Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. jan. 1955 MORGUnBLABíÐ 21 IHinning: Tómas Jónsson frá Sólheiiisatiigy „FÆKKAR félögum" varð ein- um að orði, er hann heyrði lát Tómasar í Sólheimatungu, eins og hann var alltaf nefndur; munu þeir margir, sem minnast með söknuði þessa bændaskörungs og ágæta félaga. Þótt aldurmn væri orðinn nokkuð hár, nær 73 ár, rnátti þó vænta þess að not yrðu fcans góðu starfskrafta enn um nokkurt skeið ef heilsan hefði ei foilað, enda voru sálarkraftar óbilaðir. ,;En ei má sköpum renna", segir einn af okkar gömlu og góðu málsháttum, og verður Við það að una, þótt undan svíði Btundum. Tómas var einn af beztu bænd- um þessa héraðs og rak alla tíð Btórbú á þessari jörð sinni, sem bæði var ein af stærstu jörðum hér um slóðir og kostamikil. Bú sitt rak hann svo vel að naum- ast var betur á kosið, enda var efnahagurinn mjög góður alla hans löngu búskapartíð. Hann yar fastheldinn við þá búnaðar- háttu er bann tamdi sér frá eesku og mátti teljast frekar íhaldssamur, en fylgdist þó vel með öllum breyttum háttum tím- anna og fús á að taka upp allt er reynslan sýndi að betur mátti fara. Stjórnsamur var hann með ágætum og mátti svo heita að Öll störf gengu af sjálfu sér, þegj- andi og hljóðalaust, og naut ætíð fyllsta trausts og samúðar þeirra er á búi hans störfuðu og skap- aðist þannig friður og eindrægni yfir heimilislífið. Hann kunni vel að meta gildi vinnunnar, ekki bara sem nauðsyn til þess að afla björg í bú, heldur fyrst og fremst sem gleðigjafa er veitir birtu og yl yfir lífsbaráttuna og lífið í heild. Honum féll og aldrei yerk úr hendi. Þótt umbætur föður hans á jjörðinni, þegar hann tók við henni, væru bæði miklar og góð- ar í húsabctum og túnrækt, jók hann þær að stórum mun, meðal annars sléttaði hann næstum allt þýfið í engjalandi jarðarinnar, eem er flæðiengi. Er það ein sú arðmesta iarðabót, sem um er að ræða, þar sem svo hagar til, sem hér á sér stað, eins og augljóst er. Eikur hún verðgildi jarðanna betur en nokkur túnrækt, er því ræsta undarlegt að slík jarðabót Bkuli ekki njóta styrks af al- mannafé. En þótt Tómas væri jafn áhugasamur við búskaparstörfin og hér er sagt, var síður en svo að þar væri hann allur. Hann var sérlega vel greindur, las mik- ið og fylgdist vel með hverju máli, en gerði lítið af því að flíka skoðunum sínum meira en rétt var og nauðsynlegt, var eng- inn yfirborðsmaður en raunhæf- ur í fyllsta máta. Hann var sjálf- Etæðismaður alla tíð frá því sá flokkur varð til, voru skoðanir hans í stjórnmálum vel hugsaðar og rökstuddar, svo þar varð eng- in breytingaþörf. Hann var fróð- ur um margt og hafði ætíð á tak- teinum sögur og sagnir í samræmi og til skýringar umtalsefninu, yar því skemmtinn og gaman- Eamur í samtali, gat verið ræð- inn þegar svo bar undir og fyndni átti hann til. Hann var óvenju bóngóður og hjálpsamur, alltaf viðbúinn til að rétta hjálparhönd þegar þess var þörf. Um hann mátti segja að hann var drengur góður og vinsæll svo af bar, jukust vinsældir hans því meir, Bem árin færðust yfrr og menn höfðu nánari kynni af hans góðu eðliskostum. Tómas var fæddur 2. des 1881 að Ornólfsdal í Þverárhlíð. Var hann sonur merkisbóndans Jónas- ar Jónssonar er lengst af bjó í Sólheimatungu og fyrri konu hans Guðríðar Tómasdóttur. Var Jónas sonur Jóns Arnasonar Btúdents að Leirá í Leirársveit og konu hans Ragnhildar Olafs- dóttur Þorujarnarsonar frá Lund- um. En Guðríður móðir Tómasar var dóttir Tómasar bónda Jóns- sonar á Skarði í Lundareykjadal, sem var einn af beztu bændum þessa héraSs á sinni tíð. Að hon- um stóðu bví merkar og traust- ar ættir á báða vegi. Hann var kvongaður Sigríði Sigurðardótt- ur frá Stórafjalli í Borgarhrepp, mestu dugnaðar og mj ndarkonu. Var hjónaband