Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. jan. 1955 MORGVNBLAÐIÐ ðreinargerð um laum ©plmberra starhmanm I TILEFNI af umræðum þeim, sem orðið hafa að undanförnu í blöðum um launamál opinberra starfsmanna, óskum við undirrit- aðir fulltrúar B.S.R.B- í launa- málanefnd að taka fram eftirfar- andi: 16. þing B.S.R.B sem haldið var í nóvembermánuði s.l. gerði samþykktir um launabætur til bráðabirgða, er fólu í sér eftir- talin meginatriði: 1. Full verðlagsuppbót yrði greidd á öll laun opinberra starfs manna. 2. Grunnlaunauppbætur þær, sem ríkisstarfsmenn hafa fengið (10—17%) yrðu hækkaðar til samræmis við grunnlaunahækk- anir, sem aðrar launastéttir hafa fengið frá því grundvöllur gild- andi launalaga var lagður, og yrði sami hundraðshluii greidd- ur á öll laun. 3. Að sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar til að bæta laun þeirra starfsmanna, sem verst eru settir og búa við mest ranglæti í launakjörum. í sérstakri samþykkt var enn- fremur krafist að grunnkaups- hækkanir og launabætur næðu til yfirvinnu. Er sýnt þótti, að ný launalög yrðu ekki sett á yfirstandandi þingi, né heldur aS teknir yrðu upp heildarlaunasamningar, var leitað eftir að fá bráðabirgða- lausn á grundvelli ofanritaðra samþykkta. Við samningaumleitanir þær, er fram fóru í launamálanefnd um miðjan desember s.l., milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar ann- arsvegar og fulltrúa B.S.R.B. hinsvegar, kom það fram að rík- isstjórnin treystist ekki til að koma á móts við fyrstu kröfu bandalagsins, — um fulla verð- lagsuppbót —. Hinsvegar var síð- asta boð ríkisstjórnarinnar á þá leið að greiða 20% uppbót á öll laun frá 1. jan. 1954 í stað þeirra 10—17% uppbóta, sem greiddar hafa yerið. Ennfremur var lofað endur- skoðun á kaupi fyrir eftirvinnu. Þetta tilboð ríkisstjórnarinnar mun hafa verið byggt á útreikn- ingum Hagstofu íslands um launa breytingar frá 1945 (þegar launa lög voru sett) er sýná að grunn- laun stétta þeirra, er laun taka samkvæmt samningum á frjáls- um vinnumarkaði, og helzt sam- bærilegar við opinbera starfs- menn hafa hækkað um 23.6— 25,7%. Samkv. þessum útreikn- ingum þurfti því 6—9% grunn- kaupshækkun til handa lægstu launaflokkunum, til þess að þeir næou tölulega sömu launahækk- un og náðst hefir með frjálsum samningsrétti. Lokatilboð ríkisstjórnarinnar nam hinsvegar 6% grunnkaups- hækkun, frá því sem greitt hefir verið í þessum launaflokkum, er miðað er við uppbætur á laun ársins 1955, enda þótt ríkisstjórn- in teldi sér hagfelldara að greiða hana sem uppbót í 24 mánuði, og færa hana til gjalda á tvennum fjárlögum. Með hliðsjón af framangreind- um staðreyndum töldu fulltrúar B.S.R.B. að þeir gætu failist á slíka Jausn til bráðabirgða, í trausti þess: a. að ný launalög verði sett á þessu ári. b. að verðlagsunpbót á laun opinberra starfsmanna verði síð- ar á árinu hækkuð til sam'-æmis við það, sem um kann að semj- ast milli vinnuveitenda og verka- lýðsfélaga. c. að þeir teldu uppbætur þess- ar grunnkaupshækkun á árinu 1955. hvað sem liði greiðsiufyrir- komulagi og d. að þeir teldu sig óbundna af þessu samkomulagi við ákvörð- un launastiga í væntanlegum launalögum. Ennfremur var itrekuð krafa þingsins um sérstakar úrbrptur til handa þeim er búa við mest ranglæti í launakjörum. Með þökk fyrir birtinguna. Ólafur Björnsson, form. B.S.R.B. Arngrímur Kiistjánsscn, varaform. Guðjón B. Baldvinsson, ritari mwm$á A NYARSDAG urðu úrslit í I. deild: Arsenal 2 WBA 2 Aston Villa 0 Sheff. Wedn 0 Bolton 