutverk í Þjóð- leikhúsinu, Haraldur Björnsson og Jón Aðils. Aðrir leikendur eru Arndís Björnsdóttir, Baldvin Halldórsson, Gestur Pálsson, Bessi Bjarnason, Hildur Kalmann Komið með Iar?d- helgisbrjél !il Reykja ígær VARÐSKIPIÐ sem tók franska togctrann aö veiðum í landhelgi við Ingólfshöfða í fyrradag kom með hann til Reykjavíkur í fyrrinótt. Heitir togarinn Capil- laud og er frá Boulogne. Rann- sókn í málinu hófst í gærdag og varð ekki lokið í gær og mun henni haldið áfram í dag. Guðfinnur, hinn nýi bátur Keflvíkinga, sem smiðaður var í Drátt arbraut Akraness. — Myndin er tekin er búið er að rífa þil húss ins og báturinn er að renna af stokkunum. j , (Ljósm.: Árni Böðvarsson). !'Tlð|j213 Árshálíð SlálfslæSIs- Agnar Þórðarson Róbert Arnfinnsson, Klemens Jónsson, Þorgrímur Einarsson og Ólafur Jónsson. — Leikritið stendur yfir í þrjár klukkustund- ir með hléi. • Það er mikill viðburður og góð- ur, þegar Þjóðleikhús okkar sýn- ir nýtt íslenzkt leikrit. Þess er jafnan beðið með eftirvæntingu og tilhlökkun og svo er það einn- ig nú, er við bíðum þess, að tjald- ið lyftist á laugardaginn kemur í Þjóðleikhúsinu. Sfolið um 5000 kr. HAFNARFIRÐI — Síðastliðna þriðjudagsnótt var brotist inn í Kron-verzJunina í Kópavogi, og stolið þaðan um 5000 krónum í peningum, og einnig nokkru af tóbaki. — Var unnið að rannsókn málsins í gær, en ekki hafði verið haft upp á þjófinum seint í gær- kvöldi. — G.E. Nýjum báti hleypt af stokkunum á Akranesi AKRANESI, 5. nóv. NÝJUM BÁT á að hleypa af stokkunum kl. 3 í nótt í Dráttar- braut Akraness. Ég hraða mér til Þorgeirs Jósefssonar fram- kvæmdastjóra til að fá nánari fregnir af nýja bátnum. Er honum greitt um svör, þar sem hann situr herðabreiður og vörpulegur á heimili sínu á Kirkjubraut 2. Nýi báturinn, sem nú verður hleypt af stokkunum á Akranesi, heitir Guðfinnur og er eign sameignar- fél. Guðfinnur í Keflavík. Smíði bátsins var hafin 17. marz s. 1. vor. SMIÐAÐUR INNAN HUSS Báturinn er 61,4 brúttó lestir að stærð, 20 m á lengd 5,05 m á breidd og 2.6 m á dýpt. í bátnum er 225 ha Leistervél. 11 hvílur eru í bátnum. Báturinn er byggð- ur úr eik og yfirbygging úr stáli. Skipið er búið öllum fullkomn- ustu tækjum svo sem asdictæki, hydroþilfarsvindu og línuvindu samskonar frá Vélsm. Héðni h.f. Þótt smíðin hafi haLzt 17. marz hefur smíði skipsins raunveru- lega ekki tekið nema 6 mánuði. Yfirsmiður við skipið er Magnús Magnússon. Alla járnsmíði og nið ursetningu hefur vélsmiðja Þor- geirs og Ellerts annast. Raflýsing er gerð af Sveini Guðmundssyni rafvirkjameistara. Málingu hafa haft með höndum Ásmundur Guð mundsson og Hallur Bjarnason málarameistarar. TÓK 6 MÍNUDI Þetta er 8 báturinn sem smið- aður hefur verið af Dráttarbraut- inni síðan hún komst í eigu Þor- geirs Jósefssonar framkv.stj. — Guðfinur er fjórði báturinn, sem smíðaður er inni í husi. Smíða- húsið er 27x17 m að flatarmáli og lofthæð 7 m og stærsti bát- I urinn sem smíðaður hefur verið í þessu húsi er Heimaskagi 101 brúttó lest að stærð. Verðið á Guðfinni er 12,5 þús kr. smá- j lestin og er þá miðað við segl- búið skip. Dráttarbrautin er orðin það stór, að 15 bátar geta staðið , í einu á brautunum. Þyrfti helzt j að vera svo stór að hún tæki alla stóru vélbátana á staðnum í senn \ 11. d. á vorin. Um leið og ég þakka Þorgeiri Jósefssyni fyrir upplýsingarnar,' 1 og óska honum til hamingju með skipasmíðastöðina, spyr ég hann,' hvort ekki sé von á nýsmíði fleiri báta. I — Jú, svarar hann, tvö fyrir-' tæki hérna á Akranesi hafa þegar , beðið mig að smíða sinn hvorn | bátinn fyrir sig, hvenær það hefst er ekki gott að segja um í augna- blikinu. • —Oddur. