Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. jan. 1955 wpntlMitMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasolu 1 krónu eintakið. aarSKS>«*-í< UR DÁGLEQA LIFINU »<r^sse^-ií xr^se-^-sc Að liðnum hátíðum MEÐ deginum í dag lýkur jól- um að fornu tímatali. Áramót eru einnig liðin hjá, nýtt ár hafið. Hér í höfuðborginni og í flest- um stærri kaupstóðum landsins hafa þessar hátíðir verið taldar mjög kyrrlátar. Opinberir veit- ingastaðir hafa verið sóttir í minna lagi. Þetta gerist þrátt fyrir það, að vitað er að allur almenningur hefur nú betri fjár- ráð en oftast áður. Efnaleg vel- megun ríkir meðal meginhluta þjóðarinnar. Hið kyrrláta hátíðahald síð- ustu jóla og áramóta bendir tví- mælalaust til þess að almenning- ur okkar unga þéttbýlis gerir sér það ljóst í vaxandi mæli, að þess- ar stórhátíðir eru fyrst og fremst hátíðir heimilanna. Þær gefa ekki fyrst og fremst tilefni til fjölþættra opinberra skemmt- ana. Gildi þeirra felst ekki í slíku hátíðahaldi. E.t.v. er það aldrei nauð- synlegra en einmitt nú, á miðri öld hins mikla hraða og eirðarleysis, að þjóðirnar staldri við, njóti friðar og kyrrðar á heimilum sínum, skoði hug sinn. Til þess eru jól og áramót tilvalinn tími. Boðskapur kristinna jóla hvet ur til íhugunar á rökum til- verunnar, tilgangi mannlífs- ins. Áramótin eru sjónarhóll, sem veitir útsýni yfir um- hverfi þjóða og einstaklinga í rúmi tímans. íslenzka þjóðin hafði tækifæri til að íhuga margskonar efni á heimilum sínum um þessar kyrr- látu hátíðar. Henni líður um þess ar mundir vel, betur en nokkru sinni fyrr. Um það þarf heldur ekki að fara í neinar grafgötur að þannig getur henni liðið fram- vegis. Hún getur meira að segja haldíð áfram að bæta og fegra líf sitt. Allt þjóðlíf hennar mót- ast nú af örri þróun í framfara- átt. En þetta getur farið á aðra lund. Því aðeins heldur þróunin áfram í rétta átt, að fólkið sjálft stuðli að því. Ef við gerum okk- ur það ljóst nú þegar, að grund- völlur vellíðunar okkar í dag, góðra lífskjara og mikilla fram- kvæmda, framleiðsla okkar til lands og sjávar, þarf að eflast, þurfum við engu að kvíða. Ef við ieggjum á það megináherzlu á næstunni að skapa heilbrigðan starfsgrundvöll fyrir íslenzka bjargræðisvegi þá erum við á réttri leið. Þá erum við að byggja fyrir framtíðina, stuðla að batn- andi lífskjörum og afkomuör- yggi í landi okkar. Ef við I.^Idum hins vegar í þveröfuga átt, teljum það hyggilegast að gera auknar kröfur til framleiðslutækja, sem þegar eru rekin beint og óbeint með ríkisstyrkjum, þá er óumflýjanlegur voði vís. — Með slíkum hætti verða lífs- kjörin ekki bætt. Þvert á móti hljóta þau að skerðast og mikil vandræði að steðja að landsmónnum. Þetta er ekki mælt af svart- sýni heldur raunsæi. íslending- ar verða að gera sér ljóst, að það er ekki hægt að halda uppi efna- hagslegu öryggi og framförum, ef haldið verður áfram að grafa undan gjaldmiðli þeirra. Felling íslenzkrar krónu nú væri áfangi á leiðinni til enn aukinnar upp- lausnar í efnahagsmálum okkar. Öll þjóðholL öfl verða þess vegna að slá skjaldborg um gjald miðilinn og skapa bjargræðisveg- unum heilbrigðan starfsgrund- völl. Það er eina leiðin til þess að unnt verði að koma þeim um- bótum í framkvæmd, sem þjóðin þráir og hefur unnið að af mik- illi bjartsýni og trú á getu sína. j Það er þýðingarlaust, að krefj- ast umbóta en vinna svo af alefli gegn því að unnt sé að ráðast í framkvæmdirnar. En það hafa