Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLABIB Fimmtudagur 6. jan. 1955 -3C -SCSI 3E 3g U ÚR HELJARGREIPUM SKÁLDSAGA EFTIR A. /. CRONIN zc =a=Li Framhaldssagan 19 spegilinn og sá, að nú hafði bilið milli bílanna aukizt, og var nú um þriðjungur úr mílu. Nú voru þau um hundrað metra frá slán- um, og þau hlutu að rekast á þær. En þótt undarlegt megi virð- ast, rétt er hann var að undirbúa sig undir áreksturinn, sá hann að slárnar hættu að hreyfast. — Konan, sem varð óttaslegin, er hún varð vör við hinn ofsalega hraða, hafði hikað á síðustu stundu. Á næsta augnabliki voru þau komin yfir, en að baki þeim lokuðust slárnar, svo að ekki mátti neinu muna. Harker leit til baka og sá, að ,konan baðaði ákaft út annarri Ihöndinni, um leið og hún lokaði ] veginum. Skömmu síðar varð ,'bíllinn, sem á eftir þeim var, jneyddur til að nema staðar. Þau ;höfðu fengið dýrmætt forskot. Mjög bráðlega óku þau inn í ' skóglendi, og þar fann Harker ; einmitt það, sem hann var að leita að, sem sé slóð, sem lá upp ¦ að stórum furutrjám, en þaðan " sást ekkert til þeirra frá þjóð- ; veginum. Hann beygði skyndi- i lega, og ók um hundrað metra eftir grasi vaxinni slóðinni og stanzaði síðan bílinn. í fjarska heyrðu þau flautið í lestinni og urgið í hjólunum um leið og hún þaut yfir gatnamótin. Nokkrum mínútum síðar sáu þau iögreglu- bílinn þjóta eftir þjóðveginum. Harker dró andann djúpt. — ,,Héðan leggjum við á brattann", sagði hann um leið og hann fór út úr bílnum. „Verið þér í frakk- anum, það er nauðsynlegt. Takið líka landabréfið". Hann setti skammbyssurnar og skotfærin í vasa sinn og gerði síðan síðustu tilraunina að finna einhvern mat, en hún bar ekki árangur. Næsta máltíðin þeirra yrði að vera hinum megin við ' fjallið. „Hvaða leið förum við?" spurði Madeleine. „Eftir landabréfinu liggja mörk hernámssvæðanna einmitt um þennan tind, sem við sjáum hér framundan. Ef við getum komizt upp á brúnina, þá erum við úr allri hættu". Hann benti í áttina til fjallanna, sem litu I ut í fjarlægðinni eins og risa- i vaxnar úthafsöldur. Snjór var í í íjöllunum niður í miðjar hlíðar, I en á einstaka stað sáust svartir þverhníptir klettar og stór björg. „Einmitt á þessum stað er engin ákveðin markalína, heldur koma þangað aðeins verðir við og við". Hún var hugsi. ,,Er það vegna þess, að þessi fjöll eru álitin ó- fær yfirferðar?" „Ég held varla...." Hann lauk ekki við setninguna. Hann gat eTski sagt henni, að í þessum fjöllum hætti enginn lífi sínu, nema í ýtrustu nauðvörn. Það var gott að geta teygt úr sér eftir hinn langa akstur. Fyrst í stað var auðvelt fyrir þau að ganga greitt, því að í skóginum var fjárgata, sem lá út í haglend- ið við fjallsræturnar. — Harker fannst það léttir að vera kominn af þjóðveginum. -Hann var við- vaningur í að stinga lögregluna ~ af, en hann var vanur fjalla- ferðum. Þegar hann var í skóla, hafði liann haft mikinn áhuga á landa- fræði, og um helgar hafði hann 1 oft gengið á Hvítufjöll. Hann Ihafði yndi af þeirri íþrótt og hann fann til þeirra einkenni- legu dásamlegu tilfinningar, er þann var kominn upp á fjalls- ft-8ndihh, :sem var, samblandinn stolti yfir því að hafa yfirstigið alla örðugleika á leiðinni og hé- gómagirnd, er hann stóð