Morgunblaðið - 06.01.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. jan. 1955
MORGVNBLAÐIÐ
Skopmynd þessa gerði hollenzkur teiknari. Er það samlíking á gömlu frásögninni um Salómon kon-
ung. Hér er þörf fyrir Salómonsdóm til þess að kveða upp úrskurð um hvor á Saarbarnið — Aden-
auer eða Mendés-France.
Hætta á að Parísarsamningarnir
strandi í Bonn á Saar-málinu
Jafnaihrmenn reyna ú skapa meirihlutá gegn
samkomulagi Adenauers og Mendés-France
um framtíð Saar
Effir SebasS ian Kaffner, fréttaritara Observer
réflir frá Þióðleikhösinu
Mikil aðsókn að óperunum -
Nýr kennari við Balletfskélann -
Norræna leikrilasamkeppnin.
MEÐAN HINN áhrifamikli bar-
dagi stóð yfir í franska þmginu
um staðfestingu á Parísar-samn-
ingunum, hikuðu hvorki Bretar né
Bandaríkjamenn við að láta i ljós
skoðanir sínar á aðferðum Frakka.
Einkum voru það Bretar, sem for-
dæmdu þá afgreiðslu franska
þingsins á samningunum, er það
felldi eitt megin ákvaeði þeirra, á
Þorláksmessu.
Á meðan höfðu Þjóðverjar hægt
um sig. Forustumenn þeirra vör-
uðust að láta opinberlega í ljós
álit sitt á þessum aðgerðum
Frakka, enda mun þeim og hafa
verið það ljóst, að raddir frá
Þýzkalandi, gætu sízt af öllu orð-
ið til þess að telja um fyrir Frökk- j
um.
Nú eftir að franska þingið hef-
ur staðfest samningana með 287
atkv. gegn 260, hafa Þjóðverjar
enn hægt um sig. Adenauer for-
sætisráðherra hefur aðeins lýst yf-
ir ánægju og vaknandi vonum.
JAFNAÐARMENN BEITA
ÖLLUM BRÖGÐUM
Þýzkir jafnaðarmenn hafa hins
vegar verið fljótir að koma auga
á einn þátt Parísarsamninganna,
þar sem Adenauer og fylgismenn
hans standa valtast, en það er
samningsákvæðið um að sam-
þykkja verði alla Parísarsamning-
D e h 1 e r, foringi frjálslynda
flokksins í Þýzkalandi, hefur lýst
yfir mótspyrnu við Saar-sam-
ana samtímis og þeirra á meðal komulagið. Þó er talið hugsanlegt
einnig samkomulagið um framtíð að hann láti undan síga í því máli
Saar. j til þess að aðrir þættir Parísar-
Eða með öðrum orðum, að allir samninganna nái samþykki.
Parísar-samningarnir f alla úr j
gildinemaþvíaðeinsaðÞjóðver.i-!.nn ^ ^ parísar.gamn
ar sætti sig emmg við samkomu
lagið um Saar-héraðið.
ingarnir yrðu ógildir við það.
Saar-samkomulagið er sá hluti
Parísar-samninganna, sem tæpast
mun standa í þýzka þinginu. Aðr- TVEIR STJÓRNARFLOKKAR
ir þættir þeirra munu vafalaust ANDVÍGIR SAAR-SAMKOMU-
njóta öruggs meirihluta. Jafnað- i LAGINU
armenn, sem eru ekki aðeins mót
fallnir Saar-samkomulaginu, held
ur og þátttöku Þjóðverja í heild
í varnarbandalagi Vestur-Evrópu,
munu án efa færa sér í nyt mót-
spyrnuna gegn Saar-samkomulag-
inu. Þeir munu væntanlega beita
bröndum sinum fyrst og fremst
gegn því, af því að hugsanlegt
er að þeir fengiu fellt það með
samstarfi við aðra flokka og þar
með væri þeirra óskadraumur kom-
En Iveir aðrir flokkar hafa
lýst yfir að þeir séu andvígir
Saar-samkomulaginu. — Frjáls-
lyndi flokkurinn og Flótta-
mannaflokkurinn. Þessi and-
spyrna hefur styrkzt nokkuð
síðustu vikur, ekki hvað sízt
fyrir þaS að samstarf heftir tek-
izt með þessum tveimur flokk-
um og JafnaSarmönnum um
héraðsstjórnir í Hessen og Bæj-
aralandi.
U
A
¦»^'^»*«»!«l«M^W^*t>W«fl!IJ
Aitenkfrðxén.
M
xm
HÆTTUR SEM STEÐJA AÐ
Þetta samstarf í héraðsstjórn-
um veldur því að það verður e.t.v.
mestu erfiðleikunum háð fyrir
Adenauer að fá Saar-samkomu-
lagið staðfest í Efri-deild þýzka
þingsins, vegna þess að það eru i
einmitt héraðsstjórnirnar, sem
velja fulltrúa til þess. Þannig er ]
enn hugsanlegur sá möguleiki að
Efri-deildin felli samkomulagið. —
Þá getur einnig verið að málið |
verði kært til stjórnlagadómstóls!