hinir sósíalísku flokkar gert und- anfarin ár. Þeir hafa þótzt vera hinir einu sönnu framfaramenn. En jafnhliða hafa þeir einbeitt kröftum sínum að því að grafa undan bjargræðisvegum lands- manna og telja launþegum trú um, að eina „kjarabótin" væri hækkað kaupgjald. Vegna þess, I hve langt hefur verið gengið í þessa átt eru aðalgreinar út- flutningsframleiðslunnar nú reknar með beinum og óbeinum rikisstyrkjum. Þennan sannleika verður þjóð- in að gera sér ljósan, ef hún hef- ur ekki þegar gert það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft mikilsverða forystu um hinar miklu atvinnulífsum- j bætur síðustu áratuga. Hann hefur sífellt bent þjóðinni á i það, að ekki væri einhlítt að afla tækjanna. Rekstrargrund völlur þeirra yrði að vera ör- uggur til þess að þau gætu veitt atvinnu og dregið björg í bú þjóðarinnar. Á þessar að- varanir hefur ekki verið nægi- lega hlýtt. Þess vegna stendur hagur íslenzkra atvinnuvega nú verr en skyldi. En þjóðin getur bægt hætt- unni frá dyrum sínum, ef hún bregst við henni af mann- dómi og festu. Og það mun hún gera, ef gifta hennar er meiri en lánleysi. Innlendar skipasmíJar, AÁRINU 1954 færðist aukið líf í íslenzkan skipasmíðaiðnað. Smíðaðir voru 19 vélbátar, 8—61 smálest að stærð í hinum ýmsu skipasmíðastöðvum landsins. Við áramót voru 5 vélskip í smíðum í þessum skipasmíðastöðvum. Var stærð þeirra 15—17 smálestir. Loks er þess að geta, að á s. 1. ári var lokið við smíði fyrsta stál- skipsins hér á landi, dráttarbáts- ins Magna, sem Reykjavíkurhöfn lætur byggja. Hefur verið frá því skýrt, að hafin sé bygging annars stálskips hérlendis. Er það björg- unar- og eftirlitsskip fyrir Norð- urland. Samtals eru þeir vélbátar, sem smíðaðir voru innanlands á s. I, ári 537 smálestir að stærð. Er það veruleg aukning frá árun- um 1952 og 1953. Hér er því stefnt í rétta átt. Við eigum að byggja alla okk- j ar vélbáta sjálfir. íslenzkar skipasmíðastöðvar hafa byggt ágæt og traust skip, jafnvel betri en þau tréskip, sem við höfum flutt inn. Að því er auk þess mikil atvinnuaukning l'.vrir íslenzka iðnaðarmenn, að vélbátaflotinn sé endurnýjað- ur og aukinn af innlendu vinnuafli. IJUGOSLAFIU virðist „bylt- ingin nú ætla að fara að eta börnin sín" á sama hátt og í öðr- um ríkjum kommúnista. i Dedijer hefir nú tvívegis orðið að mæta fyrir dómstóli „aðal- nefndar" til þess að „játa" sekt sína, eða, ef hann hefir dug til þess, að neita að „játa". Fyrir stríðið, er kommúnistar voru lítils megandi í Júgóslafíu, þurfti Tito oft að fara í felur á heimili Dedijers. Á stríðsárunum tók Dedijer ákafan þátt í baráttu partisana gegn nazistum. Dedi- jer varð þá áhorfandi að því er fyrri kona hans lét lífið í bar- daga við hlið hans og sjálfur hlaut hann þá stór sár á höfði, svo að mikill hluti höfuðkúpunn- ar er úr lækna-silfri. Eftir stríðið gerðist hann ritstjórí aðalmál- gagns Titos, Iiorba, átti sæti í fulltrúanefnd Júgóslafa hjá Sam- einuðu þjóðunum og þótti meðal hinna efnilegustu ungu manna er byltinguna gerðu. Hann varði samvinnuslit Titos við Stalin árið 1948 af mikilli mælsku og síðar skrásetti hann hina opinberlega viðurkenndu ævisögu Titos. Tito ber niðtir lýðræðisöfflini Sagan um Dedijer En í vikunni sem leið var Dedi- jer skyndilega orðinn einn hinna útskúfuðu. Hann var sviftur öll- um embættum fyrir þjóð og flokk og honum var gefið að sök að hann fylgdi ekki flokkslínu. Upphafið að þessari „sök" er ársgömul. Þá var þriðji