svo hátt uppi. En hann hugsaði gremju- lega, að nú væri meira í húfi heldur en kvarz-moli eða stolt. Brátt komu þau að þverhnípi og nú urðu þau að skríða á fjór- um fótum. Er þau höfðu komizt yfir klettabeltið, komu þau í hag lendi, þar sem nautpeningur var á beit. Fyrir ofan þau lá snjór- inn, en síðan tók við þoka. Þegar þau höfðu gengið í tvo klukuktíma, leit Harker aftur á landabréfið og sagði: „Við getum ekki komist yfir fyrir myrkur, það er í mesta lagi tveir tímar þangað til. Við verðum að vera hérna í nótt. Það er lágskýjað, svo að það ætti að draga úr versta kuldanum, en við verðum að komast í eitthvert skjól". Madeleine horfði forvitnislega niður í dalinn og síðan sagði hún: „Eru þetta kúasmalar þarna?" Harker horfði í áttina, sem hún benti og sá þá sjö menn á neðri hjallanum og gengu þeir í ein- faldri röð. Þeir voru nú komnir að klettabeltinu, sem Madeleine og hann höfðu farið yfir fyrir hálftíma síðan. „Ég veit það ekki", sagði hann, „en mér geðjast ekki að þeim". Hann sá að Madeleine var orðin uppgefin og móð af göngunni. „Getum við haldið dálítið lengra áf r am ? " ____________ Hún reyndi að brosa og sagði: „Ég vil heldur halda áfram en vera kyrr". Brátt voru þau komin í snjó- inn. Þau sukku niður í snjó- skaflana og örkuðu áfram jafnt og þétt. Stundum runnu þau til á svellbungum, og stundum sátu þau föst í sköflum. svo að þau urðu að draga hvort annað upp. Sólarhitinn hafði brætt snjóinn á stöku stað, og nú rann hann undan fótum þeirra. Við og við féllu snjóskriður rétt hjá þeim og veltust niður í dalinn með ógnarhávaða. j Eftir hálftíma urðu þau að ] nVíla sig, Madeleine sat álút með hendurnar þétt með hliðunum. | | Harker, sem var móður og þurr í kverkunum, horfði niður á ' mennina fyrir neðan. Þeir höfðu f arið yfir haglendið og voru komnir í snjóinn, svo að þeir sá- ust nú enn greinilegar. Það var ómögulegt að segja, hvort þeir voru einkennisklæddir eða ekki, en það var alveg áreiðanlegt, að I þeir voru allir með vopn, litlar byssur á öxlunum. i Madeleine og Harker héldu aftur af stað án þess að mæla orð frá vörum. Slóðin, sem þau höfðu farið eftir mjókkaði og það var ekki um annað að gera fyrir þau en að fara niður í djúpt : gil. Fjallstindurinn, sem þau I þurftu að komast yfir, bar greini- lega við glágráan himininn, en! Harker vissi, að þótt hann virt- ist svona nálægt. var margra klukkutíma gangur þangað. Skyndilega heyrðist hljóð, það var eins og og steini hefði verið kastað í klettinn rétt hjá þeim og brátt heyrðist annað, svo að undir tók í fjöllunum, en síðan varð allt hljótt. Austurríska lög- reglan mundi ekki skjóta án við- vörunar, hugsaði Harker, þetta hlyti að vera rússneskt hernáms- lið, sem hafði bækistöðvar sínar rétt við markalínuna. Hann tók um skammbyssuna sína í vasan- um, en síðan sleppti hann henni aftur, hún hafði ekki mikið að segja móti herriffli. Með vaxandi ótta leitaði hann að skjóli, en það var ekkert að finna. Þau mundu sjást greini- lega, og það voru ekki nema nokkrar mínútur milli þeirra, og rússnesku hermönnunum var ekki skotaskuld að hitta á slíku færi. En samt hélt hann áfram að klifra, hann hélt nú í hönd Made- leine, sem var orðin lafmóð og hrasaði í hverju spori, en þau vissu