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Keflavík: Sjálfstæðisfélag Kefla- vikur, Heimir, félag ungra Sjálf- stæðismanna, og Sókn, Sjálfstæð- iskvennafélagið halda sameigin- lega árshátíð n.k. laugardag 8. þ.m. kl. 9 e.h. og er árshátíðin að þessu sinni haldin í Bíókjallar- anum í Keflavik. Mjög verður vandað til þess- arar hátíðar og verða gestir fé- laganna: forsætisráðherra Olafur 'rhors og frú hans. Kristinn Hallsson syngur ein- söng og síðan verður stiginn dans. Er þess vænst að Sjálfstæðisfólk í Keflavík og nágrenni fjölmenni á þessa árlegu hátíð Sjálfstæðis- félaganna þar syðra. Góður rækjuafli Smásíldarganga i dkagatiroi Mikil yinna við niðursuðu síldarinnar. SAUÐÁRKRÓKI, 5. jan. TALSVERÐ smásíldarganga hefur gengið hér upp að landinu síðastliðna daga, og hafa þrjár trillur verið að veiðum síðan daginn fyrir gamlársdag, er síldarinnar varð fyrst vart. Hafa bátarnir aflað vel allt fram að þessu. ÓVENJU FEIT Síldin er bæði óvenjulega stór og feit af smásíld að vera á þess- um tíma árs. Hefur hún gengið alveg upp að landi við Sauðár- krók og er mest af henni upp við svonefnda Sanda. SOÐIN NIDUR Síldin hefur verið soðin nið- ur í niðursuðuverksrniðju Sauð- árkróks og hefur verið unnið við niðursuðuna alla daga að undan- teknum nýjársdegi, síðan síldin fór að veiðast. Hefur þetta skap- að allmikla vinnu, þar sem yfir 20 stúlkur og 4—5 karlmenn vinna stöðugt að niðursuðunni. MINNI VEIÐI I DAG í dag var veiði heldur minni en undanfarna daga, en fullvíst þykir að síldin hafi fært sig fjær landinu vegna brælu, sem hefur verið hér í dag. Eru öll líkindi til þess að hún hverfi aftur upp að þegar stillist. Mikil veðurblíða hefur verið alla þessa viku og hefur vart blaktað hár á höfði. — Guðjón. Uríi 20 báfar garSir úl frá Sandgerði í vefur SANDGERDI, 5. jan.: — 18 bátar verða gerðir út á línuveiðar frá ! Sandgerði í vetur víðsvegar að af landinu. Tveir heimabátar róa þar að auki þar til loðnuveiðar byrja síðast í febrúar eða byrj- un marz. Tveir bátar reru hcðan s dag, Elín og Andvari, og öfluðu vel, 6—10 skippund. Þeir lögðu hér J rétt fyrir utan og voru með'[ stutta línu. Vonast menn til að bátarnir geíi sem fyrst hafið róðra þar sem bl'ða er nú og aflaútlit gott. * SKÁLAVÍK, 5. jan. — Veðráttart hér síðan milli jóla og nýárs hef- ur verið einmuna góð og nú orðið snjólaust að kalla í byggð og allir bilvegir vel færir. Er óvenju hlýtt um þennan tíma árs. Sauðfé er alls staðar á húsi, en hestar víðast hvar úti nema vinnuhestar. Kennsla hófst í dag í Reykja- nesskóla og er hann nú fullsetinn. Aðalnám pilta og stúlkna ec verknám. Rækjuveiðar eru alltaf stund- aðar héðan af nokkrum bátum og leggja þeir upp afla sinn til vinnslu bæði í Bolungavík og ísa- firði. Afli bátanna hefur yfirleitt verið góður og skapa veiðarnaí mikla atvinnu, einkum kvenfólki og unglingum, sem aðalleg^ starfa að vinnslu aflans. —^Páll Pálsson. rr lfEg sá dýrS bat? í síðasla slnsi HIN stórmerka trúarlega kvik- mynd „Ég sá dýrð hans", sem séra L. Murdoch frá Skotlandi hefur sýnt í Stjörnubíói á sunnu- dögum í vetur og jafnan fyrir fullu húsi, mun verða sýnd í síð- asta sinn í Stjörnub'ói sunnudag- inn 9. jan. kl. 14.30. í sambandi við sýningu þessa mun sér L. Murdoch flytja erindi sem hann nefnir: Vonarrík fram- tíð, Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari syngur nokkur einsöngs lög. Leigutími kvikmvndarinnar er útrunninn um miðjan mánuðinn, og er þetta því sjðasta tækifærið til að sjá hana. rFó$íbræSyr' syngja í Hilverssjni-útvarp* ið í dag KARLAKÓRINN Fóstbræður syngur í dag í útvarp í Hilversum kl. 18,15^—18,50 eftir íslenzkum tíma. Söngur kórsins var tekin á segulband í söngförinni í septem- ber s.l. Bylgjulengd útvarpsstöðv arinnar er 402 m. AKURETRI ^w • m i' wm m~ m ms%_ MJW, j**»WJ. m.. ABCDEFGH ! XKTKJAVÍK ; 44. leikur Akureyringa: Kc7—b7 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.