æðsti maður júgóslafnesku byltingar- innar, Djilas, sviftur öllum veg- tyllum fyrir það að hafa birt opinberlega greinar, þar sem hann gagnrýndi hvortveggja í senn siðleysi æðstu foringjanna og pólitískan einstrengingshátt þeirra. Aðeins tveir úr innsta hring byltingarmanna höfðu þá dirfsku til þess að verja málstað Djilasar. Annar var Dedijer, hin Veivahavidi óknfar: Jólin á enda. IDAG er 13. og síðasti dagur jóla. Jólaskreytingarnar inn- anhúss og utan verða senn tekn- ar niður — umhverfið fær blæ hversdagsleikans á ný. En í minn ingunni tindra björtu hátíðaljós- in skær og hlý. Sú birta mun endast okkur þar til við höldum aftur hátíðleg jól og áramót, að ári um þetta leyti. Já, jólin verða alltaf sem sólargeisli í dimmu skammdegisins, skammdegi nátt- úrunnar og skammdeginu, sem stundum ríkir í hugum okkar einmitt um þetta leyti, þegar sólin lætur ekki sjá sig dögum, vikum og mánðum saman og sjálf dagsbirtan er flúin áður en við höfum fagnað komu hennar. Þess vegna er það ósköp þægi- leg tilfinning, að um leið og jólin kveðja okkur, getum við glatt okkur við tilhugsunina um, að sól fer hækkandi á lofti, dags- birtan skýrist frá degi til dags — skammdegið er á undanhaldi. Þrettándanótt. IÞJÓÐSÖGUM Jóns Árnasonar segir um þrettándanótt: „Þrettándanótt var í mörgu merkileg. Þá segja flestir, að kýr tali og að lið Faraós fari þá úr sels hömunum og gangi á land, þó að aðrir segi, að það sé á nýársnótt. Þá heppnuðust og vel útisetur á krossgötum og allt eins miðs- vetrarnóttina. Þrettándanótt var og haldin helg í Grímsey og víð- ar um, allt fram um 1849, hvað sem síðan er, af þvt að hún sam- svaraði jólanóttinni gömlu. Hún hefur og verið kölluð „drauma- nóttin mikla" af því þá átti aust- urvegskónga að hafa dreymt um fæðing Krists og því eru allir draumar merkilegastir og þýð- ingarfyllstir, sem mann dreymir á þrettándanótt". Trillan við Aðalstræti. MARGIR vegfarendur um Mið- bæinn undanfarna daga hafa staldrað við til að skoða trillu- bátinn og bílinn fína, sem standa á Hótel íslands grunninum við Aðal- og Austurstræti. Bíllinn er að vísu ekkert óalgeng sjón á þessum stað, þarna úir allt og grúir af bifreiðum allan ársins hring. En öðru máli gegnir með bátinn, slíkt sér maður ekki á hverjum degi hér uppi í miðbæ, enda er hér líka um nokkuð öld- ungis sérstakt að ræða. Allir Reykvíkingar vita hvað það er — happdrætti Sjómannaheimilisins, sem dregið verður í, í 7. skipti nú um helgina. Það er vel til fallið að draga um lítinn vélbát, í þessu happdrætti, sem ætlað er til gagns og styrktar öldruðum sjómönnum, sem margir hverjir hafa alið mestan aldur sinn á bátkænum, sem fleytt hefir þeim um sléttan og úfinn sjó, er þeir af harðfylgi og dugnaði sóttu björg í bú í fang Ægis. Og það er enginn vafi á því að trillan, þar sem hún er til sýnis þarna við Aðalstrætið, hefir vakið sjó- mannsþrá í mörgu ungu brjósti — löngun til að standa við stjórn- völinn og stýra um víðan sjó. — Já, er það nokkur furða? Brautin yfir gamla kirkjugarðinn. SÍÐASTLIÐIÐ sumar var lögð Ijómandi lagleg steinflísa- braut yfir gamla kirkjugarðinn við Aðalstræti og er allt gott um það að segja. En það er eitt, sem hefir gleymzt og það er það, að búa vel um svæðið, sem er við enda brautarinnar, Aðalstrætis- megin. Ekkert hefir verið borið ofan í moldina og í rigningum er þar ófært yfirferðar sakir aur- leðjunnar. Nú eru það tilmæli mín, — og sjálfsagt margra ann- arra, að bæjarverkfræðinjrur