þeirra farsælt mjög og sambúðin með ágætum, var hún honum hinn trausti og samhenti förunautur, svo naum- ast varð betur á kosið. Hann var langa tið í hreppsnefnd og kom þar alla tíð fram með samninga- lipurð og gætni. Hann gengdi og fleiri trúnaðarstörfum. Hann andaðist 5. nóvember s. 1., fór jarðarförin fram þann 13. s. m. að viðstöddu óvenjumiklu fjölmenni, eftir því sem gerist hér í byggð. Þannig var Tómas í Sólheima- tungu hinn trausti og öruggi bú- höldur og félagi, sem skilar sam- ferðamönnunum eftir sólbjarta minningu um góðan dreng og heilsteyptan, sem ætíð stóð þar sem betur mátti. Þótt þessi fáu minningarcrð komi seinna en til var ætlast, má þó segja þar um, að aldrei sé góðs manns of seint getið. Blessuð sé hans minning. A Þcrláksmessu 1954. Jósef Björnsson. — S.Þ. m landhelgi Framh. af ö!s. 1 þetta atriði eins og önnur verður ekki tekin fyrr en á AlLherjar- þinginu 1956, þegar heildar- skýrsla þjóðréttarnefndarinnar liggur fyrir. Tillagan um fisk- veiðiráðstefnuna var samþykkt með 41 atkvæði gegn 5, en 5 sátu hjá. Voru það 5 Arabaríki sem hjá sátu, en á móti greiddu at- kvæði Sovét-Rússland, Hvíta- Rússland, Ukraína, Pólland og Tékkóslóvakía. STEFNA ÍSLENZKU RÍKIS- STJÓRNARINNAR GP.UND- VÖLLUR FYRIR MÁLS- MEDFERÐ Með ályktunum þeim s~m Alls- herjarþingið hefur nú afgreitt með yfirgnæfandi meirililuta, er ljóst, að stefna íslenzku ríkis- stjórnarinnar, sem haldið var fram á Allsherjarþingunum 1949, 1953 og á þingi því, er nú situr, sé nú orðinn traustur grundvöll- ur fyrir, að heildartillögur um yfirráðarétt ríkja yfir hafinu muni liggja fyrir innan tveggja ára. Verður ekkert um það full- yrt á þessu stigi, hvernig þær tillögur verða og verður að sjálf- sögðu að taka afstöðu til þeirra, þegar þær liggja fyrir. * Að lokum vil ég segja það, að mjög greinilega hefir komið í ljós í viðræðum við fjölmarga fulltrúa hér, að þeir bera mjóg hlýjan hug til Islands og var auð- heyrt, að formaður íslenzku sendinefndarinnar, Thor Thors sendiherra, hefur átt ríkan þátt í að skapa þann hlýhug með starfi sínu hér undanfarin ár. Happdrætti Háskoia islands Snla í 1. flokki er hoíln Uinboðsmenn í Reykjavík: Arndís Þorvaldsdóttir, kaupkona, Vesturg. 10, sími 82030. Elís Jónsson kaupm., Kirkjuteigi 5, sími 4970. Guðlaugur & Einar G. Einarssynir lögfr., Aðalstr. 18, sími 82740. Guðrún Ólafsdóttir, frú, Þingholtsstræti 1, sími 2230. Helgi Sívertsen umboðsm. Austurstr. 12, sími 3582. Pálína Ármann, frú, Varðarhúsinu, sími 3244. Ragnhildur Helgadóttir frú, (Verzl Happó), Laugav. 66, sími 4010. Þórey Bjarnadóttir, frú, Bankastr 8, sími 3048. Umboðsmenn í Hafnaríirði: Valdimar Long, kauom. Strandg. 39, sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Strandg. 41, sími 9310. 35000 númer — 11333 vinningar Vinningar Samtals kr. 5 880 000,00 Athugið: Viðskiptamenn hafa forgangsrétt að fyrri númerum sínum til 10. jan. gegn framvísun 12. flokks miðanna. Eftir þann dag er umboðsmönn- um frjálst að selja öll númer. Þar sem happdrættið var nálega uppselt síðastliðið ár, hafa umboðs- menn mjög fáa miða handa nýjum viðskiptamönnum. Þeir munu því neyðast til að selja þá miða. sem ekki verða teknir í síðasta lagi 10 janúar,. strax á eftir. Vitjið miða yðar í tæka tíð. — Látið ekki happ úr hendi sleppa. s<s<s><s<s^<aKS<s HESSIAN - MJÖLPOKAR Við höfum tekið að okkur einkaumboð á íslandi fyrir Exportstelle der Deutchen Ju te-industrie, Hamburg, sem annast útflutning flest allra verksmiðja í Þýzkalandi er fram- leiða hessian, mjölpoka og aðrar skyldar vörur. Við getum því tryggt kaupendum lægsta verð á hverium tíma. Leitið upplýsinga á skrifstofu okkar. ÓLAFUR GÍSLASON R CO. H.F. Hafnarstræti 10-12 — Sími 81370 * m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.