Þýzkalands og ef hann kæmist að
því að nauðsyn beri til að breyta
stjórnarskránni svo samkomulag-
ið taki gildi, þýðir það að Aden-
auer verður að hafa með sér
% hluta atkvæða í Neðri deild-
inni, en slíkt virðist útilokað.
SAMNINGAR MYNDU
GANGA AFTUR
Hér mun vafalaust slá í hrýn
ur miklar. Það sein þá iiiiin
væntanlega veita fylgismönmim
Adenauers og Parísarsamning-
anna kraft verður sú vitund
þingmanna, að ef þeir ekki
staðfesta Saar-samkomulagið,
þá verður litið á alla Parísar-
samningana, sem ógilda. Munu
þá ganga til baka öll fyrirheit
binna vestrænu hernámsvelda
vim að veita landinu fullt sjálfs
forræði og leyfa ÞjóSverjum
aSiId að varnarsamtökum. Þetta
verða hinir þýzku þingmenn
þá aS meta og vega meS sjálf-
um sér. ÞaS yrSi sárt fyrir þá
ef allt þelta færi til ónýtis og
blýtur þaS aS veikja mótspyrnu
Frjálslynda flokksins og Flótta-
mannaflokksins viS Saar-sam-
komulagið og liræSa þá til
hlýðni.
SAMKVÆMT viðtali við þjóð-
leikhússtjóra, Guðlaug Rósin-
kranz, í gærdag, er aðsókn að
óperusýningunum mjög mikil,
fullt hús á hverri sýningu við
mikla hrifningu. María Markan
Östlund söng í gærkvöld í síð-
ara skipti af tveimur, hlutverk
Santuzzu í Cavalleria rustieana
í stað Guðrúnar Á. Símonar, sem
annars hefir hlutverkið með
höndum.
Þá gat þjóðleikhússtjóri þess,
að nýkominn væri að leikhúsinu
nýr kennari við Balletskólann í
stað Eriks Bidsted, sem annaðist
danskennsluna þar til hann hvarf
héðan fyrri hluta desembermán-
aðar s.l.
Hinn nýi balletkennari er af
sænsk-norskum ættum og heitir
Otto Toreseen. Hann hefir annazt
balletkennslu við óperuna í
Stokkhólmi og einnig við Riks-
teatret í Svíþjóð. Jafnframt hefir
hann æft og sett upp allmarga
balletta bæði í Stokkhólmi og
víðar. Þá hefir hann og getið sér
heimsfrægðar í skautalisthlaupi
og var sigurvegari í þeirri grein
á síðustu Olympíuleikum.
10 LEIKRIT BÁRUST
Frestur til að skila leikritum í
norrænu leikritasamkeppninni
rann út hinn 1. jan. s.l. Bárust 10
íslenzk leikrit og hefir dóm-
nefndin íslenzka þegar setzt á
rökstóla. Hana skipa þeir Guð-
laugur Rósinkranz, Indriði
Waage og Sigurður Grímsson.
Veitt verða þrenn verðlaun í ís-
lenzku keppninni innbyrðis, 6, 4
og 2 þús. krónur að upphæð.
Verðlaunin sem bezta leikritið í
heildarkeppninni hlýtur verðiii"
15 þús. krónur danskar. Verða
heildarúrslitin væntanlega gerð
heyrum kunn í maímánuði n.k.
Fjölþæff fræðsluslarfsemi Búnaðarfél.
íslands í sveilum landsins á s.l. ári.
^!*-* K0BLEN2
..•.•¦ ¦¦- ¦ ;rT>
Mdrbúrg
Zm
^fytburqjx
Bíngm
tyimburg
&? FRANK'FURT
inm.
\termste4t)
LtámyshiftV&énnheim
S0rr«*+tt*9 Jþfc_ Marlsrt/h'e
-•*••»?.
Dppdráttur þessl sýnir glöggt hvar Saar-héraðið er á landamærum
Þýzkalands og Frakklands.
SKUGGAR 1 SAMBÚÐ
ÞJÓÐANNA
Saar-vandamálið er þó ekki
nema einn þáttur í miklu viðtæk-
ara vandamáli. Það er sambúð
Frakka og Þjóðverja. Enn er ekki
fyllilega ljóst hvaða áhrif hinar
i heitu umræður í franska þinginu
I hafa á Þjóðverja. Víst er um það,
í, að í hinum áhrifamiklu deilum
I féllu mörg þykkjuþung orð til
l Þjóðverja. Frá þessum umræðum
í |Var sagt ýtarlega í þýzkum blöð-
um og enn óséð hvaða straumiðum
þær hafa valdið í hugum Þjóð-
verja.