2 Chelsea 5 Burnley 2 Manch. City 0 Huddersfield 0 Charlton 0 Leicester 2 Cardiff 1 Manch. Utd 4 Blackpool 1 Preston 0 Everton 0 Sheff. Utd 6 Newcastle 2 Sunderland 1 Tottenham 1 Wolves 2 Portsmouth 2 I. deild: Sunderland 25 Wolves 25 Charlton 25 Manch. Utd 24 Chelsea 26 Preston 25 Huddersfld 25 Everton 25 Manch. City 25 9 13 11 8 13 4 13 4 11 8 11 7 10 9 12 5 WBA Burnley Preston Newcastle Cardiff Sheff. Utd Tottenham Bolton Aston Villa Arsenal Blacpool Leicestcr 25 25- 24 25 25 26 25 24 24 25 25 25 Sheff Wedn 25 11 10 10 10 10 9. 10. 8 7 7 7 7 5 4 42 56 52 54 51 49 43 8 40 9 44 9 49 11 57 10 42 13, 43 11 41 9 11 12 42: 12- 35: 13 42: 15 37: 32 31 :39 30 :39 30 :43 30 :40 30 :33 29 36 29 :36 29 :47 27 52 26 :35 26 •35 25 :56 24 :48 24 :58 23 :49 22 :40. 22 :49 20 46 20 44 20 59 62 II. deild: Biacburn Luton Rotherham Stoke Leeds Fulham Notts Co Birmingh. Bury Swansea West Ham Brostol Rov Middlesbro Liverpool Hull City Lincoln Nottm For. Port Vale 25 16 25 15 25 14 25 12 25 13 25 12 25 13 24 11 25 9 25 m 25 10 25 11 25 11 25 10 25 8 25 9 25 9 25 6 80:46 58:36 58:42 38:27 41:38 55:48 44:38 48:26 49:45 53:50 26 46:50 26 50:43 38:48 53:57 29:34 43:51 32:38 28:44 Stefna ísl. stjórnurtnnur orð- in traustur grundvöUur uð með- ferð lundhelgismúlu á þingi S.Þ. Greinargerð llans C. Andarsen þjóðréttarfræðings Næstkomandi laugardag hefst þátttaka hðanna í efstu 2 deild- unum í bikarkeppninni ensku, og fer þá fram 3. umferð keppninn- ar. Fara fram 32 leikir og hefur dregizt svo, að lið úr 1. deild leika aðeins saman í 2 leikjum, svo. að þau ættu ekki mörg að falla úr, ef úrslitin færu eftir því, hvort liðið væri hærra sett. En því er ekki alltaf að heilsa í þessari vafasömu keppni allra keppna, og oft kemur fyrir að Gol-'at fellur fyrir Davíð. Helztu leikirnir verða: Arsenal—Cardiff 1 Bristol—Portsmouth 2 Bury—Stoke x Derby—Manch. City 2 Fulham—Preston 1 2 Hull—Birmingham 2 Lincoln—Liverpool 2 Middlesbro—Notts Co 1x2 Rotherham—Leicester 1 2 Sheff. TJtd—Nottingham Ix Sunderland—Burnley lx West Ham—Port Vale 1 HANS G. ANDERSEN þjóð- réttarfræðingur, einn af full- trúum íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, flutti 18. desember yfirlit það, sem hér fer á eftir, um meðferð landhelgis- mála hjá Sameinuðu þjóðunum. * Undanfarið hafa farið fram umræður á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna um tvær tillög- ur, sem á ýmsan hátt snertu hags- muni íslands og fleiri þjóða í sambandi við landhelgismál. Áður en grein er gerð fyrir tillögum þessum og afstöðu Alls- herjarþingsins til þeirra er rétt að lýsa í fáum orðum aðdraganda málsins. Fyrir réttum 5 árum gerði þjóðréttarnefnd Sameinuðu þjóð- anna — sem er skipuð 15 sér- fræðingum kosnum af Allsherj- arþinginu til þess að rannsaka reglur þjóðréttarins — tillögur til þingsins um að fyrsta verk- efni nefndarinnar skyldi vera að rannsaka reglurnar varðandi millirikjasamninga, gerðadóms- fyrirkomulag og reglur þær, sem .fjólluðu um úthafið. Við um- ræður í VI. nefnd (laganefnd) var af íslands hálfu bent á, að ekki væri rétt að taka til at- hugunar reglurnar um úthafið, án þess að rannsaka um leið reglurnar um landhelgi og yfir- leitt yfirráðarétt ríkisins yfir hafsvæðum meðfram ströndum. Lagði íslenzka sendinefndin því fram tillögu þess efnis, að þjóð- réttarnefndin skyldi rannsaka bæði reglurnar um úthaf og lög- sögu ríkisins yfir hafinu undan ströndum. Á þann hátt væri kom- ið í veg fyrir, að teknar væru ákvarðanir um einstök atriði þessa fjölþætta