bæði að hvert þrep var að- eins stundar náðun. Hann leitaði í örvæntingu eftir einhverju finstom HJÓLBARÐAR 750 x 20, 10 strigalaga Ennfremur: 600x16 og 500x16 FIRESTONE nafnið tryggir gæðin ORSÍA H.F. Laugavegi 166 Takio eftir Ég hefi opnað trésmíðavinnustofu í húsakynnum Fjölnis ¦ við Norðurbraut í Hafnarfirði. — Sími 9421. : Framkvæmi alla venjulega verkstæðisvinnu, svo sem: : smiði glugga, hurða, innréttinga, stiga o. fl. ¦ AÐALSTEINN JÓNSSON S Hudson sendiíerðabifreiu með palli, smíðaár 1942, til sölu. — Bifreiðin er ; til sýnis á verkstæði Rafveitu Hafnarfjarðar, I Hverfisgötu 29. — Tilboð óskast. jj f\afueita ^J^raFnarHaroar Smiðir Bátasmíðastöð Breiðfirðinga, Hafnarfirði, getur nú bætt ¦ við nokkrum smiðum. — Uppl. í síma 9520. : Tilkynning Jóhann handfasti ENSK SAGA 77 mig fljótt og varð æði skuggalegur á svipinn. Nú kom þræll ein að með knöttinn og við horfðum báðir fast á hann. Jafn- skjótt og soldán gaf merki, var knettinum kastað niður á milli okkar. Við Al Adíl steyptum okkur báðir yfir hann eins og fálkar. Það glumdi hátt við er kylfur okkar skullu saman. Mér tókst að slá knöttinn frá fótum hesta okkar og koma honum til Sarafíns, svo reið ég áfram til þess að geta . tekið við knettinum frá honum aftur. En þá kom Al Adíl ' þeysandi að, náði knettinum frá mér, snéri sér fimlega við og sendi hann með löngu skoti í gagnstæða átt. | Al Adíl og Sjírkú, vinur hans, þeystu nú áfram með mikl- ' um hófadyn og nálguðust mark okkar óðfluga, en íbn Mó- hammeð og Bóhadín komu þeysandi að og vörðu markið af mikilli snilld og sendu knöttinn langt inn á völlinn og stöðv- ! uðu þannig hina hröðu sókn Al Adíls. Hróp kváðu við frá áhorfendunum, blönduð fögnuði og vonbrigðum. Nú barst leikurinn fram og aftur um vallarmiðjuna um stund og unnu ýmsir lítið eitt á eða fóru halloka á víxl. Brátt sá ég það að Al Adíl ætlaði sér að vinna með prettum, ef honum tækist ekki að vinna með heiðarlegu móti. Hvað eftir annað reið hann á mig með ofbeldi og ófyrirleitni í þeirri von að geta kollvarpað hesti mínum eða að minnsta [ kosti kastað mér af baki. En hinn góði Azet stóðst allar árásir og ég sat stöðugur í söðlinum. En Al Adíl var meira en aðeins prettvís, hann var líka harðduglegur andstæðingur. Honum tókst að greiða knött- inn út úr þvögunni og nú hófst að nýju æðisgengið kapp- hlaup eftir vallarhelmingi okkar. Al Adíl og Sjírkú fengu Þeir, sem eiga skó til viðgerðar í Skóvinnustofu Guð- mundar Jónssonar, Laugavegi 17B, eru vinsamlega beðnir að vitaja þeirra nú þegar og í síðasta lagi 20. þ. m. Skrif stof ustúlka Vélritunarstúlka óskast, helzt nú þegar. — Æfing í erlendum bréfaskriftum æskileg. — Umsóknir með upp- lýsingum um menntun og fyrri störf sendist Mbl. auð- kennt: „Vélritun — 411". SKRIFSTOFUSTÚLKA óskast strax. Vélritunar- og nokkur bókfærslukunnátta nauðsynleg. — Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merktar: • Heildverzlun —427. Tökum að oss INNRÖMMUN \ MYNDUM Nýkomið úrval af útlendum rammalistum. — Eigum einnig til sporöskjulagaða ramma. SKILTAGERÐIN, Skólavörðustíg 8 KAUPMENN Notið verðmerkingar við komandi útsölur. Verðspjaldasett nýkomin. SKILTAGERÐIN, Skólavörðustíg 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.