láti aka einhverjum góðum ofaní- burði þarna í brautina, svo að leið þessi yfir garðinn verði fær jafnt í þurru sem votviðri. — Björgvin." Sá, sem vill, að draumar hans rætist verður að vakna. var fyrri kona Djilasar að nafni Mitra Mitrovic. Dedijer sagði þá við Kardelj, annan æðsta mann- inn, næst Tito: „Ef ég á að tala hreinskilningslega, þá er ég eng- inn manngervingur og get ekki alveg út í hött samþykkt skoð- anir af þeirri einu ástæðu að þær eru fluttar af manni, sem er valdamikill". Hann sagði ennfremur: „Við skulum gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd að bylting okk- ar er orðin ódauðleg, af því að hún hefir ekki etið sín eigin börn og vegna þess að börn þessarar byltingar eru heiðarleg". I * I Hreystileg orð, en óviturleg í einræðisríki. Þetta hefir nú kom- ið í Ijós. Eins og áður hefir verið skýrt frá voru Dedijer og fyrri kona Djilasar kölluð fyrir „aðal- nefnd" kommúnistaflokksins júgóslafneska og þeim sagt að búa sig undir það, að verja mál- stað sinn. Dedijer lét ekki bjóða sér þetta í fyrstu, neitaði að hlusta á „aðalnefndina" og skundaði burtu til þess að senda mótmælaskeyti til Titos, sem þá var lagður af stað til Indlands. En ríkið ræður einnig yfir lands- símanum og skeytið var aldrei sent. Er ekki annað sjáanlegt, en að Tito hafi verið kunnugt um hvað gera átti og óskað þess eins að framkvæmdum yrði frestað, þar til hann væri farinn af landi burt. En nú tók málið á sig nýjan svip. Djilas hafði dvalið í „út- legð" í sínu eigin landi frá því í fyrra, en nú lét hann til sín heyra. Hann lét svo um mælt við fréttaritara New York Times, að aðförin að Dedijer væri gerð „til þess að hræða lýðræðisöflin í flokknum. Þessi öfl eru til, en þau eru óskipulögð, en sjálfur er flokkurinn í höndum manna, sem ekki eru lýðræðissinnar". Ef annar flokkur kæmi til skjal- anna og leyfðar yrðu frjálsar um- ræður, þá taldi Djilas „að kannske yrði hægt á tíu árum að skapa möguleika fyrir frjálst lýð- ræði". Hann viðurkenndi að hann væri að tefla á tvær hættur með því að segja þetta, „en samt sem áður held ég að ekkert ger- ist". Ekki var sagt frá þessum uppástungum Djilasar í júgó- slafneskum blöðum, svo að ekki virðist það líklegt að hugmyndin um annan flokki fái byr. En frá því að þetta gerðist hafa þau þrjú, Djilas, Dedijar og frú Mitrovic verið í yfirheyrsl- um hjá „aðalnefndinni" og eftir er að sjá hvort kommúnista- flokkurinn í Júgóslafíu þurfi nú einnig að fara að eta börnin sín. Fékk 11 spaða FÖSTUDAGINN 24. des. s.l., gerðist það „undur" í spilum, að Dagbjartur Björgvin Gíslason á Patreksfirði, fékk 11 spaða gefna á eina hendi. Hin spilin tvö voru hjartanía og tíguláttan. Norður gefur (það var hann sjálfur) og vekur sögn á tveimur spöðum. Austur hefur ónýt spil og segir pass, suður segir þrjú lauf. Vestur hefur geysimikil spil eða um 40 púnkta og segir þrjú grönd. Norður krefur um ása og segir fjögur grönd. Austur segir pass, suður svarar tíglum 5, vest- ur segir 5 grönd. Norður segir aftur 6 spaða, austur segir pass, suður segir pass. Vestur ,dobblar* slemmuna. er með tvo ása. Norð- ur „redobblar" og vinnur spilið. Austur kemur út í hjarta og vest- ur tekur siaginn á hjartaás. "— Vestur slær nú út laufásnum, en norður á ekki lauf til og trompar. Tekur alla sína 11 slagi á tromp, þá er ekki eftir nema tíguláttan og suður átti tígulásinn. Þar með er slemman unnin. ¦—Karl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.