máls, er gætu haft áhrif fyrirfram á úrlausn annarra atriða þess. Þessi tillaga islenzku sendinefndarinnar var samþykkt, og hóf þjóðréttar- nefndin því heildarathugun á þessum málum árið 1949. LANDGRUNNIÐ Sumarið 1953 hafði nefndin gengið frá frumdrögum að regl- um varðandi landgrunnið, þar sem byggt var á því, að sérhverju ríki bæri yfirráð yfir auðlindum t. d. olíulindum, á sjávarströnd utan landhelgi og allt að 200 metra dýpi. Þá hafði nefndin einnig gengið frá uppkasti þar sem lagt var til, að komið yrði á fót alþjóðastofnun til verndar fiskimiðum úthafsins. Fór þjóð- réttarnefndin þess á leit við Alls- herjarþingið haustið 1953, að það tæki afstöðu til þessara tillagna til þess að létta störf nefndar- innar. Sendinefnd íslands lagði þá á- herzlu á, að ekki væri hægt að taka afstöðu til þessara tillagna fyrr en búið væri að ganga frá tillögum um alla aðra þætti máls- ins. Ef til dæmis ætti að taka af- stöðu til landgrunnstillagnanna væri nauðsynlegt, að ljóst lægi fyrir, hvaða reglur ættu að gilda um hafið fyrir ofan landgrunnið. Að því er ísland varðaði væri ekki talin nein ástæða til að gera greinarmun á yfirráðarétti ríkis- ins yfir botningum annarsv. og hafinu yfir honum hins vegar og þetta sjónarmið kæmi greinilega fram í landgrunnslögunum frá 1948. En þar sem ljóst væri, að þjóðréttarnefndin teldi að greina bæri á milli þessa tvenns, án þess þó að hún hefði lokið athugun sinni á reglúnurn um landhelgi og annan yfirráðarétt meðfram stróndum væri ótimabært að taka ákvörðun um tiyégur hennar Nákvæmlega það sama gilti um tillögurnar varðandi verndun fiskimiða úthafsins. Ekki væri hægt að taka afstöðu til þeirra, Hans G. Andersen fyrr en ljóst væri á hvaða haf- svæðum slíkum reglum væri ætlað að gilda,' en um það væri ekkert hægt að segja, fyrr en tillögur hefðu verið gerðar um það, hversu langt frá ströndum ríkið sjálft hefði yfirráðarétt yf- ir hafinu, hvort sem miðað væri við landhelgi eða sérstaka fisk- veiðilögsögu, jafnvel utan land- helgi. Ákvörðun um þessi efni væri því ótímabær. Á grundvelli þessara athugana var af íslands hálfu lögð fram tillaga á Alls- herjarþinginu 1953, þar sem at- hygli var vakin á því, að regl- urnar um landhelgi, um sérstök viðbótabelti vegna lögsögu í til- teknum málum, um landgrunnið og hafið yfir því og úthafið væri allar nátegndar og því lagt til, að Allsherjarþingið tæki ekki á- kvörðun um neitt af þessum at- riðum fyrr en rannsókn á þehn öllum væri lokið. Var sú tillaga samþykkt, en mjög greinilega kom fram í umræðunum, að ýmis ríki töldu, að ályktun þessi myndi leiða til þess, að málin myndu dragast óhæfilega á langinn, og enda þótt tillagan hafi sem sagt verið samþykkt, fékk hún að- eins 19 atkvæði í laganefnd þingsins, 17 ríki greiddu atkvæði gegn henni og 14 sátu hjá. TOLDU AKVÖRDUN VARÐANDI LANDGRUNNID ABKALLANDI Ýmis ríki töldu, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að þingið tæki afstöðu til þeirra tillagna, sem lágu fyrir frá þjóðréttarnefndinni og því var það, að Bandaríkin, Bretland, Belgía, Holland, Kína og Nýja-Sjáland lögðu tillögu fyrir Allsherjarþing það, sem nú j situr, um að ræða skyldi Land- i grunnsuppkastið á þinginu haust- : ið 1955. Rökstuddu flutningsmenn j tillögunnar hana með því, að | mjög aðkallandi væri að fá á- ¦ kvörðun varðahdi landgrunnið, j og enda þótt ekki væri lokið rannsókn á reglunum varðandi hafið fyrir ofan, ætti að vera nægilegt fyrir þau ríki, sem teldu, að ákvörðun um land- grunnið gæti haft skaðleg áhrif á úrlausn