1 þessu sambandi má m. a. geta
nýlegra ummæla þýzka blaðsins
/* 9L/JtÁ Frankfurter Allgemeine Zeitung,
* ™í sem voru á þessa leið:
—¦ Getur það verið að fylg.jend-
ur Parísar-samninganna séu ein-
læglega ánægðir og vongóðir? Síð-
dagar hafa leitt það greini-
ljós, að margir skuggar
munu enn liggja yfir sambúð
Frakka og Þjóðverja á komandi
árum. Það er minnsta kosti ljóst
að Frakkland, einn 'þýðingarmesti
aðili í samstarfi Evrópu-þjóðanna,
gengur í það með hinni mestu
Framh. á bls. 12.
UM áramótin 1953—54 hófst
skipulagt starf með nýju
sniði á vegum Búnaðarfélags ís-
lands — búnaðarfræðslan. — Að
loknu fyrsta starfsári þykir Mbl.
rétt að greina frá árangrinum í
stuttu máli.
SÝNISREITIRNIR
Fjórir ráðunautar hafa ferðast
um landið til fundarhalda, til
undirbúnings sýnisreita. — Þeir
hafa borið á reitina, tvíslegið þá
flesta, vegið og metið uppsker-
una, og síðan efnt til fundar-
halda til þess að ræða um niður-
stöðurnar og um búskapinn
almennt. Samtals hafa ráðunaut-
arnir farið 5 umferðir á árinu
um svæðið Strandasýsla, A.-
Skaftafellssýsla, að báðum með-
töldum. Sýnisreitirnir voru á 115
stöðum, en ýmis atvik ollu því,
að uppskerumælingar töldust
ekki öruggar alls staðar, svo að
viðeigandi þótti að taka þær all-
ar í meðaltals útreikningi yfir
uppskerumagn miðað við áburð-
arskammta þá, er notaðir voru.
bændum og öðrum upplýsingar
um nýjungar í búnaði almennt,
i ræðu og riti. í þessum efnum
er sérstök áherzla lögð á útgáfu
fræðslurita. Hafa 7 rit þegar
komið út á árinu en tvö eru í
prentun, annað um „Uppeldi
nautgripa", hitt um „Heimilis-
áhöld". Eru rit þessi send á öll
sveitaheimili landsins.
KVIKMYNDÁSÝNINGAR
OG FLEIRA
í öðru lagi er fræðslustjóra
ætlað að aðstoða ráðunautana
með útbúnað til notkunar í þágu
fræðslu og leiðbeininga á sviði
landbúnaðar. Á þessu sviði eru
það fyrst og fremst kvikmyndir
og skuggamyndir, sem bezt hæfa
okkur. Nokkur búnaðarsambönd
hafa þegar keypt skuggamynda-
vélar og útvegar skrifstofa bún-
aðarfræðslunnar myndir til sýn-
inga eftir því sem tök eru á. A
árinu hefur verið framleitt all-
mikið af myndum í þessu skyni.
I þriðja lagi er svo ráð fyrir gert,
að fræðslustjóri kynni ungu kyn-
3i?.-.
Áburður og uppskera af sýnisreitum var sem hér segir:
A-reitur: Áburður
Meðal uppskera af
83 normalreitum:
40 kg Köfnunarefni
55 — Fosfórsýra 42,4 hestburðir taða
60 — Kalí
B-reitur: Áburður
70 kg Köfnunarefni
73 — Fosfórsýra 54,8 hestburðir taða
67 — Kalí
C-reitur: Áburður
160 kg Köfnunarefni
116 — Fosfórsýra 76,3 hestburðir taða
129 — Kalí
D-reitur:
Áburður eins og á C en
hluti kofnunarefnis-
skammts notaður
milli slátta.
75,1 hestburðir taða
%ti
\ Áhugi bænda fyrir sýnisslátta-
I reitunum var almennur og kom
það einkum fram í umræðum um
árangurinn, á fundum í haust.
, Á þessu ári verða sýnisreitir
um Vestur- og Suðurland með
svipuðu fyrirkomulagi og í ár.
t
ÚTGÁFA FRÆÐSLURITA
I Skrifstofa búnaðarfræðslunnar
hefir það hlutverk að annast
umsjón með starfinu við sýnis-
¦ reitina, og þar að auki að veita
slóðinni verksvið landbúnaðar-
ins. einnig meðal annarra stétta.
Að þessu hefur verið unnið á
s.l. ári með heimsóknum, erinda-
flutningi og myndasýningum í
héraðsskólum, gagnfræðaskólum,
húsmæðraskólum og á samkom-
um bænda og félagssamtaka á
öðrum sviðum.
Á þessu ári er gert ráð fyrir,
að starfsemi búnaðarfræðshmn-f
ar verði hagað svipað og á s.l.