annarra atriða, að Alls- herjarþingið lýsti yfir því, að ákvörðun um þetta atriði skyldi engin áhrif hafa á úrlausn ann- arra atriða. Það, sem vakti fyrir flutningsmönnum tillögunnar væri ekki það að. hafa áhrif á úrlausn annarra atriða, heldur vildu þeir einungis fá ákvörð- un um það atriði, sem tillögur lægi fyrir um frá þjóðréttarnefnd inni. [ ÚRLAUSN FENGIST Á ÖIXUM MÁLUNUM Af íslands hálfu var því hald- ið fram, að þrátt fyrir slíkar yfir- lýsingar væri ljóst, að ýmislegt í uppkasti þjóðréttarnefndarinnar myndi hafa áhrif á úrlausn ann- arra atriða, ef það væri sam- þykkt, og væri því ekki hægt að fallast á, að umræður færu fram um það sérstaklega. Hinsvegar væri það nauðsynlegt, að fengia. yrði úrlausn í öllum þessum mál- um sem fyrst, og rétta afstaðan væri því sú að staðfesta ályktun- ina, sem samþykkt hefði verið á, síðasta þingi og að gera jafn- framt ráðstafanir til þess, að þjóðréttarnefndin skilaði heild- aráliti sem allra fyrst. Varð það loks að ráði, að breytingartillög- ur voru bornar fram af fulltrúum íslands, Argentínu, Chile, Colom- bia, Costa Rica, Ecuador, F,l Salvador, Mexico, Peru og Uru- guay þess efnis, að staðfesta á- lyktunina frá síðasta þingi um. að taka bæri ákvörðun um öll atriði málsins í heild og að leggja fyrir þjóðréttarnefndina, að hún. hraðaði störfum sínum þannig, að heildarskýrsla hennar gæti legið fyrir til umræðu á Allsherj- arþinginu haustið 1956. Flutnings menn upphaflegu tillögunnar féllust á þessar breytingartillög- ur, og var tillaga þeirra þannig- breytt samþykkt í laganefnd þingsins með 44 atkvæðum gegn engu, og sátu 9 hjá, en það voru fulltrúar Ástralíu, Bolivíu, Af- ganistan, Sovét-Rússlands, Hvíta- Rússlands, Ukraínu, Tékkósló- vakiu og Póllands. VERNDUN FISKIMIBA Á ÚTHAFINU Þegar þessu máli var lokið, var tekið til umræðu tillaga ua verndun fiskimiða á úthafinu, sem borin var fram af fulltrúum íslands, Bandarikjanna, Belgíu, Bretlands, Frakklands, Grikk- lands, Hollands, Kína og Panama. Efni tillögunnar var það, að kvödd skyldi saman alþjóðaráð- stefna til þess að gera vísinda- legar tillögur varðandi verndun fiskimiða á grundvelli alþjóða- samvinnu. Af íslands hálfu var sú grein gei-ð fyrir stuðningi við tillöguna, að'í fyrsta lagi væri nauðsynlegt, að fyrir lægi álit sérfræðinga um fiskifræði áður en til heildaraf- greiðslu kæmi, enda hafði þjóð- réttarnefndin sjálf lýst yfir því,* að hún hefði ekki sérþekkingil til að bera á þessu sviði; í öðru lagi að ef ráðstefnan gerði tiilög- ur um reglur til verndar fiski- miðunum á úthafinu, þá myndu þær reglur einungis ná til hafs--.» ins utan þess yfirráðasvæðis, sem . hin ýmsu ríki gerðu kröfu tál, hvort sem önnur ríki hefðu sam- þykkt þær kröfur eða ekki; og. í þriðja lagi, að álit ráðstefnunp-f f ar myndi einungis vera einn lið-;, ur í undirbúningi að heilda.r-. skýrslu þjóðréttarnefndarinnar, Máli þessu lauk þannig, í sarm ráði við ýms Mið- og Suður-!, Ameríkuríki, að samþykkt vart'. að ráðstefna til verndar fiskimið- um úthafsins skyldi kvödd sam-" an í aðalbækistöðvum Matvæía- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna í Róm hinn 18'. apríl n. k. Er sá dagur valinn með tilliti til þess, að álit ráð- stefnunnar geti legið fyrir á fundi þjóðréttarnefndarinnar, se'm!' stahda mun yfir í tvo mánuðÞ i næsta sumar. Mundi nefndin þS>' taka álitið til athugunar í saiíi»t bandi við heildarrannsókn sínat éc þessum málum. Ákvörðun urA Framh. á b)s. 11«;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.